Fréttaskýring

Hverjir lækka fylgi flokkanna?

Gamalt fólk vill síður kjósa Pírata og yngstu kjósendurnir vilja hvorki VG né Samfylkingu. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru með lægsta fylgið hjá millitekjufólki og karlar kjósa ekki Bjarta framtíð. Forystumenn flokkanna skoða ástæðurnar og ræða úrbætur.

Sunna Valgerðardóttir28. janúar 2016

For­svars­menn stjórn­mála­flokk­anna hafa ýmsar skýr­ingar á mis­mun­andi fylgi þegar litið er til ólíkra þjóð­fé­lags­hópa. Þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks segir til dæmis umræð­una hafa verið erf­iða, for­maður Vinstri grænna ætlar að tefla fram ungu fólki í næstu kosn­ing­um, þing­flokks­for­maður Pírata seg­ist aldrei hafa reynt að höfða til ákveð­inna þjóð­fé­lags­hópa og vara­for­maður Sam­fylk­ingar segir að erfitt geti reynst að vinna aftur traust kjós­enda, en það sé nauð­syn­legt. For­maður Bjartrar fram­tíðar segir flokk­inn þurfa að spýta í lóf­ana til að auka fylgið og rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins segir stjórn­mál virka óspenn­andi fyrir ungt fólk.

Mark­tækur munur er á fylgi stjórn­flokka eftir kyni, heim­il­is­tekjum og aldri kjós­enda í nýj­ustu skoð­ana­könnun MMR. P­írat­ar, sem eru með lang­mest fylgi, tæp 40 pró­sent, eru til að mynda með nær helm­ingi lægra fylgi meðal fólks sem er 68 ára og eldra, eða 21 pró­sent. Vinstri græn, sem eru með 12 pró­senta heild­ar­fylgi, eru ein­ungis með fjög­urra pró­senta fylgi meðal ungs fólks á aldr­inum 18 til  29 ára og Sjálf­stæð­is­flokk­ur, sem mæld­ist með tæp 20 pró­sent, er með rúm 12 pró­sent á bak við sig í lægri milli­tekju­hópn­um. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er með mun meira fylgi á lands­byggð­inni heldur en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Björt fram­tíð virð­ist ekki ná til karla. 

Kjarn­inn rýndi í töl­urnar á bak við nið­ur­stöður könn­unar MMR, sem gerð var 12. til 20. jan­úar 2016, og fékk til­lögur for­ystu­manna flokk­anna að úrbótum og skoð­anir þeirra á ástæð­unum að baki þessum fylg­is­muni eftir þjóð­fé­lags­hóp­um. Breyt­ingar á fylgi flokka voru í öllum til­fellum innan vik­marka frá síð­ustu könnun og var fjöldi svar­enda 922.

Nið­ur­stöður könn­unar Frétta­blaðs­ins og Stöðvar 2, sem birt var í dag, sýna Pírata með 42 pró­senta fylgi og Bjarta fram­tíð ein­ungis með 1,5 pró­sent. Þar voru svar­endur þó mun færri, um 450, og vik­mörk því hærri en hjá MMR.

Erum ekki að vinna okkar bar­áttu

Lægra fylgi hjá körlum, fólki yfir fimm­tugu, lægsta tekju­hópnum og fólki með há laun.

óttarr proppéÓtt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, segir flokk­inn oft hafa séð mun á fylgis­tölum eftir kynj­um, en aldrei svona skýr­an. „Mér finnst ólík­legt að það sé svona rosa­lega mik­ill mun­ur, en við höfum séð meira fylgi hjá konum en körlum í gegn um tíð­ina,” segir hann. „Það er margt sem getur komið til eins og áherslur okkar í vel­ferð­ar- og mann­rétt­inda­mál­um. En þeir mála­flokkar eiga svo sem ekk­ert að höfða betur til kvenna en karla.”

Fylgi Bjartrar fram­tíðar hefur verið á hraðri nið­ur­leið und­an­farin miss­eri.

„Þetta er áhyggju­efni og við höfum verið að remb­ast við að koma okkur betur á fram­færi,” segir hann. „Fyrsta áherslu­at­riðið er að axla ábyrgð okkar sem þing­menn og sveit­ar­stjórn­ar­menn og standa fast á okkar stefnu­málum í von um að fólk styðji okk­ur. Því það er þörf fyrir umbóta­sinn­að­an, frjáls­lyndan miðju­flokk í íslenskri póli­tík.”

Ótt­arr segir Bjarta fram­tíð hafa verið stofn­aða sem gras­rót­ar­flokk sem hafi úr litlum fjár­munum að spila til að stunda hefð­bundna stjórn­mála­bar­áttu. „En við erum ekki að vinna okkar bar­áttu og þurfum að gera eitt­hvað í því.” 

Umræðan um flokk­inn hefur verið erfið

Lægra fylgi hjá ungu fólki, íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og milli­tekju­hóp­um.

Þórunn Egilsdóttir„Við verðum að reyna að bæta okkur og nálg­ast unga fólkið bet­ur,” segir Þór­unn Egils­dótt­ir, starf­andi þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks. „Um­ræðan um flokk­inn hefur verið erfið og ýmsir frasar á lofti sem virð­ast ná til fólks. Frasar sem ég er ekki sam­mála um að séu rétt­ir. En við erum með fullt af góðu og ungu fólki með okkur í flokkn­um.”

Þór­unn segir sam­spil sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins og land­spóli­tík­ur­innar mögu­lega vera eina af skýr­ing­unum á lágu fylgi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

„Við þurfum að horfa á þetta allt sem heild. Lands­byggðin má ekki vera sér. Ein­hvers staðar hefur mynd­ast gjá þarna á milli sem við verðum að brú­a,” segir hún. „Ég held að við höfum ekki komið okkar mál­efnum nægi­lega skýrt á fram­færi og það eru mörg af okkar góðu málum sem hafa ekki náð í gegn. Nú hafa ráð­stöf­un­ar­tekjur til dæmis auk­ist en við höfum ekki komið þessu nægi­lega skýrt á fram­færi og fólk er ekki að upp­lifa þetta. Það vantar eitt­hvað í upp­lýs­inga­flæðið en þetta lag­ast þegar þetta skýrist bet­ur.” 

Aldrei með stra­teg­íur til að ná í kjós­endur

Lægra fylgi meðal elli­líf­eyr­is­þega, fólks með yfir milljón á mán­uði í heim­il­is­tekjur og kvenna.

Birgitta Jónsdóttir„Ég veit í raun ekki hvers vegna svona margir styðja við okkur yfir höfuð og þá er erfitt fyrir mig að svara hvers vegna ákveðnir hópar gera það ekki,” segir Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata. Hún bendir á að konur séu mjög áber­andi meðal Pírata, sem sé mjög langt frá því að vera karllægur flokk­ur. „En flestir sem eru með yfir milljón á mán­uði styðja vænt­an­lega Sjálf­stæð­is­flokk­inn, enda hafa þeir gert vel við þann hóp.”

Birgitta segir flokk­inn aldrei hafa verið með ákveðnar stra­teg­íur varð­andi hvernig eigi að ná í kjós­end­ur.

„Við ein­beitum okkur að því að vinna vinn­una okkar vel, en ekki reyna að höfða til ákveð­ins hóps. En við eigum lítið af pen­ingum og höfum því ekki aug­lýst okkur mik­ið. Kannski nær boð­skapur okkar ekki eins vel til þeirra sem eru ekki á net­inu því það er lang­mest virkni þar.”

Erfitt að snúa svona skipi við

Lægra fylgi hjá ungu fólki, fólki undir lág­tekju­mörkum og með lág­marks­laun.

Katrín JúlíusdóttirKatrín Júl­í­us­dótt­ir, vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar, segir flokk­inn með­vit­aðan um stöð­una.

„Við erum búin að missa gríð­ar­legt fylgi og höfum helm­ing­ast á einu ári í könn­un­um,” segir hún. „Það kemur mér ekki á óvart að við séum búin að glata trún­aði þeirra hópa sem voru vanir að kjósa okk­ur.”

Katrín seg­ist vita að traustið verði ekki unnið til baka á einni nóttu en von­ast til að þessir hópar sjái að það skipti gríð­ar­legu máli fyrir kjós­endur að það sé sterkur jafn­að­ar­manna­flokkur á svið­in­u. 

„Þetta er kjarni flokks­ins, bar­átta fyrir fólk með lægstu tekj­urn­ar. En það kann að vera að við höfum villst af leið og við þurfum að taka það alvar­lega,” segir hún. „Við höfum glatað trún­aði meðal kjós­enda og það er eðli­legt að ungt fólk stökkvi ekki á það. Við þurfum að tala betur til þeirra og gefa betri mynd af því hvert okkar hlut­verk er í íslenskri póli­tík. Það er erfitt að snúa svona skipi við, en ég er sann­færð um að við munum geta það.”

Stjórn­málin virka óspenn­andi og óskil­virk

Lægra fylgi hjá ungu fólki og heim­ilum með milli­tekj­ur.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir„Stjórn­málin virka óspenn­andi og óskil­virk, enda er alltaf verið að tönnlast á tækni­at­riðum úr for­tíð­inni en ekki rætt um hvernig land við viljum byggja,” segir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæð­is­flokks­ins. „En ef við vissum hvernig ætti að bregð­ast við þessu værum við ekki í þess­ari stöð­u.”

Fylgi flokks­ins er líka lægra meðal heim­ila með milli­tekj­ur. Áslaug Arna telur að það eigi eftir að breyt­ast þegar skatta­lækk­anir og afnám tolla og vöru­gjalda skili sér betur til lands­manna.

Hún von­ast til þess að grunn­gildi flokks­ins fái hljóm­grunn meðal ungra kjós­enda. „Þó að skoð­ana­kann­anir sýna ekki hátt fylgi þá er ég þess full­viss að ungt fólk vill fá ábyrgð og frelsi til þess að standa á eigin fótum og gera sín mis­tök,” segir hún.

„Öllum hefð­bundnu flokk­unum hefur mis­tek­ist að fá ungt fólk til liðs við sig og Pírata­fylgið er fylgi fyrir eitt­hvað nýtt, ekki endi­lega fylgi við mál­efna­skrá þeirra. Per­sónu­lega vil ég breyta póli­tík­inni mik­ið, en það er erfitt og þungt verk­efn­i.”

Ætla að tefla fram ungu fólki

Lægra fylgi hjá körlum, ungu fólki og fólki undir lág­tekju­mörk­um.

Katrín Jakobsdóttir„Mér finnst lík­leg­ast að þetta sé sami hóp­ur­inn, það er unga fólkið og lág­tekju­hóp­ur­inn, jafn­vel stúd­ent­ar. En allir flokkar þurfa að vinna unga fólkið til baka, sem er nú að flykkja sér að baki Píröt­u­m,” segir Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna. „VG þarf líka að skoða fylg­is­mun­inn á milli karla og kvenna, hann er áber­andi. Við erum yfir­lýstur kven­frels­is­flokkur með konu sem for­mann og kannski vilja konur þá frekar kjósa okk­ur.”

Stjórn­mála­menn­ing og vinnu­brögð eins og Borg­un­ar­málið séu ekki til þess fallin að auka traust ungs fólks á stjór­mál­um, segir Katrín. Stór hluti félags­manna VG sé af yngri kyn­slóð­inni og þangað verði flokk­ur­inn að sækja.

„Við munum tefla fram ungu fólki með fram­tíð­ar­sýn sem fólk hefur trú á. Það verður áber­andi hjá okkur næst. Við eigum að hafa allt til alls á Íslandi og það skiptir máli hvernig auð­ur­inn dreyf­ist, hvernig er höndlað með hann og hvernig gengið er á auð­lind­ir. Þetta verða eitt af stóru mál­unum í næstu kosn­ing­um.”

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar