Bjarni og Kata

Bjarni horfir til Katrínar

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafa hafið viðræður til að kanna grundvöll fyrir því að vera nýr öxull við stjórnarmyndun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn þann kost að fara í ríkisstjórn með Viðreisn og Bjarta framtíð. Þeir flokkar hafa náð saman um helstu atriði, en ríkisstjórn þeirra skortir þingstyrk.

Enn ein U-beygjan hefur verið tekin í myndun nýrrar rík­is­stjórnar á Íslandi. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks, og Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, tjáði for­seta Íslands fyrr í dag að þau ætl­uðu að kanna hvort mögu­leiki sé á sam­starfi þess­ara flokka í rík­is­stjórn. Náist slík sátt munu for­menn­irnir tveir, sem leiða tvo stærstu stjórn­mála­flokka lands­ins en eru á sitt hvorum pólnum í hinu póli­tíska lit­rófi, í kjöl­farið leita til ann­arra stjórn­mála­flokka um að verða aðilar að stjórn þeirra.

Hug­myndin er að stærstu flokk­arnir tveir, og þeir sem hug­mynda­fræði­lega eru lengst frá hvorum öðrum, geti verið ein­hvers konar öxull í nýrri rík­is­stjórn.

CAD-­stjórnin sett á ís

Í gær greindi Kjarn­inn frá því að ný rík­is­stjórn sem inni­héldi Sjálf­stæð­is­flokk­inn, Við­reisn og Bjartra fram­tíð virt­ist vera að mynd­ast. Flokk­arnir þrír höfðu átt í við­ræðum alla helg­ina og náð saman í stórum mál­um. Mik­ill vilji var þó til þess að ná fjórða flokknum um borð til að tryggja meiri styrk rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en þriggja flokka stjórnin hefði ein­ungis haft eins þing­manns meiri­hluta.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafði ítrekað reynt að koma Fram­sókn­ar­flokknum að stjórn­ar­mynd­un­ar­borð­inu, annað hvort í við­ræðum við Vinstri græn eða við Við­reisn og Bjartra fram­tíð. Engin þess­ara flokka tók slíkt hins vegar í mál. Það var ein­fald­lega engin vilji til að lengja líf sitj­andi rík­is­stjórn­ar.

Við­mæl­endur Kjarn­ans innan Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar  sögðu að við­ræður milli flokk­anna þriggja hafi farið á fullt aftur um helg­ina, en flokk­arnir þrír reyndu að mynda rík­is­stjórn fyrr í nóv­em­ber án árang­urs.

For­menn flokk­anna þriggja, Bjarni Bene­dikts­son, Bene­dikt Jóhann­es­son og Ótt­arr Proppé, hitt­ust á laug­ar­dag og sam­töl milli lyk­il­fólks í flokk­unum héldu svo áfram um helg­ina. Fyrir lági mála­miðl­un­ar­til­lögur í átaka­málum sem allir áttu að geta sætt sig við. Auk þess var búið að kom­ast að nið­ur­stöðu um skatt­kerf­is­breyt­ingar sem öllum flokk­unum þremur hugn­að­ist.

Á sunnu­dags­kvöld stóð til að for­menn­irnir hitt­ust aftur en því var frestað, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, vegna þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vildi gera loka­til­raun til að fá Vinstri græn um borð í rík­is­stjórn­ina. Bjarni Bene­dikts­son til­tók það enda sér­stak­lega, í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér þegar við­ræðum flokk­anna þriggja var slitið síð­ast, að aðstæður á Íslandi „kalli á rík­is­stjórn með breið­ari skírskotun og sterk­ari meiri­hluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boð­ið.“

Í gær­kvöldi ákvað Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn svo að kanna aðra mögu­leika í stöð­unni og for­ystu­fólki Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar var til­kynnt um það. Í sam­tali við Vísi.is fyrr í dag sagði Bjarni að það hafi verið nið­ur­staða sín, eftir umrætt sam­tal við for­menn Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, að leita leiða til að mynda breið­ari rík­is­stjórn og að hann ætl­aði að ræða við Katrínu Jak­obs­dóttur um það.

Þing­styrk þarf fyrir erfið verk­efni

Innan minni flokk­anna tveggja hafði ríkt bjart­sýni á að þá það yrði ein­fald­lega keyrt á þriggja flokka rík­is­stjórn með lít­inn meiri­hluta, þrátt fyrir að bæði Bjarni Bene­dikts­son, og margir þing­menn flokks hans, voru skept­ísktir á svo veika rík­is­stjórn.

Þegar leið á gær­dag­inn juk­ust sam­skiptin milli Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna og óform­legar þreif­ingar þeirra á milli um að mynda nýjan öxul í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum urðu alvar­legri en þær hafa verið hingað til. Heim­ild­ar­menn Kjarn­ans segja að í ljósi þeirra verk­efna sem framundan séu á kom­andi kjör­tíma­bili – bæði efna­hags­legra áskor­ana og upp­safn­aðra inn­viða­fjár­fest­inga – þá telji lyk­il­fólk í báðum flokkum að ómögu­legt verði að mynda starf­hæfa og sterka rík­is­stjórn nema hún inni­haldi bæði Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Saman eru flokk­arnir með 31 þing­mann og þurfa því að minnsta kosti að taka einn flokk til við­bótar með í sam­starf­ið. Vinstri græn úti­loka að koma inn í rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar.

Mikill vilji er hjá öðrum stjórnmálaflokkum að brjóta upp bandalag Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til þess að síðarnefndi flokkurinn geti orðið hluti af ríkisstjórn án Viðreisnar.

Þá er sú skoðun ríkj­andi innan Vinstri grænna að flokk­arnir þrír: Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn og Björt fram­tíð, séu allir með ríkar hægri áhersl­ur. Í ljósi þess að þeir þrír eru með meiri­hluta þing­manna á Alþingi þá hræð­ast Vinstri græn að hægri hlið rík­is­stjórn­ar­innar myndi keyra yfir vinstri hlið­ina ef á reyndi.

Sér­stak­lega þar sem þeir flokkar eru nú þegar búnir að semja sig niður á lausnir í ansi mörgum mál­um. Lausnir sem Vinstri græn geta með engu máli sætt sig við.

Sam­fylk­ing, Björt fram­tíð eða báðir flokk­arnir

Þeir flokkar sem þar koma helst til greina eru Sam­fylk­ingin – sem Vinstri græn eru mjög áfram um að fá inn í rík­is­stjórn­ar­sam­starfið – og Björt fram­tíð. Helst er vilji til að fá báða flokk­anna inn í það og mynda þá rík­is­stjórn með 38 þing­menn, og sterkan meiri­hluta.

Vanda­málið þar er að Björt fram­tíð hefur bundið sig ansi fast við Við­reisn og hingað til hefur ekki verið neinn vilji hjá flokknum til að slíta sig frá því sam­starfi, þrátt fyrir ítrek­aðar til­raunir ann­arra stjórn­mála­flokka til að reka fleyg á milli þeirra.

Rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar er þó fjarri því út af borð­inu. Við­ræður Bjarna og Katrínar munu snú­ast um að kanna af alvöru hvort hægt sé að mynda ann­ars konar rík­is­stjórn sem inni­heldur báða þá flokka.  Katrín lagði sér­staka áherslu á það í sam­tali við mbl.is í dag að um óform­legar við­ræður sé að ræða.

Ef ekki næst saman milli þeirra er þriggja flokka rík­is­stjórnin frá miðju til hægri, sem var fyrsta val Bjarna Bene­dikts­sonar í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum eftir kosn­ing­arn­ar, enn lík­leg­asti mögu­leik­inn sem er á borð­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar