Íslenska þjóðfylkingin ætlar að bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum

Íslenska þjóðfylkingin ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi Alþingiskosningum. Flokkurinn leggur áherslu á herta innflytjendalöggjöf og bann við iðkun íslam. Formaður flokksins segist ekki vilja tvímenningu í landinu. Aðalfundur var í fyrradag.

Helgi Helgason formaður segir flokkinn hafa fengið fjölmargar stuðningsyfirlýsingar frá Íslendingum á Norðurlöndunum.
Helgi Helgason formaður segir flokkinn hafa fengið fjölmargar stuðningsyfirlýsingar frá Íslendingum á Norðurlöndunum.
Auglýsing

Íslenska þjóð­fylk­ingin (ÍÞ) ætlar að bjóða fram til Alþingis í næstu kosn­ingum og eru listar farnir að mynd­ast í öllum kjör­dæm­um. Flokk­ur­inn leggur mikla áherslu á herta inn­flytj­enda­lög­gjöf, bann við iðkun íslam og vill vinna gegn fjöl­menn­ing­u. 

Fjöl­mennur aðal­fundur

ÍÞ hélt aðal­fund í fyrra­dag á Café Cata­línu í Kópa­vogi þar sem for­maður og vara­for­maður var kos­inn. Að sögn Helga Helga­sonar for­manns mættu um 130 manns á fund­inn, þar af fóru 22 í flokks­stjórn. 

„Vísir af listum eru þegar byrj­aðir að mynd­ast í öllum kjör­dæm­um. Við vinnum að því í sumar og þeir verða til­búnir í haust. Þess vegna er það mjög ákveðið hjá okkur að klára það í sumar og setja upp kjör­dæm­is­ráð,“ segir Helgi í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir ákveðin grund­vall­ar­at­riði skilja ÍÞ frá stefnu­málum ann­arra flokka, eins og til dæmis að banna skóla­hald múslima, bygg­ingu moska og notkun búrka. 

Auglýsing

„Þessi stefna kemur fyrst og fremst fram vegna þess sem er að ger­ast í nágranna­lönd­un­um. Þar smygla blaða­menn sér inn í moskur og afhjúpa þar sjar­ía­ráð þar sem er predikað hvernig það eigi að hundsa danskt sam­fé­lag og hvernig eigi að grýta fólk,“ segir Helgi og bætir við að Íslend­ingar á Norð­ur­lönd­unum hafi sett sig í sam­band við flokk­inn og lýsa yfir stuðn­ingi við stefn­una. 

Vilja ekki tví­menn­ingu

Í stefnu­skránni segir að ÍÞ vilji ein­ungis styðja við þá inn­flytj­endur sem aðlag­ast íslensku sam­fé­lag­i. 

„Við erum fyrst og fremst að hugsa um fólk sem hefur fengið rík­is­borg­ara­rétt,“ segir Helgi. „Það var til dæmis flott stelpa frá Ísa­firði, inn­flytj­andi býst ég við, hvort hún dúxaði í skól­an­um, og fór í upp­hlut á útskrift­ina. Það er bara þetta sem við erum að tala um. Við viljum ekki tví­menn­ingu. Að hér búi tvær þjóðir með sitt­hvora menn­ing­una.“ 

Spurður hvort Helgi sé sam­mála ummælum Don­alds Trump, for­seta­fram­boðs­efni Repúblikana­flokks­ins í Banda­ríkj­un­um, um að meina múslimum aðgöngu í landið segir hann að það hafi ekki verið rætt. 

Það var til dæmis flott stelpa frá Ísa­firði, inn­flytj­andi býst ég við, hvort hún dúxaði í skól­an­um, og fór í upp­hlut á útskrift­ina. Það er bara þetta sem við erum að tala um. Við viljum ekki tví­menn­ingu.

Stór­efld lög­gæsla og aukin þátt­taka í varn­ar­málum

Flokk­ur­inn hafnar alfarið aðild Íslands að ESB og TISA og vill Ísland úr Schengen og EES. Þá styður ÍÞ „kristin gildi og við­horf.“ Þá seg­ist flokk­ur­inn virða trú­frelsi, en hafni þó trú­ar­brögðum sem séu and­stæð stjórn­ar­skrá, sem sé til dæmis islam. Flokk­ur­inn vill herta inn­flytj­enda­lög­gjöf og að hæl­is­leit­endur verði sendir úr landi innan tveggja sól­ar­hringa ef þeir fái ekki sam­þykkt hæli á þeim tíma. Lögð er áhersla á stór­eflda lög­gæslu í land­inu og þátt­taka Íslands í varna­málum verði auk­in. Flokk­ur­inn vill einnig að líf­eyr­is­sjóðs­kerfið verði end­ur­skoð­að, lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki breytt og per­sónu­af­sláttur hækk­að­ur.

Flug­völl­inn áfram í Vatns­mýri

Í grunn­stefnu ÍÞ segir að flokk­ur­inn „vilji standa vörð um full­veldi, sjálf­stæði og íslenska menn­ing­u.“ Áhersla er lögð á ein­stak­lings­frelsi, aukið beint lýð­ræði, tak­mörkun rík­is­af­skipta, nátt­úru­vernd, frið­söm og hafta­laus milli­ríkja­við­skipti. Flokk­ur­inn seg­ist ætla að beita sér fyrir aukni jafn­vægi í byggðum lands­ins, mál­efnum fjöl­skyldna og heim­ila. Þá eru mál­efni öryrkja og aldr­aðra í önd­vegi. Flokk­ur­inn vill skulda­leið­rétt­ingu íbúða­lána, nýjan gjald­miðil og hækkun per­sónu­af­slátt­ar. Flug­völl­inn vilja flokks­menn hafa áfram í Vatns­mýri. 

Hægri grænir urðu ÍÞ og Ásmundi boðið með

Guð­mundur Frank­lín Jóns­son hætti sem for­maður Hægri grænna eftir síð­ustu Alþing­is­kosn­ingar og var Helgi kos­inn for­maður í kjöl­far­ið. Í febr­úar var það svo ákveðið að leggja þann flokk niður og stofna nýjan flokk á nýrri kenni­tölu, Íslensku þjóð­fylk­ing­una. 

Í mars bauð ÍÞ Ásmundi Frið­riks­syni, þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að ganga til liðs við flokk­inn. Ásmundur hafði þá lýst þeirri skoðun sinni að hann vildi skoða alvar­lega að loka landa­mær­unum og senda flótta­fólk aftur til síns heima. Féllu þau orð á þingi í til­efni þess að hæl­is­leit­andi hót­aði að kveikja í sér vegna óánægju með afgreiðslu Útlend­inga­stofn­unar á hæl­is­um­sókn hans.

Með hlið­sjón af því að for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins leyfir ekki skoð­ana­frelsi og hefur for­dæmt eðli­leg og öfga­laus var­úð­ar­sjón­ar­mið Ásmund­ar, þá hvetur stjórnin Ásmund að ganga í okkar raðir og býður hann vel­kom­inn,“ sagði Helgi í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér í kjöl­far­ið. 

Face­book­hópur ÍÞ hefur rúm­lega 1.000 með­limi. Þar inni tjáir fólk sig mest um mál­efni tengd inn­flytj­end­um, hæl­is­leit­endum eða islam. Útganga Bret­lands úr ESB er líka rædd þar og skoð­anir gegn Evr­ópu­sam­band­inu almennt eru áber­andi.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None