Birgir Þór Harðarson

Allar líkur á að fimm flokka viðræðum verði hætt á morgun

Tími Pírata til að mynda fimm flokka ríkisstjórn frá miðju til vinstri fer að renna út. Himinn og haf er á milli Vinstri grænna og Viðreisnar í mörgum lykilmálum. Vinstri græn vilja fjárfesta fyrir tugi milljarða króna í velferð og innviðum og Viðreisn vill uppboðsleið í sjávarútvegi.

Lítlar sem engar líkur eru taldar á því að Pírat­ar, Við­reisn, Björt fram­tíð, Sam­fylk­ing og Vinstri græn ákveði að hefja form­legar við­ræður um myndun rík­is­stjórn­ar. Mjög langt er á milli and­stæðra póla um hvernig eigi að haga tekju­öflun og hvernig eigi að taka á sjáv­ar­út­vegs­mál­um.

Krist­ján Gunn­ars­son, fjöl­miðla­full­trúi Pírata, sagði við Vísi í morgun að það muni ráð­ast á morg­un, föstu­dag, hvort af form­legum við­ræðum verði. Þá verði vika síðan að Píratar fengu stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið frá Guðna Th. Jóhann­essyni, for­seta Íslands. Við­mæl­endur Kjarn­ans innan Vinstri grænna og miðju­banda­lags Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar telja afar ólík­legt, og nán­ast úti­lok­að, að form­legar við­ræður verði teknar upp. Það gæti þó farið svo að reynt yrði áfram fram yfir helgi.

Stór gjá varð­andi tekju­öflun

Líkt og við var að búast er mesta gjáin milli Vinstri grænna ann­ars vegar og Við­reisnar hins veg­ar. Vinstri græn vilja fara í fjár­fest­ingar í vel­ferð og innviðum sem gætu kostað allt að 50 millj­arða króna til við­bótar við það sem rekstur rík­is­sjóðs kostar í dag. Þær fjár­fest­ingar þarf að fjár­magna með nýjum sjálf­bærum tekj­um. Það þýðir að ráð­ast þyrfti í ýmiss konar skatta­hækk­anir til við­bótar við hækkun á gjöldum sem tekin yrðu vegna nýt­ingar á auð­lindum og nýrra gjalda sem hægt yrði að leggja á ferða­þjón­ust­una. Við­reisn hefur verið mjög andsnúin svo mik­illi aukn­ingu álagn­ing­ar.

Síð­ast þegar slitn­aði upp úr við­ræðum flokk­anna fimm, þegar Katrín Jak­obs­dóttir for­maður Vinstri grænna stýrði við­ræð­un­um, lá fyrir mik­ill munur á áherslum milli Vinstri grænna ann­ars vegar og Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar hins veg­ar. Sá munur sem fram var kom­inn var m.a. í land­bún­að­ar­mál­um, sjáv­ar­út­vegi og alþjóða­málum þar sem Vinstri græn töl­uðu m.a. fyrir breyt­ingum á sam­starf­inu við NATO. Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisnar grein, skrif­aði grein eftir að þeim við­ræðum lauk þar sem hann sagði að til­lögum um tug millj­arða skatta­hækk­an­ir, meðal ann­ars með hátekju­skatti og stór­eigna­skatti, væru óábyrg­ar. Þessi afstaða Við­reisn­ar, hefur ekk­ert breyst. Og vilji Vinstri grænna til að fara í tug millj­arða króna aukn­ingu í fjár­fest­ingu í vel­ferð og innviðum hefur það ekki held­ur.

Yfir­lýs­ingar for­svars­manna Lands­spít­al­ans og Land­helg­is­gæsl­unnar vegna fjár­laga­frum­varps­ins, þar sem þeir lýsa í raun yfir að neyð­ar­á­stand skap­ist innan þeirra stofn­anna ef ekki verður bætt veru­lega í fjár­mögn­un, hafa virkað sem olía á þann eld sem drífur kröfur um gríð­ar­leg aukn­ingu á fjár­fest­ingum í vel­ferð og innvið­um. Mis­mun­andi skoð­anir um for­gangs­röðun í sam­göngu­á­ætl­un, sem var ekki hluti af fjár­laga­frum­varp­inu, hefur einnig ekki gert sam­ræður auð­veld­ar­i. 

Þá liggur fyrir að Við­reisn stendur fast á því að farin verði upp­boðs­leið í sjáv­ar­út­vegi. Í við­ræðum miðju­flokk­anna við Sjálf­stæð­is­flokk lá fyrir til­laga um að 3-4 pró­sent kvót­ans myndi fara á upp­boð og afrakstur þess myndi síðan skapa nýjar og hærri tekjur fyrir rík­is­sjóð. Vinstri græn eru andsnúin upp­boðs­leið og vilja frekar hækka veiði­gjöld á útgerð­ir. 

Mikil vinna framundan við fjár­laga­gerð

Í fyrra­dag var lagt fram fjár­laga­frum­varp við mjög óvenju­legar aðstæður og fram undan er nær for­dæma­laus fjár­laga­vinna. Hún fer fram á tímum þar sem starf­stjórnin sem lagði fram fjár­laga­frum­varpið er ekki með meiri­hluta og semja þarf um ansi mörg mál innan fjár­laga­nefndar til að frum­varpið fái braut­ar­gengi og verði sam­þykkt. Sú vinna mun krefj­ast mik­illar ein­beit­ingar og athygli, sér­stak­lega í ljósi þess að ansi margir þeirra sjö flokka sem sitja nú á Alþingi vilja gera umtals­verðar breyt­ingar á frum­varp­inu áður en það verður sam­þykkt. 

Benedikt Jóhannesson skrifaði grein síðast þegar slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm. Þeir ásteytingarsteinar sem tilgreindir voru í henni eru enn til staðar.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Til við­bótar þarf að ljúka vinnu við sam­ein­ingu opin­bera og almenna líf­eyr­is­sjóðs­kerf­is­ins fyrir ára­mót, eigi hún að ganga eft­ir. Ritað var undir sam­komu­lag þess efnis í sept­em­ber þess efnis að sam­þætta kerf­in, jafna iðgjalda­greiðslur í þau og rétt­inda­á­vinnslu gegn því að ríkið myndi borga upp ófjár­magn­aðar áfallnar skuld­bind­ingar með stöð­ug­leika­fram­lögum og vinna að því að ­jafna laun milli þeirra sem starfa hjá hinu opin­bera og þeirra sem starfa á almennum mark­aði. Þeirri jöfnun á að ná innan ára­tug­­ar, en í dag eru laun á almennum mark­aði umtals­vert hærri. Ekki hefur hins vegar tek­ist að nást sátt um útfærslu þess­arar miklu kerf­is­breyt­ingar og hún er sem stendur í miklu upp­námi. 

Nýtt þing hefur því nóg að gera næstu dag­anna.

Hvað næst?

Verði fimm flokka við­ræð­unum slit­ið, líkt og allt lítur út fyrir að verði ofan á, eru fáir mögu­leikar eftir í stöð­unni varð­andi rík­is­stjórn­ar­mynd­un. Engin þíða er að skap­ast hjá flestum flokk­unum utan Sjálf­stæð­is­flokks gagn­vart því að mynda rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokknum og þeir úti­loka enn allir að mynda rík­is­stjórn með báðum sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokk­um. Krafa Vinstri grænna um tug millj­arða króna við­bót­ar­fjár­fest­ingu í vel­ferð­ar­málum og innviðum hefur gert það að verkum að flokk­ur­inn mun ekki ná saman við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og frjáls­lynd­u miðju­flokk­anna tvo, Við­reisn og Bjarta fram­tíð.

Sá stjórn­ar­mynd­un­ar­mögu­leiki sem eftir stendur er þá þriggja flokka rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar með minnsta mögu­lega þing­meiri­hluta, 32 þing­menn. Líkt og vel þekkt er hafa þessir flokkar tekið tvær umferðir í við­ræðum nú þegar en Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur hætt við í bæði skiptin þegar for­svars­menn hinna flokk­anna töldu að nær allt væri frá­geng­ið. Opin­bera ástæðan sem Bjarni hefur gefið er sú að hann teldi stjórn­ina ekki nægi­lega sterka með sinn litla meiri­hluta til að takast á við þau efna­hags­legu vanda­mál sem fram und­an­ eru, og lesa má um í frétta­skýr­ingu sem birt­ist á Kjarn­anum í morg­un. Innan Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar er sú skoðun hins vegar nær almenn að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi ekki með neinu móti getað sætt sig við upp­boðs­leið í sjáv­ar­út­vegi og að innan flokks­ins hafi einnig verið mjög sterk and­staða við sam­starf við Við­reisn, í ljósi þess að flokk­ur­inn er meðal ann­ars stofn­aður af fólki sem flúði Sjálf­stæð­is­flokk­inn vegna Evr­ópu­mála og skorts á fram­gangi frjáls­lyndra við­horfa. 

Hafi afstaða Bjarna, og flokks hans, ekki breyst og er ljóst að bolt­inn er þá kom­inn í fangið á Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, for­seta Íslands um fram­hald­ið. Einn mögu­leik­inn sem æ oftar er nefndur hjá lyk­il­fólki innan flokka víðs veg­ar frá á hinu póli­tíska lit­rófi er sá að það þurfi bara að kjósa aft­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar