Menn sem drepa konurnar sínar

Rannsóknarskýrsla í Noregi sýnir fram á það að vísbendingar um heimilisofbeldi voru ekki teknar alvarlega í fjölmörgum tilvikum. Að lokum voru konurnar, fórnarlömbin í langflestum tilvikum, myrtar. Herdís Sigurgrímsdóttir kynnti sér niðurstöðurnar.

Herdís Sigurgrímsdóttir
Heimilisofbeldi
Auglýsing

Í Nor­egi hefði verið hægt að koma í veg fyrir fjölda­mörg morð og mann­dráp á síð­ustu 22 árum, hefðu vís­bend­ingar og til­kynn­ingar um heim­il­is­of­beldi verið teknar alvar­lega. Rann­sókn­ar­skýrsla sem norska ­dóms­mála­ráðu­neytið tók á móti í vik­unni sýnir að heim­il­is­of­beld­i var und­an­fari um 70% morð­mála þar sem maður eða kona drápu maka sinn eða ­fyrr­ver­andi maka. Í mörgum til­fellum hafði ofbeldið verið til­kynnt til­ ­yf­ir­valda, en lítið verið aðhafst í mál­un­um.



Auglýsing

 „Við vissum öll að hún var í hættu”

Hin tutt­ugu ára gamla Marit Andr­e­as­sen hafði reynt að fá ­nálg­un­ar­bann á barns­föður og fyrr­ver­andi sam­býl­is­mann sinn í febr­úar 2010. Hún­ var beðin að koma aftur dag­inn eft­ir, þegar lög­reglan hefði ráð­rúm til að tala við hana. “Þau reyndu að róa hana með þeim orðum að flestar morð­hót­anir væru orðin tóm”, rifjar faðir hennar upp nokkrum árum seinna í mjög góðum útvarps­heim­ild­ar­þætt­i NRK. Fjórum dögum síðar var hún lát­in, eftir hálf­tíma langt kverka­tak ­barns­föð­ur­ins. (Tíma­lengdin er stað­fest, því hann tók sjálfur upp atburð­inn á vef­mynda­vél.)



Vinir Maritar og fjöl­skylda höfðu lengi ótt­ast um hana. “Við vissum öll að hún var í hætt­u,” sagði æsku­vin­kona Maritar við VG. “Hún hafði fengið margar hót­anir frá barns­föð­urn­um.” Mál Maritar er að ­mörgu leyti dæmi­gert, ef marka má rann­sókn­ina sem birt var í vik­unn­i. Dráps­mað­ur­inn átti við geð­ræn vanda­mál að stríða (eins og 70,6% dráps­manna). Hann sagð­ist hafa misst stjórn á sér vegna afbrýði­semi, sem er algengasta ­upp­gefna ástæða mann­drápa á maka (40,1%).

Fjöl­skyldan hafði séð hætt­una fyrir löngu. Marit hafði leng­i vel afneitað því að hætta væri á ferðum en var farin að verða hrædd líka. Þetta er algengt mynstur, en ekki gefið upp neitt hlut­fall í skýrsl­unni.

Rétt fyrir atburð­inn hafði hún haft sam­band við lög­reglu og ­barna­vernd­ar­nefnd án þess að fá nein sér­stök við­brögð. (Í 72% til­fella var haft ­sam­band við lög­reglu, heil­brigð­is- eða félags­yf­ir­völd fyrir atburð­inn, en ein­ungis í 32,2% til­fella skráðu yfir­völd hjá sér að hætta gæti verið á ferð­u­m. Enn sjaldnar var gripið til aðgerða.) 



Hið dæmi­gerða morð­mál

Skýrslan tekur fyrir 177 morð- og mann­dráps­mál á árunum 1990-2012. Dráp á maka eða ­fyrr­ver­andi maka eru um fjórð­ungur allra mann­dráps­mála í Nor­egi, sem er ­sam­bæri­legt við önnur þróuð lönd.

Á Íslandi sýna tölur frá rík­is­lög­reglu­stjóra að í fimmt­ung­i ­mann­dráps­mála á árunum 2000-2013 hafði maður eða kona drepið maka eða ­fyrr­ver­andi maka (5 af 26 mann­dráps­mál­u­m). Helgi Gunn­laugs­son afbrota­fræð­ing­ur bendir hins vegar á að þjóð­fé­lagið sé fámennt og mann­dráps­mál þ.a.l. fátíð hér á landi. Sé litið til lengri tíma sé lík­legt að hlut­föllin hér á landi séu lík­ því sem ger­ist í Nor­egi.

Í lang­flestum mann­drápum í nánum sam­bönd­um, hart­nær níu af ­tíu til­fell­um, drepur karl konu. Þau hafa verið gift í um 10 ár að með­al­tali og eru um eða rétt undir fer­tugu. Líkt og með aðra afbrota­töl­fræði er mikil fylgn­i við félags­leg vanda­mál. Meiri­hluti þeirra sem ráða mökum sínum bana berst þeg­ar í bökkum á öðrum svið­um. Þannig er lík­legt að ger­and­inn hafi kom­ist í kast við lögin (að með­al­tali fjórum sinn­um), neyti áfengis eða fíkni­efna úr hófi, eða glími við geð­ræn vanda­mál. Í mjög mörgum til­fellum var parið í fjár­hagskrögg­um.

Karlar í afbrýði­sem­i, ­konur í sjálfs­vörn

Ef litið er almennt á morð og mann­dráp er það langal­gengast að menn drepi aðra menn. Karlar eru um 95% ger­enda og 80% fórn­ar­lamba, í al­mennri mann­dráps­töl­fræði.

Annað gildir hins vegar um mann­dráp í nánum sam­bönd­um, þ.e. þar sem maki drepur maka eða fyrr­ver­andi. Dráps­menn­irnir eru vissu­lega flest­ir karl­ar, en hart­nær 90% fórn­ar­lambanna eru kon­ur.  

Alþjóð­legar rann­sóknir sýna að þegar menn drepa kon­urn­ar sínar er það oft tengt því að þeim finnst þeir ver­a að missa tökin á kon­unni. Hún hefur kannski reynt að slíta sam­band­in­u, beðið um skilnað eða reynt að flytja frá mann­in­um. Sus­anne Fjellda­len, sem ­rann­sak­aði maka­dráp í meist­ara­rit­gerð sinni, segir að fræðin nefni ólík­ar út­skýr­ingar á þess­ari hegðun manna. Þeirra á meðal eru feðra­veld­is­ein­kenn­i ­sam­fé­lags­ins og karl­mennsku­gildi sem mönn­unum finnst sam­fé­lagið krefj­ast að þeir upp­fylli.

Síð­ast en ekki síst eru það menn sem finn­ist þeir hafa ­eign­ar­hald á kon­unni sem kyn­veru. Þetta á ekki hvað síst við í of­beld­is­sam­bönd­um. Rann­sókn­ar­skýrslan sem vitnað var til hér að ofan finnur sterk tengsl á milli end­ur­tek­ins heim­il­is­of­beldis og karl­manna sem segj­ast hafa drepið kon­una sína vegna af­brýði­semi.

Konur sem drepa menn­ina sína gera það oft­ar en ekki í sjálfs­vörn, sýna alþjóð­legar rann­sókn­ir. Ef þær fremja morð að ­yf­ir­lögðu ráði, er það yfir­leitt að und­an­gengnum hót­unum manns­ins, þannig að þær bera fyrir rétti að þær hafi ótt­ast um líf sitt eða barn­anna.

Hægt að fyr­ir­byggja, ­nema ef...

Einn flokkur mann­dráps­mála skar sig veru­lega úr. Í 9% ­mál­anna fannst engin for­saga um heim­il­is­of­beldi, hvorki hjá yfir­völdum né að­stand­end­um. Bæði ger­endur og fórn­ar­lömb í þessum flokki höfðu að með­al­tali hærri menntun og voru minna lík­legir til að stríða við félags­leg og heilsu­fars­leg vanda­mál. Fáir ger­endur í þessum flokki voru á saka­skrá fyr­ir­ dráp­ið.

Höf­undar skýrsl­unnar nefna að það sé mjög erfitt að fyr­ir­byggja þess konar mann­dráp og morð. Þau gera ekki boð á undan sér, því áhættu­þætt­ina skort­ir.

Nið­ur­staða skýrsl­unnar er engu að síður sú að ­mörgum lífum mætti bjarga með því að taka heim­il­is­of­beldi föstum tök­um. Í rúm­um helm­ingi til­fella hefur verið til­kynnt um heim­il­is­of­beldi fimm sinnum eða oft­ar. Það á að vera nóg ástæða til að vera á varð­bergi og byrgja brunn­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None