Stjórmálaleiðtogarnir ræða saman fyrir umræðuþátt á Stöð 2 á fimmtudagskvöldið.
Mynd: Birgir Þór

VG rak bestu baráttuna en Framsókn á vanstilltustu auglýsinguna

Kosningabaráttan fór að miklu leyti fram stafrænt. Samfélagsmiðlar spiluðu stórt hlutverk þar sem stjórnmálaflokkarnir kepptust við að birta kosningaáróður í myndböndum. Kjarninn rýndi í baráttu hvers flokks.

rýnir kosningabaráttuna
rýnir kosningabaráttuna

Kosn­inga­bar­áttan sem nú er á enda hefur um margt verið sögu­leg. Í fyrsta skipti fór hún að stóru leyti fram staf­rænt og sér­stak­lega á sam­fé­lags­miðl­um, bæði umræðan og ekki síður fram­setn­ing kosn­inga­á­róð­urs flokk­anna sem kepp­ast um atkvæði okkar í dag. Kjarn­inn rýndi í bar­áttu hvers flokks fyrir sig, hverjar meg­in­á­herslur hans voru í bar­átt­unni, hvernig þær voru fram­settar og hvernir þeir not­uðu nýmiðlun til að koma skila­boðum sínum á fram­færi.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn

Stöð­ug­leiki, stöð­ug­leiki, stöð­ug­leiki

Áhersla Sjálf­stæð­is­manna í bar­átt­unni var nær öll á Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Aðrir fram­bjóð­endur sáust varla í þeim aug­lýs­inga­her­ferðum sem flokk­ur­inn er að keyra í hefð­bundnum fjöl­miðlum og sam­fé­lags­miðl­um. Mynd­bönd­in, hjartað í kosn­inga­bar­áttu flokks­ins, eru nær öll með allan fókus á Bjarna. Sjón­varps­aug­lýs­ingar sýndu hann tala um ábyrgð, stöð­ug­leika og vara við vinstri stjórn. Eini fram­bjóð­and­inn sem fékk eitt­hvað vægi utan Bjarna var rit­ari flokks­ins, Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir.

Af tólf síð­ustu mynd­böndum sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur birt á Face­book-­síðu sinni eru þó sjö af Bjarna. Mynd­bandið sem hefur vakið mesta athygli, og fengið mest áhorf allra kosn­inga­mynd­banda í þess­ari kosn­inga­bar­áttu, er án efa það sem sýnir Bjarna baka afmælisköku fyrir dóttur sína þar sem kakan sem Bjarni er að nostra við þjónar einnig þeim til­gangi að vera lík­ing fyrir íslenskan efna­hag.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var ekki með höf­uð­á­herslu á neitt eitt kosn­inga­lof­orð heldur lagði hann áherslu á áfram­hald­andi stöð­ug­leika í efna­hags­málum – sem sé til­komin vegna góðra starfa flokks­ins á kjör­tíma­bil­inu – sem for­sendu þess að hægt sé að ráð­ast þær umbætur sem þarf á íslenska sam­fé­lags­mód­el­inu. Kosn­inga­slag­orðið er enda: „Á réttri leið“.Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn

Óvenju­lega rólegt en svo allt í einu Höddi Magg

Hinn rík­is­stjórn­ar­flokk­ur­inn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, hefur rekið heldur óhefðu­bundna kosn­inga­bar­áttu á sinn mæli­kvarða. Flokk­ur­inn er þekktur fyrir að „stela“ kosn­ingum með því að keyra á einu risa­stóru lof­orði og að ná að láta kosn­inga­bar­átt­una hverf­ast að mestu um þau. Nær­tæk­ustu dæmin eru þegar hann lof­aði 90 pró­sent lánum fyrir kosn­ing­arnar 2003 og bjó til sniðugar sjón­varps­aug­lýs­ingar þar sem því var komið á fram­færi sem vöktu mikla athygli. Fyrir kosn­ing­arnar 2009 var lof­orðið 20 pró­senta leið­rétt­ing skulda og það lof­orð var síðan end­ur­nýtt með smá­vægi­legum breyt­ingum fyrir kosn­ing­arnar 2013 sem „Leið­rétt­ing stökk­breyttra hús­næð­is­lána“. Þessi lof­orð svín­virk­uðu öll fyrir flokk­inn.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn kemur nú til kosn­inga plag­aður af inn­an­mein­um. Harð­vítug bar­átta um for­manns­sætið hefur skilið flokk­inn eftir í sárum og nokkuð ljóst er að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður flokks­ins, ætlar sér ekki að danska í takt við lag sem nýi for­mað­ur­inn Sig­urður Ingi Jóhanns­son hefur samið. Sig­mundur Davíð er enn sinn eigin for­mað­ur.

Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir eru andlit Framsóknarflokksins í þeirri kosningabaráttu sem nú er að ljúka.
Mynd: Framsokn.is

Kosn­inga­bar­átta Fram­sóknar hófst seint af þessum sökum og þegar stefnu­málið voru loks kynnt þá vant­aði allan „hókus pókus“-þátt í þau. Efst á baugi voru ann­ars vegar skatta­lækk­anir – óvenju­legt Fram­sókn­ar­lof­orð – sem gengið hefur illa að útskýra og koma á dag­skrá, og hins vegar and­stæða gegn því að nýtt fram­tíð­ar­sjúkra­hús verði byggt upp við Hring­braut, sem er í and­stöðu við afstöðu allra ann­arra flokka sem líkur eiga á að kom­ast á þing. Ólíkt síð­ustu kosn­ingum hafa lof­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins því ekki náð neinu almenni­legu flugi í þetta skipt­ið.

Í stat­ískum aug­lýs­ingum er öll áhersla á for­mann­inn og vara­for­mann­inn, Sig­urð Inga og Lilju Alfreðs­dótt­ur. Sig­mundur Dav­íð, stærsti hlut­inn af per­sónu­leika Fram­sókn­ar­flokks­ins síð­ustu átta árin, er hvergi sjá­an­leg­ur. Á sam­fé­lags­miðlum hefur mynd­band af mann­legum Sig­urði Inga að moka flór og sinna öðrum bústörf­um, með áherslu á að hann gangi hreint til verka, verið fyr­ir­ferða­mik­ið.

Á þriðju­dag birt­ist síðan mynd­band þar sem slegin er annar tónn. Þar var varað við því að hjól efna­hags­lífs­ins muni stöðvast ef vinstri stjórn tekur við völd­um. Og hræðslu­á­róð­ur­inn náði síðan nýj­um, og áður óséð­um, hæðum í íslenskri stjórn­mála­bar­áttu á fimmtu­dags­kvöld þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn birti hið nú alræmda fót­bolta­lík­ing­ar­mynd­band sitt, þar sem stjórn­ar­and­staðan er teiknuð upp sem lík­am­lega tak­markað fólk sem geti ekki unnið kapp­leiki en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sem hinn full­komni knatt­spyrnu­maður sem getur ekki hægt að skora. And­stæð­ing­ur­inn í leiknum í aug­lýs­ing­unni er Evr­ópu­sam­band­ið. Og Hörður Magn­ús­son er lát­inn lýsa öllu saman í hefð­bundnu æsing­ar­kasti.

Það má slá því föstu að mynd­bandið stal titl­inum af króka­veiða­mynd­bandi Dög­unar sem van­stilltasta kosn­inga­mynd­band þess­ara kosn­inga á loka­spretti þeirra.

Við­reisn

Fag­mann­legt og Fær­eyjar

Við­reisn hefur tek­ist ágæt­lega að setja áhersl­una á mál­efna­stöðu flokks­ins og hvað það sé sem aðskilji hann frá öðrum sem eru nálægt honum í hinu póli­tíska litrofi. Það sást til að mynda ágæt­lega þegar flokk­ur­inn hélt blaða­manna­fundi til að leggja áherslu á sín helstu stefnu­mál á sama tíma og stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir fjórir voru að hitt­ast til að leggja drög að nýrri rík­is­stjórn eftir kosn­ing­ar. Allt kosn­inga­efni flokks­ins var fag­mann­lega unnið og snyrti­lega fram­sett, svona eins og flestir fram­bjóð­endur flokks­ins. En fékk kannski ekki blóðið til að renna hraðar í kjós­end­um.

Flokk­ur­inn býr að því að hafa raðað á lista og fengið fullt af fólki sem mis­mun­andi sér­þekk­ingu og aðdrátt­ar­afl til að taka slag­inn með sér. Því er flest öllu flagg­að. Raunar má segja að Við­reisn sé eini flokk­ur­inn sem setji for­mann sinn ekki í aðal­hlut­verkið í kosn­inga­bar­átt­unni. ungt fólk á borð við Pawel Bar­toszek og Sig­ríði Maríu Egils­dóttur hafa verið áber­andi ásamt Þor­steini Víglunds­syni, Hönnu Katrínu Frið­riks­son og Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur.

Það mál sem Við­reisn hefur sett á odd­inn er mynt­ráð og að það sé lausn sem geti leyst þau vanda­mál Íslend­inga að búa við enda­lausa háa vexti og geng­is­sveifl­ur. Það var framan af gert með yfir­veg­uð­um, hefð­bundnum og vel fram­leiddum hætti.

Nokkrum dögum fyrir kosn­ingar var skipt um gír og mynt­ráðs­hug­myndin sett fram á nýstár­legan, bráð­snjallan og skemmti­legan hátt sem sam­tal milli Íslands og Fær­eyja um pen­inga­stefnu­mál í Messen­ger-­kerfi Face­book.

Sam­fylk­ingin

Oddný sem Hill­ary og of síð­búið neyð­ar­kall Dags

Kosn­inga­stjórar Sam­fylk­ing­ar­innar ákváðu greini­lega að allt sviðs­ljós ætti að vera á Odd­nýju Harð­ar­dótt­ur, nýkjörnum for­manni flokks­ins. Hún hefur verið dubbuð upp sem ein­hvers konar íslensk útgáfa af Hill­ary Clinton, sem Oddný er alls ekki. Þá virð­ist eins og að með­vitað sé verið að fela Árna Pál Árna­son og Össur Skarp­héð­ins­son, tvo fyrr­ver­andi for­menn flokks­ins. En fyrir lá að Sam­fylk­ingin hefur upp­lifað sitt mesta hnign­un­ar­skeið í sögu flokks­ins und­an­farin miss­eri og nýja leik­á­ætlun þyrfti til að hressa upp á stöð­una.

Þessi áhersla á Odd­nýju hefur margar birt­ing­ar­mynd­ir. Hún er í aðal­hlut­verki í nær öllum prent og net kosn­inga­á­róðri flokks­ins, er í þeim mynd­böndum sem mest áhersla hefur verið lögð á að dreifa og búinn var til sér­stakur flipi á heima­síðu Sam­fylk­ing­ar­innar sem heitir ein­fald­lega „Odd­ný“. Hann er við hlið ann­ars flipa sem allt hitt „Fólk­ið“ í fram­boði deil­ir. Engin annar stjórn­mála­flokkur sem mælist inni er með sér­staka und­ir­síðu sem er ein­ungis helguð for­manni flokks­ins.

Það má slá því föstu að þessi aðferð­ar­fræði hafi, svona væg­ast sagt, ekki gengið upp. Fylgið hefur haldið áfram að hrynja af Sam­fylk­ing­unni dag frá degi án þess að brugð­ist hafi verið við. Þ.e. þangað til í gær, degi fyrir kosn­ing­ar. Þá var loks hringt í Dag,þ.e. borg­ar­stjór­ann Dag B. Egg­erts­son, til að senda út neyð­ar­kall til kjós­enda um að halda Sam­fylk­ing­unni lif­andi. Dagur er eini stjórn­mála­mað­ur­inn í Sam­fylk­ing­unni með per­sónu­fylgi og því ekk­ert ein­kenni­legt við að hann sé virkj­að­ur. En það verður að telj­ast sér­kenni­legt að beðið hafi verið með neyð­ar­kallið fram á síð­asta dag fyrir kosn­ing­ar.

Björt fram­tíð

Björt bjargar Bjartri

Kosn­inga­bar­átta Bjartar fram­tíðar hefur verið ein­föld­ust allra flokka. Flokk­ur­inn vakn­aði óvart aftur til lífs­ins með því að standa einn flokka gegn sam­þykkt búvöru­samn­inga og hefur blóð­mjólkað þá afstöðu með þeim árangri að hann getur nú gert raun­hæfar vænt­ingar til að slaga lang­leið­ina upp í kjör­fylgi sitt í síð­ustu kosn­ing­um. Það verður að telj­ast mik­ill sig­ur.

Hitt sem hefur virkað vel fyrir Bjarta fram­tíð er Björt Ólafs­dótt­ir. Hún hefur verið mjög dug­leg við að finna sér rifr­ildi til að halda sér í umræð­unni og til að búa til aðskilnað milli sín og Bjartrar fram­tíðar og hinna flokk­anna sem eru að fiska eftir atkvæðum í sömu tjörn. Það má segja að Björt hafi að mörgu leyti bjargað Bjartri fram­tíð frá því að logn­ast út af sem þjóð­mála­afl.

Eftir að hafa náð fót­festu og fundið sér far­veg sem virk­aði hefur Björt fram­tíð haldið við sig þá upp­skrift að keyra bar­átt­una á ann­ars vegar Björt og hins vegar hinum geðuga, kurt­eisa, mál­efna­lega en auð­vitað óvenju­lega for­manni sínum Óttarri Proppé. Þetta ólíka tveggja manna teymi er afar áber­andi í kosn­inga­aug­lýs­ingum og sem full­trúar flokks­ins út á við, t.d. sem við­mæl­endur í fjöl­miðl­um. Þau fundu ein­fald­lega eitt­hvað sem virk­aði og breyttu engu eftir það.

Vinstri græn

Katrín og Rassi Prump með ann­ara rössum

Sig­ur­veg­ari kosn­inga­bar­átt­unn­ar, þegar horft er á kosn­inga­á­róður og fram­setn­ingu hans, verður að telj­ast Vinstri græn. Flokk­ur­inn sem var nálægt því að þurrkast nokkrum vikum fyrir kosn­ing­arnar 2013 hefur fundið sér ágætan far­veg undir for­ystu vin­sælasta stjórn­mála­manns þjóð­ar­inn­ar, Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Öll áhersla í aug­lýs­ingum í hefð­bundnum miðlum hefur verið á Katrínu og mikla athygli hefur vakið að Stein­grímur J. Sig­fús­son, helsta burða­rásin að stofnun flokks­ins og for­maður hans árum sam­an, er mjög vand­lega falin alls staðar ann­ars staðar en í heima­kjör­dæmi sínu, þar sem hann nýtur mik­ils per­sónu­fylg­is. Ástæðan er ein­föld: Stein­grímur er á meðal umdeild­ustu stjórn­mála­manna þjóð­ar­innar á meðan að Katrín nýtur hylli hjá fólki úr öllum stigum sam­fé­lags­ins.

Í aðal­sjón­varps­aug­lýs­ingu Vinstri grænna sést Katrín fara yfir hvers konar rík­is­stjórn hún von­ist til að sjá eftir næstu kosn­ingar en hvetur síðan fólk til að kjósa „stjórn­mála­fólk og flokka sem það treyst­ir.“

Föstu­dag­inn fyrir viku setti flokk­ur­inn síðan af stað ann­ars konar her­ferð sem miðuð var á sam­fé­lags­miðla og þá mark­hópa sem nálg­ast flestar sínar upp­lýs­ingar á þeim. Sú her­ferð, sem sam­anstendur af fjórum aug­lýs­ingum þar sem hinn heims­frægi lista­maður Ragnar Kjart­ans­son, einnig þekktur sem Rassi Prump, er í aðal­hlut­verki, hefur vakið verð­skuld­aða athygli. Mynd­böndin eru snið­ug, fynd­in, vel gerð, inni­halda ókyn­ferð­is­lega hlaðna nekt og skarta íslenskri lista­stjörnu sem nýtur bæði virð­ingar og þykir móð­ins.

Mynd­böndin náðu líka að vekja umtal. Eitt þeirra sýndi nakta lista­konu með hrossa­höfuð fram­kvæma gjörn­ing og var bannað af Face­book skömmu eftir að það kom í loft­ið. Annað sýndi Ragnar og Katrínu ná saman og blanda sér kok­teila þar sem hrá­efnin voru lík­ingar fyrir sam­fé­lag­ið. Það mynd­band er lík­ast til í and­stöðu við áfeng­is- og tóbaks­varn­ar­lög. En fang­aði sann­ar­lega athygli og olli VG nær örugg­lega engum skaða. Þvert á móti.

Þrátt fyrir að Píratar séu flokkur sem stofn­aður var í kringum inter­netið og upp­lýs­inga­frelsi þá var flokk­ur­inn ekki neitt sér­stak­lega áber­andi í kosn­inga­á­róðri á þeim vett­vangi í bar­átt­unni. Líkt og við var búist þá var fókus flokks­ins á spill­ingu og hann not­aði hvert til­efni sem gafst til að minna á af hverju það er verið að kjósa nú, í októ­ber, en ekki í apríl eins og stóð til. 

Lyk­il­fólk Pírata hafa verið Birgitta Jóns­dótt­ir, alþjóð­legt and­lit hreyf­ing­ar­inn­ar, Smári McCart­hy, sem virð­ist njóta mik­illar virð­ingar inn­an­flokks en hefur verið helsti skot­spónn hat­rammra and­stæð­inga Pírata alla bar­átt­una, og Jón Þór Ólafs­son, sem hefur til að mynda verið mjög sýni­legur í fjöl­miðlum og komið þar fram sem full­trúi flokks­ins. Þá hefur þing­mað­ur­inn Ásta Guð­rún Helga­dóttir einnig verið áber­and­i. 

Píratar náðu að halda vel í hrá­leik­ann sem hefur aðgreint þá frá öðrum nýjum flokkum án þess að áróð­ursefni flokks­ins sé sjoppu­legt og illa unnið eins og hjá mörgum smá­flokk­um, þar sem ekk­ert var hugsað um lýs­ingu, hljóð mynd­gæði eða í raun hvað væri verið að segja heldur var bara ýtt á rec og vonað það besta.

Á loka­metrum kosn­inga­bar­átt­unnar fóru Píratar að hamra á því helsta sem flokk­ast sem spill­ing á kjör­tíma­bil­inu og fram­bjóð­endur flokks­ins not­uðu hvert tæki­færi til að minna á Panama­skjöl­in. Síð­ast gerð­ist það í gær í lokaum­ræðum leið­toga stjórn­mála­flokk­anna þegar Birgitta Jóns­dóttir tók upp spjald sem á stóð Panama­skjölin og sýndi í beinni útsend­ingu á meðan að Bjarni Bene­dikts­son var að tala.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar