Samsett mynd

Bakkavararbræður áttu sex félög á Bresku Jómfrúareyjunum

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir áttu að minnsta kosti sex félög á Tortóla-eyju. Eitt félaganna lýsti kröfu í bú Kaupþings, bankans sem þeir áttu stóran eignarhlut í fyrir hrun. Erlent félag þeirra fékk greitt um níu milljarða í arð á árunum 2005-2007.

skrifar úr Panamaskjölunum
skrifar úr Panamaskjölunum

Bræð­urnir Ágúst og Lýður Guð­munds­syn­ir, sem oft­ast eru kenndir við Bakka­vör, áttu að minnsta kosti sex félög sem skráð eru til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Eitt þeirra félaga var á meðal kröfu­hafa í bú Kaup­þings. Félag­ið, New Ortland II Equities Ltd., gerði sam­tals kröfu upp á 2,9 millj­arða króna í búið. Um var að ræða skaða­bóta­kröfu. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Kaup­þingi ehf., sem stofnað er á grunni slita­bús Kaup­þings, var skaða­bóta­kröf­unni hafnað með end­an­legum hætti við slita­með­ferð Kaup­þings. Tals­maður félags­ins vildi að öðru leyti ekki tjá sig um inni­hald eða upp­runa kröf­unnar og bræð­urnir svör­uðu ekki fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Bræð­urnir voru stærstu ein­stöku eig­endur Kaup­þings fyrir fall bank­ans í gegnum fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Exista. Bjarn­freður Ólafs­son, lög­maður þeirra, sat í stjórn bank­ans fyrir þeirra hönd og félög bræðr­anna voru á meðal stærstu skuld­ara Kaup­þings. Sam­kvæmt skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis skuld­aði Exista og tengd félög Kaup­þingi, sem breytt­ist í Arion banka við kenni­tölu­flakk í hrun­inu, 239 millj­arða króna. Eitt­hvað hefur feng­ist upp í þær kröfur vegna nauða­samn­inga Existu og Bakka­var­ar, og sölu á hlut í Bakka­vör, en ljóst er að sú upp­hæð er fjarri þeirri fjár­hæð sem Kaup­þing lán­aði sam­stæð­unn­i. 

Upp­lýs­ingar um sex félög

Í Panama­skjöl­un­um, sem Kjarn­inn flytur fréttir úr í sam­vinnu við Reykja­vík Media, eru upp­lýs­ingar um sex félög sem Ágúst og Lýður eiga og stofnuð voru í gegnum panömsku lög­fræði­stof­una Mossack Fon­seca, sem sér­hæfir sig í stofnun og umsýslu skúffu­fé­laga með heim­il­is­festi á lág­skatt­ar­svæðum og aflandseyj­um. Bræð­urnir eru skráðir eig­endur fimm félag­anna, annað hvort hvor um sig eða sam­an, en eig­in­kona Lýðs er skráð eig­andi eins félags­ins á móti hon­um. Félögin sex eru:

  • Barello Global S.A.

  • Juke­box Group Corp.

  • New Ortland II Equities Ltd.

  • Ortland Equities Corp

  • AI Pension Ltd.

  • SARN Invest­ment Ltd.

Eitt félag­anna, Ortland Equities Corp. var stofnað árið 2002. Það var afskráð í apríl 2010. Félagið var í jafnri eigu Ágústs og Lýðs. Ástæðan fyrir því að félagið var afskráð er, sam­kvæmt gagna­grunni ICIJ, van­skil. Hin félögin fimm eru öll stofnuð á árunum 2005 til 2007. Það síð­asta, AI Pension Ltd., var stofnað í lok maí 2007.

Litlar sem engar upp­lýs­ingar eru um hvers konar starf­semi er í félög­unum í Panama­skjöl­un­um. Þar er ekki að vinna neina lána­samn­inga þeirra  við önnur félög, yfir­lit yfir hverjar eignir félag­anna sex hafa verið né hver til­gangur þeirra er.

Ein ástæða þess er sú að strax á árinu 2009 skrif­uðu bræð­urnir undir beiðni um að umsjón með félög­unum sex yrði færð frá Mossack Fon­seca til ann­ars fyr­ir­tækis sem sér­hæfir sig í sam­bæri­legri aflands­þjón­ust­u, Ogier Fid­uci­ary Services (BVI) Limited. Sá flutn­ingur gekk form­lega í gegn tveimur árum síð­ar, í maí 2011. Sá íslenski aðili sem sá um öll sam­skipti við Mossack Fon­seca fyrir hönd bræðr­anna var íslenska lög­manns­stofan LOGOS. Sam­kvæmt tölvu­póst­sam­skiptum sem hægt er að finna í Panama­skjöl­unum var það að­al­leg Bjarn­freður Ólafs­son sem sá um þau sam­skipti. Eftir að sá flutn­ingur var klár­að­ur, og umsýsla félag­anna fór frá Mossack Fon­seca til Ogi­er, eru engar upp­lýs­ingar um starf­semi félag­anna í Panama­skjöl­un­um, enda eru þau byggð á gagna­leka frá Mossack Fon­seca.

Kaup­þing veitti ábyrgðir vegna millj­arða skuld­bind­inga

Líkt og áður sagði lýsti eitt félag­anna, New Ortland II Equities Ltd., kröfu í bú Kaup­þings upp á 2,9 millj­arða króna. Um var að ræða skaða­bóta­kröfu sem slita­stjórn Kaup­þings frestaði fyrst um sinn að taka afstöðu til en hafn­aði svo. Félagið fékk því ekki greitt út úr slita­búi Kaup­þings þegar það greiddi kröfu­höfum sínum fyrr á þessu ári.

Ljóst er að New Ortland II Equities var með starf­semi á Ís­landi á árunum fyrir hrun. Félagið fékk úthlutað íslenskri kenni­tölu svo það ­gæti stofnað banka­reikn­ing hér­lend­is. Sú kennitala var gefin út 17. des­em­ber 2007, tíu mán­uðum fyrir banka­hrun. Íslenskur umboðs­að­ili félags­ins var ­Kaup­þing. New Ortland II Equities var í sam­eig­in­legri eigu Ágústs og Lýðs, sem áttu sinn helm­ing þess hvor.

Minnst er á félagið í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, ­sem kom út í apríl 2010. Þar segir að Kaup­þing hafi veitt ábyrgðir vegna skuld­bind­inga „New Ortland II Equity Limited en félagið var í eigu Ágústs og Lýðs Guð­munds­sona, Ábyrgð­irnar sveifl­uð­ust nokkuð en fóru hæst í rúmar 50 millj­ónir evra í febr­úar 2008.“ Þetta kom fram í lána­um­sókn til lána­nefnd­ar ­sam­stæðu Kaup­þings frá 10. des­em­ber 2007.

Á gengi dags­ins í dag eru 50 millj­ónir evra um sjö millj­arðar króna.

Hlutu hag­stæða sér­með­ferð hjá bank­anum

Fleiri félög sem stofnuð voru af Mossack Fon­seca fyr­ir­ bræð­urna er að finna í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Þar er meðal ann­ar­s fjalla sér­stak­lega um Barello Global S.A. sem dæmi um „að Bakka­bræður hafi hlotið hag­stæða sér­með­ferð hjá Kaup­þing­i.“ Sú hag­stæða með­ferð fólst í því að hinn 24. júlí 2007 leysti bank­inn Lýð Guð­munds­son undan per­sónu­legri ábyrgð ­vegna skuld­bind­inga Barello Global. Á móti fékk bank­inn veð í hluta­bréfum í Barello Global. Bank­inn gaf því frá sér hina end­an­legu trygg­ingu á lán­inu gegn í­mynd­uðu veði.

Þau félög sem skráð eru í eigu bræðr­anna eru ekki ein­u ­fé­lögin sem skráð eru á Bresku Jóm­frú­areyj­unum í eigu þeirra. Þar eiga þeir einnig félag sem heitir Alloa Fin­ance Limited. DV og Morg­un­blaðið hafa grein­t frá því á und­an­förnum árum að það félag hafi fjár­magnað að hluta kaup Ágústs og Lýðs á hluta­bréfum í breska mat­væla­fyr­ir­tæk­inu Bakka­vör, sem þeir stofn­uðu á sínum tíma og hafa nú náð yfir­ráðum yfir á ný eftir fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu. Kjarn­inn greindi ítar­lega frá bar­átt­unni um Bakka­vör í frétta­skýr­ingu fyrr á þessu ári.

Alloa Fin­ance á íslenskt félag sem heitir Korkur Invest ehf. og í árs­lok 2014 hafði Alloa Fin­ance lánað Korki Invest tæp­lega 4,4 millj­arða króna til að kaupa bréf í Bakka­vör.

Fjár­mun­irnir voru fluttir til lands­ins í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands, sem tryggði virð­is­aukn­ingu upp á að minnsta kosti 20 pró­sent þegar fjár­mun­unum var skipt í íslenskar krón­ur.

Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Ágúst og Lýður ætt­u ­mikla fjár­muni erlend­is. Fyrir hrun var hol­lenskt félag í þeirra eigu, Bakka­bræð­ur­ Hold­ing B.V., aðal­eig­andi fjár­fest­inga­fé­lags­ins Existu sem hélt meðal ann­ars á eign­ar­hlut þeirra í Bakka­vör auk þess að vera stærsti eig­andi Kaup­þings.



Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis kom fram að það félag hefði verið á meðal þeirra aðila sem þáðu hæstar arð­greiðslur á upp­gangs­ár­unum fyrir hrun. Alls fékk félagið tæpa níu millj­arða króna í arð­greiðslur á árunum 2005 til 2007.

Svör­uðu ekki ­spurn­ingum um félögin

Kjarn­inn sendi Ágústi og Lýð, og Bjarn­freði Ólafs­syn­i, ­spurn­ingar um félögin sex í síð­ustu viku. Þar var meðal ann­ars spurst fyrir um hvaða eignir væru í umræddum félög­um, hvort upp­ruin þeirra fjár­muna sem þar eru vi­staðir hafi verið á Íslandi og hvort fé hafi farið úr þeim til félaga eða ein­stak­linga á Íslandi.

Þar var einnig spurt hvort eignir félag­anna sex hefðu ver­ið á meðal þeirra eigna sem upp­gefnar voru í skuldupp­gjörum bræðr­anna og félaga í þeirra eigu við kröfu­hafa sem fram hafi farið á und­an­förnum árum. Spurt var af hverju félögin væru með heim­il­is­festi á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, hvar þau hafi greitt skatta og gjöld og hvort allir skattar og gjöld hafi verið greidd­ir. Þá var einnig spurt sér­stak­lega út í kröfu New Ortland II Equities Corp. í bú ­Kaup­þings og hver grund­völlur þeirrar kröfu hafi ver­ið.

Engin svör hafa borist við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Umfjöllun Kjarnans úr Panamaskjölunum

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None