Benedikt fagnar því ef Arion banki selst á góðu verði

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það fagnaðarefni ef Arion banki selst á góðu verði og að eignarhald á bankanum verði dreift. Vogunar- og lífeyrissjóðir vinna að því að kaupa um helming í bankanum. Ríkið getur gengið inn í viðskiptin.

Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist fagna því ef Arion banki selst á góðu verði og að eignarhald bankans verði dreift. Ríkið hafi áskilið sér rétt til að ganga inn í viðskiptin ef gengi þeirra verði lægra en 0,8.

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Kaup­þing vinni að því að ganga frá sölu á 40 til 50 pró­senta hlut félags­ins í Arion banka í lok­uðu útboði til banda­rískra fjárfestingarsjóða og íslenskra líf­eyr­is­sjóða. ­Kaup­verðið mun þá ­nema á bil­inu 70 til 90 millj­örðum íslenskra króna en vænt­ingar eru um að við­skiptin verði kláruð á allra næsta vik­um.

Í samtali við Kjarnann tekur Benedikt fram að ekki séu komnar staðfestar fréttir af sölu á hlutum í Arion, en fagnar því ef verðið á bankanum er gott og ef salan leiðir af sér dreift eignarhald. „ Ríkið hefur áskilið sér rétt til að ganga inn í öll viðskipti sem eru á gengi lægra en 0,8. Það á við um öll viðskipti með þessi 87%, hvort sem það er til vogunarsjóða, lífeyrissjóða eða með öðrum hætti. Ef verðið er hærra og helmingur hluta selst eru það góðar fréttir og þýðir að ríkið mun fá skuldabréfið sitt greitt upp og þarf ekki að ganga inn í viðskiptin. Ríkið mun bíða átekta með sinn 13 prósent hlut í bankanum. Ég legg þunga áherslu á að hluturinn verði seldur á góðu verði með faglegum hætti. Við erum ekki að flýta okkur og bíðum eftir skráningu bréfa á markað.“

Auglýsing

Kaup­samn­ingar við banda­rísku ­sjóð­ina eru langt komnir en á­formað er að fjórir fjárfestingarsjóðir kaupi allt að 25 pró­senta hlut í bank­an­um. Að minnsta kosti tveir þess­ara sjóða – Taconic Capital og Och-Ziff Capital – eru jafn­framt á meðal kröfu­hafa Kaup­þings. Eng­inn einn þeirra verður með meira en 10 pró­senta hlut í Arion banka en Taconic Capital hyggst vera með­ ­stærsta ein­staka eign­ar­hlut­inn á meðal sjóð­anna.

Sá vog­un­ar­sjóð­ur­ er lang­sam­lega umsvifa­mestur í kröfu­hafa­hópi Kaup­þings og átti í lok síð­asta árs um 40 pró­sent allra krafna á hendur félag­inu. Ríkið hefur for­kaups­rétt að Arion banka ef Kaup­þing hyggst selja hlut í bank­anum á geng­inu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé.  

Samn­ingar við líf­eyr­is­sjóð­ina eru ekki jafn langt á veg komn­ir en af hálfu Kaup­þings er engu að ­síður búist við að nið­ur­staða fáist á næst­unni um hversu mikil aðkoma þeirra verð­ur.

Vænt­an­leg sala Kaup­þings á tug­pró­senta hlut í Arion í lok­uð­u út­boði, sem ekki var útlit fyrir í árs­byrj­un, þýðir að fyr­ir­hugað almennt hluta­fjár­út­boð bank­ans fer fram ­seinna en áður var áætl­að.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None