Ekki fimm flokkar sem vilja sækja um aðild að ESB

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra um að fulltrúar fimm af sjö flokkum vilji sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Sigurður Ingi var í leiðtogaumræðunum á Stöð 2, þar sem kom skýrt fram að VG vilji ekki inngöngu að ESB.
Sigurður Ingi var í leiðtogaumræðunum á Stöð 2, þar sem kom skýrt fram að VG vilji ekki inngöngu að ESB.
Auglýsing

 „Af sjö full­trúum í kosn­inga­þætti á Stöð tvö í kvöld, voru fimm sem vilja sækja um aðild að ESB.“ Þetta sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins á Face­book-­síðu sinni í gær­kvöldi. „ESB er komið á þann stað að því hefur verið líkt við brenn­andi hús. Þar vilja þessir flokkar slá upp sínum tjöld­um. Og kljúfa þar með þjóð­ina AFT­UR,“ sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son einnig. 

Stað­reynda­vakt Kjarn­ans ákvað að sann­reyna þessa full­yrð­ingu Sig­urðar Inga, hvort fimm flokkar vilji sækja um aðild að ESB. 

Stefnur flokk­anna

Byrjum á að skoða stefnur flokk­anna eins og þær birt­ast á net­in­u. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn „áréttar að hags­munir Íslands eru best tryggðir utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Aðild­ar­við­ræður má ekki hefja að nýju nema þjóðin verði fyrst spurð í beinni atkvæða­greiðslu hvort hún óski eftir aðild að ESB.“ Fram­sókn­ar­flokk­ur­inntelur hag lands og þjóðar best borg­ið utan Evr­ópu­sam­bands­ins og hafnar því aðild að sam­band­in­u.“  

Auglýsing

Sam­fylk­ingin er fylgj­andi aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og seg­ir: „Til að auka stöð­ug­leika í utan­rík­is­við­skipt­um, ýta undir erlendar fjár­fest­ingar og bæta hag lands­manna vill Sam­fylk­ingin að evra verði tekin upp sem gjald­mið­ill hér á landi í kjöl­far aðildar að Evr­ópu­sam­band­in­u.“ Vinstri­hreyf­ingin grænt fram­boð vill að „Ísland standi utan ESB“. 

Við­reisn segir að „að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu fylgja margir kostir sem styrkja stöðu Íslands og efla hag­sæld. Þess vegna á að bera undir þjóð­ar­at­kvæði hvort ljúka eigi aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Við­reisn hvetur til þess að þeim við­ræðum verði haldið áfram og lokið með hag­felldum aðild­ar­samn­ingi, sem bor­inn verði undir þjóð­ina og farið að nið­ur­stöðum þeirrar atkvæða­greiðslu.“ 

Björt fram­tíð leggur áherslu á að „landa góðum samn­ingi við ESB sem þjóðin getur eftir upp­lýsta umræðu, sam­þykkt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.“ Píratar vilja „efna lof­orð um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um ESB“ og „færa þjóð­inni valdið í reynd með því að treysta henni til að taka upp­lýsta ákvörðun um sam­eig­in­lega hags­muni. Þjóðin á að ráða svona stóru máli sjálf.“ 

Hvað sögðu þau í gær? 

Þannig liggur það fyrir að það er ekki stefna fimm af þessum sjö flokkum að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Hér má sjá nákvæm­lega hvað þessir sjö full­trúar frá flokk­unum sögðu um málið á Stöð 2 í gær. 

„Það liggur alveg fyrir hér að við viljum ekki að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­band­ið,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, meðal ann­ars um mál­ið. Jón Þór Ólafs­son frá Pírötum tal­aði aðeins um að færa valdið til þjóð­ar­inn­ar. Full­trúar flestra þess­ara flokka sögð­ust hins vegar þeirrar skoð­unar að halda eigi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald­andi við­ræður að Evr­ópu­sam­band­inu. En það kom alls ekki fram í þætt­inum að full­trúar frá fimm flokkum hafi lýst því yfir að þeir vilji aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, eins og hlusta má á hér að ofan. 

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar er því sú að þessi full­yrð­ing sé hauga­lygi hjá Sig­urði Inga. Hann var sjálfur við­staddur í kosn­inga­þætt­in­um, og afstaða flokk­anna er einnig ekki ný af nál­inn­i. Ertu með ábend­ingu fyrir Stað­reynda­vakt Kjarn­ans? Sendu okkur línu á sta­dreynda­vakt­in@kjarn­inn.­is.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Kortu
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Kortu í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin
None