Óflokkað

Viggó viðutan sextugur

Uppreisn gleðinnar, mannúðin og að breyta heiminum með hlátri.

Andóf í mynda­sögum

Mynda­sögur eru magnað fyr­ir­bæri. Þær eiga sér langa og flókna sögu; ræt­urnar liggja víða, í gömlum mið­alda­hand­rit­um, barna- og dýra­fræði­bókum og lengi hefur mað­ur­inn reynt að útskýra sín mál og segja sögur með mynd­um. Þetta er kröft­ugt og heill­andi list­form þar sem rit­málið og mynd­málið renna saman í eitt. 

Mynda­sögur eru af mörgum toga. Stundum eru þær rætnar og í þeim birt­ist andóf og upp­reisn. Enda eiga þær rætur sínar að rekja til skop­mynda­teikn­inga, sem eru jafnan gróf­ar, beittar og hæð­ast gjarnan að yfir­stétt og vald­höf­um. Þetta er alda­gam­alt fyr­ir­bæri og við sjáum slíkar skop­mynda­teikn­ingar og veggjakrot í æva­gömlum forn­minj­um. Tæki hinna kúg­uðu, hinna und­ir­ok­uð­u – að krota myndir á vegg í skjóli næt­ur: dóna­leg­ar, rætn­ar, fyndnar myndir og hæð­ast að þeim sem ráða. Draga þá niður í svað­ið, sýna að þeir eru alveg eins og við hin; mann­leg, rugl­uð, breysk – og síður en svo, eitt­hvað merki­legri en við hin. 

Skop­mynda­teikn­ingar eru líka not­aðar í póli­tískum til­gangi til þess að gagn­rýna og oftar en ekki nið­ur­lægja and­stæð­ing­inn. Þetta gerðu Bretar t.d. með eft­ir­minni­legum hætti þegar þeir háðu stríð við Frakka og teikn­uðu Napól­eon sem lít­inn, trylltan og geð­veikan mann. Skop­myndir Breta af Bonap­arte þjöpp­uðu and­stæð­ingum hans sam­an, og enn í dag eru allir með þá mynd af honum í koll­inum að hann hafi verið lít­ill kall – þótt Napól­eon hafi raunar verið með­al­maður á hæð.

Slíkur er máttur skop­mynda. Nýlegt dæmi eru dönsku skop­mynda­teikn­ing­arnar af Múhameð sem sann­ar­lega hreyfðu við hinum íslamska heimi. Skop­myndir (þegar vel tekst til) eru nefni­lega hættu­legt og beitt vopn. 

Mynda­sögur geta ­sömu­leið­is verið hár­beitt­ar, þær er oft jaðr­inum og í mörgum til­fellum eru mynda­sögur eins­konar jað­ar­list. Jafn­vel götu­list og hafa tak­mark­aðan aðgang að heimi hinna æðri lista. Mynda­sögur hafa enda verið litnar horn­auga þrátt fyrir gíf­ur­legar vin­sæld­ir. Það er ekki svo langt síðan íslensk börn og for­eldrar þeirra voru hrein­lega vöruð við lestri mynda­sögu­bóka. Þær þykja ekki fín list. Sumar mynda­sögur eru for­boðn­ar, grófar og mis­kunn­ar­laus­ar. Hetjur og helstu sögu­hetjur mynda­sagna eru oftar en ekki and­hetj­ur; gall­aðar og breyskar, stundum hálf­gerð „frík“, sem lifa og þríf­ast á jaðri sam­fé­lags­ins. Bar­átta góðs og ills er yfir­leitt í for­grunni, sym­ból­ism­inn er slá­andi og æpandi og þarna úir og grúir af alls­konar ádeilu og ban­eitr­uðum boð­skap. 

Í mynda­sögum nútím­ans sjáum við oft glögg merki hinnar póli­tísku ádeilu. Fræg­asta saga síð­ari ára er án efa Persepolis eft­ir Marjane Satrapi sem segir frá upp­vexti sínum í Íran á dögum bylt­ing­ar­innar 1979. Þessi litla mynda­saga, sem kom út árið 2000 og varð seinna kvik­mynd olli miklu umtali, hreyfði við hinum íslamska heimi, var bönnuð víða um heim og skók jafn­vel sjálft risa­veldið Íran. Mynda­sögur eru nefn­lega ekk­ert gam­an­mál – eða, jú, jú – þær eru vissu­lega oft og tíðum algjört gam­an­mál, grín og glens; en öllu gríni fylgir nefni­lega oft­ast ein­hver alvara. 

Nú verður greint frá mynda­sögu sem er svo sem ekk­ert á jaðr­in­um, hér er ekk­ert gróft á ferð­inni, ein­ungis grall­ara­skapur og glens af bestu gerð. En það býr ýmis­legt að baki í sög­unum um hann Viggó viðut­an.

Viggó er upp­reisn­ar­seggur

Viggó viðutan er ein­hver fræg­asta mynda­sögu­per­sóna Belga. Hann er klass­ískur og það er eitt­hvað í fari hans sem heillar kyn­slóð eftir kyn­slóð. Viggó er engin hetja; hann er frekar and­hetja. Hann vinnur engar dáð­ir, er lat­ur, sumir myndu jafn­vel segja að hann væri kjáni, en hann er samt eng­inn óþokki og í raun mesta gæða­blóð. 

Það er tölu­verð póli­tík og ádeila í þessum sög­um, en það er á engan hátt aug­ljóst eða yfir­þyrm­andi; höf­und­ur­inn,Franquin gerir þetta með svo hár­fínum og beittum hætti að skila­boðin smjúga inn - jafn­vel óaf­vit­andi. Við finnum að Viggó er með upp­á­tækjum sínum og grall­ara­skap að and­æfa ein­hverju – ein­hverju kerfi sem er ómann­úð­legt og blátt áfram leið­in­legt. En Viggó sýnir okkur kannski fyrst og fremst að best sé að brosa og hlæja; sama hvað á dynur - dragðu fram bros, það mun auð­velda þér allt. Að húmor­inn sé eitt­hvað það mik­il­væg­asta í líf­in­u.  

Sög­urnar um Viggó eru ekki epískar, þetta eru litl­ar, stuttar og ein­faldar mynda­sögur sem rúm­ast yfir­leitt á einni blað­síðu, stundum bara ein og ein skop­mynd, enda sér­stak­lega hann­aðar fyrir blöð og tíma­rit á þeim tíma þegar þær voru gerð­ar. Það eru aldrei neinar heild­stæðar sögur í bók­un­um. Þetta eru brot, svip­myndir af ævin­týrum hans sem öll eiga sér stað í hvers­dags­líf­inu – á skrif­stof­unni, úti á götu, eða í sveit­ar­ferð með kærust­unni eða vin­um. Hann fer aldrei til útlanda, hér eru engin hættu­leg saka­mál á ferð­inni, það er lítið um yfir­skil­vit­lega hluti – þetta ger­ist allt saman í afar hvers­dags­legum raun­veru­leika. Líf sem við öll þekkjum og til­heyr­um. 

Og þetta er einmitt gald­ur­inn við Viggó og kannski stærsti til­gangur hans – að rugla upp raun­veru­leik­an­um, að breyta hinum hefð­bundna, vana­fasta degi í eitt­hvað óvænt. Opna nýjar víddir og gera lífið að ævin­týri. Í fyrstu eru þessar skrýtlur svona klass­ískt „slap­stick“ grín (hann bónar gólfin í vinn­unni svo ill­þyrmi­lega vel að allir fljúga á hausinn) - en með árunum þró­ast hann og verður ögn póli­tískari, þar sem frið­ar- og umhverf­is­bar­átta verður í for­grunni. Hæð­ist að her­mönn­um, yfir­valdi og er sífellt málsvari minni­hlut­ans, sér í lagi sak­lausra dýra. 

Viggó viðutan er upp­á­tækja­samur iðju­leys­ingi, hippi, bítnikk­ari, upp­reisn­ar­gjarn rokk­ari sem hefur lag á því að finna upp furðu­leg­ustu hluti og setja allt á annan end­ann með upp­á­tækjum sín­um. Hann er tákn­mynd ein­stak­lings­ins sem hlýðir ekki yfir­vald­inu – fer sínar eigin leiðir og gerir bók­staf­lega allt til þess að gera lífið skemmti­legra. Hann er í stöðu­gri, gam­an­samri upp­reisn gegn kerf­inu; hinu hefð­bundna, hann er í stöð­ug­u ­stríði gegn hinu stífa og leið­in­lega, gegn yfir­mönn­um, pen­inga­valdi og svo hefur hann með tím­anum orð­ið, eins og áður sagði, tákn fyrir umhverf­is- og mann­rétt­inda­bar­áttu og dýra­vernd. 

En fyrst og fremst er Viggó í dul­búnu stríði gegn leið­ind­um, hinu þurra og lit­lausa lífi. Sög­urnar af Viggó eru fullar af krafti, lífi, litum og teikn­ing­ar Franquins eru iðandi og fjörug­ar. 

Saga Viggós

Viggó  viðutan eða Gaston Lagaffe (eins og hann  heitir á frum­mál­inu, frönsku) hóf feril sinn sem auka­per­sóna í blöðum og bókum um þá félaga Sval og Val. Það var rit­stjóri SpirouYvan Delporte, sem átti hug­mynd­ina að þessum húðlata en skondna karakter og gaukaði henni að Franquin. Hann birt­ist fyrst litlum ramma í febr­úar 1957 í blaði um þá félaga. Það var þó ein­ungis gert til þess að fylla upp í tóma­rúm sem mynd­ast hafði í blað­inu. Þarna mætir Viggó á sjálfa teikni­mynda­stof­una til þess að sækja um vinnu. Í fyrstu segir hann ekki orð. Stendur bara með sígar­ett­una lafandi í munn­vik­inu - og um leið verður hann þessi senu­þjóf­ur. Kæru­leys­is­legt og skondið yfir­bragð hans grípur strax athygl­ina. Klæddur grænni peysu, galla­bux­um, rauðum sokkum og bláum skóm –  ­sem með tím­anum verður ein­kenn­is­klæðn­aður hans.  

Höfundur og skapari Viggós er Belginn André Franquin sem er einskonar goðsögn í heimi myndasagna.

Hann er mættur á teikni­mynda­stofu Svals og Vals með þetta ein­staka fas og við­mót eins og honum sé skít­sama um allt. Eng­inn veit með vissu hver ræður hann til starfa, sem er síðan ein af stóru ráð­gát­unum um Viggó, og ekki síður hvers vegna hann er aldrei rek­inn. Hann veit í raun og veru ekk­ert sjálfur hvað hann er að gera eða til hvers hann er kom­inn. Enn meiri óvissa er síðan um það hvað hann bein­línis ger­ir, en svo virð­ist sem verk hans sé að flokka póst. En þarna s.s. birt­ist hann fyrst og verður síðan með tím­anum lít­il auka­per­sóna í vin­sælum ævin­týrum um þá félaga Sval og Val. Viggó kemur m.a. fyrir í bók­un­um Gorma­hreiðrið, Svalur og Gór­illu­ap­arnir og Svað­il­för til Sveppa­borg­ar og verður síðan æ fyr­ir­ferð­ar­meiri senu­þjófur þar til hann loks öðl­ast sjálf­stætt líf

Franquin sem hafði um ára­bil haft umsjón með þeim Sval og Val, er að mörgum álit­inn hinn klass­íski höf­undur og meist­ari þeirra sagna, en var orð­inn leiður á þeim og ævin­týrum þeirra og varð sífellt meira heill­aður af Viggó. Franquin var nefni­lega sjálfur dálít­ill upp­reisn­ar­seggur og sá tæki­færi til þess að lauma að ýmsum boð­skap og hug­myndum með Viggó sem var í raun óger­legt í hasaræv­in­týra­heimi Svals og Vals. 

Þó spilar hér inni þung­lyndi sem hrjáði Franquin alla ævi. Það var í raun og veru það sem olli því að hann þurfti a segja sig frá þeim Sval og Vali. Viggó var kannski hans leið til að létta lund­ina og sjá hið bros­lega í líf­inu. Margir vilja meina að Viggó sé lukkutröll og gleðipilla höf­und­ar­ins. Litli prins­inn hans sem gladdi hann og færði honum von á erf­iðum stund­um. 

En Viggó rímar líka við upp­reisn­ar­eðli Franquins; Viggó er nefni­lega anar­kisti, dýra­vin­ur, umhverf­is­sinni og  ­upp­reisn­ar­seggur í hugsun og aðgerðum eins og Franquin. Höf­und­ur­inn hefur meira að segja lánað Viggó ýmsum hug­sjóna- og bar­áttu­sam­tökum eins og Green­peace og Amnesty International. Fræg er aug­lýs­ing fyr­ir Amnesty þar sem Viggó er pynt­aður og Jógu kær­ustu hans nauðgað fyrir framan hann og undir skrif­að: „Þetta er ekki fyndið en þetta er að ger­ast út um allan heim.“

Upp­á­tæki og upp­finn­ingar

Á skrif­stof­unni gerir Viggó flest annað en að vinna. Hann á að til að koll­varpa öllu og setja allt á annan end­ann. Hann býr til ár og læki í stiga­göngum húss­ins, breytir skrif­stof­unni í sund­laug; þar fer hann líka í úti­legu, tjaldar og kveikir varð­eld. Viggó er upp­finn­inga­maður af bestu gerð, en á það til að finna upp heldur sér­kenni­lega og furðu­lega hluti. Hann finnur upp hluti eins og bind­is­hnúta­vél, raf­magns­fugla­hræðu, vasa­ljós með sól­ar­raf­hlöð­um, straujárn með fjar­stýr­ingu og ljósa­baðs­regn­hlíf þar sem hægt er að ganga um í sól­skini í grenj­andi rign­ingu. Viggó er líka mik­ill tón­list­ar­maður og leikur á ýmis hljóð­færi sem hann hefur fundið upp og smíðað sjálfur en ærir yfir­leitt starfs­fé­laga sína með hávaða og lát­um. Fræg­asta hljóð­færið er Stein­ald­ar­harpan, risa­vaxið strengja­hljóð­færi sem fram­kallar því­lík hljóð og hljóð­bylgjur að allt splundr­ast og því veldur hljóð­færið gjarnan mik­illi eyðilegg­ingu þegar Viggó sest niður og spilar á það. 

Viggó breyt­ist tölu­vert með árun­um, hárið síkkar og sígar­ettan hverfur úr munn­inum en hann eld­ist ekki neitt. Hann er eins­konar Pét­ur Pan sem aldrei vill full­orðn­ast. Franquin gaf eitt sinn skyn að hann væri ekki alveg ung­lingur en heldur ekki orð­inn tví­tugur – kannski svona 19 ára. Hann er húðlatur en um leið ofvirkur þegar kemur að efna­fræði­til­raun­um, furðu­legri elda­mennsku, eld­flaugum og inn­an­húss­hönn­un. Svo er hann auð­vitað mik­ill dýra­vinur og á árás­ar­gjarnan máv, ofvirkan kött, gull­fisk og mús fyrir gælu­dýr sem oftar en ekki taka þátt í grall­ara­skapn­um. 

Upp­finn­ingar Viggós miða að því (eins og raunar öll vís­indi) að gera lífið bæði skemmti­legra og betra. Gera lífið og starfið á skrif­stof­unni auð­veld­ara. Búa til þægi­legri stóla og jafn­vel setu­stóla eða rúm í vinn­unni, auð­velda allar boð­leið­ir, búa til ný og betri sam­göngu­tæki, gera umhverf­ið ­skemmti­legra og margar upp­finn­ingar Viggós bera hug­sjónum hans vitni; hann býr til gul­rót­ar­byssu þegar hann fer á kan­ínu­skytt­erí. Hann skýtur ekki kan­ínur – heldur skýtur gul­rótum til þeirra. Sem er auð­vitað fárán­legt, fyndið en líka svo fal­legt í sjálfu sér. Hann færir þeim líf í stað dauða. Þegar hann situr með­ veiði­stöng við fal­lega lax­veiðiá – er hann ekki að veiða fisk, heldur kæla hvítvín­ið.  

André Franquin

Höf­undur og skap­ari Viggós er eins og áður sagði Belg­inn André Franquin sem er eins­konar goð­sögn í heimi mynda­sagna. Hann fædd­ist 3. jan­úar 1924 í Ett­er­beek í Belg­íu. Franquin hafði mikil áhrif á fram­gang og stíl mynda­sagna. Hann skap­aði bæði Viggó og undra­dýrið Gorm; hann gerði fjöl­margar bækur um þá félaga Sval og Val. Gormur öðl­að­ist síðar sjálf­stætt líf og um hann var gerð heil rit­röð. Gormur er sjálf­sagt heims­fræg­asta per­sóna Franquin, því hann hefur ratað inn í vin­sælar kvik­myndir og teikni­mynd­ir.

Franquin lagði ungur stund á mynd­list og teikn­ingu og fór snemma að starfa við teikni­mynda­gerð þar sem hann komst í kynni við menn sem síðar urðu helstu snill­ingar belgískra mynda­sagna, menn eins og Morris sem síð­ar skóp Lukku Láka, Peyo höf­und Strumpanna og fleiri. Þessi kyn­slóð lagði í raun grunn að nýrri hugsun og nýju formi teikni­mynda­sög­unn­ar. Þeir útvíkk­uðu hug­mynd­ir, stíl og form og áttu þátt í því að stór­auka vin­sældir teikni­mynda­sög­unnar í Evr­ópu. Ásamt Hergé, getum við alveg kallað þetta belgísku bylt­ing­una í teikni­mynda­heim­in­um. 

Franquin er stundum borin saman við Hergé, enda ein­hverjir áhrifa­mestu mynda­sögu­höf­undar Belga. En þeir eru eig­in­lega and­stæð­ur. Á með­an Hergé er með þenna skýra, stíl­hreina og stillta stíl er Franquin allur á iði, kaó­tísk­ari og villt­ar­i. Hergé er íhalds­samur í hugsun en Franquin er rót­tæk­ur. Hergé, höf­undur Tinna og félaga, var raunar mik­ill aðdá­andi Franquins og sagði um hann: „Ég er ein­ungis teikn­ari – en hann er lista­mað­ur­.“      

Franquin er jafn­vel álit­inn einn af höf­uð­snill­ing­um 20. ald­ar­innar og skipar sér í flokk með Charlie Chaplin og Jacques Tati þegar kemur að hár­beittum en hlýjum húmor. Í sögum sínum um Sval og Val sjáum við hann hæð­ast að hern­að­ar­brölti og kald­rifj­aðri vís­inda­hyggju með Zorglúbb og öðrum slík­um. Öllu hans gríni fylgir nefni­lega ein­hver alvara. Í síð­ustu verkum hans sem komu út undir lok átt­unda ára­tug­ar­ins, svörtu sög­un­um, Idées noires, (það er eng­inn Viggó, Svalur eða Valur eða Gorm­ur, aðeins skrímsli, furðu­fyr­ir­bæri og hryll­ing­ur) þar eru lit­irnir farnir – kannski til að und­ir­strik­a  enn betur hinn svarta húmor sem þar er alls­ráð­andi. En þar krist­all­ast kannski fyrst og fremst, svart á hvít­u,  þung­lyndið sem höf­und­ur­inn barð­ist við alla ævi. Um svipað leyti og þessar svörtu sögur urðu til fékk Franquin tauga­á­fall og von­leysið og myrkrið, jafn­vel grimmdin verða mun meira áber­andi en áður þekkt­ist í hans verk­um. 

Þegar Viggó verður til á sjötta ára­tugnum er mikið umrót í hinum vest­ræna heimi. Hið mikla tóma­rúm eftir seinn­i heims­styrj­öld­ina ­kall­aði á gagn­gerar breyt­ing­ar. Krafa um mann­úð, bætt sam­fé­lag, frið og gleði var allt umlykj­andi á sama tíma og kalt stríð og víg­bún­að­ar­kapp­hlaup stór­veld­anna var í fullum gangi. Verk Franquin end­ur­spegla þetta ástand. Viggó end­ur­speglar líka fram­göngu umhverf­is­bar­átt­unnar og vist­fræð­innar sem braust fram í byrjun átt­unda ára­tug­ar­ins. Franquin var meira að segja til­bú­inn að selja Viggó í aug­lýs­ingar ef það þjón­aði þeim til­gangi að vernda umhverf­ið, m.a. að aug­lýsa raf­hlöður sem þá þótti umhverf­is­vænn orku­gjafi. 

Viggó viðutan sver sig í ætt við heim­speki­stefnu sem gegn­um­sýrði ungt, hugs­andi fólk á sjö­unda ára­tugn­um; til­vist­ar­stefn­una eða existens­í­al­ismann. Sem gengur út á að ljá mann­inum reisn, gera hann lif­andi og skap­andi en ekki að hlut. Þessi rót­tæka heim­speki­kenn­ing gefur skít í alla rök­fræði­lega raun­hyggju og hefur lít­inn áhuga á aðferðum raun­vís­ind­anna. Til­vist­ar­stefnan er mann­hyggja, fjallar fyrst og fremst um mann­inn og til­gang hans í þessu lífi. Og það er svo sem eng­inn til­gang­ur; upp­haf­lega er mað­ur­inn ekk­ert – hann verður ekki fyrr en síðar og hann verður að því sem hann gerir úr sér. Við eigum ekki að beygja okkur undir eitt­hvað sem heitir örlög, heldur vera okkar eigin gæfu smið­ir. Mað­ur­inn er ekk­ert annað en það sem hann gerir – heild athafna sinna – existens­í­al­ism­inn er að reyna að kenna okkur að lifa. Það er eng­inn Guð, engin örlög, þú getur gert allt, allt er leyfi­legt, hún boðar frelsi, frið og rétt­læti. Það er ein­hver óþekkt í til­vist­ar­stefn­unni sem kveikti í upp­reisn­ar­gjörnu fólki á þessum tíma. 

Þessar kenni­setn­ingar ríma vel við það sem Viggó viðutan stendur fyr­ir. Hann er existens­í­alisti; hann gerir það sem hann vill, hann ljær lífi sínu inni­hald; skapar sín eigin örlög. Í raun er hægt að útskýra þessa heim­speki­stefnu 20. ald­ar­innar og lífs­stíl Viggós viðut­ans í eina setn­ingu: lífið er stutt – njóttu þess!  

Vinir og félagar

Svo eru það auka­per­són­urn­ar; já, auka­per­són­urn­ar. Þær eru ekki síst mik­il­vægar í góðum mynda­sög­um. Og þannig er það í sög­unum um Viggó viðut­an. Þar er kærastan Jóga, rauð­hærð sam­starfs­stúlka á skrif­stof­unni sem elskar Viggó út af líf­inu, umber tón­list­ina hans og öll hans upp­á­tæki. Hún er sú sem hlær og dýrkar þennan gaur, sem sömu­leiðis er stöðugt með róm­an­tíska til­burði, til þess að gleðja ást­ina sína. Helsti vinur Viggós er síð­an Júlli í Skarnabæ sem er eins kon­ar hlið­ar­út­gáfa af Viggó; þeir eru eins, nán­ast að öllu leyti og vinnu­stað­ur Júlla er skammt frá vinnu­stað Viggós. Þeir eru stöðugt í sam­skiptum og bralla margt saman þótt, Júlli ávarpi Viggó ávalt form­lega með eft­ir­nafn­in­u, Lagaffe. Félagi þeirra Berti er stundum þung­lyndur og kvíða­fullur og end­ur­speglar því á vissan hátt höf­und­inn sjálf­an. Þeir Júlli og Viggó gera ítrek­aðar til­raunir til þess að gleðja vin sinn í verstu þung­lyndisköst­unum og saman reka þeir litla háværa og furðu­lega hljóm­sveit með sér­kenni­legri hljóð­færa­skip­an; hljóm­sveit sem fáir umbera nema þá helst hún Jóka. 

Umgjörð sög­unnar um Viggó er skrif­stof­an. Ein­hver leið­in­leg­asti staður hvers­dags­lífs­ins; sam­starfs­menn Viggós og yfir­menn eru stress­að­ir, fúlir og leið­in­legir – hreinar and­stæður hans. Þar ger­ast hans helstu ævin­týri sem ganga út á það brjóta upp gráan hvers­dags­leik­ann. Þetta er teikni­mynda­stofa sem gerir sög­urnar um sjálfan Sval. Þarna mæt­ast því margir heim­ar. Skáld­skap­ur­inn, höf­und­ur­inn, skáld­skap­ur­inn í skáld­skapnum – allt rennur þetta saman í einn póst­módernískan heim. Eig­and­inn og ­út­gef­and­inn, Depuis, treður sér meira að segja inn í sög­urn­ar; oft er minnst á hann, en hann sést samt aldrei.

 Og þarna er Val­ur; sem í sögum Viggós er alveg óhemju pirr­aður yfir­maður og afar tauga­veikl­að­ur. Við sjáum Val stundum bryðja geð­lyf í verstu köstum sínum og þarna er því kannski sjálfur höf­und­ur­inn að lauma sjálfum sér inn? Hver veit? 

Síðan bæt­ist við Eyjólf­ur. Þeir eru full­trúar hins venju­lega og vanafasta, dansa dans­inn við stimp­il­klukk­una, sjá til þess að allt gangi sinn gang. Þeir eru yfir­menn sem bera ábyrgð á vinnu­staðn­um  og tromp­ast með reglu­legum hætti yfir upp­á­tækjum Viggós – en hið furðu­lega er – að Viggó, þrátt fyrir allt er aldrei rek­inn. Og stundum kemur fram alveg ótrú­leg vænt­um­þykja milli þess­ara manna sem þó virð­ast stöðugt vera í stríði. Sem er ein af ráð­gátum bókanna. Hvað er það við Viggó sem heldur honum á vinnu­staðn­um? Starfs­kraftur sem senni­lega veldur millj­óna­tjóni, er stöðugt að eyði­leggja mik­il­væga við­skipta­samn­inga, þegar full­trúi pen­inga­valds­ins, Herra Seðlan mætir á svæðið til þess að semja um kaup og kjör, samn­ingar sem aldrei nást vegna upp­á­tækja Viggós. Þetta er eins og rauður þráður í gegnum flestar sög­urn­ar: Herra Seðlan er á leið­inni, senni­lega til þess að kaupa fyr­ir­tækið og að öllum lík­indum breyta því í ein­hvern, arð­skap­andi, leið­inda hryll­ing – en ávallt tekst Viggó að koma í veg fyrir slíkt. Viggó er kannski þrátt fyrir allt mik­il­vægur starfs­kraft­ur? Mik­il­vægur félag­i? 

Hann er nefni­lega mað­ur­inn sem fær snjallar og mik­il­vægar hug­mynd­ir, hann er ef til vill aflið sem knýr þennan skap­andi vinnu­stað áfram? 

Þegar Viggó eyði­leggur við­skipta­samn­inga Herra Seðl­ans þá er hann kannski að reyna að standa vörð um eitt­hvað; ef til vill frelsið sjálft? Passa að fyr­ir­tækið verði ekki selt inn í eitt­hvert völ­und­ar­hús veð­lána- og verð­bréfa­brasks, þar sem það að lokum hverfur og eyð­ist í ein­hverjum furðu­legum fléttu­samn­ingum og hag­ræð­ingum. Kannski er þetta  ­stríðið við kap­ít­al­ismann, mark­aðs­hyggj­una? 

Herra Seðlan, þessi kaupa­héð­inn, er skúrkur sög­unn­ar. Sömu­leið­is lög­reglu­þjónn­inn ­sem stöðugt gerir Viggó lífið leitt með sekt­ar­miðum og hand­tök­um. Þetta eru full­trúar valds­ins sem höf­undur reynir stöðugt að hæð­ast að – en Viggó vinnur samt aldrei neinn fulln­að­ar­sigur í þess­ari bar­áttu og stundum verður hann meira að segja að lúta í lægra haldi.   

Viggó snýr aftur

Bæk­urnar um Viggó eru 19 tals­ins, tólf bækur komu út á íslensku – og þær verða ekki fleiri. Fyrsta skrítlan leit dags­ins ljós 1957 og sög­un­um, mynd­unum og öllu var safnað reglu­lega saman í bókum sem komu út með jöfnu milli­bili allt til árs­ins 1999, þegar síð­asta bókin kom út, tveimur árum eftir and­lát höf­und­ar­ins. 

En nú getur ný kyn­slóð upp­götvað Viggó. Með nýjum barna­bókum um Viggó hinn unga, á að kynna hann fyrir nýjum les­end­um. Þær eru í anda gömlu bókanna og þar snúa aftur gam­al­kunnar per­sónur – allar þó á barns­aldri. Þótt Viggó sé alltaf barn og barn síns tíma og óskil­getið afkvæmi sjö­unda ára­tug­ar­ins; 68-kyn­slóð­ar­inn­ar, upp­reisnar æskunn­ar, tungl­ferð­ar­inn­ar, umhverf­is­bar­átt­unn­ar, rokks­ins – þá lifir hann áfram góðu lífi. Jafn­vel þrátt fyrir að aldrei hafi verið gerðar um hann kvik­myndir eða nein Hollywoo­dæv­in­týri. Hann er varla þekktur í hinum eng­il­sax­neska heimi og lítið þýddur á ensku. En ann­ars stað­ar í Evr­ópu, sér í lagi í Belgíu og Frakk­landi er Viggó sívin­sæll. Á næsta ári er vænt­an­leg ný frönsk kvik­mynd um Viggó og félaga hans.  

Hann er því enn fullur af lífi þó sex­tugur sé. Kannski lifir Viggó vegna þess að undir niðri blundar ein­hver upp­reisn í hverjum manni; það er nefni­lega ein­hver flipp­ari í okkur öllum og stundum langar okkur óstjórn­lega að brjóta upp hvers­dags­lífið og hið vanafasta; hlæja, brosa, leika okkur og prófa eitt­hvað nýtt – og Viggó viðutan er hold­gerv­ingur þess. Hann er hinn for­vitni ung­lingur í okkur öllum sem við eigum að rækta hvern dag.

Viggó viðutan boðar bjart­sýni, frið, mann­hyggju, og umfram allt að berj­ast fyrir frels­inu, að vera þú sjálf­ur, og umfram allt – að brosa og vera glað­ur. Allar kenni­setn­ing­ar, vís­indi, öll póli­tík og bar­átta er hjóm eitt miðað við sanna ham­ingju, fal­legt og inni­legt bros og hraust­legan hlátur –húmor­inn, sem er senni­lega besta og auð­veldasta leiðin til þess að gera heim­inn betri og fal­legri. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnFreyr Eyjólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar