#Viðskipti #Stjórnmál

Hinar stórkostlegu afleiðingar einkavæðingar Búnaðarbankans

Allt stefnir í að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupunum á Búnaðarbankanum verði rannsökuð af sérstakri rannsóknarnefnd. Í þrettán ár hefur aðild bankans verið tortryggð og hann sagður leppur í fléttu. Nú mun sannleikurinn koma í ljós.

Tryggvi Gunn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is, vakti upp draug í síð­ustu viku sem margir þátt­tak­endur í stjórn­málum og atvinnu­lífi von­uð­ust lík­ast til að myndi ekki láta aftur á sér kræla. Draug einka­væð­ingar rík­is­bank­anna.

Tryggvi sendi þá ­stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bréf þar sem hann lagði til að skipuð yrð­i ­rann­sókn­ar­nefnd til að kom­ast til botns í aðkomu þýska einka­bank­ans Hauck & Auf­häuser að kaupum S-hóps­ins á Bún­að­ar­bank­anum í byrjun árs 2003. Þetta eigi að gera vegna þess að Tryggvi hafi nýjar upp­lýs­ingar sem byggja á á­bend­ingum um hver raun­veru­leg þátt­taka þýska bank­ans var. Sam­kvæmt heim­ild­um Kjarn­ans snúa þær upp­lýs­ingar meðal ann­ars að því að Kaup­þing, sem var sam­ein­að­ur­ ­Bún­að­ar­bank­anum skömmu eftir að söl­una á bank­an­um, hafi fjár­magnað Hauck & Auf­häuser.

Svo virð­ist sem að af rann­sókn­inni verði. Bjarni Bene­dikts­son, for­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði í fréttum RÚV í gær að hann vilji rann­saka aðkomu þýska  ­bank­ans og telur að um það sé ein­hugur á þingi. Í sömu frétt sagð­i Willum Þór Þórs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, að ein­hugur væri inn­an­ ­þing­flokks hans um að rann­sókn hefj­ist sem fyrst. Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra tók í sama streng í morg­un, og stjórn­skip­un­ar- og ­eft­ir­lits­nefnd sam­þykkti svo í morgun að leggja til við Alþingi að rann­sókn­in fari fram.

Skýr­ingin tor­tryggð

Sú skýr­ing sem gefin var um að­komu Hauck & Auf­häuser að ­kaup­unum hefur lengi verið dregin í efa og því oft verið haldið fram í opin­berri um­ræð­u að bank­inn hafi verið leppur fyrir ráð­andi aðila í S-hópn­­um.

Þá hefur sú skoðun verið mjög ­ríkj­andi lengi að einka­væð­ing rík­is­bank­anna tveggja, Lands­banka Íslands og ­Bún­að­ar­bank­ans, hafi farið fram eftir meintri helm­ing­ar­skipta­reglu þáver­and­i ­stjórn­ar­flokka, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Sam­kvæmt þeirri kenn­ing­u ­fengu Björg­ólfs­feðgar, sem þóttu Sjálf­stæð­is­flokknum þókn­an­leg­ir, að kaupa Lands­bank­ann og Kjartan Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins sat á­fram í banka­ráði hans eftir einka­væð­ingu. S-hóp­ur­inn fékk að kaupa Bún­að­ar­bank­ann, en hann var leiddur af Ólafi Ólafs­syni kenndum við Sam­skip, sem afplánar nú fjög­urra og hálfs árs fang­els­is­dóm vegna Al Than­i-­máls­ins svo­kall­aða, og Finni Ing­ólfs­syni, þá ­for­stjóra VÍS en áður vara­for­manni og ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins. Finnur var þá til­tölu­lega nýhættur sem seðla­banka­stjóri. 

Finnur neit­aði því við Frétta­blaðið í morgun að kann­ast við að Hauck & Auf­häuser hefði verið leppur og bar meðal ann­ars fyrir sig skoð­un ­rík­is­end­ur­skoð­unar á ásök­unum þar um frá árinu 2006. Vikið verður nánar að þeirri skoðun síð­ar. Ólafur hefur ekk­ert viljað láta hafa eftir sér um málið en hefur neitað að tjá sig um hvort þýski bank­inn hafi verið lepp­ur.

Yfir­stjórn þess einka­væð­ing­ar­ferlis sem átti sér stað á árunum í kringum síð­ustu alda­mót var í höndum rík­is­stjórnar Íslands og fjög­urra manna ráð­herra­nefndar á hennar veg­um. ­Nefndin bar því ábyrgð á söl­unni.

Í þeirri ráð­herra­nefnd áttu sæti Davíð Odds­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Hall­dór Ásgríms­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, Geir H. Haar­de, þáver­and­i fjár­mála­ráð­herra auk banka­mála­ráð­herra, sem kom úr röðum Fram­sókn­ar­flokks­ins. Fram til des­em­ber 1999 var sá áður­nefndur Finnur Ing­ólfs­son en eftir það Val­gerð­ur­ Sverr­is­dótt­ir.

Bæði Davíð, sem nú er í for­seta­fram­boði, og Val­gerður hafa tjáð sig um meinta leppun Hauck & Auf­häuser í vik­unni. Val­gerð­ur­ ­sagði að upp­lýs­ing­arnar sem fram væru að koma styrktu þann grun um að villt hafi verið um fyrir íslenskum stjórn­völdum á sínum tíma og ­mögu­lega hafi þýski bank­inn verið leppur fyrir inn­lenda fjár­festa. Davíð sagði síðan við útvarps­þátt­inn ­Speg­il­inn í gær að hann vilji að málið verði rann­sak­að. Lík­legt sé að þarna hafi verið pottur brot­inn og Davíð vill ganga lengra en að skipa ­rann­sókn­ar­nefnd. Hann vill lög­reglu­rann­sókn.

Rík­is­end­ur­skoð­un gaf út­ heil­brigð­is­vott­orð

Raun­ar hefur áður farið fram skoðun á einka­væð­ingu bank­anna. Rík­is­end­ur­skoðun vann ­skýrslu árið 2003 þar sem nið­ur­staðan var sú að íslensk stjórn­völd hafi í meg­in­at­riðum náð helstu mark­miðum sínum með einka­væð­ingu rík­is­fyr­ir­tækja á árunum 1998-2003.“ Engar athuga­semdir voru gerðar við það hvern­ig ­staðið var að sölu á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum til S-hóps­ins í skýrsl­unni.

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, vill að rannsókn fari fram á aðkomu þýsks banka að kaupunum á Búnaðarbankanum árið 2003. Allt stefnir í að sú rannsókn muni fara fram.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í mars 2006 vann Rík­is­end­ur­skoðun síðan átta blað­síðna sam­an­tekt í kjöl­far fundar Vil­hjálms Bjarna­son­ar, núver­andi þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þar sem hann lagði fram nýjar upp­lýs­ingar um söl­una á Bún­að­ar­bank­anum til S-hóps­ins. Vil­hjálmur hefur lengi verið þeirrar skoð­un­ar, og taldi sig hafa gögn til að sýna fram á, að aðkoma Hauck & Auf­häuser hafi aldrei verið raun­veru­legur eig­andi að hlut í Bún­að­ar­bank­an­um.

Nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar var sú að ekk­ert sem lagt hafi verið fram í mál­inu hafi stutt víð­tækar álykt­anir Vil­hjálms. „Þvert á móti þykja liggja óyggj­andi upp­lýs­ingar og gögn um hið gagn­stæða,“ segir í skýrslu henn­ar.

Því hefur Rík­is­end­ur­skoðun tví­vegis sent frá sér skýrslu eða sam­an­tekt þar sem stofn­unin vottar að ekk­ert athuga­vert hafi verið við söl­una á 45,8 pró­sent hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum til S-hóps­ins og að aðkoma Hauck & Auf­häuser hafi alls ekki verið tor­tyggi­leg. 

Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis fjall­aði einnig um einka­væð­ing­una í skýrslu sinni. Í skýrslu hennar sagði: „Það er ljóst að það væri umfangs­mikið verk ef fjalla ætti í heild um fram­kvæmd einka­væð­ingar eign­ar­hluta rík­is­ins í bönkum og fjár­mála­fyr­ir­tækjum á árunum 1997 til og með 2003. Rann­sókn­ar­nefnd­inni er ætl­aður tak­mark­aður tími til að sinna þeim verk­efnum sem henni eru fengin[...]Eftir athugun á fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingum og með til­liti til þess tíma sem nefndin hafði til að vinna að rann­sókn sinni ákvað hún að beina athugun sinni sér­stak­lega að ákveðnum atriðum sem snerta und­ir­bún­ing og töku ákvarð­ana um sölu á eign­ar­hlutum í Lands­banka Íslands hf. og Bún­að­ar­banka Íslands hf., einkum á síð­ari hluta árs 2002.[...] Nefndin ítrekar að hér er ekki um að ræða heild­ar­út­tekt á einka­væð­ingu bank­anna eða tengdum mál­efn­um. Nefndin telur að þau atriði sem valin voru til nán­ari skoð­unar séu þess eðlis að ástæða sé til að stað­næm­ast við þau með til­liti til þess hvernig fór um rekstur hinna einka­væddu banka aðeins nokkrum árum eftir að eign­ar­haldi rík­is­ins lauk.

Þar sem rann­sókn­ar­nefndin taldi sig ekki hafa svig­rúm til að gera tæm­andi rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna var lögð fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga um slíka rann­sókn í sept­em­ber 2012. Hún var síðan sam­þykkt í nóv­em­ber sama ár. Af þeirri rann­sókn varð aldrei.

En af hverju er þessi mikli áhugi á stjórn­valds­að­gerð sem átti sér stað fyrir meira en þrettán árum síð­an? Hvaða máli skiptir það hvort sala á banka, sem féll fyrir tæpum átta árum, hafi verið vafasöm eða ekki? Svarið við þessum spurn­ingum liggur í sögu einka­væð­ingar Bún­að­ar­bank­ans og þeim völdum og áhrifum sem hún færði völdum hópi manna.

Sagan öll

Form­lega hófst sala á hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum á sama tíma og Lands­bank­an­um, með aug­lýs­ingu sem birt var 10. júní 2002. Í fund­ar­gerðum fram­kvæmda­nefndar um einka­væð­ingu, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, kemur hins vegar skýrt fram að ekki hafi staðið til að selja jafn stóran hluta í bank­anum og á end­anum var seld­ur, heldur ætti að miða að því að selja 20 pró­sent hlut í sept­em­ber 2002. Í kjöl­farið gæti leit haf­ist að kjöl­festu­fjár­festi í Bún­að­ar­bank­an­um.

Þá kom einnig fram að þeir aðilar sem mynduðu S-hópinn höfðu verið í miklum lánaviðskiptum við Búnaðarbankann. Samtals námu lán til þeirra 4,3 milljörðum króna, eða 2,9 prósentum af heildarútlánum bankans um mitt ár 2002."

Þessi stefna breytt­ist skyndi­lega og strax snemma í júlí 2002 greindi Jón Sveins­son, sem sat sem full­trúi Hall­dórs Ásgríms­sonar utan­rík­is­ráð­herra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins í einka­væð­ing­ar­nefnd­inn­i,  nefnd­inni frá því. Í fund­ar­gerð frá 8. júlí 2002 er bókað að „vilji við­skipta­ráð­herra [Val­gerður Sverr­is­dótt­ir] stæði til þess að aug­lýsa báða bank­ana í einu. Hvað eign­ar­hluta varð­aði væri verið að tala um 25-33% í fyrsta áfanga með kaup­rétti síð­ar“. Aug­lýst var eftir áhuga­sömum kaup­endum að þeim hlut.

Næstu mán­uði var einka­væð­ing­ar­nefnd upp­tekin við að selja Lands­banka Íslands. Hún tók hins vegar aftur upp þráð­inn hvað varðar Bún­að­ar­bank­ann í sept­em­ber þetta sama ár. Þá var búið að sam­þykkja að fara í einka­við­ræður við Sam­son-hóp­inn um kaup á Lands­bank­anum nokkrum dögum áður.

Snéri sér að S-hópnum

Fjórum dögum eftir að einka­væð­ing­ar­nefnd ákvað að selja Sam­son-hópnum hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um, þann 13. sept­em­ber 2002, snéri nefndin sér að því að hefja und­ir­bún­ing á sölu á Bún­að­ar­bank­an­um.

Þar sem stórir hlutir í bæði Lands­bank­anum og Bún­að­ar­bank­anum höfðu verið aug­lýstir til sölu á sama tíma, og tveir hópar, Kald­bakur og S-hóp­ur­inn svo­kall­aði, höfðu boðið í þá báða, taldi einka­væð­ing­ar­nefnd ljóst að báðir þessir hópar væru gjald­gengir til að halda áfram við­ræðum um að eign­ast Bún­að­ar­bank­ann. Hinir tveir bjóð­end­urnir sem lýst höfðu áhuga, Íslands­banki og Þórður Magn­ús­son ásamt með­fjár­fest­um, var til­kynnt að þeir myndu ekki halda áfram í ferl­inu.

Reynt var að fá S-hóp­inn og Kald­bak til að sam­ein­ast. Þær til­raunar áttu sér að hálfu ráða­manna í Fram­sókn­ar­flokkn­um, en gengu á end­anum frekar illa.

Vert er að rifja upp á að íslenska ríkið hafði lengi lagt mikla áherslu á að eitt af helstu mark­miðum einka­væð­ingar bank­anna væri að fá erlenda fjár­mála­stofnun til að koma inn sem eig­andi að íslenskum banka. Þar sem hlutur rík­is­ins í Lands­bank­anum hafði verið seldur til Sam­son, sem aug­ljós­lega var ekki erlendur banki, þá þótti ljóst að æski­legt væri að bjóð­endur í Bún­að­ar­bank­ann væru með slíkan með­fjár­festi í fartesk­inu.

Rík tengsl við Fram­sókn­ar­flokk­inn

Mat á hvort til­boðið væri betra hafði breyst frá því sem var þegar ákveðið var hverjum ætti að selja Lands­bank­ann. Nú var vægi verðs aukið og mats­þáttum fækk­að. Og S-hóp­ur­inn átti hæsta boð­ið.

Hóp­ur­inn var leiddur af mönnum með rík tengsl við Fram­sókn­ar­flokk­inn, þeim Ólafi Ólafs­syni, sem nú afplánar fang­els­is­dóm vegna Al Than­i-­máls­ins, og Finni Ing­ólfs­syni, fyrrum vara­for­manni og ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins. Aðrir lyk­il­menn í hópnum voru Krist­ján Lofts­son, oft­ast kenndur við Hval, Mar­geir Dan­í­els­son, Jón Helgi Guð­munds­son, oft­ast kenndur við Byko, og lög­mað­ur­inn Krist­inn Hall­gríms­son.

Í mati HSBC, ráð­gjafa íslenska rík­is­ins, á S-hópnum kom meðal ann­ars fram að breski bank­inn hefði áhyggjur af miklum kross­eigna­tengslum milli þeirra sem komu að fjár­fest­ing­ar­hópnum því það gerði bank­anum erfitt fyrir að meta raun­veru­lega stöðu hans. Þá var ráð­andi þáttur í mati á fjár­mögnun kaupanna í Bún­að­ar­bank­anum aðkoma Soci­ete General að verk­efn­inu. Frá þeirri „að­komu“ verður betur greint síð­ar, en ljóst að hún skipti miklu máli við rök­stuðn­ing á því að S-hóp­ur­inn ætti að fá að kaupa.

HSBC hafði áhyggjur af fleiri hlut­um. Í mati hans stendur einnig að „stjórn­endur [Bún­að­ar­bank­ans] hafa lýst yfir áhyggjum af mögu­legum hags­muna­á­rekstrum: hafa áhyggjur af því að B [Bún­að­ar­bank­inn] verði tal­inn vera mjög nátengdur S-hópnum og póli­tískum sam­böndum hans sem muni gera varð­veislu við­skipta­vina og öflun nýrra við­skipta­vina mun erf­ið­ar­i.“ Þá kom einnig fram að þeir aðilar sem mynd­uðu S-hóp­inn höfðu verið í miklum lána­við­skiptum við Bún­að­ar­bank­ann. Sam­tals námu lán til þeirra 4,3 millj­örðum króna, eða 2,9 pró­sentum af heild­ar­út­lánum bank­ans um mitt ár 2002. Við mat á þekk­ingu og reynslu S-hóps­ins var sér­stak­lega tekið til­lit til aðkomu Soci­ete General eða ann­arrar erlendrar fjár­mála­stofn­unar og þess tengsla­nets sem myndi fylgja slíkri aðkomu.

Frönskum risa­banka veifað fyrir framan einka­væð­ing­ar­nefnd

En hvernig tengd­ist risa­vax­inn franskur banki með víð­ferma alþjóð­lega starf­semi félitlum kaup­enda­hópi með rík póli­tísk tengsl við annan stjórn­ar­flokk­inn sem lang­aði að eign­ast banka á litla Íslandi? Jú, S-hóp­ur­inn lét í það skína í upp­lýs­inga­gjöf sinni til einka­væð­ing­ar­nefndar að Soci­ete General ætl­aði að kaupa hlut rík­is­ins með hópn­um. Þeim skila­boðum var fyrst komið á fram­færi við ráð­gjafa nefnd­ar­innar seint í októ­ber eða snemma í nóv­em­ber 2002. Aðkoma Soci­ete General virð­ist á end­anum hafa ráðið úrslitum um það að einka­væð­ing­ar­nefnd ákvað að mæla með því við ráð­herra­nefnd um einka­væð­ingu, á fundi sínum 4. nóv­em­ber 2002, að S-hóp­ur­inn fengi að kaupa hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­an­um. Sam­setn­ing hóps­ins var á þeim tíma reyndar allt önnur en sú sem á end­anum keypti hlut rík­is­ins í bank­an­um. Skrifað var undir sam­komu­lag um kaup hóps­ins á hlut í Bún­að­ar­bank­anum 15. nóv­em­ber 2002.

Í fund­ar­gerð einka­væð­ing­ar­nefndar sem dag­sett er 12. des­em­ber 2002 segir að gert yrði ráð fyrir því að „að­ild Soc.Gen yrði stað­fest morg­un­inn eft­ir.“ Það gerð­ist hins vegar ekki og þess í stað til­kynntu for­svars­menn S-hóps­ins einka­væð­ing­ar­nefnd að erlendi aðil­inn sem átti aðild að hópnum yrði ekki kynntur fyrr en skrifað yrði undir kaup­samn­ing­inn. Á fundi sínum þennan dag, 13. des­em­ber, ræddi einka­væð­ing­ar­nefnd um hvernig ætti að bregð­ast við þess­ari beiðni. Í fund­ar­gerð er bókað að „nefndin taldi nauð­syn­legt að vita hverjir væru vænt­an­legir fjár­festar m.t.t. mark­miða rík­is­ins með söl­unn­i.“ Greini­legt var á við­brögð­unum að þessi afstaða kom nefnd­ar­mönnum í opna skjöldu og sam­kvæmt fund­ar­gerð­inni var meðal ann­ars rætt um hvort hætta ætti við ferl­ið. Það var hins vegar ekki gert. 

Næsti fundur einka­væð­ing­ar­nefndar var ekki hald­inn fyrr en 6. jan­úar 2003, 24 dögum síðar og tíu dögum áður en gengið var frá kaupum S-hóps­ins á ráð­andi hlut í Bún­að­ar­bank­an­um.

Frétt Morgunblaðsins dag­inn eftir að S-hóp­ur­inn gekk frá kaup­unum á Bún­að­ar­bank­an­um árið 2003. Þar sjást Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson, sem skrifuðu undir kaupin fyrir hönd S-hópsins, keyra á brott.

S-hóp­ur­inn átti ekki sér­stak­lega mikla pen­inga (kaup­verðið var að stórum hluta fengið að láni hjá Lands­bank­an­um) og hafði enga reynslu af því að reka banka. Það var því mjög mik­il­vægt fyrir hann að láta líta svo út að sterkur erlendur aðili væri með í hópnum til að gera einka­væð­ing­ar­nefnd auð­veld­ara fyrir að selja honum bank­ann.

Þann 9. jan­ú­ar, viku áður en skrifað var undir samn­ing um kaup S-hóps­ins á 45,8 pró­sent hlut hans í Bún­að­ar­bank­anum á 11,4 millj­arða króna (sem að mestu voru fengnir að láni hjá Lands­bank­an­um), var þeim sem sátu í einka­væð­ing­ar­nefnd í fyrsta sinn gerð grein fyrir því hver erlendi fjár­festir­inn var sem ætl­aði að fjár­festa með hópn­um. Það reynd­ist alls ekki vera franski stór­bank­inn Soci­ete Gener­al, heldur þýskur einka­banki að nafni Hauck &Auf­hauser.

Rúmum tveimur árum eftir að Hauck & Auf­hauser keypti hlut í Eglu, og þar af leið­andi í Bún­að­ar­banka, var bank­inn búinn að selja hann allan til ann­arra aðila innan S-hóps­ins.

Litla Kaup­þing sem vildi verða risa­stórt

Þegar einka­væð­ing bank­anna stóð yfir var lít­ill fjár­fest­ing­ar­banki far­inn að gera sig mjög gild­andi á Íslandi. Hann hét Kaup­þing og honum var stýrt af Sig­urði Ein­ars­syni og Hreið­ari Má Sig­urðs­syni. Í bók Ármanns Þor­valds­son­ar, Ævin­týra­eyunni, sem kom út árið 2009 er aðkomu Kaup­þings að einka­væð­ing­ar­ferl­inu lýst. Ármann var einn af helstu stjórn­endum Kaup­þings á þessum tíma og varð síðar for­stjóri Kaupt­hing Sin­ger&Fried­lander í Bret­landi.

Ármann segir frá því að Kaup­þing hafi ekki verið í náð­inni hjá ráð­andi stjórn­mála­öflum á þessum tíma, sér­stak­lega Davíð Odds­syni, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Þótt að áhugi hafi verið fyrir því innan bank­ans að reyna að eign­ast hlut rík­is­ins í annað hvort Lands­bank­anum eða Bún­að­ar­bank­anum þá var það ekki talið vera raun­veru­legur mögu­leiki vegna þeirrar póli­tísku and­stöðu.

Ármann sagði að þótt Kaup­þing hafi ekki tekið þátt í einka­væð­ing­ar­ferl­inu hafi athyglin beinst að bank­anum þegar salan á bönk­unum tveimur var frá­geng­in. „Bæði nýir eig­endur Lands­bank­ans og Bún­að­ar­bank­ans vildu taka þátt í sam­ein­ingu í banka­geir­an­um[...]Báðir höfðu auga­stað á Kaup­þing­i[...]Nýir eig­endur bank­anna höfðu jafn­framt mikla trú á stjórn­endum Kaup­þings og vissu sem var að við höfðum mestu alþjóð­legu reynsl­una. Báðir hópar sáu fram­tíð­ar­vaxta­mögu­leika bank­anna utan lands­stein­anna og því höfðu þeir mik­inn áhuga á að ræða sam­ein­ingu við Kaup­þing. Sig­urður Ein­ars­son og Hreiðar Már Sig­urðs­son urðu allt í einu „sæt­ustu stelp­urnar á ball­inu“ og horft var til þeirra losta­fullum aug­um.“

Í bók Ármanns er raunar greint frá því að þreif­ingar hefðu átt sér stað við S-hóp­inn á meðan að hann var enn að semja við stjórn­völd um kaup á eign­ar­hlutnum í Bún­að­ar­bank­an­um. Björn Jón Braga­son rakti svip­aða sögu í grein sem hann skrif­aði í tíma­ritið Sögu í lok árs 2011. Þar sagði hann að sam­ein­ing Kaup­þings og Bún­að­ar­bank­ans hafi verið „hönn­uð“ á leyni­fundum mörgum mán­uðum áður en einka­væð­ingin gekk í gegn. Þá fundi sátu, að sögn Björns, Finnur Ing­ólfs­son, Sig­urður Ein­ars­son og Ólafur Ólafs­son. ­Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er talið lík­legt að Kaup­þing hafi fjár­magnað Hauck & Auf­häuser með ein­hverjum hætti í aðdrag­anda kaupanna og því hafi þýski bank­inn verið að leppa fyrir Kaup­þing.

Sam­ein­ingin var frá­gengin í apríl 2003, tæpum þremur mán­uðum eftir að ríkið seldi hlut sinn í Bún­að­ar­bank­anum til S-hóps­ins. Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, sagði við rann­sókn­ar­nefnd Alþingis að við sam­ein­ing­una hefðu Kaup­þings­menn fengið það sem þeir þurftu; „láns­hæf­is­mat og við­skipta­banka­grunn á Ísland­i." Afleið­ingin er öllum kunn: sam­ein­aður banki orsak­aði fimmta stærsta gjald­þrot heims. Helstu stjórn­endur hans hafa auk þess verið marg­dæmdir fyrir lög­brot sem framin voru í starfi bank­ans. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar