Topp 10 – Framboð sem ögruðu fjórflokknum

Í dag er kjördagur og því tilefni til að fara yfir kosningasöguna. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur skoðaði sögu framboða sem hafa ögrað valdajafnvæginu á hinu pólitíska sviði.

Kristinn Haukur Guðnason
Kvennaframboðið
Auglýsing

Síðan á fjórða tug sein­ustu aldar hafa fjögur öfl verið ráð­andi í íslenskum stjórn­mál­um, hinn svo­kall­aði fjór­flokk­ur. Það eru hægri sinn­aður borg­ara­flokkur (Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn), miðju­sinn­aður bænda­flokkur (Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn), vinstri­s­inn­aður kra­ta­flokkur (Al­þýðu­flokk­ur­inn, Sam­fylk­ing­in) og vinstri/sós­íal­ískur flokkur (Komm­ún­ista­flokkur Íslands, Sós­í­alista­flokk­ur­inn, Alþýðu­banda­lag­ið, Vinstri Græn­ir). 

Flokk­arnir hafa þó fengið sam­keppni frá klofn­ings­fram­boðum og sjálf­sprottnum flokkum í gegnum tíð­ina og þá sér­stak­lega oft á sein­ustu ára­tug­um. Í sein­ustu þing­kosn­ingum fékk fjór­flokk­ur­inn aðeins 75% fylgi sem er það lægsta sem hann hefur fengið á lýð­veld­is­tím­an­um. Nú lítur út fyrir að það met verið slegið ræki­lega. Lítum á þá 10 flokka sem hafa ögrað fjór­flokknum hvað mest í gegnum tíð­ina.

10. Banda­lag jafn­að­ar­manna

Vil­mundur Gylfa­son kom eins og þrumufleygur inn í Alþýðu­flokk­inn á seinni hluta átt­unda ára­tug­ar­ins. Hann var rót­tækur og gagn­rýn­inn á allt stjórn­kerf­ið, þá sér­stak­lega stjórn­mála­flokk­ana og spill­ing­una í kringum þá. Hann und­an­skildi ekki sinn eigin flokk í þeim efn­um. Hann gagn­rýndi einnig verka­lýðs­for­yst­una, t.d. í gegnum Alþýðu­blaðið sem hann rit­stýrði um stund. Þá lenti hann í hörðum deilum við Kjartan Jóhanns­son for­mann flokks­ins fyrir opnum tjöldum sem lyktaði með því að Vil­mundur sagði sig úr Alþýðu­flokknum og stofn­aði Banda­lag jafn­að­ar­manna fyrir kosn­ing­arnar 1983. Banda­lagið beitti sér fyrir ýmsum málum sem þóttu óhefð­bundin á þessum tíma, t.d. rétt­indum sam­kyn­hneigðra og tölvu­væð­ingurétt­indum sam­kyn­hneigðra og tölvu­væð­ingu. Flokk­ur­inn fékk 7,3% og 4 þing­menn á meðan Alþýðu­flokk­ur­inn missti 4. Vil­mundur lést tæpum tveimur mán­uðum eftir kosn­ingar og tók aldrei sæti. Þing­flokk­ur­inn tvístrað­ist á kjör­tíma­bil­inu þar sem flestir fóru aftur inn í Alþýðu­flokk­inn.

Auglýsing9. Borg­ara­hreyf­ingin – þjóðin á þing

Þing­kosn­ing­arnar 2009 voru þær fyrstu eftir banka­hrun­ið. Það bitn­aði þó ekki á fjór­flokknum sem bætti við sig hálfu pró­sentu­stigi frá 2007 (89,5% í 90%). Eina stjórn­mála­aflið sem náði inn utan fjór­flokks­ins var hin nýstofn­aða Borg­ara­hreyf­ing. Fram­bjóð­end­urnir komu nýjir inn í stjórn­málin og með nýjar áhersl­ur. Meðal stefnu­mála voru ný stjórn­ar­skrá, per­sónu­kjör, afnám verð­trygg­ing­ar, virkara lýð­ræði og fleiri kerf­isum­bæt­ur. Þá var skipu­lag Borg­ara­hreyf­ing­ar­innar flatt og eng­inn hafði stöðu for­manns. Flokknum gekk mun betur í kosn­ing­unum en búist var við, fengu 7,2% og 4 menn kjörna. En strax um haustið klofn­aði flokk­ur­inn eftir harð­vít­ugar og opin­skáar deil­ur. Þrír þing­menn mynd­uðu Hreyf­ing­una en einn sat utan flokka (og gekk svo í Vinstri Græna). Allir þing­menn­irnir fóru sína leið eftir kjör­tíma­bil­ið. Einn þing­mað­ur­inn, Mar­grét Tryggva­dóttir sagði síðar að flokk­ur­inn hefði verið dauða­dæmdur frá upphafi. Ekki hafi verið vandað til stofnun hans, tím­inn of naumur og allt reið­asta fólk lands­ins þar sam­an­komið.

8. Þjóð­vaki

„Minn tími mun kom­a!“ er senni­lega þekktasta setn­ing úr íslenskum stjórn­málum fyrr og síð­ar. Þetta sagði Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir á flokks­þingi Alþýðu­flokks­ins árið 1994 eftir að hún hafði lotið í lægra haldi fyrir Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni í for­manns­slag. Jóhanna hafði setið á þingi fyrir Alþýðu­flokk­inn síðan 1978, verið vara­for­maður síðan 1984 og ráð­herra síðan 1987. Tölu­vert ósætti hafði ríkt milli hennar og Jóns Bald­vins og end­aði það með klofn­ingi og stofnun Þjóð­vaka árið 1994. Þjóð­vaki var ekki rót­tækur flokkur og ekki mál­efna­lega óskyldur Alþýðu­flokkn­um. Tak­mark Jóhönnu var að gera Þjóð­vaka að breið­fylk­ingu jafn­að­ar­manna og horfði hún til R-List­ans í Reykja­vík í því sam­bandií því sam­bandi. Í Þjóð­vaka var því fólk úr öllum vinstri flokk­unum og Fram­sókn­ar­flokkn­um. Þjóð­vaki græddi líka á því að mikil illindi höfðu ríkt bæði innan Alþýðu­flokks­ins og Alþýðu­banda­lags­ins. Flokk­ur­inn flaug hátt í könn­unum en lenti harka­lega á kjör­dag árið 1995 og hlaut að lokum 7,2% og 4 þing­menn. Þremur árum seinna gekk Þjóð­vaki inn í Sam­fylk­ing­una.

7. Þjóð­varn­ar­flokk­ur­inn

Her­stöðv­ar­málið og Atl­ants­hafs­banda­lagið voru heit­ustu deilu­mál eft­ir­stríðs­ár­anna. Þjóð­varn­ar­flokk­ur­inn var stofn­aður bein­línis vegna þessa, þ.e. helstu stefnu­málin voru Ísland úr NATO og her­inn burt! Þetta var þjóð­ern­is­sinnað og vinstri­s­innað afl. Þeir beittu sér t.a.m. fyrir íslenski þjóð­menn­ingu en gegn erlendum áhrifum s.s. Kana­sjón­varp­inu. Stór hluti flokks­ins kom úr Þjóð­varn­ar­fé­lag­inu (1946-1951) sem séra Sig­ur­björn Ein­ars­son, síðar bisk­up, var í for­svari fyr­ir. Flokk­ur­inn bauð fram árið 1953, fékk 6% fylgi og 2 þing­menn kjörna. Í þessum kosn­ingum missti allur fjór­flokk­ur­inn fylgi. Margir hafa litið á Þjóð­varn­ar­flokk­inn sem klofn­ing úr Sós­í­alista­flokknum en flokk­ur­inn átti þó marga stuðn­ings­menn úr röðum Alþýðu­flokks­manna og Fram­sókn­ar­manna. Þjóð­varn­ar­flokk­ur­inn bauð fram í þrennum þing­kosn­ingum til við­bótar en náði þá ekki inn manni. Þá höfðu Sós­í­alistar skerpt á and­stöð­unni gegn hernum. Báðir flokkar runnu svo inn í Alþýðu­banda­lagið á sjö­unda ára­tugn­um.

6. Borg­ara­flokk­ur­inn

Í þing­kosn­ing­unum árið 1987 galt fjór­flokk­ur­inn afhroð og fékk sam­an­lagt ein­ungis um 75% fylgi. Stærstan bita tók Borg­ara­flokk­ur­inn, eða tæp 11% og 7 þing­menn. Borg­ara­flokk­ur­inn var stofn­aður af Alberti Guð­munds­syni eftir að hann neydd­ist til að segja af sér ráð­herra­emb­ætti vegna Haf­skips­máls­ins. Flokks­menn tóku sér stöðu á hægri vængnum gegn Sjálf­stæð­is­flokknum og nýfrjáls­hyggj­unni. Borg­ara­flokk­ur­inn var íhalds­flokkur af gamla skól­anum þar sem reynt var að höfða sér­stak­lega til eldra fólks m.a. með áherslum á kristin gildi. Flokk­ur­inn setti sig t.a.m. upp á móti fóst­ur­eyð­ingum. Albert sjálfur sat ekki nema í tvö ár á þingi fyrir Borg­ara­flokk­inn, þá var hann gerður að sendi­herra. Þegar Júl­íus Sól­nes tók við for­yst­unni gekk flokk­ur­inn inn í rík­is­stjórn Stein­gríms Her­manns­son­ar. Við það klofn­aði flokk­ur­inn og tveir þing­menn, þ.m.t. Ingi Björn sonur Alberts Guð­munds­son­ar, gegnu til liðs við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Borg­ara­flokk­ur­inn bauð ekki fram aft­ur.

5.Píratar

Í kosn­ing­unum árið 2013 fékk fjór­flokk­ur­inn tæp­lega 75% atkvæða, svipað og í afhroð­inu árið 1987. En flokk­arnir fengu þó 5 fleiri þing­menn þar sem tæp­lega 12% atkvæða fóru til smá­flokka sem náðu ekki 5% mark­inu. Píratar voru við markið alla kosn­inga­nótt­ina og tryggðu sig ekki inn á þing fyrr en sein­ustu töl­urnar voru ljós­ar, um 8:30 um morg­un­inn. Flokk­ur­inn var stofn­aður árið 2012 að sænskri fyr­ir­mynd og er hluti af alþjóð­legri hreyf­ingu Píra­ta­flokka. Flokk­arnir líta hvorki á sig sem vinstri né hægri flokka og hafa flestir mjög afmörkuð bar­áttu­mál, þ.e. frjáls­lyndi, tján­ing­ar­frelsi, end­ur­skoðun höf­und­ar­rétt­ar, beint lýð­ræði og gagn­sæi í stjórn­kef­inu. Hinir íslensku Píratar fengu 5,1% og 3 þing­menn kjörna sem er lang­besti árangur Píra­ta­flokks í heim­in­um. 

Eng­inn annar hefur náð 3%. Ári síðar náði flokk­ur­inn svo manni inn í stjórn Reykja­vík­ur­borgar og leiðin lá bara upp­á­við. Flokk­ur­inn fór með him­in­skautum í skoð­ana­könn­unum og mæld­ist m.a. með 43% fylgi í apríl 2016 eftir að Panama­skjölin komust í deigl­una.

4. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn

Sverrir Her­manns­son, stór­lax úr Sjálf­stæð­is­flokknum og fyrrum ráð­herra, stofn­aði Frjáls­lynda flokk­inn árið 1998. Honum fannst Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafa brugð­ist sér eftir að upp komst um hneyksl­is­mál vegna lax­veiði og ferða­hlunn­inda innan Lands­bank­ans þar sem hann starf­aði sem banka­stjóri. Helsta stefnu­mál flokks­ins var breyt­ing á kvóta­kerf­inu og aukin veiði­gjöld. Í kosn­ing­unum fékk flokk­ur­inn aðeins 4,2% fylgi sem hefði ekki dugað þeim inn á þing. En vin­sæld­irnar á Vest­fjörðum (17,7%) fleyttu Guð­jóni Arn­ari Krist­jáns­syni skip­stjóra og Sverri inn á þing. Sverrir hætti eftir kjör­tíma­bilið og Guð­jón leiddi flokk­inn til mik­ils kosn­inga­sig­urs árið 2003, fengu 7,4% og 4 menn kjörna. Fyrir kosn­ing­arnar 2007 voru inn­flytj­enda­mál komin á dag­skrá hjá flokkn­um. Þeir birtu umdeilda heil­síðu­aug­lýs­ingu þess efnis og fengu mikla gagn­rýni fyrir að ala á ras­isma. Engu að síður unnu þeir mik­inn varn­ar­sigur og héldu sínum 4 mönn­um. Á því kjör­tíma­bili tvístrað­ist þing­flokk­ur­inn og í kosn­ing­unum 2009 þurrk­að­ist flokk­ur­inn út af þingi.

3. Björt fram­tíð

Þegar Besti flokk­ur­inn vann stór­sigur í Reykja­vík í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum árið 2010 vildu margir yfir­færa það á lands­mál­in. Þar fóru fremst í flokki Heiða Kristín Helga­dóttir vara­for­maður Besta flokks­ins og Guð­mundur Stein­gríms­son, áður úr Sam­fylk­ingu og Fram­sókn­ar­flokki. Árið 2012 var Björt fram­tíð stofnuð með blessun Jóns Gnarr borg­ar­stjóra. Snemma var ljóst að flokk­ur­inn hefði mun mild­ari ásjónu heldur hinn pönk­aði Besti flokk­ur. Tals­menn Bjartrar fram­tíðar beittu sér fyrir átaka­minni stjórn­málum og að sætta ólík sjón­ar­mið. Flokk­ur­inn var skil­greindur sem miðju­flokk­ur, frjáls­lyndur og alþjóða­sinn­aður og líkt og hjá Besta flokknum var sér­stök áhersla lögð á mann­rétt­indi. Í þing­kosn­ing­unum árið 2013 fékk Björt fram­tíð 8,2% og 6 þing­menn kjörna. Ári seinna komst flokk­ur­inn í sveit­ar­stjórnir þriggja stærstu sveit­ar­fé­lag­anna (Reykja­vík­ur, Kópa­vogs og Hafn­ar­fjarð­ar) þar sem hann vann bæði til hægri og vinstri. Þegar á leið leit út fyrir að átaka­leysið myndi þurrka þau út af þingi. En sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum nú á flokk­ur­inn ágæta mögu­leika að halda velli.

2. Sam­tök Frjáls­lyndra og vinstri manna

Þegar breyta átti Alþýðu­banda­lag­inu úr kosn­inga­banda­lagi í form­legan flokk árið 1968 sagði Hanni­bal Valdi­mars­son, for­seti Alþýðu­sam­bands­ins, sig frá sam­starf­inu. Ári seinna mynd­aði hann sinn eigin flokk, Sam­tök­in, sem voru í dag­legu talið kölluð Hanni­balist­ar. Í flokknum var mikið af ungu og rót­tæku fólki og þjóð­ern­issinn­uðum her­stöðvaand­stæð­ing­um. Sam­tökin voru sig­ur­veg­arar þing­kosn­ing­anna árið 1971, hlutu tæp 9% fylgi og 5 menn kjörna. Við­reisn­ar­stjórnin féll eftir 12 ára setu og Sam­tökin mynd­uðu rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokki og Alþýðu­banda­lagi. Flokk­ur­inn byrj­aði að lið­ast í sundur á kjör­tíma­bil­inu og skiptu þar mestu deilur um fjár­mögnun Við­laga­sjóðs vegna Vest­mann­eyja­goss­ins. Stjórnin féll og boðað var til kosn­inga 1974. Þá gekk Möðru­valla­hreyf­ing­in, rót­tækir ungir Fram­sókn­ar­menn með Ólaf Ragnar Gríms­son í broddi fylk­ing­ar, til liðs við Sam­tökin en þau töp­uðu samt helm­ing fylg­is­ins.Flokk­ur­inn þurrk­að­ist svo út af þingi í þriðju kosn­ing­un­um, árið 1978.

1. Kvenna­list­inn

Hug­mynd um kvenna­fram­boð til alþing­is­kosn­inga kom fram eftir tvö vel heppnuð kvenna­fram­boð til sveit­ar­stjórna Reykja­víkur og Akur­eyrar árið 1982. Árið 1983 bauð Kvenna­list­inn því fram í þremur kjör­dæmum og fékk 5,5% fylgi og 3 menn kjörna. Mark­miðið var að gera við­horf og reynslu kvenna að stefnu­mót­andi afli í sam­fé­lag­inu vegna þess að konur sjái málin frá öðru sjón­ar­horni en karlar. Flokks­starfið var óhefð­bundið og flatt, með engan for­mann, og gras­rótin kom að ákvarð­ana­töku flokks­ins. Flokk­ur­inn vann mik­inn sigur árið 1987 (10,1 % fylgi og 6 þing­menn) en lenti síðan í vörn í kosn­ing­unum 1991 og 1995. Árið 1995 mátti minnstu muna að flokk­ur­inn þurrk­að­ist út. Mestu skipti að aðrir flokkar voru farnir taka við sér í jafn­rétt­is­mál­unum og fjöldi þing­kvenna jókst hratt. Fyrir kosn­ing­arnar 1983 voru 3 konur á þingi en þegar Kvenna­list­inn logn­að­ist út af árið 1999 voru þær orðnar 22. Tak­mark Kvenna­list­ans var aldrei að kom­ast í rík­is­stjórn heldur að vera aðhald fyrir hina og það tókst þeim sann­ar­lega.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None