Farsímamarkaði bróðurlega skipt í þrennt

Nova er með mestu markaðshlutdeildina á farsímamarkaði. Gangi kaup Vodafone á fjarskiptahluta 365 eftir mun sameinað fyrirtæki vera með mjög svipaða markaðshlutdeild og Nova og Síminn.

Nova náði þeim áfanga á síð­ari hluta árs­ins 2015 að vera það fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins sem er með mesta mark­aðs­hlut­deild á far­síma­mark­aði. Sím­inn hafði haldið á þeim kyndli frá upp­hafi far­síma­tíma­bils­ins hér á Íslandi. Bilið á milli Nova og Sím­ans hefur auk­ist lít­il­lega á fyrri hluta árs­ins 2016. Í lok júní var Nova með 149.850 við­skipta­vini og 34,4 pró­sent mark­aðs­hlut­deild, en Sím­inn með 147.126 við­skipta­vini og 33,7 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. Þetta kemur fram í nýrri töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar sem sýnir stöð­una á fjar­skipta­mark­aði um mitt ár 2016.

Þótt föstum áskriftum hjá Nova fjölg­i alltaf ár frá ári er það enn svo að tæp­­lega tveir af hverjum þremur við­­skipta­vinum fyr­ir­tæk­is­ins eru með fyr­ir­fram­greidda þjón­ustu, svo­­kall­að frelsi.

Nova er samt sem áður það fyr­ir­tæki á fjar­­skipta­­mark­aði sem tekur til­ sín nán­­ast alla við­­bót­­arnot­endur sem bæt­­ast við far­síma­­mark­að­inn á ári hverju. Frá árs­lokum 2012 hefur við­­skipta­vinum Nova til að mynda fjölgað um 37 þús­und, sem er nákvæm­lega sama fjölgum og hefur alls orðið á far­síma­mark­aðnum frá þeim tíma.

Voda­fone mun styrkj­ast við kaupin á 365

Þriðji ris­inn á fjar­­skipta­­mark­aði er síðan Voda­fone. Því hefur tek­ist að halda vel á áskrift­­ar­­fjölda sínum á far­síma­­mark­aði og raunar bætt við sig rúm­lega sex þús­und við­skipta­vinum frá miðju ári í fyrra. Alls ­nemur mark­aðs­hlut­­deild fyr­ir­tæk­is­ins 27,5 pró­­sent­­um.

365 sam­ein­að­ist Tali í des­em­ber 2014 og tók þar með yfir far­síma­við­­skipti síð­­­ar­­nefnda ­fyr­ir­tæk­is­ins. Alls eru við­­skipta­vinir 365 í far­síma­­þjón­­ustu nú um 16.335 tals­ins. Það er umtals­vert færri við­­skipta­vinir en Tal var með í árs­­lok 2012, þegar þeir voru um 20 þús­und.

Í ágúst var greint frá því að Voda­fone hefði hafið einka­við­ræður um að kaup á ljós­vaka- og fjar­skipta­eignum 365 miðla. Verði af kaup­unum mun Voda­fone auka veltu sína um hátt í tíu millj­­arða króna og vera mun betur í stakk búið til að keppa við sinn að­al­keppi­­naut, Sím­ann sem þegar rek­ur víð­­feðm­a ­sjón­varps­­þjón­ustu, á sjón­­varps­­mark­að­i. Sam­an­lagt verða við­skipta­vinir hins sam­ein­aða fyr­ir­tæki á far­síma­mark­aði 136.023 og sam­eig­in­leg mark­aðs­hlut­deild 31,2 pró­sent. Voda­fone verður því ekki langt frá Sím­an­um, sem er með 33,7 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á far­síma­mark­aði, og Nova, sem er með 34,4 pró­sent hlut­deild.

Gangi kaupin eftir sam­­kvæmt þeim for­­sendum sem fyrir liggja ætti að vera hægt að ganga frá kaup­­samn­ingi fyrir jól. Þá ættu eft­ir­lits­að­ilar hins vegar eftir að taka kaupin til umfjöll­un­­ar­. Því má gera ráð fyrir að ekki verið gengið end­an­­lega frá þeim fyrr en á fyrri hluta árs­ins 2017, náist saman milli aðila.

Í til­kynn­ingu sem Voda­fone, sem er skráð á hluta­bréfa­mark­að, sendi út vegna við­ræðn­anna í ágúst, kom fram að fyr­ir­tækið ætl­aði sé að greiða 3,4 millj­­arða króna fyrir þær eignir 365 miðla sem félagið hefur áhuga á að kaupa. For­­sendur þess kaup­verðs eru grund­vall­aðar á því að þær upp­­lýs­ingar ráð­gjafa 365 um rekstur og virði þeirra eigna stand­ist. Þar ber helst að nefna að rekstr­­ar­hagn­aður (EBITDA) þeirra gæti numið allt að tveimur millj­­örðum króna á árs­grund­velli. Það er tvö­­faldur rekstr­­ar­hagn­aður 365 miðla í fyrra, þegar hann nam 955 millj­­ónum króna. Hluti þess­­arar upp­­hæðar mun nást fram með sam­lægð­­ar­á­hrifum í fjar­­skipta­­þjón­­ustu 365, þar sem henni verður ein­fald­­lega rent inn í Voda­fone.

SMS-um fækkar stöðugt

Þótt fjöl­margir nýir sam­­skipta­miðlar hafi bæst við flór­­una á und­an­­förnum árum þá senda Íslend­ingar enn nokkuð mikið af SMS-skila­­boð­­um. Á fyrri hluta árs­ins 2016 voru send um 90 millj­ón SMS, eða um tíu pró­sent færri en á sama tíma­bili 2015.

Lík­­­legt verður að telj­­ast að SMS-ið mun áfram eiga und­ir­ högg að sækja, enda bjóða sam­­skipta­­for­­rit á veg­um Face­bookApple og fleiri slíkra upp á mun fleiri mög­u­­leika í sam­­skiptum en SMS-in

Þetta er síð­ari frétta­skýr­ing Kjarn­ans um nýja skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar. Fyrri skýr­ingin birt­ist í gær.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar