Fréttaskýring#Íþróttir#Bandaríkin

Barist um skóna

Körfuboltaskór eru sérstök vara. Þeir eru einskonar stöðutákn sökum þess að þeir eru dýrir og áberandi. Under Armour hefur gefið út sértaka Stephen Curry-skó, rétt eins og Nike gerði Michael Jordan-skó árið 1984.

Magnús Halldórsson8. mars 2016
Stephen Curry reimar á sig Under Armour-skóna sem bera nafn hans.

Körfu­bolta­skór njóta mik­illa vin­sælda í Banda­ríkj­unum þessa dag­ana, og eru miklar vin­sældir Stephen Curry að hjálpa til á mark­aðn­um. Staðan minnir um margt á það þegar Mich­ael Jor­dan breytti skó­mark­aðnum í Banda­ríkj­unum var­an­lega þegar hann samdi við Nike, og komu fyrstu skórnir í hans nafni, Air Jor­dan I, á markað fyrir 32 árum.

Stephen Curry, leik­maður Golden State Warri­ors í NBA-­deild­inni, er ekki aðeins ein allra besta skyttan í sögu NBA, heldur er nafn hans að umbreyt­ast í eitt verð­mætasta vöru­merki Banda­ríkj­anna. Ástæðan eru fádæma vin­sældir skó­teg­undar (snea­kers) í hans nafni.

Skór fyrir 21 millj­arð

Sam­kvæmt nýrri grein­ingu sem bank­inn Morgan Stanley sendi til við­skipta­vina sinna, er samn­ingur Curry við Under Armo­ur-­fyr­ir­tækið að marg­borga sig til baka fyrir íþrótta­vöru­fram­leið­and­ann. Talið er að árleg sala á skóm sem kenndir eru við Curry, muni selj­ast fyrir 160 millj­ónir Banda­ríkja­dala á þessu ári, sé miðað við vind­sæld­irnar um þessar mund­ir. Það er upp­hæð sem nemur um 21 millj­arði króna. Næstur á eftir honum kemur LeBron James, með áætl­aða sölu upp á 150 millj­ónir Banda­ríkja­dala, og þar á eftir Kevin Durant, með 82 millj­ónir Banda­ríkja­dala. Þeir tveir síð­ar­nefndu eru báðir á samn­ingi hjá Nike. 

Ljósi punkt­ur­inn hjá Under Armour

Þrátt fyrir þessar vin­sældir hefur Under Armour verið að tapa mark­aðs­hlut­deild á íþrótta­vöru­mark­aði, í fyrsta skipti í þrjú ár, en salan á Curry-­skónum er það sem helst er jákvætt í rekstr­in­um, um þessar mund­ir. Það sem þykir sögu­legt við þessa stöðu á mark­aði er að Nike virð­ist í fyrsta skipti í meira en tvo ára­tugi, vera að missa niður for­ystu­sæti sitt á körfu­bolta­skóa­mark­aði, þar sem Under Armour ætlar sér stóra hluti í fram­tíð­inni, eins og Adi­das. Að mati Morgan Stanley eru þetta áhuga­verð tíma­mót, að því er segir í umfjöllun Quartz.

Jor­dan setti  ný við­mið

Í Banda­ríkj­unum er mikið rætt um end­ur­komu skó­æð­is­ins sem Mich­ael Jor­dan var upp­hafs­maður að, með mark­aðs­sér­fræð­inga Nike að halda um þræð­ina bak við tjöld­in. Fram­úr­stefnu­legt útlit fyrir Nike Air Jor­dan-­skóna – sem hétu ein­fald­lega Nike Air Jor­dan I – setti þá í kast­ljósið hvar sem Jor­dan kom, og hvar sem þeim var stillt upp í hill­um. Þeir komu fyrst í búðir fyrir um 32 árum, á árinu 1984, og urðu fljót­lega vin­sæl­ir. Eng­inn gat séð fyrir að vin­sæld­irnar yrðu svo gríð­ar­leg­ar, að engin dæmi eru um við­líka vin­sældir hjá íþrótta­manni í Banda­ríkj­unum nokkru sinni, þegar kemur að skóm. Ástæðan fyrir vin­sældum átti sér skýr­ing­ar. Sú sem var aug­ljósust var sú, að Mich­ael Jor­dan var að umbreyt­ast í næstum óstöðv­andi leik­mann á þessum árum sem skórnir komu fyrst á mark­að. Athyglin var á hon­um, vegna snilli hans. Hin ástæðan sem nefnd hefur ver­ið, var vel fram­kvæmd mark­aðs­her­ferð. Það gekk ein­faldlega allt upp. 

Michael Jordan í skónum sem bera nafn hans. Fyrsta útgáfa skónna var í rauðu og svörtu en sú týpa var bönnuð af NBA-deildinni því það var „of lítið af hvítum lit“ í skónum. Jordan lék samt í skónum og í hvert einasta sinn sem hann steig á völlinn í þeim var hann sektaður um 5.000 dollara. Nike framleiddi síðar rauða og hvíta týpu af skónum sem Michael Jordan spilaði í tímabilin 1985 og 1986.

Meira en 30 árum eftir að fyrstu skórnir sem tengdir voru Jor­dan nafn­inu komu á mark­að, fékk Mich­ael Jor­dan sína lang­sam­legu stærstu greiðslu frá Nike. Árið 2015 var Jor­dan sá maður úr íþrótta­geir­anum – þó hann hafi verið hættur að spila fyr­iri löngu – sem þén­aði mest af öll­um. Hann fékk 100 milljón Banda­ríkja­dala ein­greiðslu, um 13 millj­arða króna, í tengslum við ævin­langan samn­ing hans við Nike. Frum­hönn­unin hefur nú verið end­ur­út­gefni og njóta elstu Air Jor­dan skórnir mik­illa vin­sælda. 

Þetta lagði grunn­inn að miklum sigrum Nike í Banda­ríkj­un­um, og ýtti undir mik­inn áhuga á NBA-­deild­inni um allan heim.

Það þurfa allir skó

Mark­aður með skó í Banda­ríkj­unum er gríð­ar­lega stór, enda skór nauð­synja­vara. Sér­stak­lega er veltan mikil hjá fólki á aldr­inum 16 til 34 ára, en árið 2014 nam heild­ar­veltan með skó hjá þessum ald­urs­hópi, 21 millj­arði Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 2.700 millj­örðum króna, sam­kvæmt umfjöllun The Was­hington Post. Körfu­bolta­skór eru drjúgur hluti af þess­ari veltu, eða um 15 pró­sent, og eru samn­ingar sem leik­menn gera við fyr­ir­tæki vegna skólínu í þeirra nafni, oft mun umfangs­meiri heldur en launa­samn­ingar þeirra. Eitt þykir einnig sér­stak­lega eft­ir­sókn­ar­vert við körfu­bolta­skó. Þeir eru dýrir og áber­andi, og það er ákveð­inn „sta­tus“ að ganga í þeim af þeim sök­um.

Risa­samn­ingur laus á næsta ári

Adi­das samdi við NBA-­deild­ina árið 2006 til ell­efu ára, og varð þannig opin­bert íþrótta­vöru­merki deild­ar­inn­ar. Samn­ing­ur­inn var risa­vax­inn, og met­inn á 400 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur næstum 60 millj­örðum króna. Adi­das hefur nú gefið út að fyr­ir­tækið hafi ekki áhuga á að end­ur­nýja samn­ing­inn. Lík­legt þykir að Nike eða Under Armour sæk­ist eftir því að verða opin­bert íþrótta­vöru­merki NBA.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar