Breyttu nokkur höfuðhögg Hinriks VIII sögu Evrópu?

Vísindamenn við Yale-háskóla hafa velt upp þeirri kenningu að Hinrik VIII hafði glímt við svipuð vandamál og leikmenn í NFL-deildinni hafa fundið fyrir. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur kynnti sér þessar kenningar.

Hinrik
Auglýsing

Hin­rik VIII var einn þekkt­asti og ­merki­leg­asti kon­ungur Eng­lands frá upp­hafi. Hann birt­ist okkur í kvik­mynd­um, ­sjón­varps­þátt­um, mál­verkum og bókum sem ráð­rík­ur, grimmur og sjúkur leið­togi og það má vissu­lega til sanns vegar færa. En það var ekki alltaf svo því versn­and­i heilsu­far hans virð­ist hafa breytt honum sem per­sónu. Vís­inda­menn við Yale há­skóla hafa komið fram með kenn­ingu um það hvers vegna Hin­rik breytt­ist og sú ­kenn­ing á rætur sínar á ólík­legum stað, úr NFL deild­inni.

Eins og tveir ólíkir menn

Hin­rik VIII Tudor fædd­ist árið 1491 og var næstelsti sonur kon­ungs­hjón­anna Hin­riks VII og Elísa­betar af York. Eldri bróð­ir hans, Artúr, lést á ung­lings­aldri og faðir þeirra skömmu síð­ar. Hin­rik var því krýndur kon­ungur Eng­lands ein­ungis 17 ára gam­all árið 1509. Hin­rik stýrð­i land­inu í tæp­lega 38 ár og valda­tími hans er einn sá merki­leg­asti í sög­u lands­ins. Hann sleit bönd ensku kirkj­unnar við páfa­garð þegar páfi neit­að­i honum um skilnað við fyrstu eig­in­konu sína, Katrínu af Ara­gon. Þá leysti hann ­upp ensku klaust­ur­regl­urnar og lagði lönd þeirra og auð­ævi undir krún­una. Með­ þessu lagði hann grunn­inn að ensku bisk­upa­kirkj­unni sem í dag telur yfir 80 milljón sálir víðs vegar um heim sem er merki­legt í ljósi þess hversu lít­ið ­trú­ræk­inn hann var og í raun flaut með því sem hent­aði honum í hvert skipt­i. 

Hin­rik umbylti einnig her­flot­anum og hefur verið kall­aður faðir hins kon­ung­lega ­flota. Allar götur síðan var kon­ung­legi flot­inn horn­steinn­inn í bæði land­vörn­um og útþenslu Eng­lands og styrkur hans meg­in­á­stæðan fyrir vel­gengni breska heims­veld­is­ins. Hin­rik efldi kon­ung­dæmið og trúði á rétt ein­valds kon­ungs sem ­leið­toga bæði ver­ald­legra og and­legra mál­efna. Hann rak harða og her­ská­a ut­an­rík­is­stefnu gegn erki­fj­endum sínum á meg­in­landi Evr­ópu en náði að sætta þær að­al­sættir sem höfðu barist inn­an­lands um ára­tuga skeið, Lancaster og York. En ­þrátt fyrir allt þetta verður hann alltaf frægastur fyrir að hafa átt sex eig­in­konur og látið afhöfða tvær af þeim.

Auglýsing

Á öllum þekkt­ustu mál­verkum sem til eru af Hin­riki VIII sjáum við hann sem mjög þétt­vax­inn mann á miðjum aldri. En þeg­ar Hin­rik var ungur maður var hann mun grennri. Þetta sést bæði á mál­verkum og brynju­stærð. Sem ungur maður þótti Hin­rik létt­lynd­ur, bjart­sýnn og glað­vær. Hann var mjög hraustur og stund­aði íþróttir og veiðar af mynd­ug­leik en þótti einnig ­fríður og róm­an­tísk­ur. Hann er einn af fáum kon­ungum sem gift­ist af ást en ekki hent­ug­leik. Einnig kunni hann vel við sig í marg­menni, dans­aði, sinnti list­u­m og samdi jafn­vel tón­list. Gáfna­farið skorti heldur ekki. Hin­rik var ekki einn af þeim kon­ungum sem lét ráð­gjafa stjórna rík­inu á meðan hann var á veiðum eða kvenna­fari. Hann var spreng­lærður og fylgd­ist grannt með því sem gerð­ist bæði inn­an­lands og erlendis.

Á seinni hluta veld­is­tím­ans virð­ist Hin­rik hafa breyst í allt aðra per­sónu. Þá per­sónu sem Charles Laughton túlk­aði svo snilld­ar­lega í kvik­mynd­inni The Pri­vate Life of Hen­ry VIII frá 1933 og fékk ósk­arsverð­laun fyr­ir. Hin­rik var orð­inn skap­stygg­ur, þung­lynd­ur, til­lits­laus og umfram allt grimmur stjórn­andi sem kunni sér ekki hóf í neinu og víl­aði það ekki fyrir sér að kvelja og jafn­vel aflífa fólk, sama hvort það var honum nákomið eður ei. Hann var sár­kval­inn, örviln­aður og bug­að­ur­ ­mað­ur. Það var á sein­ustu 14 árum ævinnar sem hann gift­ist fimm af sex eig­in­konum sínum og tvær þeirra, Anne Boleyn og Catherine Howard, misst­u höf­uð­ið.

Hvað olli?

Versn­andi heilsa og per­sónu­leika­breyt­ing­ar Hin­riks VIII hafa verið fræði­mönnum mikil ráð­gáta í gegnum tíð­ina og ýms­ar ­kenn­ingar komið fram. Vitað er að hann fékk þrisvar sinnum alvar­lega smit­sjúk­dóma (einu sinni bólu­sótt og t­visvar malaríu) á sínum yngri árum en það kemur þó glöggt fram að hann náði sér fljótt af þeim. Ein þekktasta ­kenn­ingin er sú að Hin­rik hafi verið hrjáður af sára­sótt sem var þá mjög nýr smit­sjúk­dómur í Evr­ópu eftir hafð­i ­borist til álf­urnnar með landa­funda­mönnum í Amer­íku. Sára­sótt getur vald­ið ­geð­veiki en fæstir fræði­menn taka þessa skýr­ingu gilda í dag. Önnur kenn­ing er sú að Hin­rik hafi verið hald­inn gena­galla sem kall­ast McLeod-­sjúk­dómur, sem upp­götv­aður var árið 1961 og er kenndur við ­fyrsta þekkta sjúk­ling­inn. Þetta er hæg­verk­andi sjúk­dómur sem verkar m.a. á tauga og æða­kerfi lík­am­ans og getur valdið heila­bilun og ­per­sónu­leika­breyt­ing­um. 

Enn önnur lífseig kenn­ing er sú að Hin­rik hafi feng­ið svo­kallað Cus­hing´s heil­kenni sem am­er­íski tauga­lækn­ir­inn Har­vey Cus­hing upp­götv­aði árið 1931. Heil­kennið get­ur komið fram vegna of mik­illa cortisol horm­óna í lík­am­an­um, t.d. vegna æxl­is. Cus­hing´s heil­kennið veldur ójafnri þyngd­ar­aukn­ingu og getur einnig vald­ið ­skap­gerð­ar­brest­um. Fjöldi ann­rra kenn­inga er til um ástæður hrak­andi heilsu­far­s ­kon­ungs­ins. Má þar nefna syk­ur­sýki, skjald­kirtilsvan­starf­semi og bakt­er­íu­sýk­ingu vegna meiðsla á fæti sem hann hlaut í burt­reið­um. Engin af áður­nefndum skýr­ingum virð­ist þó geta pass­að al­ger­lega miðað við þær lýs­ingar sem til eru af heilsu­fari og skap­gerð Hin­riks. Hin­rik lést árið 1547, senni­lega vegna hjarta­bil­un­ar, og má telja víst að þeir ­sam­verk­andi kvillar sem hrjáðu hann sein­ustu ár ævinnar hafi valdið því.

Nýr ­sjúk­dómur upp­götv­aður í Pitts­burgh

Árið 2002 lést Mike Web­ster, fyrrum mið­herji hjá NFL-lið­inu Pitts­burgh Steel­ers, úr hjarta­á­falli á sjúkra­húsi í borg­inni. Þegar komið var með lík hans á krufn­ing­ar­stof­una vökn­uðu grun­semd­ir læknis á stof­unni, hins níger­íska Benn­ets Omalu, um að ekki væri allt með­ ­felldu. Omalu gerði rann­sóknir á heila Web­sters og fleiri NFL leik­manna sem dáið höfðu langt fyrir aldur fram við grun­sam­legar aðstæð­ur. 

Hann komst að þeirri nið­ur­stöðu að ítrekuð höf­uð­högg sem leik­menn­irnir höfðu orðið fyrir á ferli sínum í íþrótt­inni hefðu valdið ýmsum lík­am­legum og and­legum kvill­u­m, ­geð­veiki og loks dauða. Omalu birti nið­ur­stöður sínar árið 2005 en mátti sæta ­mik­illi and­stöðu víða að vegna vin­sælda NFL deild­ar­innar og amer­ísks fót­bolta. Hann hélt þó ótrauður áfram og nefndi sjúk­dóm­inn CTE (Chronic traumatic encephalopat­hy). Eng­in ­ís­lensk þýð­ing er til á þessum sjúk­dómi en læknir á Land­spít­al­anum segir að lang­vinnur eða þrá­látur áverka­tengdur heila­kvilli lýsi þessu best. Sjúk­dóm­ur­inn kemur fram um 8-10 árum eftir að áverk­arnir eiga sér stað og þar sem hann er al­gengastur hjá íþrótta­fólki kemur hann yfir­leitt fram eftir að ferl­inum lík­ur. 

Þeir íþrótta­menn sem fá þung og ítrekuð höf­uð­högg eru í mestri hættu að fá ­sjúk­dóm­inn og er hann sér­stak­lega mikið vanda­mál í íþróttum á borð við am­er­ískan fót­bolta, ruðn­ing, hnefa­leika, ísknatt­leik o.fl. en einnig hafa kom­ið ­upp til­felli í íþróttum á borð við körfuknatt­leik og knatt­spyrnu. Sjúk­dóm­ur­inn er auk þess ekki ein­vörð­ungu bund­inn við íþrótta­fólk. Meðal ein­kenna ­sjúk­dóms­ins má nefna athygl­is­brest, dóm­greind­ar­brest, minnis­leysi, stöðuga höf­uð­verki og verki í vöðv­um, svima, vit­glöp, mál­heltu og geð­veik­i. 

Mike Web­ster dó ein­ungis fimm­tugur þar sem hann hafði lifað sein­ustu árin heim­il­is­laus, sár­þjáður og í algjöru sturlun­ar­á­standi. Stór hluti þeirra sem ­þjást af sjúk­dómnum taka sitt eigið líf. Eitt alvar­leg­asta atvikið átti sér­ ­stað árið 2007 þegar Chris Ben­oit, fyrrum heims­meist­ari í fjöl­bragða­glímu, hengdi sig eftir að hafa myrt eig­in­konu sína og son. Margir af þeim leik­mönn­um ­sem Bennet Omalu rann­sak­aði höfðu framið sjálfs­víg. Meðal þeirra Justin Strzelczyk (36 ára) sem keyrði á tæp­lega 150 km/klst hraða á móti umferð og Andre Waters (44 ára) sem Omalu sagði hafa haft heila­hrörnun á við níræð­an ­mannVar Hin­rik VIII hald­inn íþrótta­sjúk­dómi?

Nýlega hefur tauga­lækn­ir­inn Arash Sal­ar­din­i ­sem kennir við Yale háskóla komið fram með þá til­gátu að Hin­rik VIII hafi ver­ið hrjáður af CTE. Sal­ar­dini er ekki sá fyrsti til að velta því fyrir sér hvort höf­uð­högg gætu hafað haft áhrif á per­sónu kon­ungs­ins. Sagn­fræð­ing­ur­inn Freder­ick Cham­berlain minnt­ist á þetta í bók sinni The Pri­vate Character of Henry the Eighth en sú bók kom út árið 1931, löngu áður en áhrif CTE urðu kunn. En Sal­ar­dini fékk hug­mynd­ina aftur á móti eftir að hafa kynnt sér rann­sókn­ir ­tauga­lækn­is­ins Ann McKee við Boston háskóla á mörgum NFL leik­mönn­um. 

Hún seg­ir að þó að íþrótta­menn með CTE fái mesta athygli þá sé sjúk­dóm­ur­inn ekki ein­göngu bund­inn við íþrótta­fólk. Það er vitað að Hin­rik VIII lenti í mörgum alvar­legum slysum á sínum yngri ár­um. Árið 1524 var hann sleg­inn af hesti sínum í burt­reiðum og var mjög das­aður eftir það. Ári seinna var kon­ung­ur­inn á hauka­veiðum þar sem hann reynd­i að kom­ast yfir hátt lim­gerði með stöng líkt og stanga­stökkvari. Stöngin brotn­að­i og hann féll ofan í skurð og rot­að­ist. Hann var dreg­inn upp úr og minnstu mun­aði að hann drukkn­aði í skurð­in­um. Árið 1536 lenti hann svo í öðru alvar­leg­u burt­reiða­slysi þar sem hann féll af baki og hest­ur­inn féll ofan á hann. 

Kon­ung­ur­inn rot­að­ist og var með­vit­und­ar­laus í um það bil tvær klukku­stund­ir­ eftir það. 1536 er einmitt árið þar sem per­sónu­leika­breyt­ingar Hin­riks fóru að koma fram en vitað er að hann var byrj­aður að fá slæma höf­uð­verki og jafn­vel mígrenisköst fyrir þann tíma. Einnig var svefn­leysi og þung­lyndi farið að gera vart við sig. 1536 var einnig árið þar sem Hin­rik lét taka aðra eig­in­konu sína, Anne Boleyn, af lífi fyrir sam­særi gegn sér sem átti sér enga stoð í raun­veru­leik­an­um. ­Glæpur Boleyn var sá að hún ól konungnum ekki son heldur ein­ungis eina dótt­ur, fram­tíð­ar­drottn­ing­una Elísa­betu I.

Á sein­ustu 10 árum Hin­riks VIII versn­að­i heilsa hans stöðugt. Þung­lyndið varð æ meira áber­andi, sér­stak­lega eftir að hans hægri hönd og ráð­gjafi, jarl­inn Thomas Cromwell, lést árið 1540. Eft­ir dauða Cromwells lok­aði Hin­rik sig inni löngum stund­um. Hin­rik varð væni­sjúk­ur og missti alla getu til að taka upp­lýstar ákvarð­an­ir. Sein­ustu stríð hins mikla herkon­ungs voru mis­heppn­aðar og illa ígrund­aðar inn­rásir inn í Skotland og Frakk­land. Minnið fór einnig að svíkja hann. Hann gleymdi oft hvar hann hafð­i verið og hvað hann hafði fyr­ir­skip­að. Þegar hann var leið­réttur reidd­ist hann harka­lega og tók jafn­vel brjál­æðisköst. Eng­inn var öruggur í náveru hans, ekki einu sinni náfjöl­skylda hans. Einn af fylgi­kvillum CTE er getu­leysi og lág­t ­magn testó­steróns. Hin­rik kenndi ávallt eig­in­konum sínum um það að geta hon­um ekki syni en það var hann sjálfur sem glímdi við nátt­úru­leysi sam­kvæmt frá­sögnum tveggja þeirra. Sal­ar­dini telur að mikil þyngd­ar­aukn­ing Hin­riks á seinni hluta ævi sinnar geti einnig tengst höf­uð­á­verk­un­un, þ.e. að áverkar get­i ­valdið skorti á vaxt­ar­horm­ón­um. Hjá full­orðnu fólki getur slíkur skortur vald­ið offitu og vöðva­rýrnun.

Öll þau ein­kenni sem Hin­rik glímdi við sein­ustu 10 ár lífs síns eða þar um bil, virð­ast passa vel við CTE sjúk­dóminn­ eða a.m.k. það sem við vitum um hann í dag. Þar sem ekki er hægt að rann­saka heila Hin­riks VIII getur til­gáta Sal­ar­dinis vita­skuld aldrei orðið meira en rök­studd ágisk­un. Hún er þó nokk­uð  sann­fær­andi og merki­legt inn­legg inn í umræð­una um þennan nýupp­götv­aða ­sjúk­dóm og hvaða áhrif hann gæti hafa haft á mann­kyns­sög­una. Sal­ar­dini segir: „Það er heill­andi að ímynda sér það að saga Evr­ópu gæti hafa breyst var­an­lega ­vegna höf­uð­höggs.”

Sal­ar­dini og nem­endur hans sem hann vinn­ur að rann­sókn­inni með munu birta ítar­legar nið­ur­stöður sínar í tíma­rit­inu Journal of Clin­ical Neurosci­ence í jún­í næst­kom­andi.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None