#Viðskipti #Stjórnmál

Hinar stórkostlegu afleiðingar einkavæðingar Búnaðarbankans

Allt stefnir í að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum á Búnaðarbankanum verði rannsökuð af sérstakri rannsóknarnefnd. Í þrettán ár hefur aðild bankans verið tortryggð og hann sagður leppur í fléttu. Nú mun sannleikurinn koma í ljós.

Tryggvi Gunn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is, vakti upp draug í síð­ustu viku sem margir þátt­tak­endur í stjórn­málum og atvinnu­lífi von­uð­ust lík­ast til að myndi ekki láta aftur á sér kræla. Draug einka­væð­ingar rík­is­bank­anna.

Tryggvi sendi þá ­stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bréf þar sem hann lagði til að skipuð yrð­i ­rann­sókn­ar­nefnd til að kom­ast til botns í aðkomu þýska einka­bank­ans Hauck & Auf­häuser að kaupum S-hóps­ins á Bún­að­ar­bank­anum í byrjun árs 2003. Þetta eigi að gera vegna þess að Tryggvi hafi nýjar upp­lýs­ingar sem byggja á á­bend­ingum um hver raun­veru­leg þátt­taka þýska bank­ans var. Sam­kvæmt heim­ild­um Kjarn­ans snúa þær upp­lýs­ingar meðal ann­ars að því að Kaup­þing, sem var sam­ein­að­ur­ ­Bún­að­ar­bank­anum skömmu eftir að söl­una á bank­an­um, hafi fjár­magnað Hauck & Auf­häuser.

Svo virð­ist sem að af rann­sókn­inni verði. Bjarni Bene­dikts­son, for­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði í fréttum RÚV í gær að hann vilji rann­saka aðkomu þýska  ­bank­ans og telur að um það sé ein­hugur á þingi. Í sömu frétt sagð­i Willum Þór Þórs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, að ein­hugur væri inn­an­ ­þing­flokks hans um að rann­sókn hefj­ist sem fyrst. Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra tók í sama streng í morg­un, og stjórn­skip­un­ar- og ­eft­ir­lits­nefnd sam­þykkti svo í morgun að leggja til við Alþingi að rann­sókn­in fari fram.

Skýr­ingin tor­tryggð

Sú skýr­ing sem gefin var um að­komu Hauck & Auf­häuser að ­kaup­unum hefur lengi verið dregin í efa og því oft verið haldið fram í opin­berri um­ræð­u að bank­inn hafi verið leppur fyrir ráð­andi aðila í S-hópn­­um.

Þá hefur sú skoðun verið mjög ­ríkj­andi lengi að einka­væð­ing rík­is­bank­anna tveggja, Lands­banka Íslands og ­Bún­að­ar­bank­ans, hafi farið fram eftir meintri helm­ing­ar­skipta­reglu þáver­and­i ­stjórn­ar­flokka, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Sam­kvæmt þeirri kenn­ing­u ­fengu Björg­ólfs­feðgar, sem þóttu Sjálf­stæð­is­flokknum þókn­an­leg­ir, að kaupa Lands­bank­ann og Kjartan Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins sat á­fram í banka­ráði hans eftir einka­væð­ingu. S-hóp­ur­inn fékk að kaupa Bún­að­ar­bank­ann, en hann var leiddur af Ólafi Ólafs­syni kenndum við Sam­skip, sem afplánar nú fjög­urra og hálfs árs fang­els­is­dóm vegna Al Than­i-­máls­ins svo­kall­aða, og Finni Ing­ólfs­syni, þá ­for­stjóra VÍS en áður vara­for­manni og ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins. Finnur var þá til­tölu­lega nýhættur sem seðla­banka­stjóri. 

Finnur neit­aði því við Frétta­blaðið í morgun að kann­ast við að Hauck & Auf­häuser hefði verið leppur og bar meðal ann­ars fyrir sig skoð­un ­rík­is­end­ur­skoð­unar á ásök­unum þar um frá árinu 2006. Vikið verður nánar að þeirri skoðun síð­ar. Ólafur hefur ekk­ert viljað láta hafa eftir sér um málið en hefur neitað að tjá sig um hvort þýski bank­inn hafi verið lepp­ur.

Yfir­stjórn þess einka­væð­ing­ar­ferlis sem átti sér stað á árunum í kringum síð­ustu alda­mót var í höndum rík­is­stjórnar Íslands og fjög­urra manna ráð­herra­nefndar á hennar veg­um. ­Nefndin bar því ábyrgð á söl­unni.

Í þeirri ráð­herra­nefnd áttu sæti Davíð Odds­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Hall­dór Ásgríms­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, Geir H. Haar­de, þáver­and­i fjár­mála­ráð­herra auk banka­mála­ráð­herra, sem kom úr röðum Fram­sókn­ar­flokks­ins. Fram til des­em­ber 1999 var sá áður­nefndur Finnur Ing­ólfs­son en eftir það Val­gerð­ur­ Sverr­is­dótt­ir.

Bæði Davíð, sem nú er í for­seta­fram­boði, og Val­gerður hafa tjáð sig um meinta leppun Hauck & Auf­häuser í vik­unni. Val­gerð­ur­ ­sagði að upp­lýs­ing­arnar sem fram væru að koma styrktu þann grun um að villt hafi verið um fyrir íslenskum stjórn­völdum á sínum tíma og ­mögu­lega hafi þýski bank­inn verið leppur fyrir inn­lenda fjár­festa. Davíð sagði síðan við útvarps­þátt­inn ­Speg­il­inn í gær að hann vilji að málið verði rann­sak­að. Lík­legt sé að þarna hafi verið pottur brot­inn og Davíð vill ganga lengra en að skipa ­rann­sókn­ar­nefnd. Hann vill lög­reglu­rann­sókn.

Rík­is­end­ur­skoð­un gaf út­ heil­brigð­is­vott­orð

Raun­ar hefur áður farið fram skoðun á einka­væð­ingu bank­anna. Rík­is­end­ur­skoðun vann ­skýrslu árið 2003 þar sem nið­ur­staðan var sú að íslensk stjórn­völd hafi í meg­in­at­riðum náð helstu mark­miðum sínum með einka­væð­ingu rík­is­fyr­ir­tækja á árunum 1998-2003.“ Engar athuga­semdir voru gerðar við það hvern­ig ­staðið var að sölu á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum til S-hóps­ins í skýrsl­unni.

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, vill að rannsókn fari fram á aðkomu þýsks banka að kaupunum á Búnaðarbankanum árið 2003. Allt stefnir í að sú rannsókn muni fara fram.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í mars 2006 vann Rík­is­end­ur­skoðun síðan átta blað­síðna sam­an­tekt í kjöl­far fundar Vil­hjálms Bjarna­son­ar, núver­andi þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þar sem hann lagði fram nýjar upp­lýs­ingar um söl­una á Bún­að­ar­bank­anum til S-hóps­ins. Vil­hjálmur hefur lengi verið þeirrar skoð­un­ar, og taldi sig hafa gögn til að sýna fram á, að aðkoma Hauck & Auf­häuser hafi aldrei verið raun­veru­legur eig­andi að hlut í Bún­að­ar­bank­an­um.

Nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar var sú að ekk­ert sem lagt hafi verið fram í mál­inu hafi stutt víð­tækar álykt­anir Vil­hjálms. „Þvert á móti þykja liggja óyggj­andi upp­lýs­ingar og gögn um hið gagn­stæða,“ segir í skýrslu henn­ar.

Því hefur Rík­is­end­ur­skoðun tví­vegis sent frá sér skýrslu eða sam­an­tekt þar sem stofn­unin vottar að ekk­ert athuga­vert hafi verið við söl­una á 45,8 pró­sent hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum til S-hóps­ins og að aðkoma Hauck & Auf­häuser hafi alls ekki verið tor­tyggi­leg. 

Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis fjall­aði einnig um einka­væð­ing­una í skýrslu sinni. Í skýrslu hennar sagði: „Það er ljóst að það væri umfangs­mikið verk ef fjalla ætti í heild um fram­kvæmd einka­væð­ingar eign­ar­hluta rík­is­ins í bönkum og fjár­mála­fyr­ir­tækjum á árunum 1997 til og með 2003. Rann­sókn­ar­nefnd­inni er ætl­aður tak­mark­aður tími til að sinna þeim verk­efnum sem henni eru fengin[...]Eftir athugun á fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingum og með til­liti til þess tíma sem nefndin hafði til að vinna að rann­sókn sinni ákvað hún að beina athugun sinni sér­stak­lega að ákveðnum atriðum sem snerta und­ir­bún­ing og töku ákvarð­ana um sölu á eign­ar­hlutum í Lands­banka Íslands hf. og Bún­að­ar­banka Íslands hf., einkum á síð­ari hluta árs 2002.[...] Nefndin ítrekar að hér er ekki um að ræða heild­ar­út­tekt á einka­væð­ingu bank­anna eða tengdum mál­efn­um. Nefndin telur að þau atriði sem valin voru til nán­ari skoð­unar séu þess eðlis að ástæða sé til að stað­næm­ast við þau með til­liti til þess hvernig fór um rekstur hinna einka­væddu banka aðeins nokkrum árum eftir að eign­ar­haldi rík­is­ins lauk.

Þar sem rann­sókn­ar­nefndin taldi sig ekki hafa svig­rúm til að gera tæm­andi rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna var lögð fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga um slíka rann­sókn í sept­em­ber 2012. Hún var síðan sam­þykkt í nóv­em­ber sama ár. Af þeirri rann­sókn varð aldrei.

En af hverju er þessi mikli áhugi á stjórn­valds­að­gerð sem átti sér stað fyrir meira en þrettán árum síð­an? Hvaða máli skiptir það hvort sala á banka, sem féll fyrir tæpum átta árum, hafi verið vafasöm eða ekki? Svarið við þessum spurn­ingum liggur í sögu einka­væð­ingar Bún­að­ar­bank­ans og þeim völdum og áhrifum sem hún færði völdum hópi manna.

Sagan öll

Form­lega hófst sala á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum á sama tíma og Lands­bank­an­um, með aug­lýs­ingu sem birt var 10. júní 2002. Í fund­ar­gerðum fram­kvæmda­nefndar um einka­væð­ingu, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, kemur hins vegar skýrt fram að ekki hafi staðið til að selja jafn stóran hluta í bank­anum og á end­anum var seld­ur, heldur ætti að miða að því að selja 20 pró­sent hlut í sept­em­ber 2002. Í kjöl­farið gæti leit haf­ist að kjöl­festu­fjár­festi í Bún­að­ar­bank­an­um.

Þá kom einnig fram að þeir aðilar sem mynduðu S-hópinn höfðu verið í miklum lánaviðskiptum við Búnaðarbankann. Samtals námu lán til þeirra 4,3 milljörðum króna, eða 2,9 prósentum af heildarútlánum bankans um mitt ár 2002."

Þessi stefna breytt­ist skyndi­lega og strax snemma í júlí 2002 greindi Jón Sveins­son, sem sat sem full­trúi Hall­dórs Ásgríms­sonar utan­rík­is­ráð­herra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins í einka­væð­ing­ar­nefnd­inn­i,  nefnd­inni frá því. Í fund­ar­gerð frá 8. júlí 2002 er bókað að „vilji við­skipta­ráð­herra [Val­gerður Sverr­is­dótt­ir] stæði til þess að aug­lýsa báða bank­ana í einu. Hvað eign­ar­hluta varð­aði væri verið að tala um 25-33% í fyrsta áfanga með kaup­rétti síð­ar“. Aug­lýst var eftir áhuga­sömum kaup­endum að þeim hlut.

Næstu mán­uði var einka­væð­ing­ar­nefnd upp­tekin við að selja Lands­banka Íslands. Hún tók hins vegar aftur upp þráð­inn hvað varðar Bún­að­ar­bank­ann í sept­em­ber þetta sama ár. Þá var búið að sam­þykkja að fara í einka­við­ræður við Sam­son-hóp­inn um kaup á Lands­bank­anum nokkrum dögum áður.

Snéri sér að S-hópnum

Fjórum dögum eftir að einka­væð­ing­ar­nefnd ákvað að selja Sam­son-hópnum hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um, þann 13. sept­em­ber 2002, snéri nefndin sér að því að hefja und­ir­bún­ing á sölu á Bún­að­ar­bank­an­um.

Þar sem stórir hlutir í bæði Lands­bank­anum og Bún­að­ar­bank­anum höfðu verið aug­lýstir til sölu á sama tíma, og tveir hópar, Kald­bakur og S-hóp­ur­inn svo­kall­aði, höfðu boðið í þá báða, taldi einka­væð­ing­ar­nefnd ljóst að báðir þessir hópar væru gjald­gengir til að halda áfram við­ræðum um að eign­ast Bún­að­ar­bank­ann. Hinir tveir bjóð­end­urnir sem lýst höfðu áhuga, Íslands­banki og Þórður Magn­ús­son ásamt með­fjár­fest­um, var til­kynnt að þeir myndu ekki halda áfram í ferl­inu.

Reynt var að fá S-hóp­inn og Kald­bak til að sam­ein­ast. Þær til­raunar áttu sér að hálfu ráða­manna í Fram­sókn­ar­flokkn­um, en gengu á end­anum frekar illa.

Vert er að rifja upp á að íslenska ríkið hafði lengi lagt mikla áherslu á að eitt af helstu mark­miðum einka­væð­ingar bank­anna væri að fá erlenda fjár­mála­stofnun til að koma inn sem eig­andi að íslenskum banka. Þar sem hlutur rík­is­ins í Lands­bank­anum hafði verið seldur til Sam­son, sem aug­ljós­lega var ekki erlendur banki, þá þótti ljóst að æski­legt væri að bjóð­endur í Bún­að­ar­bank­ann væru með slíkan með­fjár­festi í fartesk­inu.

Rík tengsl við Fram­sókn­ar­flokk­inn

Mat á hvort til­boðið væri betra hafði breyst frá því sem var þegar ákveðið var hverjum ætti að selja Lands­bank­ann. Nú var vægi verðs aukið og mats­þáttum fækk­að. Og S-hóp­ur­inn átti hæsta boð­ið.

Hóp­ur­inn var leiddur af mönnum með rík tengsl við Fram­sókn­ar­flokk­inn, þeim Ólafi Ólafs­syni, sem nú afplánar fang­els­is­dóm vegna Al Than­i-­máls­ins, og Finni Ing­ólfs­syni, fyrrum vara­for­manni og ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins. Aðrir lyk­il­menn í hópnum voru Krist­ján Lofts­son, oft­ast kenndur við Hval, Mar­geir Dan­í­els­son, Jón Helgi Guð­munds­son, oft­ast kenndur við Byko, og lög­mað­ur­inn Krist­inn Hall­gríms­son.

Í mati HSBC, ráð­gjafa íslenska rík­is­ins, á S-hópnum kom meðal ann­ars fram að breski bank­inn hefði áhyggjur af miklum kross­eigna­tengslum milli þeirra sem komu að fjár­fest­ing­ar­hópnum því það gerði bank­anum erfitt fyrir að meta raun­veru­lega stöðu hans. Þá var ráð­andi þáttur í mati á fjár­mögnun kaupanna í Bún­að­ar­bank­anum aðkoma Soci­ete General að verk­efn­inu. Frá þeirri „að­komu“ verður betur greint síð­ar, en ljóst að hún skipti miklu máli við rök­stuðn­ing á því að S-hóp­ur­inn ætti að fá að kaupa.

HSBC hafði áhyggjur af fleiri hlut­um. Í mati hans stendur einnig að „stjórn­endur [Bún­að­ar­bank­ans] hafa lýst yfir áhyggjum af mögu­legum hags­muna­á­rekstrum: hafa áhyggjur af því að B [Bún­að­ar­bank­inn] verði tal­inn vera mjög nátengdur S-hópnum og póli­tískum sam­böndum hans sem muni gera varð­veislu við­skipta­vina og öflun nýrra við­skipta­vina mun erf­ið­ar­i.“ Þá kom einnig fram að þeir aðilar sem mynd­uðu S-hóp­inn höfðu verið í miklum lána­við­skiptum við Bún­að­ar­bank­ann. Sam­tals námu lán til þeirra 4,3 millj­örðum króna, eða 2,9 pró­sentum af heild­ar­út­lánum bank­ans um mitt ár 2002. Við mat á þekk­ingu og reynslu S-hóps­ins var sér­stak­lega tekið til­lit til aðkomu Soci­ete General eða ann­arrar erlendrar fjár­mála­stofn­unar og þess tengsla­nets sem myndi fylgja slíkri aðkomu.

Frönskum risa­banka veifað fyrir framan einka­væð­ing­ar­nefnd

En hvernig tengd­ist risa­vax­inn franskur banki með víð­ferma alþjóð­lega starf­semi félitlum kaup­enda­hópi með rík póli­tísk tengsl við annan stjórn­ar­flokk­inn sem lang­aði að eign­ast banka á litla Íslandi? Jú, S-hóp­ur­inn lét í það skína í upp­lýs­inga­gjöf sinni til einka­væð­ing­ar­nefndar að Soci­ete General ætl­aði að kaupa hlut rík­is­ins með hópn­um. Þeim skila­boðum var fyrst komið á fram­færi við ráð­gjafa nefnd­ar­innar seint í októ­ber eða snemma í nóv­em­ber 2002. Aðkoma Soci­ete General virð­ist á end­anum hafa ráðið úrslitum um það að einka­væð­ing­ar­nefnd ákvað að mæla með því við ráð­herra­nefnd um einka­væð­ingu, á fundi sínum 4. nóv­em­ber 2002, að S-hóp­ur­inn fengi að kaupa hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­an­um. Sam­setn­ing hóps­ins var á þeim tíma reyndar allt önnur en sú sem á end­anum keypti hlut rík­is­ins í bank­an­um. Skrifað var undir sam­komu­lag um kaup hóps­ins á hlut í Bún­að­ar­bank­anum 15. nóv­em­ber 2002.

Í fund­ar­gerð einka­væð­ing­ar­nefndar sem dag­sett er 12. des­em­ber 2002 segir að gert yrði ráð fyrir því að „að­ild Soc.Gen yrði stað­fest morg­un­inn eft­ir.“ Það gerð­ist hins vegar ekki og þess í stað til­kynntu for­svars­menn S-hóps­ins einka­væð­ing­ar­nefnd að erlendi aðil­inn sem átti aðild að hópnum yrði ekki kynntur fyrr en skrifað yrði undir kaup­samn­ing­inn. Á fundi sínum þennan dag, 13. des­em­ber, ræddi einka­væð­ing­ar­nefnd um hvernig ætti að bregð­ast við þess­ari beiðni. Í fund­ar­gerð er bókað að „nefndin taldi nauð­syn­legt að vita hverjir væru vænt­an­legir fjár­festar m.t.t. mark­miða rík­is­ins með söl­unn­i.“ Greini­legt var á við­brögð­unum að þessi afstaða kom nefnd­ar­mönnum í opna skjöldu og sam­kvæmt fund­ar­gerð­inni var meðal ann­ars rætt um hvort hætta ætti við ferl­ið. Það var hins vegar ekki gert. 

Næsti fundur einka­væð­ing­ar­nefndar var ekki hald­inn fyrr en 6. jan­úar 2003, 24 dögum síðar og tíu dögum áður en gengið var frá kaupum S-hóps­ins á ráð­andi hlut í Bún­að­ar­bank­an­um.

Frétt Morgunblaðsins dag­inn eftir að S-hóp­ur­inn gekk frá kaup­unum á Bún­að­ar­bank­an­um árið 2003. Þar sjást Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson, sem skrifuðu undir kaupin fyrir hönd S-hópsins, keyra á brott.

S-hóp­ur­inn átti ekki sér­stak­lega mikla pen­inga (kaup­verðið var að stórum hluta fengið að láni hjá Lands­bank­an­um) og hafði enga reynslu af því að reka banka. Það var því mjög mik­il­vægt fyrir hann að láta líta svo út að sterkur erlendur aðili væri með í hópnum til að gera einka­væð­ing­ar­nefnd auð­veld­ara fyrir að selja honum bank­ann.

Þann 9. jan­ú­ar, viku áður en skrifað var undir samn­ing um kaup S-hóps­ins á 45,8 pró­sent hlut hans í Bún­að­ar­bank­anum á 11,4 millj­arða króna (sem að mestu voru fengnir að láni hjá Lands­bank­an­um), var þeim sem sátu í einka­væð­ing­ar­nefnd í fyrsta sinn gerð grein fyrir því hver erlendi fjár­festir­inn var sem ætl­aði að fjár­festa með hópn­um. Það reynd­ist alls ekki vera franski stór­bank­inn Soci­ete Gener­al, heldur þýskur einka­banki að nafni Hauck &Auf­hauser.

Rúmum tveimur árum eftir að Hauck & Auf­hauser keypti hlut í Eglu, og þar af leið­andi í Bún­að­ar­banka, var bank­inn búinn að selja hann allan til ann­arra aðila innan S-hóps­ins.

Litla Kaup­þing sem vildi verða risa­stórt

Þegar einka­væð­ing bank­anna stóð yfir var lít­ill fjár­fest­ing­ar­banki far­inn að gera sig mjög gild­andi á Íslandi. Hann hét Kaup­þing og honum var stýrt af Sig­urði Ein­ars­syni og Hreið­ari Má Sig­urðs­syni. Í bók Ármanns Þor­valds­son­ar, Ævin­týra­eyunni, sem kom út árið 2009 er aðkomu Kaup­þings að einka­væð­ing­ar­ferl­inu lýst. Ármann var einn af helstu stjórn­endum Kaup­þings á þessum tíma og varð síðar for­stjóri Kaupt­hing Sin­ger&Fried­lander í Bret­landi.

Ármann segir frá því að Kaup­þing hafi ekki verið í náð­inni hjá ráð­andi stjórn­mála­öflum á þessum tíma, sér­stak­lega Davíð Odds­syni, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Þótt að áhugi hafi verið fyrir því innan bank­ans að reyna að eign­ast hlut rík­is­ins í annað hvort Lands­bank­anum eða Bún­að­ar­bank­anum þá var það ekki talið vera raun­veru­legur mögu­leiki vegna þeirrar póli­tísku and­stöðu.

Ármann sagði að þótt Kaup­þing hafi ekki tekið þátt í einka­væð­ing­ar­ferl­inu hafi athyglin beinst að bank­anum þegar salan á bönk­unum tveimur var frá­geng­in. „Bæði nýir eig­endur Lands­bank­ans og Bún­að­ar­bank­ans vildu taka þátt í sam­ein­ingu í banka­geir­an­um[...]Báðir höfðu auga­stað á Kaup­þing­i[...]Nýir eig­endur bank­anna höfðu jafn­framt mikla trú á stjórn­endum Kaup­þings og vissu sem var að við höfðum mestu alþjóð­legu reynsl­una. Báðir hópar sáu fram­tíð­ar­vaxta­mögu­leika bank­anna utan lands­stein­anna og því höfðu þeir mik­inn áhuga á að ræða sam­ein­ingu við Kaup­þing. Sig­urður Ein­ars­son og Hreiðar Már Sig­urðs­son urðu allt í einu „sæt­ustu stelp­urnar á ball­inu“ og horft var til þeirra losta­fullum aug­um.“

Í bók Ármanns er raunar greint frá því að þreif­ingar hefðu átt sér stað við S-hóp­inn á meðan að hann var enn að semja við stjórn­völd um kaup á eign­ar­hlutnum í Bún­að­ar­bank­an­um. Björn Jón Braga­son rakti svip­aða sögu í grein sem hann skrif­aði í tíma­ritið Sögu í lok árs 2011. Þar sagði hann að sam­ein­ing Kaup­þings og Bún­að­ar­bank­ans hafi verið „hönn­uð“ á leyni­fundum mörgum mán­uðum áður en einka­væð­ingin gekk í gegn. Þá fundi sátu, að sögn Björns, Finnur Ing­ólfs­son, Sig­urður Ein­ars­son og Ólafur Ólafs­son. ­Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er talið lík­legt að Kaup­þing hafi fjár­magnað Hauck & Auf­häuser með ein­hverjum hætti í aðdrag­anda kaupanna og því hafi þýski bank­inn verið að leppa fyrir Kaup­þing.

Sam­ein­ingin var frá­gengin í apríl 2003, tæpum þremur mán­uðum eftir að ríkið seldi hlut sinn í Bún­að­ar­bank­anum til S-hóps­ins. Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, sagði við rann­sókn­ar­nefnd Alþingis að við sam­ein­ing­una hefðu Kaup­þings­menn fengið það sem þeir þurftu; „láns­hæf­is­mat og við­skipta­banka­grunn á Ísland­i." Afleið­ingin er öllum kunn: sam­ein­aður banki orsak­aði fimmta stærsta gjald­þrot heims. Helstu stjórn­endur hans hafa auk þess verið marg­dæmdir fyrir lög­brot sem framin voru í starfi bank­ans. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar