Íslenska þjóðfylkingin ætlar að bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum

Íslenska þjóðfylkingin ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi Alþingiskosningum. Flokkurinn leggur áherslu á herta innflytjendalöggjöf og bann við iðkun íslam. Formaður flokksins segist ekki vilja tvímenningu í landinu. Aðalfundur var í fyrradag.

Helgi Helgason formaður segir flokkinn hafa fengið fjölmargar stuðningsyfirlýsingar frá Íslendingum á Norðurlöndunum.
Helgi Helgason formaður segir flokkinn hafa fengið fjölmargar stuðningsyfirlýsingar frá Íslendingum á Norðurlöndunum.
Auglýsing

Íslenska þjóð­fylk­ingin (ÍÞ) ætlar að bjóða fram til Alþingis í næstu kosn­ingum og eru listar farnir að mynd­ast í öllum kjör­dæm­um. Flokk­ur­inn leggur mikla áherslu á herta inn­flytj­enda­lög­gjöf, bann við iðkun íslam og vill vinna gegn fjöl­menn­ing­u. 

Fjöl­mennur aðal­fundur

ÍÞ hélt aðal­fund í fyrra­dag á Café Cata­línu í Kópa­vogi þar sem for­maður og vara­for­maður var kos­inn. Að sögn Helga Helga­sonar for­manns mættu um 130 manns á fund­inn, þar af fóru 22 í flokks­stjórn. 

„Vísir af listum eru þegar byrj­aðir að mynd­ast í öllum kjör­dæm­um. Við vinnum að því í sumar og þeir verða til­búnir í haust. Þess vegna er það mjög ákveðið hjá okkur að klára það í sumar og setja upp kjör­dæm­is­ráð,“ segir Helgi í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir ákveðin grund­vall­ar­at­riði skilja ÍÞ frá stefnu­málum ann­arra flokka, eins og til dæmis að banna skóla­hald múslima, bygg­ingu moska og notkun búrka. 

Auglýsing

„Þessi stefna kemur fyrst og fremst fram vegna þess sem er að ger­ast í nágranna­lönd­un­um. Þar smygla blaða­menn sér inn í moskur og afhjúpa þar sjar­ía­ráð þar sem er predikað hvernig það eigi að hundsa danskt sam­fé­lag og hvernig eigi að grýta fólk,“ segir Helgi og bætir við að Íslend­ingar á Norð­ur­lönd­unum hafi sett sig í sam­band við flokk­inn og lýsa yfir stuðn­ingi við stefn­una. 

Vilja ekki tví­menn­ingu

Í stefnu­skránni segir að ÍÞ vilji ein­ungis styðja við þá inn­flytj­endur sem aðlag­ast íslensku sam­fé­lag­i. 

„Við erum fyrst og fremst að hugsa um fólk sem hefur fengið rík­is­borg­ara­rétt,“ segir Helgi. „Það var til dæmis flott stelpa frá Ísa­firði, inn­flytj­andi býst ég við, hvort hún dúxaði í skól­an­um, og fór í upp­hlut á útskrift­ina. Það er bara þetta sem við erum að tala um. Við viljum ekki tví­menn­ingu. Að hér búi tvær þjóðir með sitt­hvora menn­ing­una.“ 

Spurður hvort Helgi sé sam­mála ummælum Don­alds Trump, for­seta­fram­boðs­efni Repúblikana­flokks­ins í Banda­ríkj­un­um, um að meina múslimum aðgöngu í landið segir hann að það hafi ekki verið rætt. 

Það var til dæmis flott stelpa frá Ísa­firði, inn­flytj­andi býst ég við, hvort hún dúxaði í skól­an­um, og fór í upp­hlut á útskrift­ina. Það er bara þetta sem við erum að tala um. Við viljum ekki tví­menn­ingu.

Stór­efld lög­gæsla og aukin þátt­taka í varn­ar­málum

Flokk­ur­inn hafnar alfarið aðild Íslands að ESB og TISA og vill Ísland úr Schengen og EES. Þá styður ÍÞ „kristin gildi og við­horf.“ Þá seg­ist flokk­ur­inn virða trú­frelsi, en hafni þó trú­ar­brögðum sem séu and­stæð stjórn­ar­skrá, sem sé til dæmis islam. Flokk­ur­inn vill herta inn­flytj­enda­lög­gjöf og að hæl­is­leit­endur verði sendir úr landi innan tveggja sól­ar­hringa ef þeir fái ekki sam­þykkt hæli á þeim tíma. Lögð er áhersla á stór­eflda lög­gæslu í land­inu og þátt­taka Íslands í varna­málum verði auk­in. Flokk­ur­inn vill einnig að líf­eyr­is­sjóðs­kerfið verði end­ur­skoð­að, lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki breytt og per­sónu­af­sláttur hækk­að­ur.

Flug­völl­inn áfram í Vatns­mýri

Í grunn­stefnu ÍÞ segir að flokk­ur­inn „vilji standa vörð um full­veldi, sjálf­stæði og íslenska menn­ing­u.“ Áhersla er lögð á ein­stak­lings­frelsi, aukið beint lýð­ræði, tak­mörkun rík­is­af­skipta, nátt­úru­vernd, frið­söm og hafta­laus milli­ríkja­við­skipti. Flokk­ur­inn seg­ist ætla að beita sér fyrir aukni jafn­vægi í byggðum lands­ins, mál­efnum fjöl­skyldna og heim­ila. Þá eru mál­efni öryrkja og aldr­aðra í önd­vegi. Flokk­ur­inn vill skulda­leið­rétt­ingu íbúða­lána, nýjan gjald­miðil og hækkun per­sónu­af­slátt­ar. Flug­völl­inn vilja flokks­menn hafa áfram í Vatns­mýri. 

Hægri grænir urðu ÍÞ og Ásmundi boðið með

Guð­mundur Frank­lín Jóns­son hætti sem for­maður Hægri grænna eftir síð­ustu Alþing­is­kosn­ingar og var Helgi kos­inn for­maður í kjöl­far­ið. Í febr­úar var það svo ákveðið að leggja þann flokk niður og stofna nýjan flokk á nýrri kenni­tölu, Íslensku þjóð­fylk­ing­una. 

Í mars bauð ÍÞ Ásmundi Frið­riks­syni, þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, að ganga til liðs við flokk­inn. Ásmundur hafði þá lýst þeirri skoðun sinni að hann vildi skoða alvar­lega að loka landa­mær­unum og senda flótta­fólk aftur til síns heima. Féllu þau orð á þingi í til­efni þess að hæl­is­leit­andi hót­aði að kveikja í sér vegna óánægju með afgreiðslu Útlend­inga­stofn­unar á hæl­is­um­sókn hans.

Með hlið­sjón af því að for­ysta Sjálf­stæð­is­flokks­ins leyfir ekki skoð­ana­frelsi og hefur for­dæmt eðli­leg og öfga­laus var­úð­ar­sjón­ar­mið Ásmund­ar, þá hvetur stjórnin Ásmund að ganga í okkar raðir og býður hann vel­kom­inn,“ sagði Helgi í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér í kjöl­far­ið. 

Face­book­hópur ÍÞ hefur rúm­lega 1.000 með­limi. Þar inni tjáir fólk sig mest um mál­efni tengd inn­flytj­end­um, hæl­is­leit­endum eða islam. Útganga Bret­lands úr ESB er líka rædd þar og skoð­anir gegn Evr­ópu­sam­band­inu almennt eru áber­andi.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None