Farsímamarkaði bróðurlega skipt í þrennt

Nova er með mestu markaðshlutdeildina á farsímamarkaði. Gangi kaup Vodafone á fjarskiptahluta 365 eftir mun sameinað fyrirtæki vera með mjög svipaða markaðshlutdeild og Nova og Síminn.

Nova náði þeim áfanga á síðari hluta ársins 2015 að vera það fjarskiptafyrirtæki landsins sem er með mesta markaðshlutdeild á farsímamarkaði. Síminn hafði haldið á þeim kyndli frá upphafi farsímatímabilsins hér á Íslandi. Bilið á milli Nova og Símans hefur aukist lítillega á fyrri hluta ársins 2016. Í lok júní var Nova með 149.850 viðskiptavini og 34,4 prósent markaðshlutdeild, en Síminn með 147.126 viðskiptavini og 33,7 prósent markaðshlutdeild. Þetta kemur fram í nýrri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar sem sýnir stöðuna á fjarskiptamarkaði um mitt ár 2016.

Þótt föstum áskriftum hjá Nova fjölg­i alltaf ár frá ári er það enn svo að tæp­lega tveir af hverjum þremur við­skipta­vinum fyr­ir­tæk­is­ins eru með fyr­ir­fram­greidda þjón­ustu, svo­kall­að frelsi.

Nova er samt sem áður það fyr­ir­tæki á fjar­skipta­mark­aði sem tekur til­ sín nán­ast alla við­bót­arnot­endur sem bæt­ast við far­síma­mark­að­inn á ári hverju. Frá árs­lokum 2012 hefur við­skipta­vinum Nova til að mynda fjölgað um 37 þúsund, sem er nákvæmlega sama fjölgum og hefur alls orðið á farsímamarkaðnum frá þeim tíma.

Vodafone mun styrkjast við kaupin á 365

Þriðji ris­inn á fjar­skipta­mark­aði er síðan Vodafone. Því hefur tek­ist að halda vel á áskrift­ar­fjölda sínum á far­síma­mark­aði og raunar bætt við sig rúmlega sex þúsund viðskiptavinum frá miðju ári í fyrra. Alls ­nemur mark­aðs­hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins 27,5 pró­sent­um.

365 sam­ein­að­ist Tali í des­em­ber 2014 og tók þar með yfir far­síma­við­skipti síð­ar­nefnda ­fyr­ir­tæk­is­ins. Alls eru við­skipta­vinir 365 í far­síma­þjón­ustu nú um 16.335 tals­ins. Það er umtals­vert færri við­skipta­vinir en Tal var með í árs­lok 2012, þegar þeir voru um 20 þús­und.

Í ágúst var greint frá því að Vodafone hefði hafið einkaviðræður um að kaup á ljósvaka- og fjarskiptaeignum 365 miðla. Verði af kaupunum mun Vodafone auka veltu sína um hátt í tíu millj­arða króna og vera mun betur í stakk búið til að keppa við sinn að­al­keppi­naut, Sím­ann sem þegar rek­ur víð­feðm­a ­sjón­varps­þjón­ustu, á sjón­varps­mark­að­i. Samanlagt verða viðskiptavinir hins sameinaða fyrirtæki á farsímamarkaði 136.023 og sameiginleg markaðshlutdeild 31,2 prósent. Vodafone verður því ekki langt frá Símanum, sem er með 33,7 prósent markaðshlutdeild á farsímamarkaði, og Nova, sem er með 34,4 prósent hlutdeild.

Gangi kaupin eftir sam­kvæmt þeim for­sendum sem fyrir liggja ætti að vera hægt að ganga frá kaup­samn­ingi fyrir jól. Þá ættu eft­ir­lits­að­ilar hins vegar eftir að taka kaupin til umfjöll­un­ar­. Því má gera ráð fyrir að ekki verið gengið end­an­lega frá þeim fyrr en á fyrri hluta árs­ins 2017, náist saman milli aðila.

Í tilkynningu sem Vodafone, sem er skráð á hlutabréfamarkað, sendi út vegna viðræðnanna í ágúst, kom fram að fyrirtækið ætlaði sé að greiða 3,4 millj­arða króna fyrir þær eignir 365 miðla sem félagið hefur áhuga á að kaupa. For­sendur þess kaup­verðs eru grund­vall­aðar á því að þær upp­lýs­ingar ráð­gjafa 365 um rekstur og virði þeirra eigna stand­ist. Þar ber helst að nefna að rekstr­ar­hagn­aður (EBITDA) þeirra gæti numið allt að tveimur millj­örðum króna á árs­grund­velli. Það er tvö­faldur rekstr­ar­hagn­aður 365 miðla í fyrra, þegar hann nam 955 millj­ónum króna. Hluti þess­arar upp­hæðar mun nást fram með sam­lægð­ar­á­hrifum í fjar­skipta­þjón­ustu 365, þar sem henni verður ein­fald­lega rent inn í Vodafone.

SMS-um fækkar stöðugt

Þótt fjöl­margir nýir sam­skipta­miðlar hafi bæst við flór­una á und­an­förnum árum þá senda Íslend­ingar enn nokkuð mikið af SMS-skila­boð­um. Á fyrri hluta árs­ins 2016 voru send um 90 milljón SMS, eða um tíu prósent færri en á sama tímabili 2015.

Lík­legt verður að telj­ast að SMS-ið mun áfram eiga und­ir­ högg að sækja, enda bjóða sam­skipta­for­rit á vegum FacebookApple og fleiri slíkra upp á mun fleiri mögu­leika í sam­skiptum en SMS-in

Þetta er síðari fréttaskýring Kjarnans um nýja skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar. Fyrri skýringin birtist í gær.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar