Bjarni, Óttarr og Benedikt

Ríkisstjórn Bjarna á lokametrunum

Byrjað er að skipta ráðuneytum milli flokka sem sitja munu í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Sjálfstæðisflokkur fær fimm ráðuneyti en Viðreisn vill sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Ekki hefur verið samið um uppboð á kvóta.

Svo virð­ist vera að allt sé þegar þrennt er. Eftir að hafa tví­vegis reynt, og mis­tekist, að mynda stjórn virð­ast Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn og Björt fram­tíð nú vera á loka­metr­unum við að setja slíka sam­an. Nið­ur­staða úr við­ræðum flokk­anna þriggja ætti að liggja fyrir á allra næstu dög­um.

Búið er að kom­ast að nið­ur­stöðu um helstu ágrein­ings­mál og það sem helst verður sett á odd­inn á kom­andi kjör­tíma­bili. Og í dag hófust umræður um hvernig verka­skipt­ing eigi að vera í stjórn­ar­ráðu­neyt­inu og hvaða ein­stak­lingar eigi að sitja í hvaða ráðu­neyti.

For­menn flokk­anna þriggja, og eftir atvikum helstu trún­að­ar­menn þeirra, hafa fundað stíft í vik­unni til að klára myndun rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Fyrir liggur að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, verður for­sæt­is­ráð­herra, og að sá flokkur fái helm­ing ráðu­neyta. Hin fimm ráðu­neytin munu skipt­ast á milli Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar.

Ferlið

Fyrri stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður flokk­anna þriggja hafa strandað á tveimur mál­um: ann­ars vegar afgreiðslu á Evr­ópu­málum og hins vegar á breyt­ingum á sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu. Auk þess hefur Bjarni Bene­dikts­son ekki haft sann­fær­ingu fyrir því að rík­is­stjórn með ein­ungis eins manns meiri­hluta – flokk­arnir þrír eru með 32 þing­menn og ein­ungis 46,7 pró­sent atkvæða á bak við sig - gæti staðið af sér þær áskor­anir sem fram undan eru. Við­mæl­endur Kjarn­ans eru sam­mála um að þær áhyggjur Bjarna séu fyrst og síð­ast vegna eigin þing­manna, ekki þing­manna sam­starfs­flokk­anna tveggja.

Sú staða hefur breyst umtals­vert í ljósi þess að nán­ast allar aðrar raun­hæfar rík­i­s­tjórn­ar­mynd­anir hafa verið reyndar án árang­urs síðan að slitn­aði upp úr hjá flokk­unum þrem­ur. Ljóst er að ómögu­legt hefur reynst að mynda fimm flokka rík­is­stjórn frá miðju til vinstri og við­ræður Vinstri grænna og Sjálf­stæð­is­flokk hafa leitt í ljós ágrein­ing um grund­vall­ar­mál varð­andi tekju­öflun rík­is­ins sem virð­ist óleys­an­leg­ur.

Þótt Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn reyni nú að bjóða Sjálf­stæð­is­flokknum upp á óljósan val­kost við frjáls­lyndu miðju­flokk­anna er ljóst að sá leikur kemur of seint. Og alls óljóst hversu mikil alvara fylgir hon­um, í ljósi þess að lyk­il­fólk innan Vinstri grænna er algjör­lega and­vígt sam­starfi með bæði Fram­sókn og Sjálf­stæð­is­flokki.

Þótt sumir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins efist enn að rík­is­stjórn­ar­sam­starf við Við­reisn og Bjarta fram­tíð sé góð hug­mynd þá meta þeir það þó sem svo að Bjarni hafi óskorað umboð til að mynda slíka rík­is­stjórn, sér­stak­lega þar sem aðrar við­ræður hafa ekki gengið eftir nú rúmum tveimur mán­uðum eftir kosn­ing­ar.

Mál­efnin

Bjarni hefur þegar sagt að ytri rammi sam­starfs rík­is­stjórn­ar­innar sem er í mótun liggi fyr­ir. Nú sé verið að dýpka þau mál. Heim­ildir Kjarn­ans herma að fyrir liggi sátt um aðgerðir í land­bún­að­ar­málum sem feli í sér búbót fyrir neyt­end­ur. Þar er m.a. horft til lækk­unar eða afnáms tolla á kjúkling, svín og valda osta. Þá á að sjá til þess að Mjólk­ur­sam­salan fari aftur undir sam­keppn­is­lög og ráð­ast á í end­ur­skoðun á búvöru­samn­ing­um, sem Bjarni Bene­dikts­son og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, nú for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, und­ir­rit­uðu fyrir tæpu ári síðan og gilda til tíu ára.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem hætti á þingi í aðdraganda síðustu kosninga, hefur verið nefnd sem mögulegur utanþingsráðherra Sjálfstæðisflokks. Guðlaugur Þór Þórðarson mun einnig sækjast eftir ráðherraembætti.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Evr­ópu­mál verða afgreidd með þeim hætti að þings­á­lykt­un­ar­til­laga verður lögð fram á kjör­tíma­bil­inu um hvort ráð­ast eigi í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald við­ræðna Íslands við sam­band­ið. Rík­is­stjórnin mun ekki bera ábyrgð á þeirri til­lögu og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem er and­vígur aðild, mun geta barist gegn þeirri nið­ur­stöðu. Það mun Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn einnig gera. Ljóst er að þing­menn Sam­fylk­ing­ar, Bjartrar fram­tíð­ar, Við­reisnar og Pírata munu kjósa með til­lög­unni. Það mun því ráð­ast af afstöðu Vinstri grænna hvort slík þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla fari fram eður ei.

Stóra mála­miðl­unin sem hefur verið gerð milli við­ræðna er í sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Heim­ildir Kjarn­ans herma að Við­reisn hafi þurft að gefa eftir kröfu um upp­boð á afla­heim­ildum til þess að ná saman við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Þess í stað verður sam­þykkt að búa til ferli sem eigi að miða að breyt­ingum innan ákveð­ins tímara­mma, en kerf­is­breyt­ing á sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu sjálfu verður ekki hluti af stjórn­ar­sátt­mála.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að það sé einnig vilji til að end­ur­skoða pen­inga­stefnu lands­ins og ráð­ast í umfangs­miklar efna­hags­að­gerðir sem eiga að draga úr þeim miklu sveiflum sem tíðkast í gengi íslensku krón­unnar og íslensku efna­hags­lífi almennt.

Þá hefur verið mótuð skýr stefna um sókn í heil­brigð­is­mál­um.

Ráðu­neyti

Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að fyrir liggi að ráðu­neytin í nýrri rík­is­stjórn verði tíu tals­ins. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vilji breyta skipan þeirra þannig að inn­an­rík­is­ráðu­neytið verði brotið upp og hluti þess sam­ein­aður þess sem nú er iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­ið. Úr verði ann­ars vegar ráðu­neyti sem fari með dóms-, lög­gæslu og inn­flytj­enda­mál og hins vegar nokk­urs konar sam­göngu- og ferða­mála­ráðu­neyti.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem er með 21 þing­mann, fær helm­ing þeirra ráðu­neyta auk emb­ættis for­seta Alþing­is. Við­reisn á að fá þrjú ráðu­neyti en Björt fram­tíð tvö.

Fyrir liggur að Bjarni Bene­dikts­son verði for­sæt­is­ráð­herra. Til við­bótar mun flokk­ur­inn að öllum lík­indum fara með utan­rík­is­ráðu­neyt­ið, annað hvort vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið, inn­an­rík­is­ráðu­neytið og annað hvort mennta- eða sam­göngu-/ferða­þjón­ustu­ráðu­neyt­ið.

Ljóst er að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn verður í vand­ræðum með að skipa konur í ráð­herra­emb­ætti, en Ólöf Nor­dal, vara­for­maður flokks­ins, var eina konan sem leiddi kjör­dæmi fyrir flokk­inn í síð­ustu kosn­ing­um. Hún hefur átt við mikla heilsu­far­s­erf­ið­leika að stríða og kall­aði inn vara­mann fyrir sig á fyrsta degi nýs þings. Hún mun þó örugg­lega taka sæti í næstu rík­is­stjórn, sé hún í stakk búin til þess, og sitja áfram í end­ur­skipu­lögðu inn­an­rík­is­ráðu­neyti. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þarf þó að skipa að minnsta kosti eina konu til við­bótar í ráð­herra­emb­ætti. Ekki þykir ólík­legt að leitað verði út fyrir þing­flokk­inn í þeim efnum og hafa nöfn Svan­hildar Hólm Vals­dótt­ur, aðstoð­ar­konu Bjarna Bene­dikts­son­ar, og Ragn­heiðar Rík­harðs­dótt­ur, fyrr­ver­andi þing­flokks­for­manns Sjálf­stæð­is­flokks, verið nefnd í því sam­hengi. Krist­ján Þór Júl­í­us­son þykir nokkuð öruggur um ráð­herra­stól og þrír aðrir odd­vitar flokks­ins, þeir Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, Páll Magn­ús­son og Har­aldur Bene­dikts­son, munu allir gera til­kall til ráðherra­stóla. Þá hefur Birgir Ármanns­son, sem setið hefur á þingi frá 2003 og er annar vara­for­seti þings­ins, verið nefndur sem mögu­legur for­seti Alþing­is.

Við­reisn mun nær örugg­lega fá fjár­mála­ráðu­neytið og þangað mun Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður flokks­ins, setj­ast. Þegar hefur verið ákveðið að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir og Þor­steinn Víglunds­son verði hinir tveir ráð­herrar flokks­ins, sem sæk­ist eftir að fá sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neytið til við­bótar við annað hvort vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið, þ.e. heil­brigð­is- eða félags- og hús­næð­is­mála­ráðu­neyt­ið.

Lík­leg­ast er talið að Ótt­arr Proppé verði mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, þótt það sé ekki frá­geng­ið. Þá er talið öruggt að Björt Ólafs­dóttir verði hinn ráð­herra flokks­ins, og muni þá vænt­an­lega setj­ast í umhverf­is­ráðu­neyt­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar