Benedikt fagnar því ef Arion banki selst á góðu verði

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það fagnaðarefni ef Arion banki selst á góðu verði og að eignarhald á bankanum verði dreift. Vogunar- og lífeyrissjóðir vinna að því að kaupa um helming í bankanum. Ríkið getur gengið inn í viðskiptin.

Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ist fagna því ef Arion banki selst á góðu verði og að eign­ar­hald bank­ans verði dreift. Ríkið hafi áskilið sér rétt til að ganga inn í við­skiptin ef gengi þeirra verði lægra en 0,8.

Frétta­blaðið greindi frá því í morgun að ­Kaup­­þing vinni að því að ganga frá sölu á 40 til 50 pró­­senta hlut félags­­ins í Arion banka í lok­uðu útboði til banda­rískra fjár­fest­ing­ar­sjóða og íslenskra líf­eyr­is­­sjóða. ­Kaup­verðið mun þá ­nema á bil­inu 70 til 90 millj­­örðum íslenskra króna en vænt­ingar eru um að við­­skiptin verði kláruð á allra næsta vik­­um.

Í sam­tali við Kjarn­ann tekur Bene­dikt fram að ekki séu komnar stað­festar fréttir af sölu á hlutum í Arion, en fagnar því ef verðið á bank­anum er gott og ef salan leiðir af sér dreift eign­ar­hald. „ Ríkið hefur áskilið sér rétt til að ganga inn í öll við­skipti sem eru á gengi lægra en 0,8. Það á við um öll við­skipti með þessi 87%, hvort sem það er til vog­un­ar­sjóða, líf­eyr­is­sjóða eða með öðrum hætti. Ef verðið er hærra og helm­ingur hluta selst eru það góðar fréttir og þýðir að ríkið mun fá skulda­bréfið sitt greitt upp og þarf ekki að ganga inn í við­skipt­in. Ríkið mun bíða átekta með sinn 13 pró­sent hlut í bank­an­um. Ég legg þunga áherslu á að hlut­ur­inn verði seldur á góðu verði með fag­legum hætti. Við erum ekki að flýta okkur og bíðum eftir skrán­ingu bréfa á mark­að.“

Auglýsing

Kaup­­samn­ingar við banda­rísku ­sjóð­ina eru langt komnir en á­for­mað er að fjór­ir fjár­fest­ing­ar­sjóð­ir ­kaupi allt að 25 pró­­senta hlut í bank­an­­um. Að minnsta kosti tveir þess­­ara sjóða – Taconic Capi­tal og Och-Ziff Capi­tal – eru jafn­­framt á meðal kröf­u­hafa Kaup­­þings. Eng­inn einn þeirra verður með meira en 10 pró­­senta hlut í Arion banka en Taconic Capi­tal hyggst vera með­ ­stærsta ein­staka eign­­ar­hlut­inn á meðal sjóð­anna.

Sá vog­un­­ar­­sjóð­­ur­ er lang­­sam­­lega umsvifa­­mestur í kröf­u­hafa­hópi Kaup­­þings og átti í lok síð­­asta árs um 40 pró­­sent allra krafna á hendur félag­inu. Ríkið hefur for­­kaups­rétt að Arion banka ef Kaup­­þing hyggst selja hlut í bank­­anum á geng­inu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé.  

Samn­ingar við líf­eyr­is­­sjóð­ina eru ekki jafn langt á veg komn­ir en af hálfu Kaup­­þings er engu að ­síður búist við að nið­­ur­­staða fáist á næst­unni um hversu mikil aðkoma þeirra verð­­ur.

Vænt­an­­leg sala Kaup­­þings á tug­­pró­­senta hlut í Arion í lok­uð­u út­­boði, sem ekki var útlit fyrir í árs­­byrj­­un, þýðir að fyr­ir­hugað almennt hluta­fjár­­út­­­boð bank­ans fer fram ­seinna en áður var áætl­­að.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None