Ísland eins og rauður glampi á hitakortinu

Íslenska hagkerfið vex og vex og kunnugleg einkenni eru farin að sjást. Innlend eftirspurn vex og krónan styrkist. Gæti kollsteypa verið handan við hornið?

7DM_4190_raw_1617.JPG
Auglýsing

Gengi krón­unnar hefur styrkst mikið að und­an­förnu gagn­vart helstu myntum og ef fram heldur sem horfir mun hún geta grafið hratt undan þeim efna­hags­bata sem náðst hefur fram á Íslandi á síð­ustu árum. Það kann að vera að þetta séu of stór orð, og þó. Full ástæða er til að staldra við og huga að því hver staða hag­kerf­is­ins er um þessar mund­ir. Erum við á réttri leið eða rangri?

Nýj­ustu tölur um hag­vöxt eru algjör­lega á skjön við þróun mála í hag­kerfum í marg­falt stærri ríkjum út í heimi, svo ekki sé talað um með­al­töl í heims­álf­um.

Þó erfitt sé að bera aðrar þjóðir saman við Ísland, hvað þetta varðar - vegna mik­ils stærð­ar­munar - þá tala töl­urnar sínu máli. Lands­fram­leiðsla vex marg­falt hraðar en í nær öllum öðrum þró­uðum ríkjum heims­ins um þessar mund­ir. 

Auglýsing

Þetta vekur upp spurn­ingar um á hvaða veg­ferð íslenska hag­kerfið er. Eins og staðan er núna þá er Ísland gló­andi rauður blettur á efna­hags­legu hita­korti heims­ins.

Gríð­ar­legur vöxtur

Lands­fram­leiðslan á þriðja árs­fjórð­ungi þessa árs jókst að raun­gildi um 10,2 pró­sent frá sama árs­fjórð­ungi fyrra árs en það er mesta aukn­ing sem mælst hefur frá því á 4. árs­fjórð­ungi 2007. „Magnaukn­ing lands­fram­leiðsl­unnar nú skýrist að veru­legu leyti af fram­lagi utan­rík­is­við­skipta en útflutn­ingur jókst að raun­gildi um 16,4% sam­an­borið við sama tíma­bil árið 2015,“ segir í frétt á vef Hag­stofu Íslands, sem birt var í gær.

Mik­ill vöxtur í ferða­þjón­ustu hefur birst eins og vítamín­sprauta gjald­eyris fyrir hag­kerf­ið. Áhrifin leyna sér ekki. Á þessu ári er gert ráð fyrir að 1,7 millj­ónir ferða­manna heim­sæki landið en á næsta ári benda spár til þess að 2,2 millj­ónir manna komi til lands­ins. Gjald­eyr­is­inn­spýt­ing í hag­kerfið verður upp á 500 millj­arða króna í sam­an­burði við 430 millj­arða á þessu ári.

Þessi mikli vöxtur hefur haft mikil áhrif á vinnu­mark­aði, en þar er nú skortur á vinnu­afli, að sögn Seðla­banka Íslands. Atvinnu­leysi mælist undir þrjú pró­sent og vegna mik­illa umsvifa í bygg­ing­ar­iðn­aði og ferða­þjón­ustu þarf fleira starfs­fólk í þá geira. Aðrir geirar atvinnu­lífs­ins hafa ekki verið að vaxta með við­líka hætti. „Í rík­ari mæli en áður er hag­vöxt­ur­inn bor­inn uppi af inn­lendri eft­ir­spurn, sem jókst um tæp­lega 10% á fyrri hluta þessa árs. Þá heldur störfum áfram að fjölga hratt, atvinnu­leysi að minnka og skýr­ari merki eru um að hraður vöxtur eft­ir­spurnar sé far­inn að reyna á þan­þol inn­lendra fram­leiðslu­þátta. Á móti vegur meiri aðflutn­ingur erlends vinnu­afls,“ segir í yfir­lýs­ingu Pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­banka Íslands frá 16. nóv­em­ber.

Lán til ferðaþjónusta hafa aukist um 26 prósent á þessu ári. Um 105 milljarða af um 170 milljörðum eru óverðtryggðum lánum. Mynd: Fjármálastöðugleiki.Þá hefur fast­eigna­verð hækkað hratt á und­an­förnum árum. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er hækk­unin um 50 pró­sent að raun­virði, sé miðað við fjöl­býli, en fast­lega er búist við áfram­hald­andi hækkun hús­næð­is­verðs. Hús­næð­is­skortur á tímum mik­illar eft­ir­spurnar og jákvæð áhrif lágrar verð­bólgu og launa­hækk­ana, hafa ýtt undir hækkun eigna­verðs. Und­ir­liggj­andi er styrk­ing krón­unnar þar áhrifa­mik­ill þáttur því hún hefur haldið aftur af inn­fluttri verð­bólgu og þannig minnkað verð­bólgu­þrýst­ing. Verð­bólgan mælist nú 2,1 pró­sent og meg­in­vextir Seðla­bank­ans 5,25 pró­sent, en víða heyr­ast þær raddir að ef ekki sé tími til vaxta­lækk­ana nú, þá komi sá tími aldrei. Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans telur þó að fara þurfi var­lega í þessum efn­um, enda margir óvissu­þættir í íslenska hag­kerf­inu sem taka þurfi til­lit til.

Hraður bati

Staða rík­is­fjár­mála hefur kúvenst á skömmum tíma og er útlit fyrir að skuldir rík­is­sjóðs verði komnar niður fyrir 40 pró­sent af árlegri land­fram­leiðslu í lok árs 2017. Upp­gjör slita­búa hinna föllnu banka breytti stöð­unni veru­lega til hins betra. Skuldir þjóð­ar­búss­ins erlendis minnk­uðu veru­lega og stöð­ug­leika­fram­lög til rík­is­ins frá slita­bú­un­um, upp á um 500 millj­arða þegar allt er talið, styrktu stöðu rík­is­sjóðs mik­ið.

Í ofaná­lag hefur við­skipta­jöfn­uður sífellt verið að batna, einkum vegna mik­illar fjölg­unar ferða­manna. „Við­skipta­jöfn­uður mæld­ist hag­stæður um 100,4 millj­arða króna á árs­fjórð­ungnum sam­an­borið við 32,5 millj­arða króna fjórð­ung­inn á und­an. Þetta er mesti afgangur af við­skipta­jöfn­uði frá upp­hafi mæl­inga og í fyrsta sinn sem hann fer yfir 100 millj­arða króna á fjórð­ung­i,“ segir í til­kynn­ingu frá Seðla­banka Íslands 2. des­em­ber.

Ofhitn­un?

En þessi stór­bætta staða hagtaln­anna - svona fljótt á litið - hefur líka á sér dekkri hlið­ar. Eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins hefur hag­kerfið verið end­ur­reist í nýjum veru­leika en var áður og þar er aug­ljós­ast að horfa til gengis krón­unn­ar. Fyrir rúm­lega ári síðan kost­aði Banda­ríkja­dal­ur­inn 136 krónur en í dag er hann kom­inn niður í 110 krón­ur. Í des­em­ber 2007 kost­aði dal­ur­inn 60 krónur en fyrir hrunið var það eitt helsta aðals­merki íslenska hag­kerf­is­ins, hversu gengi krón­unnar var sterkt. Háir vextir og almenn þensla - ekki síst vegna fífl­djarfra lán­veit­inga bank­anna til fólks og fyr­ir­tækja - leiddu þá til alvar­legrar stöðu, þó ástæða hruns fjár­mála­kerf­is­ins hafi verið marg­slungin eins og þekkt er.

Hér sést hvernig gengi krónunnar hefur þróast gagnvart helstu viðskiptamyntum. Mynd: Keldan.

Veik króna hefur skipt mál

En mun­ur­inn þá og nú snýst ekki síst um ólíka stöðu krón­unnar og allt annað umhverfi í fjár­mála­kerf­inu. Hag­vöxtur hefur verið útflutn­ings­drif­inn á síð­ustu árum, þó vöru­skipta­jöfn­uður sé við­var­andi nei­kvæð­ur, og þar hefur veik­ari staða krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum heims­ins skipt miklu máli. Sam­keppn­is­hæfni útflutn­ings­fyr­ir­tækja - í mörgum geirum atvinnu­lífs­ins - hefur í reynd byggt á þess­ari stöðu. Má ekki síst nefna nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki af ýmsu í tagi í því sam­hengi.

Einn við­mæl­andi Kjarn­ans, sem starfar í tækni­geir­an­um, orð­aði það þannig, að ef Banda­ríkja­dalur færi að kosta undir 110 krónum þá færi sam­keppn­is­for­skot fyr­ir­tækj­anna fljótt. Með öðrum orð­um; þá mun áfram­hald­andi styrk­ing grafa undan sam­keppn­is­hæfni útflutn­ings­greina smám sam­an. Nú þegar hafa heyrst áhyggju­raddir vegna þessa, en styrk­ing krón­unnar gagn­vart evru er um 16 pró­sent á síð­asta ári og gagn­vart Banda­ríkja­dal hefur hún verið rúm­lega 14 pró­sent. Mest hefur styrk­ingin verið gagn­vart pund­inu eða tæp­lega 30 pró­sent en eftir Brexit kosn­ing­una í júní hefur pundið veikst veru­lega gagn­vart helstu við­skipta­myntum heims­ins. Pundið kost­aði 206 krónur fyrir rúm­lega ári en kostar nú tæp­lega 140 krón­ur.

Helsti mark­aður fyrir þorsk gefur minna

Þetta eru slæm tíð­indi fyrir íslensk útflutn­ings­fyr­ir­tæki ekki síst í sjáv­ar­út­vegi. Um 12 pró­sent af útflutn­ingi Íslands í fyrra fór til Bret­lands og um 19 pró­sent ferða­manna komu það­an. Þetta er því mik­il­vægt við­skipta­svæði Íslands. Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, gerði styrk­ingu krón­unnar gagn­vart pund­inu að umtals­efni þegar upp­gjör félags­ins vegna árs­ins 2015 var kynnt. „Fyr­ir­huguð útganga Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu mun hins vegar hafa nei­kvæð áhrif á afkomu okk­ar, að minnsta kosti til skamms tíma á meðan pundið er veikt. Stór hluti þorskaf­urða félags­ins er seldur í Bret­land­i,“ sagði Þor­steinn Már.

Hvað ber fram­tíðin í skauti sér?

Lík­legt er að gengi krón­unnar haldi áfram að styrkj­ast á næstu miss­erum, sé mið tekið af því að gjald­eyr­is­inn­streymi er stöðugt veru­lega mikið vegna erlendra ferða­manna. Það er þó einkum tvennt sem getur dregið úr henni. Ann­ars vegar auknar fjár­fest­ingar erlend­is, ekki síst íslenskra líf­eyr­is­sjóða, og síðan inn­grip Seðla­banka Íslands á gjald­eyr­is­mark­aði. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga nú tæp­lega 3.300 millj­arða eign­ir, og af þeim er rúm­lega 20 pró­sent erlend­is. Hugs­an­legt er að þeir fjár­festi meira erlendis nú þegar er verið að losa um höft og það sama má segja um íslenska fjár­festa almennt. Til þessa hefur þó lítið sést til þess­arar þró­un­ar.

En eins og oft áður er vandi að spá um hvað gæti gerst á næstu miss­erum og árum, hvort sem það er áfram­hald­andi upp­sveifla eða jafn­vel nið­ur­sveifla. Flestir grein­endur spá áfram­hald­andi miklum hag­vexti en nefna þó þann fyr­ir­vara að mikil styrk­ing krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum geti grafið undan útflutn­ings­hlið­inni. Og eins og að framan er rak­ið, þá gæti það haft alvar­legar afleið­ingar fyrir hag­kerf­ið. Þá hæf­ist enn ein rús­sí­ban­areiðin sem íslenska hag­kerfið hefur gengið í gegnum á stuttu ævi­skeiði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None