Arion banki

Vogunarsjóðir mega eiga íslenska banka

Vogunar- og fjárfestingarsjóðir eru ekki fyrir fram útilokaðir frá því að eiga íslenskan viðskiptabanka, að sögn Fjármálaeftirlitsins. Tveir slíkir stefna að þvi að eignast beint fjórðung í Arion banka á næstunni.

Erlendir vog­un­ar­sjóðir mega eiga hlut í íslenskum við­skipta­banka svo lengi sem ákveðin skil­yrði séu upp­fyllt. Þetta segir í svari Fjár­mála­eft­ir­lits­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið. Fjórir slíkir sjóðir eru langt komnir með að kaupa 25 pró­sent hlut í Arion banka í lok­uðu útboði. Allir sjóð­irnir fjórir eru banda­rísk­ir.

Unnið er að því að fá íslenska líf­eyr­is­sjóði til að kaupa allt að fjórð­ungs­hlut í Arion banka sam­hliða söl­unni til banda­rísku vog­un­ar­sjóð­anna. Að minnsta kosti tveir þeirra – Taconic Capi­tal og Och-Ziff Capi­tal – eru jafn­­­framt á meðal kröf­u­hafa Kaup­­­þings, sem verður selj­andi á hlutnum í Arion banka. Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins um málið fyrr í þess­ari viku sagði að eng­inn einn þeirra verði með meira en tíu pró­­­senta hlut í Arion banka en Taconic Capi­tal hyggst vera með­ ­stærsta ein­staka eign­­­ar­hlut­inn á meðal sjóð­anna.

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í gær að hann fagni því ef Arion banki selj­ist á góðu verði og að eign­ar­hald á honum verði dreift. Íslenska ríkið á 13 pró­sent hluti Arion banka.

Ekki fyrir fram úti­lokað

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um hvort erlendir vog­un­ar- eða fjár­fest­ing­ar­sjóðir á borð við þá sem nú ætla að kaupa hlut í Arion banka geti verið hæfir til að fara með virkan eign­ar­hlut í íslenskum við­skipta­banka. Í stuttu máli var svarið já, stand­ist þeir hæf­is­mat. Í svari eft­ir­lits­ins seg­ir: „Þannig eru fjár­fest­ing­ar­sjóðir eins og aðrir aðilar ekki fyrir fram úti­lok­aðir frá því að upp­fylla hæfis­kröfur lag­anna. Þá má geta þess að það hversu ríkar kröfur eru gerðar til hæfis þess aðila sem hyggst eign­ast virkan eign­ar­hlut í fjár­mála­fyr­ir­tæki tekur mið af starf­semi umrædds fjár­mála­fyr­ir­tækis og hversu stóran eign­ar­hlut aðili ætlar sér að eign­ast.“

Mat Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á hæfi virks eig­anda grund­vall­ast á ýmsum þáttum sem skil­greindir eru í lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki. Á meðal þeirra atriða sem til­greind eru í lög­unum og þurfa að vera í lagi eru orð­spor aðil­ans, reynsla hans, fjár­hags­legt heil­brigði, hvort ætla megi að eign­ar­haldið tor­veldi eft­ir­lit og hvort ætla megi að það leiði til pen­inga­þvættis eða fjár­mögn­unar hryðju­verka. Auk þess kemur til sér­stakrar skoð­unar hvort vafi leiki á því hver sé raun­veru­legur eig­andi virks eign­ar­hlut­ar.

Leynd yfir eig­endum Straums

Fái vog­un­ar­sjóðir að eiga Arion banka væri það í fyrsta sinn sem slíkir ættu íslenskan við­skipta­banka með beinum hætti. Vog­un­ar­sjóðir hafa hins vegar áður fengið heim­ild til að fara með virkað eign­ar­hlut í íslenskum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist fagna því ef gott verð fæst fyrir Arion banka og að eignarhald verði dreift.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Á meðal stærstu kröfu­hafa Straums fjár­fest­inga­banka eftir að hann féll var banda­ríska sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækið Dav­id­son Kempner, sem rekur marga vog­un­ar- og fjár­fest­ing­ar­sjóði sem hafa sér­hæft sig í að fjár­festa í ríkjum sem hafa geng­iðí gegnum fjár­mála­á­föll, sér­stak­lega á Íslandi og í Grikk­landi. Hags­munir þess hér­lendis hafa að mestu leyti farið í gegnum írskt skúffu­fyr­ir­tæki, Burlington Loan Mana­gement Ltd. Írski sjóð­ur­inn er í raun í eigu góð­gerða­sam­taka en hann er fjár­magn­aður og honum er stýrt af Dav­id­son Kempner. Ágóð­inn af starf­sem­inni rennur auk þess allur þang­að. Eign­ar­haldið er því til mála­mynda.

Á meðan að á end­ur­skipu­lagn­ingu fjár­fest­inga­bank­ans Straums Burða­r­áss, sem var tek­inn yfir af skila­nefnd árið 2009, stóð var nafni eigna­um­sýslu­fé­lags­ins sem hélt utan um eft­ir­stand­andi eignir hans breytt í ALMC. Þegar nauða­samn­ingur Straums var sam­þykktur var kröfum kröfu­hafa, meðal ann­ars Dav­id­son Kempner, breytt í hlut­deild­ar­skír­teini. Útibú þýska stór­bank­ans Deutche Bank í Hollandi hélt á 99 pró­sent þeirra.

Ekki var hægt að fá upp­lýs­ingar um hversu stóran hlut Dav­id­son Kempner átti í ALMC þar sem Fjár­mála­eft­ir­litið telur sig ekki mega veita aðgang að þeim upp­lýs­ingum á grund­velli þagn­ar­skyldu. Samt sem áður fékk Straumur fjár­fest­inga­banka­leyfi árið 2011 og stund­aði víð­tæka fyr­ir­tækja­þjón­ustu og hafði meðal ann­ars umsjón með hluta­fjár­út­boð­um. Bank­inn sá auk þess um vörslu og umsýslu á öllum eignum SPB hf., sem áður hét Spari­sjóða­banki Íslands. En lands­menn máttu samt ekki vita hverjir áttu bank­ann.

Bandarískur vogunarsjóður er eigandi Lýsingar.

Árið 2014 keyptu íslenskir fjár­festar hlut ALMC í Straumi. Straumur sam­ein­að­ist síðan MP banka á árinu 2015 og sam­ein­aður banki tók upp nafnið Kvika banki skömmu síð­ar.

Vog­un­ar­sjóður fékk að eiga Lýs­ingu

Fyrir nokkrum vikum síð­an, í upp­hafi árs 2017, var eign­ar­hald dótt­ur­fé­lags Dav­id­son Kemper, Burlington Loan Mana­gement, á íslensku fjár­mála­fyr­ir­tæki aftur til umfjöll­unar í fjöl­miðl­um. Ástæða var sú að vog­un­ar­sjóð­ur­inn og tengdir aðilar höfðu verið metnir hæfir af Fjár­mála­eft­ir­lit­inu til að farra með 100 pró­sent virkan eign­ar­hlut í fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Lýs­inu, sem lýtur eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Það er því ljóst að erlendir vog­un­ar­sjóðir mega eiga íslensk fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæki að öllu leyti, að mati Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið 31. jan­úar síð­ast­lið­inn var­aði Jón Þór Sturlu­son, aðstoð­ar­for­stjóri eft­ir­lits­ins, þó við því að of víð­tækar álykt­anir væru dregnar um for­dæm­is­gildi þeirra ákvörð­un­ar. Stutta svarið er að ef þetta væri við­skipta­­banki þá þurfa ekki end­i­­lega sömu við­mið að gilda,“ sagði Jón Þór aðspurður um for­dæm­is­gild­ið.

Hann bætti við að ítar­leg könnun hafi verið gerð á eign­ar­haldi Burlington en að það hafi verið flókið að ákvarða hver væri hinn raun­veru­legi eig­andi félags­ins. Fjár­mála­eft­ir­litið viti þóhverj­ir beri ábyrgð á rekstri Burlington, en það séu þrír fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóð­ir. Upp­lýs­ingar um end­an­lega eig­endur Lýs­ing­ar, sem er mjög stór­tækt á íslenskum fjár­mögn­un­ar­mark­aði, eru þó ekki aðgengi­legar íslenskum almenn­ingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar