Forsetinn sem vildi verða njósnari

Vladímir Pútín er með valdamestu mönnum heims, og hefur verið mikið í sviðsljósinu á árinu. En hver er þessi maður og hvernig varð hann forseti Rússlands? Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér merkilega sögu hans.

Kristinn Haukur Guðnason
Pútín
Auglýsing

Vladímír Pútín, einn valda­mesti maður heims, dreymdi um að verða útsend­ari á vegum KGB þegar hann var tán­ing­ur. Eins og flestir vita þá tókst honum það og hann starf­aði fyrir sov­ésku leyni­þjón­ust­una í 17 ár. Þessi ­reynsla hefur markað allan hans stjórn­mála­feril en veru­leiki starf­sem­innar var þó allt annar en hann átti von á.

Heill­að­ist af ­spæjurum

Vladímir Pútín er fæddur þann 7. októ­ber árið 1952 í Lenín­grad (Sankti Pét­urs­borg) í Sov­ét­ríkj­un­um. For­eldrar hans, Vladímir og Mar­ía, unnu bæði í verk­smiðju og faðir hans starf­aði auk þess fyr­ir­ komm­ún­ista­flokk­inn í sveit­ar­fé­lag­inu. Vladímir eldri hafði áður verið í rauða hernum og barist í seinni heims­styrj­öld­inni. Hann særð­ist þó árið 1942 og þurfti að draga sig frá her­þjón­ustu. Lengi vel var hann í rúss­neska flot­anum en um stund vann hann fyrir NKVD, hina alræmdu leyni­þjón­ustu Stalíns, sem var und­an­fari KGB.  Vladímir yngri átt­i nokkuð eðli­lega barn­æsku í Lenín­grad og þótti góður náms­mað­ur. 

Í fram­halds­skóla lærði hann m.a. þýsku sem átti eftir að nýt­ast honum vel seinna meir. Á ung­lings­ár­unum fór Pútín að dást að leyni­þjón­ust­unni og útsend­urum henn­ar. Hann sá sov­éskar njósn­a­kvik­myndir og þætti í sjón­varp­inu og heill­að­ist upp úr skón­um. Einnig las hann njósn­a­sögur um afrek KGB manna um heim all­an. Á sama tíma fór hann að hafa mik­inn áhuga á asískum sjálfs­varnar­í­þrótt­um. Hann fann það að þetta gæti orðið fram­tíðar starfs­vett­vangur hans og hóf að und­ir­búa sig fyr­ir­ það. Pútín seg­ist lítið hafa vitað um blóð­uga for­sögu sov­ésku leyni­þjón­ust­unn­ar ­sem stóð að fjöldamorðum Stalíns og ótal öðrum voða­verk­um.  „Hug­hrif mín af KGB voru byggð á róm­an­tískum ­sögum um njó­sn­ara.” Pútín gerð­ist svo frakkur að valsa inn í höf­uð­stöðvar KGB í Lenín­grad og þar bauð hanns sig fram til þjón­ustu en honum var ­sagt að KGB tæki aldrei við sjálf­boða­lið­um. Einnig var honum sagt að besti und­ir­bún­ing­ur ­fyrir KGB feril væri laga­nám. Árið 1970 lá því leið hans í Lenín­grad háskóla þar sem hann nam lög­fræði. Þar gekk hann í Komm­ún­ista­flokk­inn og KGB fylgd­ist með fram­göngu hans alla skóla­göng­una. Á loka­ári sínu í lag­ana­mi hafði leyni­þjón­ustan sam­band við hann og bauð honum stöðu. Eftir að hann út­skrif­að­ist árið 1975 hófst fer­ill hans sem KGB-­mað­ur, fer­ill sem átti eft­ir að spanna tæp 17 ár.

Auglýsing

 

Ungur njósn­ari

Pútín und­ir­gekkst þjálfun í skóla KGB í heima­borg sinn­i ­Lenín­grad. Þjálfunin þar tók eitt ár og hann vann í kjöl­farið á skrif­stofum KGB þar í borg. Kenn­arar og yfir­menn Pútíns höfðu tölu­verðar áhyggjur af honum á þessum tíma. Hann var álit­inn til­finn­inga­sljór og kald­lyndur af sál­fræð­ing­um KGB. Enn­fremur töldu þeir  að hann væri ekki hæfur að meta aðsteðj­andi hættu. Þetta virt­ist þó ekki há hinum unga Pútín mikið í upp­hafi fer­ils síns. Snemma á n­í­unda ára­tugnum var hann sendur til Moskvu til frek­ari þjálf­un­ar. 

Hann nam og vann hjá utan­rík­is­stofn­un ­leyni­þjón­ust­unnar, stofnun sem sá um njósnir á erlendum borg­ur­um. Þetta þótt­i það nokkur heiður fyrir hinn unga Pútín því færri komust þar að en vildu. Hann hélt áfram sínu þýsku­námi og öðl­að­ist svarta beltið í júdó. Í opin­berum skjöl­u­m var hann titl­aður sem túlk­ur. En í raun var hann orð­inn alvöru njósn­ari sem ­fylgd­ist með erlendum ræð­is­mönnum og ferða­mönn­um. Hann fékk meira að segja dul­nefni, Platov. Á þessum tíma hóf Pútín að byggja sína eigin fjöl­skyldu. Hann kynnt­ist eig­in­konu sinni til 30 ára Lyud­milu Shkrebneva í Lenín­grad og þau giftu sig árið 1983. Þau eiga saman tvær dæt­ur, Maríu og Katju sem fædd­ust á kom­and­i ár­um.

Vinur Stasi

Árið 1985 var Pútín sendur til Dres­den í Aust­ur-Þýska­land­i. Hans aðal­hlut­verk þar var að finna fólk, bæði Þjóð­verja og útlend­inga, sem var vilj­ugt til að afla eða veita upp­lýs­ingar um Vest­ur­veld­in. Helst senda það í njósn­a­ferðir til Banda­ríkj­anna eða ann­arra NATO ríkja. Mestu lík­urnar voru að fá til liðs við sig Þjóð­verja sem höfðu gilda ástæðu til að ferð­ast erlend­is eins og t.d. blaða­menn, vís­inda­menn og pró­fess­ora. Flestir sem Pútín og KGB voru í sam­bandi við voru því nemar eða starfs­fólk við Tækni­skól­ann í Dres­den. Eðli máls­ins sam­kvæmt er lítið vitað um ein­staka mál sem Pútín vann að á ferli sín­um. 

Það er þó vitað að hann vann ­tölu­vert við að afla upp­lýs­inga um ýmis tækni­mál, þar á meðal „þráð­laus ­sam­skipt­i”. Lík­lega hefur þessi vinna að ein­hverju leyti verið unnin í sam­starfi við fyr­ir­tækið Robotron, helsta tölvu og örflögu­fram­leið­anda Aust­ur-­Evr­ópu, sem stað­sett var í Dres­den. KGB unnu náið með aust­ur-þýsku leyni­þjón­ust­unni Stasi, sem kall­aðir voru “vin­irn­ir”. Höf­uð­stöðvar þess­ara tveggja syst­ur­sam­taka í Dres­den stóðu í sömu göt­u, Ang­elikastrasse, and­spænis hvor annarri. Aust­ur-Þýska­land var á þessum tíma þekkt fyrir að vera eitt tor­tryggn­asta ríki heims. 

Mörg hund­ruð þús­und íbúar lands­ins máttu þola hler­an­ir, yfir­heyrslur og aðrar njósnir á einka­lífi þess. Þetta kerfi kost­aði gríð­ar­legan mann­skap og vinnu sem að lang­mestu leyt­i skil­aði engu. Í sam­starfi sínu við Stasi sá Pútín að mestu leyti um að safna ­blaða­úr­klippum og skrifa skýrslur til að senda til Moskvu. Þetta var leið­in­leg og gagns­laus vinna en hann öðl­að­ist þó vin­semd og virð­ingu kollega sinna í Stasi. Pútín átti upp­haf­lega ekki að vera í Dres­den nema örfá ár en yfir­mönn­um hans í Moskvu þótti hann standa sig það vel að dvöl hans þar var fram­lengd í tvígang. Störf hans þar voru að mestu leyti eins­leit og hann fór sjaldn­ast úr landi. Hann lærði þó tölu­vert mikið um vestrið og fór í fyrsta sinn að líta ­gagn­rýnum augum á stjórn­ar­far Sov­ét­ríkj­anna. 

Nýr vett­vangur og ný í­mynd

Þegar múr­inn féll og komm­ún­ism­inn í Aust­ur-Þýska­landi hrund­i var Vladímir Pútín kall­aður heim til Sov­ét­ríkj­anna og sendur til heima­borg­ar ­sinnar Lenín­grad. Hann hóf störf við Lenín­grad háskól­ann, sinn gamla skóla, op­in­ber­lega sem aðstoð­ar­maður rekt­ors. Í raun vann hann áfram fyrir KGB og hans hlut­verk var að fylgj­ast með nemum skól­ans. Á þeim 18 mán­uðum sem hann vann við ­Lenín­grad háskóla fór hann að finna fyrir ákveð­inni stöðn­un. Hann var fastur í starfi sem honum þótti hvorki áhuga­vert né spenn­andi. Þetta var ekk­ert í lík­ing­u við þær njósn­a­myndir sem hann hafði alist upp við sem ung­ling­ur. 

Honum gekk einnig illa að vinna sig upp met­orða­stig­ann í leyni­þjón­ust­unni. Hann var enn­þá að­eins und­ir­ofursti (li­eu­ten­ant colon­el). Sjálfur segir hann að það hafi haml­að honum að hann vildi ekki flytja til Moskvu. „Ég á tvö lítil börn og aldna ­for­eldra. Þau eru komin yfir átt­rætt og við búum öll sam­an. Þau lifðu af herkví í stríð­inu. Hvernig gat ég tekið þau frá fæð­ing­ar­stað sín­um? Ég gat ekki ­yf­ir­gefið þau.” Hann viðr­aði nokkrum sinnum þá hug­mynd að hætta í leyni­þjón­ust­unni en því var illa tekið af yfir­mönnum hans. En þegar upp­lausn komm­ún­ism­ans í Evr­ópu bar­st til Sov­ét­ríkj­anna gafst honum tæki­færi á að hætta. 

Í ágúst árið 1991 reynd­u bæði her­inn og KGB að hrifsa völdin af Mik­hail Gor­bachev aðal­rit­ara. Pútín tók þá afger­andi afstöðu með stjórn­inni og sagði sig úr KGB. Á þessum tíma­punkti hafð­i hann alger­lega misst trúnna á komm­ún­ism­anum (ef hann þá hafði hana nokk­urn ­tím­ann) og Sov­ét­ríkj­un­um. Engu að síður voru þetta þung skref fyrir hann. 17 ár eru langur tími og hann var orð­inn inn­gró­inn inn í kerf­ið. Þegar að komm­ún­ism­inn loks féll og Sov­ét­ríkin lið­uð­ust í sundur fann Vladímir Pútín sig í nýju hlut­verki, þ.e. hlut­verki stjórn­mála­manns­ins. Fyrst í sveit­ar­stjórn­ar­málum í Lenín­grad en síðar í lands­mál­un­um. Þar gekk honum ólíkt betur að klífa met­orða­stig­ann. 

Hann hafði þó ekki skilið alfarið við ­leyni­þjón­ust­una. Boris Yelts­in, fyrsti for­seti Rúss­lands, hafði trú á Pútín og ­fól honum ýmis emb­ætti á tíunda ára­tugn­um. Árið 1998 var hann settur yfir FSB, hinni nýju leyni­þjón­ustu lands­ins. Þeirri stöðu gegndi hann í rúmt ár eða allt þar til að hann var útnefndur for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands í ágúst 1999. Síðan þá hefur hann verið nán­ast ein­vald­ur.



Það er ekki bara á göngu­lagi Vladím­irs Pútín að sjá að hann er djúpt mark­aður af langri veru í sov­ésku leyni­þjón­ust­unni. Hann hefur tvo þá helstu kosti sem góður leyni­þjón­ustu­maður þarf á að halda, ­þjóð­ern­is­kennd og mis­kunn­ar­leysi. Hann hefur meira að segja afsakað gjörð­ir ­leyni­þjón­ust­unnar í hreins­unum Stalíns á fjórða ára­tugn­um. Per­sónan Vladím­ir Pútín snýst þó meira um ímynd­ina en veru­leik­ann og ljóst er að sjálfs­mynd hans hefur vaxið mikið á stjórn­mála­ferl­in­um. Við fyrstu sýn mætti halda að hann hafi verið hinn sov­éski James Bond en raunin er sú að hann var hálf­gerð ­skrif­stofu­blók.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None