Ekki fimm flokkar sem vilja sækja um aðild að ESB

Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra um að fulltrúar fimm af sjö flokkum vilji sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Sigurður Ingi var í leiðtogaumræðunum á Stöð 2, þar sem kom skýrt fram að VG vilji ekki inngöngu að ESB.
Sigurður Ingi var í leiðtogaumræðunum á Stöð 2, þar sem kom skýrt fram að VG vilji ekki inngöngu að ESB.
Auglýsing

 „Af sjö full­trúum í kosn­inga­þætti á Stöð tvö í kvöld, voru fimm sem vilja sækja um aðild að ESB.“ Þetta sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins á Face­book-­síðu sinni í gær­kvöldi. „ESB er komið á þann stað að því hefur verið líkt við brenn­andi hús. Þar vilja þessir flokkar slá upp sínum tjöld­um. Og kljúfa þar með þjóð­ina AFT­UR,“ sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son einnig. 

Stað­reynda­vakt Kjarn­ans ákvað að sann­reyna þessa full­yrð­ingu Sig­urðar Inga, hvort fimm flokkar vilji sækja um aðild að ESB. 

Stefnur flokk­anna

Byrjum á að skoða stefnur flokk­anna eins og þær birt­ast á net­in­u. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn „áréttar að hags­munir Íslands eru best tryggðir utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Aðild­ar­við­ræður má ekki hefja að nýju nema þjóðin verði fyrst spurð í beinni atkvæða­greiðslu hvort hún óski eftir aðild að ESB.“ Fram­sókn­ar­flokk­ur­inntelur hag lands og þjóðar best borg­ið utan Evr­ópu­sam­bands­ins og hafnar því aðild að sam­band­in­u.“  

Auglýsing

Sam­fylk­ingin er fylgj­andi aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og seg­ir: „Til að auka stöð­ug­leika í utan­rík­is­við­skipt­um, ýta undir erlendar fjár­fest­ingar og bæta hag lands­manna vill Sam­fylk­ingin að evra verði tekin upp sem gjald­mið­ill hér á landi í kjöl­far aðildar að Evr­ópu­sam­band­in­u.“ Vinstri­hreyf­ingin grænt fram­boð vill að „Ísland standi utan ESB“. 

Við­reisn segir að „að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu fylgja margir kostir sem styrkja stöðu Íslands og efla hag­sæld. Þess vegna á að bera undir þjóð­ar­at­kvæði hvort ljúka eigi aðild­ar­við­ræðum við Evr­ópu­sam­band­ið. Við­reisn hvetur til þess að þeim við­ræðum verði haldið áfram og lokið með hag­felldum aðild­ar­samn­ingi, sem bor­inn verði undir þjóð­ina og farið að nið­ur­stöðum þeirrar atkvæða­greiðslu.“ 

Björt fram­tíð leggur áherslu á að „landa góðum samn­ingi við ESB sem þjóðin getur eftir upp­lýsta umræðu, sam­þykkt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.“ Píratar vilja „efna lof­orð um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um ESB“ og „færa þjóð­inni valdið í reynd með því að treysta henni til að taka upp­lýsta ákvörðun um sam­eig­in­lega hags­muni. Þjóðin á að ráða svona stóru máli sjálf.“ 

Hvað sögðu þau í gær? 

Þannig liggur það fyrir að það er ekki stefna fimm af þessum sjö flokkum að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Hér má sjá nákvæm­lega hvað þessir sjö full­trúar frá flokk­unum sögðu um málið á Stöð 2 í gær. 

„Það liggur alveg fyrir hér að við viljum ekki að Ísland gangi í Evr­ópu­sam­band­ið,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, meðal ann­ars um mál­ið. Jón Þór Ólafs­son frá Pírötum tal­aði aðeins um að færa valdið til þjóð­ar­inn­ar. Full­trúar flestra þess­ara flokka sögð­ust hins vegar þeirrar skoð­unar að halda eigi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald­andi við­ræður að Evr­ópu­sam­band­inu. En það kom alls ekki fram í þætt­inum að full­trúar frá fimm flokkum hafi lýst því yfir að þeir vilji aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, eins og hlusta má á hér að ofan. 

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar

Nið­ur­staða Stað­reynda­vakt­ar­innar er því sú að þessi full­yrð­ing sé hauga­lygi hjá Sig­urði Inga. Hann var sjálfur við­staddur í kosn­inga­þætt­in­um, og afstaða flokk­anna er einnig ekki ný af nál­inn­i. Ertu með ábend­ingu fyrir Stað­reynda­vakt Kjarn­ans? Sendu okkur línu á sta­dreynda­vakt­in@kjarn­inn.­is.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiStaðreyndavaktin
None