Ríkissjóður byrjar að borga inn á hundruð milljarða lífeyrisskuld

Byrjað verður að greiða inn á 460 milljarða króna lífeyrissjóðsskuld ríkisins á árinu 2017. Greiddir verða fimm milljarðar króna á ári auk þess sem hluti söluandvirðis Íslandsbanka á að fara í að greiða skuldina. Síðast var greitt inn á skuldina 2008.

Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson stýra enn ríkisstjórn landsins þrátt fyrir að ríkisstjórn þeirra hafi tapað meirihluta í síðustu kosningum. Fjárlagafrumvarpið sem var lagt fram í gær er því þeirra frumvarp.
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson stýra enn ríkisstjórn landsins þrátt fyrir að ríkisstjórn þeirra hafi tapað meirihluta í síðustu kosningum. Fjárlagafrumvarpið sem var lagt fram í gær er því þeirra frumvarp.
Auglýsing

Frá og með næsta ári mun rík­is­sjóður greiða árlega fimm millj­arða króna inn á ófjár­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar sín­ar. Selji ríkið 100 pró­sent hlut sinn í Íslands­banka mun sú fjár­hæð verða end­ur­metin til hækk­unar og ef allt hluta­féð verður selt gefst svig­rúm til allt að 100 millj­arða króna inn­á­greiðslu á skuld­bind­ing­arn­ar. Þetta kemur fram í fjár­laga­frum­varpi árs­ins 2017 sem lagt var fram í gær. 

Ríkur vilji hefur verið til þess hjá Alþingi að hefja á ný reglu­legar greiðslur vegna ófjár­magn­aðra líf­eyr­is­skuld­bind­inga hins opin­ber­a. Heild­ar­skuld­bind­ingar B-deildar Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins (LSR) og Líf­eyr­is­sjóðs hjúkr­un­ar­fræð­inga (LH) sam­kvæmt rík­is­reikn­ingi námu 460 millj­örðum króna í lok árs 2015. Meiri­hluti fjár­laga­nefndar lagði það til í sumar að greiðsl­urnar yrðu að minnsta kosti tíu millj­arðar króna á ári til að draga úr því höggi sem verður á rík­­is­­sjóð þegar sjóður deild­­ar­innar tæm­ist árið 2030. Nið­ur­staðan í fjár­lögum er að greiða helm­ing þeirrar upp­hæð­ar.

Auglýsing

Greiðslum hætt eftir hrunið

Ófjár­­­­­magn­aðar líf­eyr­is­skuld­bind­ingar hins opin­bera hafa verið risa­stórt vanda­­­mál í lengri tíma. Árið 1997 var A-deild LSR stofn­uð. Hún byggir á stiga­­­kerfi þar sem sjóðs­­­fé­lagi ávinnur sér rétt­indi miðað við greidd iðgjöld. Kerfið byggir á sjóðs­­­söfn­un. Þ.e. LSR safnar iðgjöld­um, ávaxtar þau og greiðir út í sam­ræmi við áunnin rétt­indi. Ef sjóð­­­ur­inn á ekki fyrir þeim hleypur ríkið undir bagga.

Á sama tíma var eldra kerfi sjóðs­ins, hin svo­­kall­aða B-deild, lokuð fyrir sjóðs­­fé­lög­­um. Í henni ávinna sjóðs­­fé­lagar sér tvö pró­­sent rétt­indi á ári miðað við fullt starf. Reglur LH eru áþekkar B-deild­inn­i.  Þetta kerfi byggir að mestu á gegn­um­­streymi fjár­­­magns, og ein­ungis að hluta til á sjóðs­­söfn­un. Ástæða þess að kerfið var lagt niður var sú að það blasti við að það gæti ekki staðið undir sér. Því var settur plástur á sárið og lokað á nýliðun í B-deild­ina. Það breytir því ekki að henni blæðir enn mik­ið. Það var alltaf morg­un­­ljóst að ríkið myndi þurfa að greiða háar fjár­­hæðir með þessu gamla kerfi.

Þess vegna ákvað Geir H. Haar­de, þáver­andi fjár­­­­­mála­ráð­herra, árið 1999 að rík­­­is­­­sjóður skyldi hefja greiðslur til B-deildar LSR og LH umfram laga­­­skyldu. Mark­miðið var að milda höggið sem fram­­­tíð­­­ar­kyn­­­slóðir skatt­greið­enda myndu þurfa að þola vegna þess og koma í veg fyrir að sjóð­irnir tæmd­ust.

Árið 2008, eftir hrun­ið, var þessum við­­­bót­­­ar­greiðslum hins vegar hætt. Þá hafði rík­­­is­­­sjóð­­­ur, frá árinu 1999, alls greitt 90,5 millj­­­arða króna inn á útistand­andi skuld sína við B-deild LSR og LH. Í lok árs 2014 var sú fjár­­­hæð, upp­­­­­færð með ávöxtun sjóð­anna, orðin 231,8 millj­­­arðar króna. Því er ljóst að greiðsl­­­urnar skiptu veru­­­legu máli. Ef ekki hefði komið til þess­­­ara greiðslna væru sjóð­irnir tómir og allar greiðslur féllu nú þegar á rík­­­is­­­sjóð.

Allt búið 2030

Sam­tals voru skuld­bind­ing­ar B-deildar LSR og LH 460 millj­örðum króna í lok árs 2015, sam­kvæmt rík­is­reikn­ingi. Allir fjár­­­munir sjóð­anna munu verða upp­­­­­urnir árið 2030 og eftir það falla greiðslur til sjóð­­fé­laga beint á rík­­­is­­­sjóð. Til við­­bótar er heild­­ar­­staða A-deild­ar LSR einnig nei­­kvæð þótt staða hennar hafi ekki versnað á síð­­­ustu árum. Greiðslur vegna þeirra ófjár­­­mögn­uðu skuld­bind­inga falla líka að óbreyttu á rík­­is­­sjóð.

Verði ekk­ert að gert mun sjóður B-deild­ar­innar tæm­ast árið 2030 og rík­is­sjóður þarf þá að fjár­magna sjóð­inn með 13 millj­arða króna árlegum greiðslum vegna baká­byrgðar til að byrja með, og öðrum 13 millj­örðum króna vegna líf­eyr­is­hækk­ana eft­ir­launa­þega. 

Ríkið sleppur við greiðslur og fær skatt­­­tekjur á móti

Þegar verið er að meta skuld­bind­ingar rík­­­is­­­sjóðs vegna opin­berra starfs­­­manna verður að hafa í huga að ríkið „slepp­­­ur“ við að greiða líf­eyr­is­­­sjóðs­greiðslur úr almanna­­­trygg­inga­­­kerf­inu með því að borga þessar skuldir og hefur auk þess nokkuð háar skatt­­­tekjur af líf­eyr­is­greiðsl­­­um.

Stjórn LSR fékk í fyrra­vor Bene­dikt Jóhann­es­­­son trygg­inga­­­stærð­fræð­ing, og nú þing­mann og for­mann Við­reisn­ar, til að meta þetta sam­­­spil. Nið­­­ur­­­staða hans var sú að ríkið spari sér umtals­verðar fjár­­hæð­ir, á annað hund­rað millj­­arða króna, í líf­eyr­is­greiðslur og fái auk þess á þriðja hund­rað millj­­­arða króna í skatt­­­tekjur þegar það er búið að greiða upp skuld­ina.

Þá stendur samt sem áður eftir baká­­­byrgð rík­­­is­­­sjóðs. Þ.e. bein­harðir pen­ingar sem þarf að greiða í skulda­hít­ina og fást ekki aftur með sparn­aði í almanna­­­trygg­inga­­­kerf­inu eða með skatt­greiðsl­­­um. Á rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­fund­i í ágúst 2015 kom fram að þessi upp­­­hæð er áætl­­­uð, fyrir B-deild LSR og LH sam­an, 104,8 millj­­­arðar króna. Hún hefur hækkað síð­­­an. Inn á þessa skuld þarf að hefja greiðsl­­­ur, ann­­­ars sitja fram­­­tíð­­­ar­kyn­­­slóðir uppi með tug millj­­arða króna kostnað á ári frá 2030.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None