Rannsakendur frá Lúxemborg yfirheyrðu menn á Íslandi

Lögregluyfirvöld í Lúxemborg sendu þrjá menn hingað til lands í lok desember vegna Lindsor-málsins svokallaða. Þeir yfirheyrðu Íslendinga sem tengjast málinu. Það snýst um lán sem Kaupþing veitti sama dag og Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland.

Þrír menn sem vinna við rann­sókn á Lindsor-­mál­inu svo­kall­aða komu til Íslands í des­em­ber síð­ast­liðn­um, lögðu fram rétt­ar­beiðni og ósk­uðu eftir atbeina emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara vegna rann­sóknar máls­ins. Í kjöl­farið yfir­heyrðu þeir Íslend­inga sem tengj­ast mál­inu, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Einn þeirra sem kom hingað til lands er rann­sókn­ar­dóm­ar­inn sem stýrir rann­sókn­inni, Ernest Nil­les

Lindsor-­málið hefur verið til rann­sóknar í á níunda ár, bæði hjá yfir­völdum á Íslandi og í Lúx­em­borg. Lög­reglu­yf­ir­völd í Lúx­em­borg yfir­­heyrðu menn ytra í tengslum við rann­­sókn á því í mars 2015. Á meðal þeirra sem yfir­­heyrðir voru eru íslenskir rík­­is­­borg­­ar­­ar.

Rann­­sókn máls­ins er enn opin hjá yfir­­völdum í báðum lönd­unum þótt hún engar ákærður hafi verið gefnar út í því. Þeir sem eru grun­aðir um lög­­brot í mál­inu, fyrr­ver­andi helstu stjórn­­endur Kaup­­þings og vild­­ar­við­­skipta­vinur þeirra, hafa ávallt harð­­neitað að nokkuð sak­­næmt hafi átt sér stað í mál­inu.

Þegar mál­flutn­ingur í svoköll­uðu CLN-­máli fór fram í des­em­ber 2015 fjall­aði Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings og einn sak­born­inga í því máli, um Lindsor-­málið í ræðu. Í ræðu sinni sagði Hreiðar Már að Lindsor-­málið hafi snú­ist um end­ur­kaup á skulda­bréfum sem Kaup­þing hafði áður gefið út á alþjóð­legum skulda­bréfa­mörk­uð­um. Hann sagði að kaupin hafi verið gerð í „sam­ræmi við ráð­legg­ingu Deutsche Bank og með þeim kaupum minnkuðum við end­ur­fjár­mögn­un­ar­þörf bank­ans og högn­uð­umst með því að kaupa til baka skulda­bréf á afföll­u­m.“

Lán veitt 6. októ­ber 2008

Lindsor-­málið snýst meðal ann­ars um lán upp á 171 millj­ónir evra, 20,5 millj­arða króna á gengi dags­ins í dag, sem Kaup­þing veitti félagi sem heitir Lindsor Hold­ing Cor­poration og er skráð til heim­ilis á Tortóla-eyju. Lindsor var í eigu Otris, félags sem stjórn­­endur Kaup­­þings stýrðu og virk­aði sem nokk­­urs konar afskrifta­­sjóður utan efna­hags­­reikn­ings Kaup­­þings.

Lánið var veitt 6. októ­ber 2008, sama dag og neyð­ar­lög voru sett á Íslandi og Geir H. Haarde, þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, bað guð að blessa Ísland. Þann dag lánað Seðla­­banki Íslands líka Kaup­­þingi  500 millj­­ónir evra í neyð­­ar­lán. Þremur dögum síðar var Kaup­­þing fall­inn.

Lánið til Lindsor var aldrei borið undir lána­­nefnd Kaup­­þings. Það var notað til að kaupa skulda­bréf af Kaup­­þingi í Lúx­em­borg, ein­­stökum starfs­­mönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þor­­valds­­son­­ar, vild­­ar­við­­skipta­vinar Kaup­­þings.

Í grein­­ar­­gerð sér­­staks sak­­sókn­­ara sem fylgdi gæslu­varð­halds­­úr­­skurði yfir Magn­úsi Guð­­munds­­syni, fyrrum for­­stjóra Kaup­­þings í Lúx­em­borg, í maí 2010, segir að „til­­gangur við­­skipt­anna hafi verið sá að flytja áhætt­una af fallandi verð­­gildi skulda­bréf­anna af eig­end­um þeirra og yfir á Kaup­­þing á Ísland­i“. Þar sagði einnig að gögn bendi til þess að Lindsor hafi keypt skulda­bréfin á mun hærra verði en mark­aðs­verði.

Hreiðar Már Sigurðsson hefur ávallt hafnað því að nokkur innan Kaupþings hafi hagnast vegna neyðarláns Kaupþings.

Þegar Kaup­­þing féll þremur dögum eftir kaupin á bréf­unum var ljóst að Lindsor gat ekki greitt lánið til baka, enda eina eign félags­­ins verð­litlu skulda­bréfin sem félagið hafði keypt þremur dögum áður. Engar trygg­ingar voru veittar fyrir lán­inu. Þeir sem seldu bréfin los­uðu sig hins vegar undan ábyrgðum og rann­sókn­ar­að­ilar telja að þeir hafi um leið tryggt sér mik­inn ágóða.

Hafna því að hafa hagn­ast um eina evru

Þessu hafa Kauþings­menn alltaf hafn­að. Hreiðar Már sagði í grein sem hann skrif­aði síðla árs 2014 að ekk­ert af fjár­magn­inu frá sem Kaup­þing fékk frá Seðla­bank­anum hafi verið notað til að kaupa eigin skulda­bréf Kaup­þings. „Allt fjár­magnið var nýtt til að tryggja aðgang við­skipta­vina bank­ans í fjöl­mörgum löndum Evr­ópu að banka­inni­stæðum sín­um, tryggja aðgang dótt­ur­banka Kaup­þings í Evr­ópu að lausafé og mæta veð­köllum bank­ans vegna fjár­mögn­unar hans og við­skipta­vina hans á verð­bréfum hjá alþjóð­legum bönkum í Evr­ópu.[...]Eng­inn eig­andi, við­skipta­vin­ur, stjórn­andi eða starfs­maður bank­ans hagn­að­ist um svo mikið sem um eina evru vegna láns Seðla­banka Íslands. Engar óeðli­legar fjár­magns­hreyf­ingar áttu sér stað með and­virði láns­ins og starfs­menn Kaup­þings sem komu að ráð­stöfun láns­ins gengu til sinna starfa af heið­ar­leika.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar