Samfylking og Framsókn stefna í sögulegt afhroð

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins og hefur verið að bæta við sig fylgi á lokasprettinum. Píratar hafa fundið stöðugleika og VG og Viðreisn geta vel við unað. En tveir rótgrónir flokkar stefna á að fá verstu útreið sína í sögunni.

7DM_9726_raw_1765.JPG
Auglýsing

Flokk­arnir sem vilja mynda stjórn sam­an­setta af sömu flokkum og stýra Reykja­vík­ur­borg mæl­ast með sam­tals með 49,6 pró­sent fylgi, sem gæti dugað þeim til að mynda mjög nauma meiri­hluta­stjórn eftir kosn­ing­ar.

Sam­fylk­ingin og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stefna í að fá verstu kosn­ingu sína í alþing­is­kosn­ingum frá því að flokk­arnir voru stofn­að­ir. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist stærsti flokkur lands­ins og fátt virð­ist geta ógnað þeirri stöðu. Hann mælist hins vegar með fylgi sem er rétt við verstu nið­ur­stöðu hans í sög­unni. Þetta er nið­ur­staða nýj­ustu Kosn­inga­spár Kjarn­ans og Dr. Bald­urs Héð­ins­sonar sem hefur nú verið upp­færð eftir birt­ingu þriggja nýrra kann­ana frá því í gær­kvöldi. Nú á ein­ungis eftir að birta eina skoð­ana­könnun fyrir kosn­ing­arnar sem fram fara á morg­un, könnun Gallup sem birt verður í kvöld.

Miðað við stöð­una eins og hún teikn­ast nú upp eru sögu­leg tíð­indi í kort­unum í íslenskum stjórn­mál­um. Fjór­flokk­ur­inn svo­kall­aði, hið hefð­bundna bak­bein þeirra ára­tugum saman sem vana­lega hafa tekið til sín allt að 90 pró­sent atkvæða, mæl­ast sam­an­lagt með 57,1 pró­sent fylgi. Þrír flokkar sem stofn­aðir hafa verið frá árinu 2012 mæl­ast á sama tíma með 37,3 pró­sent sam­an­lagt fylgi. Allt stefnir í að sjö flokkar muni eiga full­trúa á Alþingi að loknum kosn­ingum og að þrjá til fjóra flokka þurfi hið minnsta til að mynda nýja rík­is­stjórn.

Auglýsing

Þótt margt sé óljóst um hvað nið­ur­stöður kosn­ing­anna munu þýða þá er eitt á hreinu; sitj­andi rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks er kol­fall­inn.

Sjálf­stæð­is­flokkur stærstur en Sam­fylk­ing berst fyrir til­veru sinni

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn verður áfram stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt Kosn­inga­spánni og sækir lít­il­lega í sig veðrið á loka­metrum kosn­inga­bar­átt­unn­ar. Hann mælist nú með 24,1 pró­sent fylgi. Fylgið mælist því 0,2 pró­sent meira en í verstu kosn­ingum flokks­ins frá upp­hafi, sem voru haldnar árið 2009. Þá fékk hann 23,7 pró­sent atkvæða. Mun­ur­inn er þó vel innan skekkju­marka.

Flokk­ur­inn er þó tölu­vert frá því fylgi sem hann fékk í kosn­ing­unum 2013 þegar hann fékk 26,7 pró­sent.

Vand­ræði Sam­fylk­ing­ar­innar virð­ast engan endi ætla að taka. Í Kosn­inga­spá sem birt var í gær kom fram að flokk­ur­inn væri að mæl­ast það minnsta í Kosn­ings­spánni frá því að hún hófst í byrjun þessa árs. Þá var fylgið 6,8 pró­sent. Síðan að sú spá birt­ist hafa tvær nýjar kann­anir birst, önnur gerð af frétta­stofu 365 miðla og hin af Félags­vís­inda­stofnun fyrir Morg­un­blað­ið. Þær kann­anir voru Sam­fylk­ing­unni ekki hlið­hollar og ný Kosn­inga­spá sýnir fylgi flokks­ins í 6,2 pró­sent­um, sem er nýr botn. Framan af ári var fylgi flokks­ins nær alltaf yfir átta pró­sent sam­kvæmt mæl­ing­um. Haldi sú fylg­is­hnignun sem Sam­fylk­ingin er að ganga í gegnum áfram næstu klukku­tím­anna er raun­veru­leg hætta á því að flokk­ur­inn nái ekki inn þing­manni í kosn­ing­unum á morg­un.

Björt fram­tíð er að festa sig í sessi sem stærri flokkur en Sam­fylk­ingin sem stendur flokknum ansi nærri í hinu póli­tíska litrofi, þótt ekki megi miklu muna á fylgi þeirra. Björt fram­tíð mælist nú með sjö pró­sent fylgi og virð­ist vera að fiska ágæt­lega í frjáls­lyndu jafn­að­ar­manna­tjörn­inni.  

Píratar finna stöð­ug­leika

Píratar missa aðeins milli daga og mæl­ast nú með 19,9 pró­sent. Flokk­ur­inn hefur verið að mæl­ast nokkuð stöðugt með um og yfir 20 pró­sent fylgi allan októ­ber­mánuð og virð­ist ekki ætla að líða neitt fyrir það útspil sitt að standa fyrir óform­legum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum við hina stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna fyrir kosn­ing­ar.

Það virð­ast Vinstri grænir heldur ekki ætla að gera. Fylgi flokks­ins er nú 16,5 pró­sent, og verður það að telj­ast mik­ill sigur fyrir flokk sem mæld­ist næstum utan þings nokkrum vikum fyrir kosn­ing­arnar 2013, og vann svo­kall­aðan til­veru­sigur í þeim kosn­ing­um.

Ný könnun sem Stundin greindi frá í gær­kvöldi, og Gallup gerði fyrir aug­lýs­inga­stofu sem vinnur fyrir Vinstri græna, sýndi að 40 pró­sent lands­manna vilja Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­mann flokks­ins, sem næsta for­sæt­is­ráð­herra. Hún bar höfuð og herðar yfir aðra sem nefndir voru í könn­un­inni. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, kom næstur með 26,5 pró­sent.

­Staða Vinstri grænna til að leiða næstu rík­is­stjórn virð­ist því afar sterk. Aðrir for­víg­is­menn þeirra flokka sem fundað hafa á litlu Lækja­brekku und­an­farna daga um myndum Reykja­vík­ur­stjórnar mæl­ast með sára­lít­inn stuðn­ing til að sem for­sæt­is­ráð­herra. Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, mælist með mestan stuðn­ing þeirra, eða 7,3 pró­sent. Nái stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir ekki meiri­hluta á þingi munu Vinstri grænir líka vera í góðri stöðu til að semja um annað stjórn­ar­mynstur, sér­stak­lega í ljósi þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur nær úti­lokað að vinna með Píröt­um, og Píratar að vinna með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.

Við­reisn getur verið sátt en Fram­sókn horfir fram á afhroð

Sam­kvæmt Kosn­inga­spánni fá tveir flokkar um tíu pró­sent atkvæða, verði þetta nið­ur­staða kosn­ing­anna á morg­un. Sá stærri verður Við­reisn sem mælist með 10,4 pró­sent fylgi. Flokk­inn mun vanta 0,5 pró­sent til að ná titl­inum um að vera stærsti nýi flokkur sög­unnar af Borg­ara­flokkn­um, sem fékk 10,9 pró­sent í kosn­ing­unum 1987. Verði þetta nið­ur­staðan má Við­reisn vel við una og gæti verið í lyk­il­stöðu í myndun næstu rík­is­stjórnar nái núver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokkar ekki meiri­hluta.

Sá flokkur sem minnst áhugi virð­ist vera á að mynda rík­is­stjórn með þessa dag­anna er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Ef horft er á pró­sentu­tap milli kosn­ing­anna verður sá flokkur sann­ar­lega tap­ari þeirra sem fara fram á morg­un. Árið 2013 fékk Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 24,4 pró­sent atkvæða en mælist nú með 10,3 pró­sent. Það yrði versta nið­ur­staða flokks­ins í alþing­is­kosn­ingum í 100 ára sögu hans, og hún kæmi á 100 ára afmæl­is­ár­inu. Vert er þó að taka fram að Fram­sókn vann mik­inn kosn­inga­sigur í síð­ustu kosn­ingum þegar hann fékk sitt mesta fylgi frá árinu 1979.

Um kosn­­­inga­­­spána

Nýjasta kosn­­­inga­­­spáin tekur mið af fjórum nýj­­­ustu könn­unum sem gerðar hafa verið á fylgi fram­­­boða í alþing­is­­­kosn­­­ing­unum í haust. Í spálík­­­an­inu eru allar kann­­­anir vegnar eftir fyr­ir ­fram ákveðnum atrið­­­­um. Þar vega þyngst atriði eins og stærð úrtaks, svar­hlut­­­fall, lengd könn­un­­­ar­­­tíma­bils og sög­u­­­legur áreið­an­­­leiki könn­un­­­ar­að­ila. Í kosn­­­inga­­­spánni 16. sept­­­em­ber er það næst nýjasta könn­unin sem hefur mest vægi. Helg­­­ast það aðal­­­­­lega af lengd könn­un­­­ar­­­tíma­bils­ins og fjölda svar­enda í könn­un­inni, miðað við hinar tvær sem vegnar eru. Kann­an­­­irnar sem kosn­­­inga­­­spáin tekur mið af eru:

Kann­anir í nýj­ustu kosn­inga­spá fyrir alþing­is­kosn­ingar (28. októ­ber):

  • Skoð­ana­kann­anir MMR 19. – 26. og 26. – 28. októ­ber (34.0%)

  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 20. – 27. októ­ber (37,8%)

  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins 25. – 26. októ­ber (28,2%)

Kosn­­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­­spálíkan Bald­­­­­­­­­­­urs Héð­ins­­­­­­­­­­­sonar miðar að því að setja upp­­­­­­­­­­­lýs­ing­­­­­­­­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­­­­­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­­­­­­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­­­­­­­­inga. Kjarn­inn birti Kosn­­­­­­­­­­­inga­­­­­­­­­­­spá Bald­­­­­­­­­­­urs fyrir sveit­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­­stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­­­kosn­­­­­­­­­­­ing­­­­­­­­­­­arnar og reynd­ist sú til­­­­­­­­­­­raun vel. Á vefnum kosn­inga­spá.is má lesa nið­­­­­­­­­­­ur­­­­­­­­­­­stöður þeirrar spár og hvernig vægi kann­ana var í takt við frá­­­­­­­­­­­vik kann­ana miðað við kosn­­­­­­­­­­inga­úr­slit­in.

Áreið­an­­­­­­­­­­­leiki könn­un­­­­­­­­­­­ar­að­ila er reikn­aður út frá sög­u­­­­­­­­­­­legum skoð­ana­könn­unum og kosn­­­­­­­­­­­inga­úr­slit­­­­­­­­­­­um. Einnig hefur það vægi hversu langt er síðan könn­unin var fram­­­­­­­­­­­kvæmd og svo hversu margir svara í könn­un­un­­­­­­­­­­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None