Grænlenskar konur á milli steins og sleggju

Ofbeldi, neysla og vændi bíður margra grænlenskra kvenna sem vilja byrja nýtt líf í Danmörku. Menningarmunur og tungumálaörðugleikar gera þeim erfitt fyrir að leita sér aðstoðar.

Herdís Sigurgrímsdóttir
Grænland
Auglýsing

Græn­lend­ingar eiga margir hverjir erfitt með að fóta sig í Dan­mörku. Hærra hlut­fall Græn­lend­inga en Dana leitar í áfeng­is­með­ferð, í gisti­mót­tökur fyrir heim­il­is­lausa, eða dúkkar upp á glæpa­töl­fræð­inni, bæði sem fórn­ar­lömb og ger­end­ur.

Mennt­un­ar­stigið er mun lægra en hjá Dön­um, atvinnu­leysið meira, og launin lægri hjá þeim sem þó fá vinnu. Töl­fræðin gildir jafn­vel þegar búið er að taka inn aug­ljósa skýr­ing­ar­þætti, eins og að margir Græn­lend­ingar koma einmitt til Dan­merkur til að mennta sig, og fá þess vegna ekki laun á með­an.

Græn­lenskar konur eru í sér­stökum áhættu­hópi. Ný skýrsla frá dönsku stofn­un­inni Rådet for soci­alt udsatte grefst fyrir um sögur og bak­grunn græn­lenskra kvenna sem lenda á göt­unni. Margar þeirra koma til Dan­merkur með vondar minn­ingar um ofbeldi og ofneyslu áfengis eða fíkni­efna í fartesk­inu. Þær dreymir um nýtt og betra líf.

Auglýsing

Kunna ekki á kerfið – fá ekki aðstoð

Aðrir inn­flytj­endur frá ólíkum menn­ing­ar­heimum geta fengið fræðslu og aðstoð við kom­una til Dan­merk­ur. Græn­lend­ingar eru hins vegar danskir rík­is­borg­arar og fá þar af leið­andi enga sér­staka aðstoð umfram aðra Dani. Það vantar mikið upp á að félags­þjón­ustan geti komið til móts við Græn­lend­inga sem eiga bágt með að skilja eða tjá sig á dönsku.

Í fyr­ir­heitna land­inu reka græn­lensku kon­urnar sig á að kerfið ætl­ast til að þær sjálfar geti borið sig eftir aðstoð­inni. En þær kunna ekki á kerfið og skilja ekki graut­ar­kennda dönsk­una hjá inn­fædd­um.

„Ég skil alveg venju­lega dönsku, en ekki þessa útlensku sem þeir tala á sveit­ar­fé­lags­skrif­stof­un­um,” segir Alber­te, 39 ára græn­lensk kona sem talað er við í skýrsl­unni.

Um 14.000 Græn­lend­ingar eru búsettir í Dan­mörku. Þar af er reiknað með að um 1.100-1.400 séu í félags­lega við­kvæmri stöðu (soci­alt udsatte). Þetta þýðir að hátt í 10% Græn­lend­inga í Dan­mörku eigi á hættu að lenda á botni hinnar félags­legu fæðu­keðju, á einn eða annan hátt. Það er ansi hátt hlut­fall.

Þó að Græn­land til­heyri Dan­mörku eru félags­leg stuðn­ings­kerfi land­anna aðskil­in. Við flutn­ing til Dan­merkur fellur græn­lenski bóta­rétt­ur­inn niður eftir nokkra mán­uði, alls óháð því hvort Græn­lend­ing­arnir hafi fyrir þann tíma náð að sækja um og fá danskar bæt­ur. Óör­yggið sem fylgir því að missa greiðsl­urnar sem hingað til hafa haldið fólki á floti, og vita ekki hvert maður á að leita í nýju kerfi, getur verið nóg til að ýta fólki í við­kvæmri stöðu út fyrir brún­ina.

Ósýni­legar í sam­fé­lag­inu

Jafn­vel þær konur sem eru farnar að kunna á kerfið eiga samt erfitt með að sleppa úr víta­hringn­um. Minn­ingar um, og sál­rænir örð­ug­leikar tengdir fyrra ofbeldi gera það að verkum að þær beið­ast frekar skjóls hjá vinum og kunn­ingjum en að leita í gisti­skýli fyrir heim­il­is­lausa. Tengsla­netið byggir oftar en ekki á fólki sem einnig er í neyslu, eða mönnum sem áður hafa beitt kon­urnar lík­am­legu og kyn­ferð­is­legu ofbeldi.



„Erna” er önnur græn­lensk kona sem sagði skýrslu­höf­undum sína sögu. Hún kom til Dan­merkur í þeim til­gangi að smygla hassi til­baka til Græn­lands. Hún hætti við þegar til Dan­merkur var komið og finnst hún ekki eiga aft­ur­kvæmt til Græn­lands fyrir vik­ið. Hún er nán­ast ósýni­leg dönsku sam­fé­lagi. Hún hefur ekk­ert lög­heim­ili og fær enga fjár­hags­að­stoð. Skilur litla dönsku og talar nán­ast enga. Hún forð­ast gisti­skýli fyrir heim­il­is­lausa eftir nauðg­un­ar­til­raun þar.  

„[Erna] er hrædd en þorir ekki að biðja um hjálp af því að henni finnst hún ekki vera vel­komin í Dan­mörku. Hún skilur ekki það sem er sagt, og er hrædd við að leita aðstoðar hjá sveit­ar­fé­lag­inu. ... Eins og er finnst henni betri hug­mynd að safna flöskum og sofa hér og þar, eða að leita aðstoðar hjá græn­lenskum vin­um. Þar skilur hún þó það sem er sagt og líður eins og hún sé örlítið á heima­velli.”



Ílend­ast í víta­hringnum

Ofbeld­is­mynstrið sem kon­urnar voru að reyna að flýja frá í Græn­landi endar oft á að fylgja þeim yfir haf­ið.  Margar þeirra hafa til­hneig­ingu til að ganga inn sam­bönd við menn af því þær hafa engin betri úrræði, segir í skýrsl­unni.  



Margar þeirra voru í tygjum við danskan mann við kom­una til Dan­merkur og finnst þær vera háðar áfram­hald­andi sam­bandi við hann til að kom­ast af í nýju landi. Þær treysta sér þess vegna ekki til að fara úr ofbeld­is­fullu sam­bandi, því þær hafa ekki trú á eigin getu til að koma undir sig fót­un­um. “Þær konur sem ekki eru í föstu sam­bandi hafa margar hverjar neyðst til að fal­bjóða kyn­líf í skiptum fyrir húsa­skjól, áfengi og eit­ur­lyf, og hrein­lega til þess að kom­ast af sem utan­garðs­kon­ur,” segir í skýrsl­unni.

„Ekki spyrja mig hvernig ég hef lifað af á göt­unni. Af því ég veit vel... að vera kona... Það eru sumir menn­irnir sem hafa tekið mig. Ég hef notað lík­amann til að kom­ast í skjól þar sem var hlýtt”, segir Lisa, 57 ára, á brot­inni dönsku.



Einnig hinir sem áttu gott

Þó nokkrir af þeim Græn­lend­ingum sem koma til Dan­merkur hafa átt örð­ugt líf. En ekki all­ir. Margir Græn­lend­ingar upp­lifa að sú félags­lega staða sem þeir hafa notið í heima­land­inu, þar sem allt gekk vel og þeir kunnu á líf­ið, verði að engu í nýju landi. Gildin eru önn­ur, for­dómar miklir gegn Græn­lend­ing­um, og græn­lensk menntun ekki metin jafn­mik­ils og dönsk mennt­un.

Jafn­vel krakkar sem hafa verið klárir í skóla á Græn­landi geta farið hall­oka þegar þeir fara til náms í Dan­mörku. Þeir kunna ekki tungu­málið nægi­lega vel til að standa jafn­fætis inn­fædd­um. Það hefur áhrif á sjálfs­traust­ið.

Margir flytja til Dan­merkur án þess að hafa kynnt sér hvað bíður þeirra, útvegað sér hús­næði eða vinnu. Þetta er án efa hluti af ástæð­unni fyrir því að 6% Græn­lend­inga í Dan­mörku búi í gisti­skýlum fyrir heim­il­is­lausa. Allt að 58% Græn­lend­inga hefur á ein­hverjum tíma­punkti nýtt sér þá þjón­ustu.



Bæj­ar­starfs­menn hjá Ála­borg segja Græn­lend­inga vera um fjórð­ung heim­il­is­lausra ung­menna í borg­inni. Þeir segja að margir flytji til Dan­merkur án þess að gera sér raun­hæfa hug­mynd um það hvað bíði þeirra. Þess vegna hefur Ála­borg farið að bjóða nýlentum Græn­lend­ingum upp á fræðslu um það hvernig danska kerfið virki og hvernig þeir eigi að koma undir sig fót­unum í Dan­mörku.

Græn­lend­ingar og Danir hafna þannig í víta­hring for­dóma. Nærri helm­ingur Græn­lend­inga í Dan­mörku (44%) segj­ast hafa fundið fyrir for­dómum inn­fæddra Dana í sinn garð.

For­dóm­arnir brjót­ast m.a. út í nei­kvæðu við­horfi Dana til Græn­lend­inga og lít­illi til­trú, eins og sjá má í slang­ur­yrð­inu Grøn­lend­er­stiv, sem vísar til þess að vera ofurölvi. For­dóm­arnir styrkja og ýta undir útskúfun Græn­lend­inga og gerir það enn erf­ið­ara fyrir þá að koma undir sig fót­unum í nýju landi, fá vinnu eða leita sér hjálpar þegar þess er þörf. Hjálp­ar­leysi Græn­lend­ing­anna, og hin sýni­legu ein­kenni útskúf­un­ar­innar styrkja aftur for­dóma Dan­anna.









Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None