Birgir Þór Harðarson

Forsetinn með buffið

Aðdragandi forsetakosninganna 2016 var dramatískur. Ólafur Ragnar Grímsson ætlaði að hætta, hætti svo við að hætta og hætti svo við að hætta við að hætta. Davíð Oddsson bað þjóðina um mælingu og Wintris-málið bjó alveg óvænt til stjörnukandidat úr sagnfræðingnum Guðna Th. Jóhannessyni sem lóðsaði þjóðinni í beinni útsendingu í gegnum þá þolraun.

Nýársávarp for­seta Íslands á fyrsta degi árs­ins 2016 var beðið eftir meiri eft­ir­vænt­ingu en þau sem á undan höfðu kom­ið. Búist var við því að Ólafur Ragnar Gríms­son, sem setið hafði á for­seta­stóli síðan 1996, myndi hætta. Líkt og hans var von þá hélt hann óviss­unni algjörri í aðdrag­and­an­um. Í lok nóv­em­ber 2015 birt­ist við­tal við for­set­ann í DV þar sem hann sagði þjóð­ina standa frammi fyrir risa­stórum áskor­unum og að við­bragð við þeim myndi skil­greina hana um ókomna tíð. Í slíkum aðstæðum þarf hún ein­stak­l­ing á Bessa­­stöðum sem „hagg­­ast ekki í róti umræð­unn­­ar, bloggs­ins og hit­ans sem fylgir átökum dags­ins“.

Ólafur Ragnar ætl­aði upp­haf­lega að stíga til hliðar 2012 en ákvað þá, eftir að Þóra Arn­órs­dóttir hafði til­kynnt fram­boð sitt, að þjóðin þyrfti á sér að halda í fjögur ár til við­bótar vegna óvissu sem fyrir hendi væri. Sú óvissa staf­aði meðal ann­ars af hápóli­tískum málum á borð við aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu, deilum um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá lands­ins og hvernig haga ætti upp­gjöri á búum föllnu bank­anna.

Ólafur Ragnar brást ekki vænt­ing­um. Þegar nokkuð var liðið á ræð­una sagði hann að það væri góður tími fyrir þjóð­ina að ganga með nýjum hætti til ákvörð­unar um for­seta. Hann kom því þó skýrt á fram­færi að sá sem fyrir var á fleti yrði aldrei langt und­an. „Þótt annar muni halda um for­­seta­­stýrið verð ég áfram reið­u­­bú­inn að sinna verkum á þjóð­­ar­skútu okkar Íslend­inga; er á engan hátt að hverfa frá borði; verð ætíð fús að leggj­­ast með öðrum á árar,“ sagði for­­set­inn meðal ann­­ars.

Sterkur en sundr­andi for­seti

Ólafur Ragnar hafði verið sterkur for­seti og sýnt af sér ótrú­lega póli­tíska kænsku oftar en einu sinni til að bjarga eigin frama þegar öll sund virt­ust lok­uð. Hann hafði umfaðmað góð­ær­is­stemmn­ingu fyr­ir­hrunsáranna, dásamað íslenska við­skipta­for­kólfa og banka­menn og opnað fjöl­margar dyr fyrir þá erlend­is. Ólafur Ragnar veitti íslenskum fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum trú­verð­ug­­leika á erlendum vett­vangi með dramat­ískum ræðum um yfir­­­burði íslensku þjóð­­ar­innar og töfra­mátt stuttra boð­­leiða í við­­skipt­­um. Yfir­­­burð­irnir reynd­ust reyndar á end­anum engir heldur varð fram­­ferði banka­út­­rás­­ar­manna til þess að Ísland þurfti að beita neyð­­ar­rétti til að koma í veg fyrir gjald­­þrot. Stuttu boð­­leið­­irnar reynd­ust margar hverjar fela í sér lög­­brot.

Í stað þess að lúta höfði með skottið á milli lapp­anna eftir hlut­verk sitt í offorsi góð­ær­is­ár­anna tókst Ólafi Ragn­­ari að end­­ur­­skapa sig sem þjóð­hetju í Ices­a­ve-­­mál­inu. Það er lík­­­ast til eitt mesta póli­­tíska afrek sem unnið hefur verið á Íslandi.

En nú virt­ist tími hans lið­inn. Að mati Ólafs Ragn­ars hafði hann siglt þjóð­inni í var frá sjálfri sér. Og gat skilið hana eftir í höndum nýs for­seta.

Jón Gnarr nefndur

Sam­stundis hófust miklar bolla­legg­ingar um hverjir myndu bjóða sig fram, hverjir ættu raun­veru­legan mögu­leika á að hreppa starfið og eftir hverju íslensk þjóð væri að leita í for­seta á árinu 2016, 20 árum eftir að hún kaus Ólaf Ragnar í starf­ið.

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, var ítrekað orðaður við forsetaframboð á árinu 2015.
Mynd: Anton Brink

Það nafn sem var oft­ast orðað við fram­boð á árinu 2015 var nafn Jóns Gnarr, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra. Jón mæld­ist með nær 50 pró­sent fylgi í könn­unum sem gerðar voru á því ári. Hann tók síðan við starfi dag­skrár­stjóra hjá fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu 365 miðlum og póli­tísk inn­eign hans fór að falla í kjöl­far­ið, meðal ann­ars vegna síend­ur­tek­inna upp­á­koma í starfs­manna­málum þess fyr­ir­tækis sem fjallað var um á opin­berum vett­vangi. Jón til­kynnti svo í skamm­lífum þætti sínum Ísland Today þann 15. jan­úar 2016 að hann myndi ekki bjóða sig fram til for­seta.

Á þessum tíma­punkti höfðu þau Ást­þór Magn­ús­son, Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir, Hildur Þórð­ar­dótt­ir, Ari Jós­eps­son og Sturla Jóns­son þegar til­kynnt um for­seta­fram­boð. Engin þeirra þótti eiga neina raun­hæfa mögu­leika á því að sigra.

Það átti hins vegar Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna og þá vin­sæl­asti stjórn­mála­maður þjóð­ar­inn­ar. Í könnun sem birt var í byrjun mars sögð­ust 37,5 pró­sent aðspurðra að þeir teldu hana koma til greina sem næsta for­seta. Hún sagð­ist í kjöl­farið vera að velta fram­boði fyrir sér í ljósi áskor­ana. Þann 9. mars var þeim vanga­veltum lokið og nið­ur­staðan lá fyr­ir: Katrín ætl­aði ekki í fram­boð.

Í sama mán­uði til­kynntu hins vegar þau Bær­ing Ólafs­son, Halla Tóm­as­dótt­ir, Heimir Örn Hólmars­son, Vig­fús Bjarni Alberts­son, Hrannar Pét­urs­son og Guð­mundur Frank­lín Jóns­son um fram­boð sín.

Fljót­lega varð ljóst að rit­höf­und­ur­inn Andri Snær Magna­son var að hug­leiða fram­boð af mik­illi alvöru. Bryn­dís Hlöðvers­dóttir rík­is­sátta­semj­ari var líka að hugsa sinn gang í mars og hávær orðrómur var um að tveir gamlir póli­tískir víga­menn, Davíð Odds­son og Össur Skarp­héð­ins­son, væru að láta kanna áhuga þjóðar á fram­boði sínu. Þor­­gerður Katrín Gunn­­ar­s­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri hjá Sam­­tökum atvinn­u­lífs­ins og fyrr­ver­andi mennta­­mála­ráð­herra Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, íhug­aði einnig fram­­boð sem og Guð­rún Nor­dal, for­­stöð­u­­maður Árna­­stofn­un­­ar. Sig­rún Stef­áns­dótt­ir, for­­seti hug- og félags­­vís­inda­sviðs Háskól­ans á Akur­eyri, var líka að íhuga fram­­boð og það var Linda Pét­­ur­s­dótt­ir, athafna­­kona og fyrr­ver­andi feg­­urð­­ar­drottn­ing, einnig að gera.

Þá fékk Berg­þór Páls­son óperu­söngv­ari fjöl­margar áskor­an­ir, Eiríkur Björn Björg­vins­son, bæj­ar­stjóri á Akur­eyri, var að hugsa fram­boð mjög alvar­lega og prest­ur­inn Davíð Þór Jóns­son kann­aði ræki­lega hvert bak­land hans yrði fyrir for­seta­fram­boði. Þor­grímur Þrá­ins­son gaf til kynna fram­boð en hætti svo við. Stefán Jón Haf­stein var einnig sterk­lega orð­aður við áhuga á emb­ætt­inu sem og Berg­lind Ásgeirs­dótt­ir, sendi­herra.

Svo kom apríl með sín Pana­ma-skjöl og allt breytt­ist.

Sagn­fræð­ingur verður óvænt for­seta­fram­bjóð­andi í beinni útsend­ingu

Dag­inn eftir fjöl­menn­ustu mót­mæli Íslands­sög­unn­ar, sem fram fóru 4. apríl 2016, blés RÚV til auka­frétta­tíma til að fara yfir þá ótrú­legu atburða­rás sem stóð yfir. Fyrr um morg­un­inn hafði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, farið til fundar við Ólaf Ragnar Gríms­son og óskað eftir þing­rofs­heim­ild. Fyrr hafði hann sett stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann sagði að ef þing­­menn ­Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins treysti sér ekki til að styðja rík­­is­­stjórn­­ina við að ljúka ­sam­eig­in­­legum verk­efnum hennar myndi hann rjúfa þing og boða til kosn­­inga hið ­fyrsta.

Mikil athygli beindist að Bessastöðum fyrstu daganna í apríl. Guðni Th. Jóhannesson var fengin af RÚV til þess að greina stöðuna. Og sló í gegn.
mynd:Birgir Þór Harðarson

Til að skýra þessa atburða­rás fékk RÚV sagn­fræð­ing­inn Guðna Th. Jóhann­es­son, sem hafði meðal ann­ars sér­hæft sig í skrifum um for­seta­emb­ættið og sagn­fræði­legri hlið stjórn­mála, í sjón­varps­sett sem sér­fræð­ing. Upp­haf­lega átti útsend­ingin ein­ungis að standa yfir í hefð­bund­inn tíma. Þess í stað ílengd­ist Guðni Th. í sett­inu klukku­tímum sam­an, enda hélt drama­tíkin áfram allan þennan dag. Meðal ann­ars hélt Ólafur Ragnar for­dæma­lausan blaða­manna­fund þar sem hann útskýrði fund sinn með Sig­mundi Dav­íð. Allt þetta greindi Guðni Th. Jóhann­es­son og leiddi þjóð­ina í gegnum það hring­leika­hús fárán­leik­ans sem stjórn­mála­menn hennar stóðu fyrir þennan dag. Og sló í gegn á með­an.

Áskor­unum um að bjóða sig fram til for­seta fór að rigna yfir Guðna Th. Og hann fór að íhuga að gera það.

Ólafur Ragnar hættir við að hætta

Þann 18. apríl sner­ist allt á haus á ný. Ólafur Ragnar Gríms­son boð­aði til blaða­manna­fundar þar sem hann til­kynnir að hann sé hættur við að hætta sem for­seti. Hann muni vera í fram­boði 25. júní. Þar sagði hann m.a.: „Í þessu umróti óvissu og mót­­mæla og í kjöl­far nýlið­inna atburða hefur fjöldi fólks víða að höfðað til skyldu minn­­ar, reynslu og ábyrgðar og beðið mig að end­­ur­­skoða ákvörð­un­ina sem ég til­­kynnti í nýársávarp­inu. Um að gefa kost á mér á ný til emb­ættis for­­seta Íslands­[...]að eru ekki allir á þess­­ari skoð­un. Að tími sé kom­inn til að annar skipi þetta emb­ætti. En ég hef engu að síður þurft að horfast í augu við fjöld­ann sem lagt hefur hart að mér og höfðað til ábyrgð­­ar­innar sem for­­set­inn ber og traustið sem það sýnir mér."

Ólafur Ragnar Grímsson boðaði fjölmiðla á Bessastaði 18. apríl til að tilkynna um forsetaframboð sitt.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Fram­boðið hafði strax afleið­ing­ar. Guð­mundur Frank­lín og Vig­fús Bjarni drógu sín fram­boð sam­dæg­urs til baka og ýmsir sem höfðu legið undir feldi gáfu fram­boð frá sér. Á næstu dögum hættu Bær­ing og Hrannar einnig við og Eiríkur Björn ákvað að gefa ekki kost á sér en gagn­rýndi fram­boð Ólafs Ragn­ars.

Andri Snær, sem til­kynnti form­lega um fram­boð sitt 11. apr­íl, ætl­aði hins vegar að halda ótrauður áfram.

22. apríl var Ólafur Ragnar í við­tali við CNN. Þar sem hann var spurður út í Panama­skjölin og hvort eitt­hvað ætti eftir að koma í ljós um aflands­fé­lög tengdum honum eða fjöl­skyldu hans. Svarið var:„No, no, no, no, no. Thats not going to be the case.”

Fimm dögum síðar birt­ist könnun sem sýndi að Ólafur Ragnar væri með lang­mest fylgi. 53 pró­sent aðspurðra sögð­ust ætla að kjósa hann en tæp­lega 30 pró­sent Andra Snæ.

Enn ein beygjan

Þrýst­ingur á Guðna Th. um að bjóða sig fram hélt þó áfram. Ólafur Ragnar hafði alla tíð verið mjög pól­ariser­andi for­seti og það end­ur­spegl­að­ist enn og aftur í við­brögðum við fram­boði hans. Helm­ingur þjóð­ar­innar dáði hinn. Hinn helm­ing­ur­inn þoldi hann ekki. Og mörgum fannst Guðni Th. vera fram­bjóð­and­inn sem gæti velt sitj­andi for­seta. Sú til­finn­ing fékkst stað­fest í könnun sem birt var 2. maí. Þar var eng­inn mark­tækur munur á fylgi Guðna Th. og Ólafs Ragn­ars. Sá fyrr­nefndi mæld­ist með 51 pró­sent fylgi, en sitj­andi for­seti með tæp 49 pró­sent.

Ólafur Ragnar var hins vegar kom­inn í vand­ræði. 25. apríl hafði verið greint frá tengslum fjöl­skyldu Dor­ritar Moussai­eff, eig­in­­konu Ólafs Ragn­­ars, við aflands­­fé­lög. Tengslum sem voru opin­beruð í Panama­skjöl­unum svoköll­uðu. Í byrjun maí var svo greint frá beinum tengslum Dor­ritar sjálfrar við slík félög. Í frétta­flutn­ingi kom enn fremur fram að Dor­rit sé skráð utan lög­­heim­ilis í Bret­landi vegna skatta­hag­ræð­­is. Afdrátt­ar­laus neitun for­set­ans um aflands­fé­laga­tengsl fjöl­skyldu sinnar á CNN leit ekki vel út í þessu ljósi. Ólafur Ragnar sagð­ist sjálfur hafa skilið spurn­ing­una á þann veg að verið væri að spyrja um nán­ustu fjöl­skyldu sína, ekki fjöl­skyldu eig­in­konu sinn­ar. Dor­rit sjálf sendi frá sér til­kynn­ingu tveimur dögum síðar þar sem hún sagð­ist aldrei hafa rætt fjár­­­mál sín við eig­in­­mann sinn.

Þann sama dag, 5. maí, var verst geymda leynd­ar­mál íslenskrar þjóð­fé­lags­um­ræðu opin­ber­að. Guðni Th. Jóhann­es­son lýsti því yfir fyrir troð­fullum Salnum í Kópa­vogi að hann yrði í fram­boði til for­seta Íslands. Við öll, almenn­ingur í land­inu, biðjum ekki um mik­ið. Við biðjum ekki um full­komið sam­­fé­lag, full­komna vald­hafa. Við biðjum ein­fald­­lega um að ráða­­menn í sam­­fé­lag­inu séu heið­­ar­­leg­ir, standi við orð sín og hafi ekk­ert að fela,“ sagði Guðni Th. Nið­ur­lagið var túlkað sem fast skot á Ólaf Ragn­ar.

Davíð mætir

Drama­tík­inni lauk þó ekki með þessu. Þremur dögum síðar var útvarps­þátt­ur­inn Sprengi­sandur í fyrsta sinn undir stjórn nýs stjórn­anda, Páls Magn­ús­son­ar. Á meðal gesta var Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, for­sæt­is­ráð­herra, seðla­banka­stjóri og nú rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins. Lík­lega er ekki á neinn hallað þegar full­yrt er að Davíð sé einn umdeild­asti stjórn­mála­maður Íslands­sög­unn­ar. Aðrir sem falla í þann flokk eru Jónas Jóns­son frá Hriflu, Ólafur Ragnar Gríms­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son.

Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson tilkynntu um forsetaframboð með nokkurra daga millibili. Kosningabaráttan átti eftir að hverfast um þá.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í þætt­inum lýsti Davíð því yfir að hann ætl­aði sér að bjóða sig fram til emb­ættis for­seta Íslands. Ein­ungis tíu dagar voru fram að því að fram­boðs­frestur rynni út. „Ég sjálfur er þannig að stór hluti þjóð­­ar­innar þekkir mig mjög vel," sagði Dav­íð. Þjóðin þekkti bæði hans kosti og galla. Ef hann væri fast­­eign þá væri hægt að segja að í honum væri ekki að finna neina leynda galla. Hann teldi að það væri ekki verið að leita að manni í for­­seta­emb­ættið sem gæti sinnt mót­­tökum og veisl­um, heldur manni til að bregð­­ast við. For­­set­inn væri þarna til að bregð­­ast við, alveg eins og læknar á slysa­­deild og slökkvi­liðs­­menn. „Þarna þurfa að vera menn sem þjóðin veit að geta brugð­ist við." Menn sem þora að taka ákvörðun sem láti engan „rugla" í sér. Þessa eig­in­­lega taldi Davíð sig hafa og að þeir myndu nýt­­ast vel.

Dag­inn eftir til­kynnti Ólafur Ragnar að hann væri hættur við að hætta við að hætta við fram­boð. Í yfir­lýs­ingu sem hann sendi fjöl­miðlum sagði Ólafur Ragnar að það hafi orðið ljóst með atburðum síð­­­ustu daga að þjóðin ætti nú „kost á að velja fram­­bjóð­endur sem hafa umfangs­­mikla þekk­ingu á eðli, sögu og verk­efnum for­­seta­emb­ætt­is­ins; nið­­ur­­staða kosn­­ing­anna gæti orðið áþekk­ur ­stuðn­­ingur við nýjan for­­seta og fyrri for­­setar fengu við sitt fyrsta kjör.“ Þeir fram­bjóð­endur sem Ólafur Ragnar gat sætt sig við sem eft­ir­menn hans voru Davíð Odds­son og Guðni Th. Jóhann­es­son.

Sama dag og yfir­lýs­ing Ólafs Ragn­ars var send út birti MMR nið­ur­stöður úr nýrri könn­un. Þar mæld­ist fylgi við Guðna Th. tæp 60 pró­sent en fylgi Ólafs Ragn­ars, sem var enn í fram­boði þegar könn­unin var gerð, rúm 25 pró­sent.

Níu í fram­boði

Þegar fram­boðs­frestur var lið­inn voru níu í fram­boði: Andri Snær Magna­­son, Ást­þór Magn­ús­­son, Davíð Odds­­son, Elísa­bet Jök­­uls­dótt­ir, Guðni Th. Jóhann­es­­son, Guð­rún Mar­grét Páls­dótt­ir, Halla Tóm­a­s­dótt­ir, Hildur Þórð­­ar­dóttir og Sturla Jóns­­son.

Ljóst var að fjórir fram­bjóð­endur myndu taka mest til sín, þau Guðni Th., Dav­íð, Andri Snær og Halla. Og jafn ljóst var að þetta var slagur sem Guðni Th. þyrfti að tapa. For­skot hans sam­kvæmt könn­unum á aðra fram­bjóð­endur var gríð­ar­legt. Það mæld­ist rétt undir 70 pró­sent í þremur könn­unum í röð sem birtar voru um miðjan maí.

Halla Tómasdóttir mældist ekki með mikið fylgi til að byrja með. Hún sótti hins vegar gríðarlega á á lokametrum baráttunnar og endaði með næst flest atkvæði. Miðað við meðbyr Höllu á síðustu metrunum hefði hún átt góða möguleika á sigri ef baráttan hefði teygst í nokkrar vikur í viðbót.
Mynd: Birgir Þór Harðarson



Kosn­inga­bar­áttan fór fram á for­sendum Dav­íðs. Fyrir lá að hann sá Guðna Th. sem sína helstu hindrun og því beindi hann kröftum sínum að hon­um. Gagn­rýni Dav­íðs á and­stæð­ing sinn var margs­kon­ar. Hann ásak­aði hann um að hafa haft ranga afstöðu í Ices­a­ve-­mál­inu, gagn­rýndi skrif og ræður Guðna Th. um þorska­stríðin sem stóðu yfir á árunum 1958 til 1976 og afstöðu í Evr­ópu­sam­bands­mál­um. Guðni Th. varð­ist þessum árásum og í lok maí náði spennan á milli mann­anna tveggja hámarki þegar þeir mætt­ust í sjón­varps­þætt­inum Eyj­unni.

Davíð skaut föstum skotum að Guðna Th. og sak­aði hann meðal ann­­ars um að vilja koll­varpa stjórn­­­ar­­skránni og reyna að hlaupa frá ákveðnum mál­u­m. „Þú segir hérna að þú viljir gera gagn­­gera, rót­tæka end­­ur­nýjum á stjórn­­­ar­­skránni. Þú segir það vera vegna hruns­ins. Hvað hafði hrunið með stjórn­­­ar­­skránna að ger­a?“ sagði Dav­­íð.

Guðni Th. svar­aði um hæl: „Hefur þú enga sóma­­kennd?“

Guðni Th. í lit­lausri vörn

Kosn­inga­bar­átta Guðna Th. var að öðru leyti frekar lit­laus og yfir­bragð almúga­manns­ins, sem hafði gert hann að álit­legum fram­bjóð­anda í augum margra, var að mörgu leyti fjar­ver­andi. Almanna­tenglar og kosn­inga­stjórar voru búnir að lit­greina fram­bjóð­and­ann og allar aðgerðir hans virt­ust taka mið af því að gera ekki mis­tök og halda í fylgi, í stað þess að sann­færa nýtt fólk um að þarna væri for­set­inn þeirra kom­inn.

Davíð virt­ist líta á bar­átt­una sem tæki­færi til að rétta sinn hlut í eft­ir­hruns­um­ræð­unni sam­hliða því sem hann barði á Guðna Th. Á meðan að Davíð sótti að Guðna Th., og sá síð­ast­nefndi varð­ist þeim árásum, bættu Andri Snær og Halla hægt og rólega við sig fylgi í könn­un­um. Ris Höllu var sér­stak­lega athygl­is­vert. Hún hafði mælst með 3,8 pró­sent fylgi í kosn­inga­spá Kjarn­ans í lok maí, en mæld­ist með 18,2 pró­sent fylgi dag­inn fyrir for­seta­kosn­ing­arn­ar, sem fóru fram 25. júní 2016. Að sama skapi lækk­aði fylgi Guðna Th. og Dav­íðs skarpt á síð­ustu metr­un­um.

Það breytti því þó ekki að Guðni Th. Jóhann­es­son var kjör­inn sjötti for­seti Íslands með nokkrum yfir­burð­um. Hann hlaut alls 39,1 pró­sent atkvæða, sem var eilítið minna en Ólafur Ragnar fékk þegar hann var fyrst kjör­inn for­seti 1996, en hlut­falls­lega meira en þegar Vig­dís Finn­boga­dóttir var kjörin 1980.

Stærstu tíð­indi kosn­­ing­anna, utan þess hver bar sigur úr být­um, var fylgi Höllu Tóm­a­s­dótt­­ur, sem reynd­ist mun meira en kann­­anir höfðu gefið til kynna. Alls fékk Halla 27,9 pró­­sent atkvæða en hún mæld­ist með um tvö pró­­sent fylgi í skoð­ana­könn­unum í upp­­hafi kosn­­inga­bar­átt­unn­­ar. Andri Snær Magna­­son lenti í þriðja sæti og fékk 14,3 pró­­sent atkvæða.

Davíð Odds­son beið afhroð, lenti í fjórða sæti og fékk 13,7 pró­sent atkvæða. Þetta var í fyrsta sinn sem Davíð tap­aði kosn­ingum á sínum stjórn­mála­ferli.

Af hinum fimm sem buðu sig fram stóð vöru­bíl­stjór­inn Sturla Jóns­son sig best, en hann fékk 3,5 pró­sent atkvæða. Hildur Þórð­ar­dóttir setti vaga­samt met með því að fá ein­ungis 294 atkvæði, en eng­inn hefur nokkru sinni fengið færri atkvæði í for­seta­kosn­ing­um.

Í sept­em­ber opin­ber­aði Rík­is­end­ur­skoðun hvað hver fram­bjóð­andi hafði eytt í kosn­inga­bar­áttu sína. Þar kom í ljós að  Davíð Odds­­son rak dýr­­ustu kosn­­inga­bar­átt­una og eyddi sam­tals tæp­­lega 28 millj­­ónum króna í hana. Þar af eyddi Davíð rúm­­lega ell­efu millj­­ónum króna úr eigin vasa auk þess sem eig­in­­kona hans styrkti fram­­boðið um 400 þús­und krón­­ur. Engin hinna fram­­bjóð­end­anna eyddi meira en tveimur millj­­ónum króna af eigin fé í bar­átt­una.

Davíð greiddi 1.103 krónur fyrir hvert atkvæði sem hann fékk. Andri Snær greiddi næst mest þeirra sem skip­uðu efstu sætin í kjör­inu. Hann greiddi 576 krónur fyrir hvert greitt atkvæði. Guðni Th. greiddi 352 krónur fyrir hvert atkvæði sem honum var greitt og Halla borg­aði minnst þeirra fjög­­urra efstu fyrir hvert greitt atkvæði, eða 175 krón­­ur.

Hildur Þórðardóttir setti vafasamt met í kosningunum. Hún er sá frambjóðandi sem hefur fengið fæst atkvæði í Íslandssögunni.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Guðni Th. eyddi alls um 25 millj­­­ónum króna í sitt fram­­­boð. Kostn­aður við fram­­boð Höllu nam um níu millj­­ónum króna og Andri Snær eyddi um 15 millj­­ónum króna í sína bar­áttu. Aðrir fram­­bjóð­endur ráku mun ódýr­­ari kosn­­inga­bar­áttu sem kost­aði ein­ungis nokkur hund­ruð þús­und hver.

Guðni Th. tekur við

Það fyrsta sem Guðni Th. gerði opin­ber­lega eftir að hafa verið kjör­inn var að fara til Nice og fylgj­ast með leik Íslands og Eng­lands á EM í knatt­spyrnu, en um var að ræða leik í 16-liða úrslit­um. Þar var nýr for­seti og verð­andi for­seta­frú, Eliza Reid, meðal ann­ars mynduð með Ólafi Ragn­ari og Dor­rit.

Guðni Th. og Eliza voru í íslenskum lands­liðs­bún­ingum eins og þorri ann­arra Íslend­inga sem fylgd­ust með leikn­um, en for­seta­hjónin voru upp­á­klædd. Mikil umræða spratt upp um að í mynd­inni krist­all­að­ist mun­ur­inn á jarð­bundna fjöl­skyldu­fólk­inu sem væri á leið inn á Bessa­staði, og yfir­stétt­inni sem var á leið­inni út. Tónn hafði verið sleg­inn.

Guðni Th. Jóhann­es­son tók svo form­lega við emb­ætti for­seta Íslands 1. ágúst 2016 við hátíð­lega athöfn í Alþing­is­hús­inu. Hann hóf ræðu sína á því að þakka fyrir traustið sem honum hafi verið sýnt með kjör­inu í emb­ættið og sagð­ist taka við því með auð­­mýkt í hjarta. „Ég mun og vil þiggja ráð og leið­­sögn frá ykkur öll­um, fólk­inu í land­in­u.“

Guðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta 1. ágúst 2016. Hann er sjötti forseti lýðveldisins.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Hann sagð­ist mundu vekja máls á því sem honum búi í brjósti. Hann ræddi um ýmis mál, það að á Íslandi ætti eng­inn að líða sáran skort, og um mik­il­vægi heil­brigð­is­­kerf­is­ins og þess að allir hefðu að því jafnan aðgang. Hann tal­aði um nauð­­syn þess að skila land­inu áfram til næstu kyn­slóða. Jafn­­rétt­is­­mál og mennta­­mál komu einnig við sögu og for­­set­inn vitn­aði einnig í Spil­verk þjóð­anna og sagð­i: „Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálf­­ir. Ein lítil býfluga afsannar það. Guð hjálpar þeim sem hjálp­­­ast að.“

Hann lauk ræðu sinni á því að segja: „Ég end­­ur­­tek að lokum þá ósk mína að við stöndum saman um fjöl­breytn­i og frelsi, sam­hjálp og jafn­­rétti, virð­ingu fyrir lögum og rétti. Stöndum saman um þessi grunn­­gildi góðs sam­­félags, von­­góð og full sjálfs­­trausts. Megi sú verða gæfa okkar um alla framtíð.“

Við emb­ætt­is­tök­una varð Guðni Th. fyrsti for­­seti lands­ins sem er ekki skráður í þjóð­­kirkj­una. Hann stendur utan trú­­fé­laga, en hann var alinn upp í kaþ­ól­skri trú. Hann skráði sig úr kirkj­unni árið 2013 í kjöl­far við­bragða kirkj­unnar við kyn­­ferð­is­brotum innan veggja hennar víða um heim. Biskup Íslands hefur sagt að henni þyki óeðli­­legt að for­­seti Íslands sé ekki skráður í þjóð­­kirkj­una, en telur þó að það muni ekki verða vanda­­mál.

Alþýð­legi for­set­inn sem vildi ekki launa­hækkun

Þótt líf Guðna Th. hafi umturn­ast við það að verða for­seti þá virð­ist mað­ur­inn sjálfur ekki vera að láta það stíga sér til höf­uðs. Nokkrum vikum eftir að hann tók við emb­ætti náð­ist til að mynda mynd af honum í röð fyrir utan Dom­in­os-­stað þar sem þau nýttu sér Mega­viku-til­boð á pizzu.
Tveir ungir þingmenn slá á létta strengi með forsetanum á mynd sem gerði allt vitlaust í smá stund. Síðar kom í ljós að forsetinn var þátttakandi í gríninu.
Mynd: Andrés Ingi Jónsson

Breyta þurfti Bessa­stöðum tölu­vert fyrir nýju for­seta­fjöl­skyld­una, enda barn­mörg og þarfir hennar allt aðrar en Ólafs Ragn­ars og Dor­ritar. Því flutti nýi for­set­inn ekki inn í híbýli emb­ætt­is­ins fyrr en í lok sept­em­ber. Eftir fyrstu nótt­ina þar birti for­set­inn mynd af sér að hjóla með börnin sín í leik­skóla og skóla. Hann var klæddur end­ur­skíns­vesti, með hjóla­hjálm og tengi­vagn festan aftan við hjólið fyrir börn­in.

Í nóv­em­ber vakti for­set­inn aftur mikla athygli fyrir að vera með buff frá Alzheimer sam­tök­unum á höfð­inu þegar hann var við­staddur afhjúpun á upp­lýs­inga­skilti um gamlar minjar á svo­nefndum Skansi í landi Bessa­staða. Buffið hafði hann fengið að gjöf tveimur dögum áður þegar hann heim­sótti Fríðu­hús, sér­hæfða dag­þjálfun fyrir fólk með heila­bil­un. Málið vakti, af ein­hverjum ástæð­um, umtals­verða athygli og sitt þótti hverjum um að for­seti væri með buff á höfð­inu.

Nokkrum dögum síðar fór Guðni Th. í heim­sókn til Rauða kross­ins þar sem honum var fært nýtt buff að gjöf. Hann hik­aði ekki við að setja það upp og láta taka mynd af sér með það.

Á full­veld­is­dag­inn var þing­mönnum þjóð­ar­innar boðið í veislu á Bessa­stöð­um. Þar vakti mynd sem tekin var af for­set­anum með tveimur ungum þing­mönn­um, Andr­ési Inga Jóns­syni og Ástu Guð­rúnu Helga­dótt­ur, mikla athygli. Sér­stak­lega þar sem Ásta Guð­rún heldur tveimur fingrum bak við höfuð for­set­ans. Þótti mörgum sem þetta hefði verið arg­asta óvirð­ing og ekki við hæfi hjá þing­manni að hæð­ast með slíkum hætti að for­set­an­um. Þangað til að það kom í ljós að allt var þetta gert með vit­und og vilja Guðna Th.

Þegar kjara­ráð tók ákvörðun um að hækka laun for­seta, ráð­herra og alþing­is­manna um tugi pró­senta til­kynnti Guðni Th. að hann ætl­aði ekki að þiggja launa­hækk­un­ina. Hann hafi ekki beðið um hana og þurfi hana ekki. „Ég vænti þess að þingið vindi þá ofan af þess­­ari ákvörðun og taki það í sínar hendur og ég myndi sætta mig full­kom­­lega við þær lykt­ir[...]„Þangað til sé ég til þess að þessi hækkun renni bara alls ekki í minn vasa.“

Hann var þá spurður hvert hækk­­unin myndi renna. Hann spurði þá fjöl­miðla­­menn hvort hann þyrfti að greina frá því. „Á ég að vera ein­hver móðir Ter­esa sem gortir sig af því?“ Skömmu áður hafði verið greint frá því í fjöl­miðlum að for­set­inn hefði milli­fært fé inn á styrkt­ar­reikn­ing ungra hjóna sem áttu son sem berst við hvít­blæði.

For­set­inn með buffið

Guðni Th. hefur und­an­farnar vikur staðið frammi fyrir sinni stærstu áskorun til þessa sem for­seti. Þing­kosn­ing­arnar 29. októ­ber skil­uðu nið­ur­stöðu sem er flókn­ari en flestar slíkar hafa verið í lýð­veld­is­sög­unni. Engin aug­ljós sterk rík­is­stjórn er í mynd­inni og í umræð­unni hafa ansi margir viðrað hug­myndir um utan­þings­stjórn sem for­set­inn myndi skipa.

Guðni Th. og Eliza heimsóttu Rauða krossinn. Og þar fékk forsetinn að sjálfsögðu buff.
Mynd: Facebook-síða Rauða krossins.

Guðni Th. hefur ekki tekið það í mál og sagt að umræða um slíka sé algjör­lega ótíma­bær. Þess í stað hefur hann sett það algjör­lega í fang stjórn­málafor­ingja að finna út úr þeirri stöðu sem er uppi og hvatt til þol­in­mæði gagn­vart því að nið­ur­staða fáist. Stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð hafa ýmist gengið á milli flokka eftir stærð þing­flokka þeirra eða for­set­inn hefur ákveðið að úthluta engum því. Þannig er staðan til að mynda í dag þar sem ný rík­is­stjórn þriggja flokka; Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar, virð­ist í mynd­un. Guðni Th. fylgist vel með gangi mála í þeim við­ræðum og almenn þykir hann hafa staðið sig vel í flóknum aðstæð­um.

Þann 18. des­em­ber voru birtar nið­ur­stöður fyrstu könn­un­ar­innar sem gerð var um störf Guðna Th. sem for­seta. Sam­kvæmt þeim nið­ur­stöðum voru 97 pró­sent þeirra sem tók afstöðu sáttir með störf for­set­ans.

Þær nið­ur­stöður benda til þess að Guðna Th. sé að takast, að minnsta kosti um stund­ar­sakir, að verða for­seti þorra Íslend­inga. Maður sem sættir frekar en sundr­ar.

Að því leyt­inu til fer for­set­inn með buffið vel af stað.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar