Lág verðbólga, dómar og erlendir ferðamenn í lykilhlutverki

Liðið kjörtímabil hefur verið mikið endurnýjunar og uppgangstímabil fyrir íslenskt viðskiptalíf.

manudagur-i-juni-a-laugavegi_14496335195_o.jpg
Auglýsing

Eitt af stóru atriðum á kjörtímabilinu, sem nú er að klárast með kosningum á laugardaginn, hefur verið endurreisn íslensks viðskiptalífs og fjármálamarkaðarins. Kjarninn tók saman stór og mikilvæg mál sem skiptu miklu máli fyrir íslenskt viðskiptalíf á kjörtímabilinu.

1.       Mikill uppgangur hefur verið víðast hvar í efnahagslífinu, og er mikil innspýting gjaldeyris frá erlendum ferðamönnum þar vegamikill þáttur. Tölurnar um vöxtinn í ferðaþjónustunni eru stórmerkilegar. Árið 2010 komu innan við 500 þúsund erlendir ferðamenn á ári til Íslands en á næsta ári er gert ráð fyrir að ferðamönnum muni fjölga um 500 þúsund frá árinu í ár, sem þó var algjört metár. Á þessu ári bendir flest til þess að fjöldi ferðamanna verði 1,7 milljónir og á næsta ári verði fjöldinn kominn í 2,2 milljónir. Frá vori 2013, þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum, hefur uppgangurinn í ferðaþjónstunni hafa mikið að segja um það að atvinnuleysi hefur minnkað og hagvöxtur verið viðvarandi. Atvinnuleysi mælist nú 2,9 prósent gera spár Seðlabanka Íslands ráð fyrir að 4 til 5 prósent hagvexti á þessu ári.

Auglýsing

Fjöldi ferðamanna, og spár um framhaldið. Myndin er fengin úr skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna.

2.       Eitt af því sem má telja til mikilla tíðinda í íslensku viðskiptalífi á kjörtímabilinu eru dómar sem fallið hafa í svonefndum hrunmálum. Með dómum Hæstaréttar í málunum eru nýjar línur dregnar í sandinn um það sem má og má ekki, þegar kemur að bankastarfsemi og fjárfestingum. Má sérstaklega nefna dóminn í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, frá 6. október, þar sem níu einstaklingar voru ákærðir og dæmdir. Í dómnum segir meðal annars að ólöglegt verklag hafi verið viðhaft í bankanum frá árinu 2005, en ákærutímabilið náð einungis til áranna 2007 og 2008. Eins og í fyrri dómum Hæstaréttar, þar sem markaðsmisnotkun hefur verið til umfjöllunar, segir að hið ólöglega athæfi hafi beinst gegn almenningi og grafið undan tiltrú á hlutabréfamarkaði. Þrátt fyrir að þessi dómar hafi verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum, þá má segja greining og rýning á áhrifum dómanna eigi eftir að koma betur fram. Páll Harðarson, forstjóri kauphallarinnar, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt það, hvernig viðhorf hafa verið uppi gagnvart þýðingu dómanna fyrir íslenskt efnahagslíf. Hann segir mikilvægt að íslenskt viðskiptalíf læri af þessum dómum, og viðurkenni skilyrðislaust að lögbrot hafi verið framin sem ollu stórkostlegu tjóni.

3.       Gengi krónunnar hefur styrkst verulega á undanförnum mánum. Bandaríkjadalur kostar nú 114 krónur en fyrir rúmlega ári kostaði hann 136 krónur. Þá kostar evran nú 127 krónur en fyrir ári kostaði hún 150 krónur. Mesta breytingin hefur orðið á gengi krónunnar gagnvart pundinu, sem nú kostar tæplega 140 krónur, en það kostaði 206 krónur fyrir ári síðan. Eftir Brexit-kosninguna í júní, hefur pundið veikst umtalsvert gagnvart helstu viðskiptamyntum heimsins og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun ennþá. Áhyggjuraddir hafa heyrst að undanförnu vegna þessarar þróunar, einkum hjá útflutningsfyrirtækjum og fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Frekari styrking krónunnar getur leitt til rekstrarvandræða hjá útflutningsfyrirtækjum sérstaklega. Flest bendir til þess að gengi krónunnar muni halda áfram að styrkjast á næstu misserum, en inngrip Seðlabanka Íslands í markaðinn hafa komið í veg fyrir að krónan hafi styrkst meira.

4.       Eftir miklar hækkanir á olíuverði tók verðið að lækka með dramatískum hætti árið 2014. Það féll úr 110 Bandaríkjadölum á tunnuna af hráolíu niður í 26 Bandaríkjadali, í febrúar á þessu ári. Síðan þá hefur verðið tekið að hækka, og stendur í dag í 49,6 Bandaríkjadölum. Þetta mikla verðfall hafði vítæk efnahagsleg áhrif um heim allan, á Íslandi voru áhrifin jákvæð, þar sem það dró mikið úr innfluttum verðbólguþrýstingi. Verðfallið hjálpað þannig til í því að halda verðbólgu í skefjum.

5.       Verðbólga mælist nú 1,8 prósent og hefur verið undir 2,5 prósent verðbólgumarkmiðinu í meira en tvö ár. Þessi staða hefur verið lykilástæðan fyrir því að vel hefur tekist til við að byggja upp kaupmátt. Samhliða styrkingu krónu, minnkandi verðbólguþrýstingi erlendis frá og launahækkunum á vinnumarkaði, hefur kaupmáttur launa aukist jafnt og þétt. Fasteignaverð hefur hækkað hratt, eða um 30 prósent á síðustu tæpu þremur árum. Undanfarið ár hefur kaupmáttaraukningin numið ríflega tíu prósentum, og bendir margt til þess að aukningin geti haldið áfram á næstu mánuðum, þó alltaf sé vandi um slíkt að spá nákvæmlega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None