Reykingar kosta þjóðarbúið allt að 86 milljarða á ári

Fyrstu niðurstöður úr skýrslu um þjóðhagslegan kostnað reykinga benda til þess að Íslendingar verði af töluverðum verðmætum vegna reykinga. Ef skert lífsgæði reykingamanna eru vegin með gæti kostnaðurinn rúmlega fjórfaldast.

Sígarettur
Auglýsing

Þróun sígar­ett­ureyk­inga á Íslandi hefur verið með ólík­indum síð­ustu þrjá ára­tugi. Hlut­fall þeirra sem reykja dag­lega hefur lækkað um tvo þriðju á tíma­bil­inu 1989-2015. Árið 2015 var hlut­fall reyk­inga­manna svo 12 pró­sent, en það er með því lægsta sem þekk­ist í Evr­ópu. Lækk­unin hefur verið tölu­vert hrað­ari en hjá OECD-lönd­unum að með­al­tali, þótt hún hafi verið nokkuð hröð þar lík­a. 

Hlut­fall dag­legra reyk­inga­manna á Íslandi og í löndum OECD

Heimild: Gallup og OECD.

Þrátt fyrir þessa miklu lækkun lítur út fyrir að kostn­aður þjóð­fé­lags­ins af reyk­ingum sé enn mjög hár. Á mál­þingi um tóbaks­varnir sem fór fram síð­ast­lið­inn þriðju­dag voru birtar fyrstu nið­ur­stöður úr skýrslu Hag­fræði­stofn­unnar um þjóð­hags­legan kostnað reyk­inga. Nið­ur­stöð­urnar benda til þess að þótt hlut­fall reyk­inga­manna sé lágt á Íslandi þá kost­aði það hvern íbúa tugi til­ hund­ruð ­þús­unda króna á ári. En hvernig er slíkur kostn­aður met­inn?

Auglýsing

Brennir pen­inga

Þegar meta á þjóð­hags­legan kostnað er oft vísað til hug­taks innan hag­fræð­innar sem kallað er nei­kvæð ytri áhrif, en það er sá kostn­aður sem utan­að­kom­andi aðilar verða fyr­ir. Sem dæmi um nei­kvæð ytri áhrif er mengun kís­il­verk­smiðju sem spillir loft­gæði íbúa í nágrenni þeirra. Sömu­leiðis má segja að mengun stafi líka af sígar­ett­u­m. 

Í fyrsta lagi eru það óbeinar reyk­ing­ar, en sam­kvæmt Hag­fræði­stofn­un lét­ust 15 Íslend­ingar af völdum þeirra árið 2015. Sam­fé­lags­legt tjón þess­ara dauðs­falla var metið á tæpa þrjá millj­arða.

Í öðru lagi leiða reyk­ingar til auk­innar skatt­byrði vegna heil­brigðis­út­gjalda. Reyk­inga­menn þurfa oftar á heil­brigð­is­þjón­ustu að halda og þar sem heil­brigð­is­kerfið er rík­is­rekið þurfa allir skatt­greið­endur að gjalda fyrir það. Útgjöld heil­brigð­is­kerf­is­ins vegna reyk­inga voru sam­tals metin á um það bil níu millj­arða. 

Í þriðja lagi þarf vinnu­mark­að­ur­inn að gjalda þess að fram­leiðni reyk­inga­manna sé minn­i. Hag­fræði­stofn­un bendir á að ef gert er ráð fyrir því að reyk­inga­menn taki sér 15 mín­útur á dag í reyk­inga­hlé, þá verði sam­fé­lagið af veru­legu fram­leiðslutapi. Þar að auki verða reyk­inga­menn oftar veik­ari og taka að með­al­tali 30 pró­sent fleiri veik­inda­daga en aðr­ir. Sam­an­lagt fram­leiðslutap reyk­inga­manna ­vegna reyk­ingapása og veik­inda­daga var metið á 5,8 millj­arða króna. 

Við þetta bæt­ast tveir minni kostn­að­ar­liðir við, útgjöld til­ ­for­varn­ar­starfa og tjón af elds­voðum sem rekja má til með­ferðar á sígar­ett­um. Þessir liðir ná saman upp í rúmar 100 millj­ónir og hafa því ekki telj­an­leg áhrif á heild­ar­kostn­að. 

Ef þessir kostn­að­ar­liðir eru lagðir saman fæst sú nið­ur­staða að öll nei­kvæðu ytri áhrifin vegna reyk­inga árið 2015 hefðu kostað Íslend­inga 17,1 millj­arð króna. Það gerir rúmar 50.000 krónur á hvern íbúa. Til að setja þennan kostnað í sam­hengi þá var kostn­aður við bygg­ingu Hörpu um 21 millj­arður króna. Því er ljóst að þjóð­fé­lagið verður af veru­legum tekjum vegna ytri áhrifa sígar­ett­ureyk­inga. 

Kostn­að­ar­lið­ur  Upp­hæð í millj ISK
Sjúkra­flutn­ingar 17
Eignatap vegna elds­voða 25
Tóbaks­varnir 120
Önnur heil­brigð­is­þjón­usta 251
Hjúkr­un­ar­heim­ili 1.278
Lyfja­notkun 1.600
Veik­inda­dagar 2.160
Óbeinar reyk­ingar 2.925
Reyk­ingapásur 3.680
Sjúkra­hús­vist 5.036

Skað­semi reyk­inga­manna

Það er gömul saga og ný að reyk­ingar séu skað­leg hegð­un. Land­lækn­is­emb­ætti Banda­ríkj­anna full­yrðir að finna megi beint orsaka­sam­band milli reyk­inga og 19 sjúk­dóma­flokka, þá helst lungna­krabba­meins, kransæða­sjúk­dóma og lang­vinnri lungna­teppu. Jafn­vel þótt hlut­fall reyk­inga­manna á Íslandi hafi verið með því lægsta í Evr­ópu árið 2015 áætl­aði Hag­fræði­stofnun að á sama ári höfðu 355 reyk­inga­menn lát­ist og 54 orðið öryrkjar vegna þeirra. 

Hvort taka eigi skert lífs­gæði reyk­inga­mann­anna sjálfra með í reikn­ing­inn þegar meta á þjóð­hags­legan kostnað reyk­inga er umdeilt mál. Venju­lega er ekki gert ráð fyrir því að ein­stak­lingar mynd­u vís­vit­and­i velja að skerða lífs­gæði sín með því að reykja ef þeir fengju ekki jafn­mikla ánægju af því. Hins vegar ánetj­ast margir tóbaki þegar þeir eru ungir og ekki full­kom­lega með­vit­aðir um skað­semi þess. 

Ef gert er ráð fyrir því að eng­inn reyk­inga­maður hafi búist við skertum lífs­gæð­u­m þegar þeir byrj­uðu að reykja, þá bæt­ist við það tap sem þeir verða fyrir vegna dauða og örorku. Sam­an­lagt var það tap metið á 68,8 millj­arða árið 2015. 

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum Hag­fræði­stofn­unnar gæti þjóð­hags­legur kostn­aður reyk­inga árið 2015 því legið á breiðu bili. Að minnsta kosti var hann 17,8 millj­arðar en gæti auk­ist alveg upp í 85,8 millj­arða með breyttum for­send­um. Með öðrum orðum kost­uðu þær þjóð­ar­búið á bil­in­u 0,8-3,8 pró­sent af lands­fram­leiðslu eftir því hversu mikið til­lit er tekið til tap­aðra lífs­gæða reyk­inga­mann­anna sjálfra.

Það yrði for­vitni­legt að sjá hvort meira yrði gert í for­varn­ar­málum ef allir vissu af efna­hags­lega ábat­anum af því. Í nýjasta frétta­bréfi land­læknis komu fram þær upp­lýs­ingar að hlut­fall þeirra sem reykja dag­lega hefði lækkað enn frekar árið 2016 og er þess vænst að hlut­fallið muni halda áfram að minnka. Með minnk­andi hlut­falli mun þjóð­hags­legur kostn­aður reyk­inga sömu­leiðis minnka. Það ætti að vera fagn­að­ar­efni, ekki aðeins vegna bættrar lýð­heilsu heldur líka vegna jákvæðra efna­hags­legra áhrifa. 

Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None