Angela Merkel varar við nýju stríði á Balkanskaga

Straumur flóttafólks til Evrópu frá stríðshrjáðum löndum, einkum Sýrlandi, hefur skapað flókna stöðu á Balkanskaga. Spor sögunnar hræða.

Kristinn Haukur Guðnason
Serbía
Auglýsing

Ang­ela Merkel kansl­ari Þýska­lands hefur varað við nýju ­stríði á Balkanskaga ef Evr­ópa bregst ekki við flótta­manna­vand­anum frá Sýr­land­i og fleiri stöð­um. Landa­mæri hafa víða lok­ast og margir flótta­menn eru fastir í ríkjum sem þeir ætla sér ekki að dvelja í. Gremja þess­ara ríkja er mikil en er í raun hætta á nýrri Balkan-­styrj­öld?

Nýtt stríð?

Ang­ela Merkel hefur boðið flótta­menn frá Sýr­landi og víð­ar­ vel­komna í Þýska­landi en sú stefna hefur verið umdeild, m.a. í hennar eig­in ­flokki, Kristi­legum Demókrötum. Helsti gagn­rýn­andi stefnu hennar er Horst Seehofer rík­is­stjóri Bæj­ara­lands þar ­sem flestir flótta­menn koma inn í landið en hann er einmitt flokks­bróð­ir ­Merkel. Hún stendur því í ströngu við að sann­færa fólk og lægja öld­ur. Aðvör­un­ar­orð hennar um nýja Balkan­styrj­öld féllu einmitt á einum slíkum fund­i ­með eigin flokks­mönn­um. „Ég vill ekki ala á ótta. En þetta ger­ist hraðar en ­maður held­ur. Áflog koma verða til úr rifr­ildum og hlutir sem eng­inn vill verða til úr áflog­um.“ Hún­ ­segir að það gæti einmitt gerst ef Þýska­land lokar landa­mærum sínum og hleyp­ir ekki því fólki inn sem lofað hefur verið hæli. Flótta­fólkið yrði þá fast á Balkanskaga, svæði þar sem ótal þjóðir búa á og hefur verið ákaf­lega eld­fimt í gegnum tíð­ina. Ríkin á Balkanskaga hafa flest verið mjög treg að taka við flótta­fólki og eru illa í stakk búin til þess sér­stak­lega nú þegar vetur er í nánd. Mörg ríki hafa beitt lög­reglu og jafn­vel hernum gegn flótta­fólki og ljóst að lausn á vanda­mál­inu er aðkallandi. Zoran Mila­novic, for­sæt­is­ráð­herra Króa­tíu full­yrðir að það brjót­ist ekki út stríð en varar Þjóð­verja þó við að loka landa­mærum sín­um. Hann talar þó alls ekki fyrir hönd allra ríkja á skag­anum og hver þjóð spil­ar s­inn leik. Skortur á sam­vinnu og sam­heldni er alger og farið er að glitta í gam­al­kunnar þjóð­ern­iserjur á svæð­inu.

Auglýsing


Sigur Júgósla­vism­ans

Frá ómuna­tíð hafa ótal þjóðir og þjóð­ar­brot búið á Balkanskaga en yfir­leitt innan landamæra erlendra stór­velda. Á 19. öld og í upp­hafi 20. ald­ar­innar óx þjóð­ar­vit­und og þjóð­ern­is­kennd á svæð­inu og athygli flestra stór­velda beind­ist að því. Aust­ur­rík­is­menn og Otttómanar höfðu ríkt þar um aldir en nú áttu þeir í miklu basli með að halda völdum því að þjóð­irnar risu ­upp og heimt­uðu sjálf­stjórn, eggj­aðar áfram af Rússum sem sótt­ust til áhrifa. Árið 1912 braust út mik­ill ófriður á svæð­inu. Serbar, Svart­fell­ing­ar, Grikkir, ­Búlgarar og Rúm­enar herj­uðu á Ottómana sem misstu að lokum nán­ast öll völd á skag­an­um. Árið 1914 sner­ust Serbar svo gegn Aust­ur­rík­is­mönnum og það varð kveikjan að fyrri heims­styrj­öld­inni. Bæði Aust­ur­ríki og Ottómana­veldið töp­uð­u þeirri styrj­öld og veldi þeirra lið­uð­ust í sund­ur. 

Bal­könsk þjóð­ríki efld­ust aft­ur á móti við þetta og á vest­ur­hluta skag­ans var ákveðið að mynda sam­bands­rík­i ­Suð­ur­-Sla­va, Júgóslavíu. Ríkið var afkvæmi sér­stakrar teg­undar af ­þjóð­ern­is­kennd sem varð til snemma á 19. öld og kall­að­ist júgósla­vismi. Í Júgóslavíu bjuggu ótal þjóðir sem voru þó að miklu leyti skild­ar, bæði að ­þjóð­ern­is­legum og tungu­mála­legum toga. Trú­ar­brögðin voru þó ólík, kaþ­ólikkar í norðri, múslimar mið­svæðis og rétt­trún­að­ar­menn í suðri. Vissu­lega bar á sjálf­stæð­istil­burðum ein­stakra þjóða innan lands­ins en árið 1918 tromp­að­i júgósla­vism­inn aðrar þjóð­ern­is­kenndir og Júgósla­var litu á sig sem eina heild. 

Kon­ungs­ríkið Júgóslavía féll í seinni heims­styrj­öld­inni og eftir hana varð til­ komm­ún­ista­ríki sem þó laut ekki ofur­valdi Sov­ét­ríkj­anna eins og flest rík­i austan járn­tjalds. Júgóslavía hélt sig utan við kalda stríð­ið, sam­vinna við Vest­ur­lönd var tölu­verð og efna­hagur lands­ins betri flestra ann­arra ríkja Aust­ur-­Evr­ópu. Á­stæðan fyrir þessu var Josip Broz Tito, stríðs­hetja úr seinni heims­styrj­öld­inn­i ­sem stjórn­aði rík­inu með járnaga allt til dauða­dags árið 1980. Hann var einnig ­mað­ur­inn sem hélt júgósla­vism­anum lif­andi. Hann var Króati sem barð­ist þó aðal­lega ­með Serbum í stríð­inu og naut því virð­ingar tveggja stærstu þjóð­anna inn­an­ lands­ins. 

Júgóslavía bútuð ­niður

Þegar Tito féll frá byrj­aði Júgóslavía að lið­ast í sund­ur­, hægt í byrjun er örugg­lega. Ástæðan var sú sama og olli ófriðnum í upp­hafi ald­ar­inn­ar, þjóð­ern­is­kennd. Tito skildi eftir sig mikið tóma­rúm í júgóslav­neskum stjórn­mál­um, efna­hag­ur­inn versn­aði til muna og miklar deil­ur ­spruttu upp um sjálf­stjórn ein­stakra hér­aða. Ofan á þetta byrj­aði komm­ún­isminn í Evr­ópu að hrynja og aukin krafa skap­að­ist um lýð­ræði og opn­ara sam­fé­lag, ­sér­stak­lega í Sló­veníu og Króa­tíu. Ekki var talið ásætt­an­legt að hin­ir ­fjöl­mennu Serbar yrðu herra­þjóð innan lands­ins en Serbar voru þeir sem vild­u halda í hið gamla mið­stýrða kerfi. Þegar komm­ún­ism­inn loks féll í Evr­ópu gekk það að mestu leyti frið­sam­lega fyrir sig nema í Júgóslavíu.

Fyrstu stríð­in hófust í Sló­veníu og Króa­tíu árið 1991. Sló­ven­ía, sem jafn­framt var rík­asta ­svæðið í Júgóslavíu, slapp best af öll­um. Eftir nokk­urra daga skærur gafst ­stjórn­ar­her­inn upp og Sló­venía varð að sjálf­stæðu ríki. Ástæðan fyrir þessu var að miklu leyti sú að Sló­venía var þjóð­ern­is­lega eins­leitn­asta svæðið inn­an­ lands­ins. Makedón­íu­menn í suðri lýsti einnig yfir sjálf­stæði á þessum tíma. Ári ­seinna hófst stríðið í Bosn­íu-Herzegóvínu sem var þjóð­ern­is­lega bland­aðasta ­svæð­ið. Mikið hefur verið deilt um hversu margir fór­ust í Júgóslavíu­stríð­un­um en flestir eru sam­mála um að það séu yfir 100.000 manns og lang­mesta mann­fall­ið varð í Bosn­í­u­stríð­inu sem stóð yfir allt til árs­ins 1995. 

Það sem ein­kennd­i ­Bosn­í­u­stríðið voru miklar þjóð­ern­is­hreins­anir sem stund­aðar voru af öllum þrem­ur ­stríðs­að­il­un­um, Bosn­íu­mönn­um, Króötum og Serbum. Bosn­íu­menn voru fjöl­mennast­ir á svæð­inu en Bosn­íu-Serbar og Bosn­íu-Króatar voru stórir minni­hlutar sem vor­u dyggi­lega studdir að utan. Ekki var mikið um opnar orr­ustur heldur varð ­mann­fallið að mestu leyti vegna fjöldamorða á almennum borg­ur­um. Ýmsar aðferð­ir voru not­aðar svo sem skipu­lagðar nauðg­an­ir, pynd­ing­ar, svelti, eigna­spjöll,  menn­ing­ar­spjöll og nauða­flutn­ingar fólks. Millj­ón­ir ­manna lentu á ver­gangi og þjóð­ern­is­lands­lag Bosn­íu-Herzegóvínu breytt­ist veru­lega. Frið­ar­gæslu­lið Sam­ein­uð­u ­Þjóð­anna var sent á svæðið en brást alger­lega. Eftir nokkur sér­stak­lega ­mann­skæð fjöldamorð, þ.m.t. í Srebr­en­ica þar sem um 8.000 karl­menn vor­u ­drepn­ir, hóf Atl­ants­hafs­banda­lagið loft­árásir á svæði Bosn­íu-Serba. Skömmu seinna var sam­inn friður á her­stöð í Dayton borg í Banda­ríkj­un­um, þar ­sem Bosn­íu-Serbar fengu tölu­verða sjálf­stjórn. Eftir stríðið var komið upp­ ­sér­stökum stríðs­glæpa­dóm­stól í Haag og margir her­for­ingjar dregnir fyrir rétt ­fyrir glæpi gegn mann­kyni.

Sjálf­stæð­istil­burðir Kosovo-Al­bana hófust strax eftir að Tito lést en það var ekki fyrr en árið 1998 sem hið eig­in­lega Kosovostríð hófst. Skæru­liða­hreyf­ingin KLA var studd af Albönum sem útveg­uðu þeim vopn og Atl­ants­hafs­banda­lag­inu sem beitti loft­árás­um. 

Serbneski minni­hlut­inn í Kosovo var aftur á móti studd­ur af stjórn­ar­her Júgóslavíu sem beitti þjóð­ern­is­hreins­unum gegn Kosovo-Al­bönum en þó ekki af jafn mik­illi hörku og í Bosn­í­u­stríð­inu. Ári seinna var svo samið um það að Sam­ein­uðu Þjóð­irnar tækju við ­stjórn Kosovo hér­aðs. Átökin í Kosovo bár­ust einnig til Makedóníu sem hafði fram að þeim tíma að ­mestu leyti sloppið við átök. Enda­lok júgósla­vism­ans voru svo inn­sigluð árið 2006 þegar helsta banda­þjóð Serba, Svart­fell­ing­ar, sam­þykktu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu að slíta sam­bandi land­anna. Engar blóðsút­hell­ingar fylgd­u því þó. Landið sem áður var Júgóslavía er í dag sjö sjálf­stæð ríki.



Skylda Evr­ópu

Þjóð­u­m Balkanskaga og þá sér­stak­lega þjóðum fyrrum Júgóslavíu hefur farn­ast best þeg­ar ­þjóð­ern­is­hyggja hefur verið í lág­marki. Innan aust­uríska keis­ara­dæm­is­ins og Ottómana­veld­is­ins lifði fólk af ólíkum þjóð­ernum og trú­ar­brögðum í sátt og ­sam­lindi á skag­an­um. Hug­myndin um sam­einað ríki Suð­ur­-Slava gekk vel um margra ára­tuga skeið. Nú sækj­ast allar þjóðir Balkanskaga eftir því að lifa saman sem ­sjálf­stæðar þjóðir innan Evr­ópu­sam­bands­ins og margar eru nú þegar komnar þar inn. Þjóð­ern­is­kenndin á svæð­inu kraumar þó alltaf undir og lítið má bregða út af að allt fari í bál og brand. Saga svæð­is­ins er blóði drifin og því mik­il­vægt að ­Evr­ópa taki mið af því. Gömul sár eru fljót að rifna upp, jafn­vel frá tíma sem eng­inn man eft­ir. 

Í Serbíu er meira að segja farið að tala um króat­íska ráða­menn sem Ustase, fasíska ­skæru­liða­hreyf­ingu sem barð­ist með nas­istum og stóð að mörgum fjöldamorðum á Serbum í seinni heim­styrj­öld­inni. Króatar hafa einnig sakað Serba um að senda flótta­menn ein­ungis til þeirra en ekki ann­arra nágranna­landa. Um tíma var landa­mær­unum lokað milli þess­ara gömlu fjand­þjóða. Hvort að virki­leg hætta sé á stríði milli þjóð­ríkja á Balkanskaga skal ósagt látið en tölu­verð hætta er hins ­vegar á því að sam­skipti ríkj­anna verði slæm, bæði inn­byrðis og við rík­i Vest­ur­-­Evr­ópu. Ef Evr­ópu­hug­sjónin á að ganga upp verða þjóð­irnar að geta stað­ið ­saman á tímum sem þess­um. Evr­ópu­sam­bandið hefur á sein­ustu 15 árum opnað arma sína fyrir Balkan­þjóð­un­um. Það þýðir því ekki að skilja þær eftir með svarta ­pétur nú þegar reynir á.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None