#stjórnmál #efnahagsmál

Vill Ísland ekki ungt fólk?

Ungt fólk á Íslandi á minna af eignum nú en fyrir áratug. Það hefur dregist aftur úr í ráðstöfunartekjum, finnur ekki störf við hæfi á Íslandi, bætur til þess hafa lækkað og velferðarkerfið er lakara en í nágrannalöndunum. Er skrýtið að ungt fólk flytja frá Íslandi?

Mynd: Birgir Þór Harðarson

Hag­stofa Íslands birti í gær tölur úr lífs­kjara­rann­sókn sinni um dreif­ingu ráð­stöf­un­ar­tekna á milli áranna 2014 og 2015. Helstu tíð­indi hennar eru þau að ungt fólk, á aldr­inum 25-34 ára, hefur dreg­ist aftur úr öðrum hópum á und­an­förnum ára­tug og hlut­fall tekna þeirra af mið­gildi ráð­stöf­un­ar­tekna er nú 95,3 pró­sent. Það þýðir á ein­földu máli að ungt fólk hefur lægri laun en það hafði áður.

Þetta var enn ein fréttin um hag­tölur eða rann­sóknir sem bendir til verri stöðu ungs fólks á Íslandi. Á und­an­förnum árum hafa verið lagðar fram tölur um færri atvinnu­tæki­færi, minni eign­ar­mynd­un, lægri laun, skerta þjón­ustu og síð­ast en ekki síst stór­tækan hús­næð­is­vanda þessa hóps sem hefur leitt til þess að hann virð­ist vera að leita tæki­fær­anna ann­ars staðar frekar en hér­lend­is.

Íslend­ingar fara, útlend­ingar koma

Þessar aðstæður hafa nú ratað inn í fram­tíð­ar­spár. í vik­unni birti Hag­stofa Íslands mann­fjölda­spá sína til árs­ins 2065. Sam­kvæmt henni mun íbúum á Íslandi fjölga um þriðj­ung næstu hálfu öld­ina og verða 442 þús­und árið 2065. Í spánni er hins vegar gert ráð fyrir því að fjölg­unin verði aðal­lega vegna erlendra inn­flytj­enda. Sam­kvæmt henni munu fleiri Íslend­ingar áfram flytja frá land­inu en þeir sem snúa aftur til baka til þess. Spáin greinir ekki hvaða ald­urs­hópar það eru sem munu flytja burt og Hag­stofan heldur ekki utan um tölur um hvernig speki­leki, hvaða starfs­reynsla eða menntun er hjá þeim ein­stak­lingum sem flytja, hverfur úr hag­kerf­inu. Um það hefur þó tölu­vert verið fjallað í fjöl­miðlum og umræðu á und­an­förnum miss­er­um. Í nóv­em­ber í fyrra greindi Morg­un­blaðið frá því að 3.210 Íslend­ingar hefðu flutt frá Íslandi á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2015, eða 1.130 fleiri en fluttu til þess.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafnaði því að óeðlilega margir ungir Íslendingar væru að flytja til annarra landa.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í grein blaðs­ins var rætt við Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Háskóla Íslands. Hann sagði að það virt­ist eitt­hvað djúp­­stæð­­ara á ferð­inni en vana­lega og að vís­bend­ingar væru um að margt háskóla­­fólk flytti úr landi. Bat­inn á vinn­u­­mark­aði, sem átt hefði sér stað á und­an­­förnum árum, hefði ekki skilað sér til mennt­aðs fólks nema að tak­­mörk­uðu leyti. Karl Sig­­urðs­­son, sér­­fræð­ingur hjá Vinn­u­­mála­­stofn­un, sagði svip­aða sögu við Morg­un­­blað­ið. Vís­bend­ingar væru um að margir finni ekki atvinnu sem henti námi þeirra og bak­grunni.

Flytja þrátt fyrir efna­hags­legan upp­gang

Þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, og aðstoð­ar­menn hans héldu því fram í opin­berri umræðu að það væri rangt að fjöldi brott­fluttra væri óeðli­lega mik­ill. Fólk væri ekki að flýja Sig­mund Dav­íð.

For­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi gerði málið m.a. að umtals­efni í ára­móta­grein sinni í Morg­un­blað­inu og sagði hlut­fall brott­fluttra undir 40 ára á árinu 2015 lágt í sam­an­burði við liðin ár og ára­tugi. Það væri afmark­aður en hávær hópur fólks, sem ætti erfitt að sætta sig við góðar frétt­ir, sem héldi hinu gagn­stæða fram. Jákvæð þróun veki hjá hópnum gremju, hún sé litin horn­auga og tor­­tryggð á allan mög­u­­legan hátt. Þetta sé sá hópur fólks sem getur ekki sætt sig við að jákvæðir hlutir ger­ist ef þeir ger­­ast ekki í krafti hinnar einu „réttu“ hug­­mynda­fræði.

Í byrjun jan­úar 2016 birti Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) grein­ingu á brott- og aðflutn­ingi til Íslands síð­ustu 50 árin. Þar kom fram að þrátt fyrir bætt efna­hags­­leg skil­yrði hefur brott­­flutn­ing­u ­ís­­lenskra rík­­is­­borg­­ara frá Íslandi auk­ist á und­an­­förnum tveimur árum. Fleiri Íslend­ing­ar flytja frá land­inu en flytja til þess. Frá árinu 1961 hafa verið átta tíma­bil þar sem brott­­flutn­ingur á hverju ári hefur verið yfir með­­al­tali áranna 1961 til­ 2015. Sjö þeirra tíma­bila hafa verið í tengslum við öfgar í efna­hags­líf­i ­þjóð­­ar­innar á borð við brott­hvarf síld­­ar­inn­­ar, mikla verð­­bólgu eða hátt atvinn­u­­leysi. Eina tíma­bilið af þessum átta sem sker sig úr er 2014 til 2015 þar sem eng­ar hefð­bundnar efna­hags­­legar for­­sendur eru fyrir auknum brott­­flutn­ingi. Fólk flutti frá Íslandi þrátt fyrir efna­hags­­legan upp­­­gang.

Ekki verið að skapa réttu störfin

En hvað veld­ur? Þrjár megin ástæður virð­ast vera fyrir því að ungt fólk finnur sig knúið til að leita tæki­fær­anna ann­ars stað­ar. Fyrst ber að nefna atvinnu­mál.

Í jan­úar 2016 birti VR skýrslu þar sem rýnt var í nettó aðflutn­ing hingað til lands og sjónum beint að því sem kallað er falið atvinnu­leysi. Í skýrsl­unni kom fram að fjöldi þeirra sem eru með háskóla­menntun en eru án atvinnu hafi auk­ist um 275 pró­sent á tíu árum.

Þessi þróun end­ur­spegl­ast í tölum Vinnu­mála­stofn­unar um menntun atvinnu­lausra. Á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins 2005 var fjöldi atvinn­u­­lausra með háskóla­­menntun 10,6 pró­­sent af heild­­ar­­fjölda atvinn­u­­lausra. Á sama tíma 2015 var hlut­­fallið 25,2 pró­­sent. „Ef lítið fram­­boð verður af verð­­mætum störfum á Íslandi á næstu árum er það mikið áhyggju­efni og gæti stuðlað að frek­­ari brott­­flutn­ingi þrátt fyrir gott ástand í efna­hags­líf­in­u,” sagði í skýrslu VR.

Á sama tíma og lítið fram­boð er á verð­mætum störfum hafa aldrei fleiri lagt stund á háskóla­nám. Ár hvert er slegið nýtt met í fjölda útskrif­aðra, sem eru vel á fjórða þús­und ár hvert.

Í lok maí birti Stjórn­stöð ferða­mála nýja könnun þar sem fram kom að rúm­­lega tíu pró­­sent starfs­­manna á íslenskum vinn­u­­mark­aði starfa í ferða­­þjón­­ustu. Um 22 ­þús­und manns að vinna að jafn­­aði í ferða­­þjón­­ustu á þessu ári. Um 40 pró­­sent þeirra koma erlendis frá vegna þess að ekki er til vinn­u­afl á Íslandi til að vinna störf­in. Alls verða erlend­ir ­starfs­­menn grein­­ar­innar um sex þús­und á þessu ári. Ef afleidd störf þeirra sem ­starfa í geirum sem hafa meg­in­þorra tekna sinna af ferða­­mönnum eru talin með­ hækkar þessi tala um nokkur þús­und. Þá er ótalið t.d. allur sá fjöld­i út­­lend­inga sem fluttir eru til lands­ins til að vinna við allar þær miklu fram­­kvæmd­ir ­sem eru í gangi, og snú­­ast að mestu um að þjón­usta ferða­­þjón­ust­una með­ hót­­el­­bygg­ing­­um.

Að lang­­mestu leyti er um að ræða lág­­launa­­störf að ræða sem krefj­­ast ekki mennt­un­­ar. Verka­­manna­­störf, ræst­ing­­ar, sölu- og afgreiðslu­­störf, ­fólks­­flutn­ingar eða allskyns störf í eld­­húsi.  Nán­­ast öll ný störf sem verða til á Ísland­i eru af þessum toga.

Þetta eru ekki störfin sem Íslend­ingar eru að sækj­ast eft­ir.

Lægri bætur og minni vel­ferð

Í öðru lagi setur ungt fólk vel­ferð­ar­mál fyrir sig. Það er auð­vit­að, sökum ald­urs síns, lang­lík­leg­asti ald­urs­hópur lands­ins hverju sinni til að vera að koma sér upp fjöl­skyldu og þarf því að sækja mun meiri þjón­ustu í heil­brigð­is- og mennta­kerfið en aðrir ald­urs­hópar sem enn eru á vinnu­mark­aði.

Í lið­inni viku var birt ný vel­ferð­ar­vísi­tala The Social Progress Imper­ative (SPI). Hún horfir til ann­arra þátta en lands­fram­leiðslu til að mæla vel­ferð í þjóð­fé­lög­um. Þ.e. lífs­gæði sem mæl­ast ekki í tekju­öfl­un. Sam­kvæmt henni féll Ísland um sex sæti á milli ára og situr nú í tíunda sæti list­ans. Ísland er nú neðst allra Norð­ur­land­anna á list­an­um. Vísi­talan sem um ræðir raðar ríkjum á lista eftir frammi­­stöðu þeirra í 53 mis­­mun­andi þátt­­um. Á meðal þeirra þátta sem litið er til eru gæði mennt­un­­ar, heil­brigð­is­­þjón­usta, umburð­­ar­­lyndi og tæki­­færi í sam­­fé­lög­­um.

Sama dag var birt frétt á heima­síðu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um álagn­ingu opin­berra gjalda á ein­stak­linga árið 2016. Þar kom fram að almennar vaxta­bætur sem skuld­­settir íbúða­eig­endur fá greiddar vegna vaxta­gjalda íbúða­lána sinna, hafi lækkað um 25,7 pró­­sent á milli ára og þeim fjöl­­skyldum sem fá þær bætur greiddur fækkar um 21,3 pró­­sent. Ástæða þessa var sögð betri eign­­ar­­staða heim­ila lands­ins. Líkt og vikið verður að síðar þá skilar sú bætta eign­ar­staða sér nær ekk­ert til fólks undir fer­tugu.

Þá lækk­uðu heild­­ar­greiðslur barna­­bóta úr tíu millj­­örðum króna í 9,3 millj­­arða króna. Ástæða þessa eru sagðar að laun hafi hækkað meira en tekju­við­mið­un­­ar­fjár­­hæðir og því skerð­­ast greiðslur barna­­bóta til fleiri ein­stak­l­ing­­ar.

Eftir hrun voru hámarks­greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði skertar veru­lega. Ef þær hefðu ekki verið skert­ar, og hefðu fylgt verð­lags­þró­un, þá væru þær tæp­lega 820 þús­und krónur í dag. Þess í stað nema greiðsl­urnar nú 370 þús­und krónum á mán­uði að hámarki.



Í liðinni viku var birt ný velferðarvísitala The Social Progress Imperative (SPI). Hún horfir til annarra þátta en landsframleiðslu til að mæla velferð í þjóðfélögum. Þ.e. lífsgæði sem mælast ekki í tekjuöflun. Samkvæmt henni féll Ísland um sex sæti á milli ára og situr nú í tíunda sæti listans.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þessi þróun hefur haft veru­leg áhrif á töku fæð­ing­ar­or­lofs, sér­stak­lega hjá feðr­um. Þegar þakið var hæst árið 2008 voru umsóknir feðra um fæð­ing­­ar­or­lof 90% af umsóknum mæðra. Árið 2014 var þetta hlut­­fall komið niður í 80%. Færri feður taka fæð­ing­­ar­or­lof og þeir sem taka fæð­ing­­ar­or­lof gera það í mun færri daga en þegar mest var. Árið 2008 var með­­al­daga­­fjöld­inn í fæð­ing­­ar­or­lofi feðra 103 dag­­ar, en sam­­kvæmt bráða­birgða­­tölum fyrir 2015 var með­­al­daga­­fjöld­inn kom­inn niður í 74 daga.

Hús­næð­is­vandi og engin eig­in­fjár­myndun

Þriðja atriðið sem ungt fólk setur fyrir sig teng­ist hús­næði, eða skorti á því. Staðan hér­lendis er sú að aukn­ing ferða­manna hefur gert það að verkum að á fjórða þús­und íbúða hið minnsta eru ekki lengur aðgengi­legar Íslend­ingum vegna þess að þær eru í útleigu til ferða­manna. Sam­hliða hefur allt of lítið verið byggt og því er staðan á mark­aðnum sú að eft­ir­spurn er miklu meiri en fram­boð. Sam­hliða hefur hús­næð­is­verð hækkað hratt og leigu­verð sömu­leið­is. Spár gera ráð fyrir því að í lok árs 2018 hafi íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar sem 65 pró­sent lands­manna búa, tvö­fald­ast frá árinu 2011. Það þýðir t.d. að íbúð sem kost­aði 25 millj­ónir króna þá mun kosta 50 millj­ónir króna eftir tvö og hálft ár.

Þessi þróun hefur skilið ungt fólk eftir í miklum vanda. Umfang þeirrar útborg­unar sem það þarf að verða sér út um til að kom­ast inn á eign­ar­markað hækkað stans­laust sam­hliða hækk­unum á hús­næð­is­mark­aði og geta þeirra til að leggja þá útborgun fyrir verður sífellt minni vegna þess að leigu­verð hefur líka hækkað mik­ið. Vegna þess býr fjórði hver Íslend­ingur á þrí­tugs­aldri enn í for­eldra­hús­um.

Á sama tíma og yngsti hóp­ur­inn, sem er að drag­ast hratt aftur úr í ráð­stöf­un­ar­tekj­um, glímir við ofan­greinda erf­ið­leika, er eign­ar­myndun ann­arra ald­urs­hópa að verða meiri og meiri. Frá árinu 2011 og út árið 2014 jókst eigið fé þess 1 pró­­sents Íslend­inga sem átti þegar mest um 64 millj­­arða króna. Það átti 507 millj­­arða króna um síð­­­ustu ára­­mót. Þessi hópur á 21 pró­­sent af öllum eignum lands­­manna. Þessar tölur eru reyndar van­­metnar þar sem virði verð­bréfa, t.d. hluta­bréfa, er fært inn á nafn­virði. Mark­aðsvirði þeirra er marg­falt hærra.

Sam­an­lagðar eignir ald­urs­hóps­ins 25-40 ára í lok árs 2014 voru um 583 millj­arðar króna, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands. Ald­urs­hóp­ur­inn 40-55 ára átti 1.306 millj­arða króna og þeir sem eru eldri en það 2.467 millj­arða króna. Sam­tals átti hóp­ur­inn 25-40 ára 13,1 pró­sent allra eigna.

Tíu árum áður, í lok árs 2004, hafði hóp­ur­inn átt 22 pró­sent allra eigna. Hóp­ur­inn hefur því dreg­ist hratt aftur úr í eign­ar­myndun á þessum ára­tug á meðan að eldri ald­urs­hópar hafa efn­ast mun meira. Á sama tíma og eignir ein­stak­linga hér­lendis hafa nær þre­fald­ast hafa eignir þessa hóps auk­ist um 56 pró­sent.

Þegar horft er á eigið fé ald­urs­hópa, þ.e. mis­mun eigna og skulda, er staðan en skakk­ari. Árið 2004 átti ald­urs­hóp­ur­inn 25-40 ára sam­tals 67,6 millj­arða króna og sex pró­sent alls eig­in­fjár. Tíu árum síðar átti ald­urs­hóp­ur­inn 57,6 millj­arða króna í eigið fé, eða minna en árið 2004, og sam­tals 2,2 pró­sent alls eig­in­fjár Íslend­inga. Í milli­tíð­inni hafði heildar eigið fé farið úr 1.142 millj­örðum króna í 2.510 millj­arða króna, eða auk­ist um 120 pró­sent.

Sú eign­ar­myndun sem er að eiga sér stað á Íslandi er því alfarið hjá þeim sem eru eldri en 40 ára.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar