Mynd: Birgir Þór

Lögbrot að veita rannsóknarnefnd rangar eða villandi upplýsingar

Allt að tveggja ára fangelsi er við því að segja rannsóknarnefnd Alþingis ósatt. Þeir sem hönnuðu „Lundafléttuna“ í kringum aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupunum á Búnaðarbankanum könnuðust ekki við hana þegar spurt var út í málið við skýrslutöku.

Sam­kvæmt lögum um rann­sókn­ar­nefndir Alþingis er refsi­vert að láta rann­sókn­ar­nefndum í té rangar eða vill­andi upp­lýs­ing­ar. Ákæru­vald getur sak­sótt þá sem það gera og við slíkum brotum liggja allt að tveggja ára fang­els­is­refs­ing. Í nýlegri skýrslu rann­sókn­ar­nefndar um aðkomu þýska einka­bank­ans Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á 45,8 pró­sent hlut í Bún­­að­­ar­­bank­an­um í jan­úar 2003 var birt gríð­­ar­­legt magn gagna – meðal ann­­ars skjöl og tölvu­póstar – sem sýndu að Hauck & Auf­häuser var aldrei raun­veru­­legur eig­andi í Bún­­að­­ar­­bank­­anum heldur lepp­­ur. Allir þeir sem komu með beinum hætti að þeirri blekk­ingu sem sett var á fót í kringum meinta þátt­­töku bank­ans að kaup­unum sögðu ósatt um vit­­neskju sína við skýrslu­­töku fyrir rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþing­­is.

Sá sem var lyk­il­leik­andi í þeirri fléttu sem sett var upp í kringum kaupin var Ólafur Ólafs­son. Hann hefur óskað eftir því að koma fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd til að skýra frá sinni hlið máls­ins. For­maður nefnd­ar­innar hefur sagt opin­ber­lega að hann vilji ekki að fundur hennar með Ólafi verði opinn fjöl­miðl­um. Verði það nið­ur­staðan munu almenn­ingur og fjöl­miðlar ekki fá upp­lýs­ingar um það sem Ólafur hefur að segja um mál­ið, enda ólög­legt fyrir nefnd­ar­menn að greina frá því sem gestir hennar segja á lok­uðum nefnd­ar­fund­um.

Sann­reynt að stjórn­völd, fjöl­miðlar og almenn­ingur var blekktur

Nefndin sem rann­sak­aði aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á stórum hlut í Bún­að­ar­bank­anum árið 2003 skil­aði skýrslu sinni 29. mars síð­ast­lið­inn. Í nið­ur­stöðum hennar segir að sann­reynt hafi verið með ítar­legum skrif­legum gögnum að Ólafur Ólafs­­son, sam­­starfs­­menn hans, stjórn­­endur hjá Kaup­­þingi og nokkrir erlendir sam­­starfs­­menn, meðal ann­­ars innan Hauck & Auf­häuser, hefðu hannað fléttu sem sett var á svið í kringum kaup­in. Í henni fólst að Kaup­­þing fjár­­­magn­aði meint kaup Hauck & Auf­häuser á hlut í Bún­­að­­ar­­bank­an­um, end­an­­legur eig­andi þess hlutar var aflands­­fé­lagið Well­ing & Partners á Bresku Jóm­frú­­areyj­unum og bak­­samn­ingar tryggðu Hauck & Auf­häuser algjört skað­­leysi af aðkomu sinni. Slíkir samn­ingar tryggðu einnig að allur ávinn­ingur af flétt­unni, sem varð á end­­anum yfir 100 millj­­ónir dala, skipt­ist á milli aflands­­fé­lags Ólafs Ólafs­­sonar og aðila sem tengd­ust Kaup­­þingi. Á gengi árs­ins 2005 nam sú upp­­hæð 6,8 millj­­örðum króna. Í dag er hún um 11 millj­­arðar króna. Ekki var greint frá neinu ofan­greindu opin­ber­lega heldur því haldið fram að þýski bank­inn væri raun­veru­lega að kaupa hlut­inn og hefði fjár­magnað kaupin sjálf­ur. Með flétt­unni voru stjórn­völd, fjöl­miðlar og almenn­ingur blekkt­ir.

Fjórir lyk­il­­menn í mál­inu voru boð­aðir til skýrslu­­töku fyrir nefnd­ina á meðan að vinnu hennar stóð, en neit­uðu að mæta. Um er að ræða Ólaf Ólafs­­son, Guð­­mund Hjalta­­son, Hreiðar Már Sig­­urðs­­son og Sig­­urð Ein­­ar­s­­son. Þegar rann­­sókn­­ar­­nefndin beindi því til Hér­­aðs­­dóms Reykja­víkur að boða þá kröfð­ust þrír þeirra þess að dóm­­ari viki sæti í mál­inu. Þeirri beiðni var hafn­að.

Þegar beiðni rann­­sókn­­ar­­nefnd­­ar­innar var tekin aftur fyrir í byrjun des­em­ber 2016 báru bæði Ólafur og Guð­­mundur brigður á að þeim væri skylt að svara spurn­ingum nefnd­­ar­inn­­ar. Þessu var hafnað af Hæsta­rétti 17. jan­úar 2017.

Sögðu ósatt

Skýrslur voru loks teknar af mönn­unum í lok jan­úar og byrjun febr­­ú­­ar. Allir fjórir ofan­­greindir svör­uðu þar spurn­ingum rann­­sókn­­ar­­nefnd­­ar­innar með þeim hætti að fram­­burður þeirra stang­­ast með öllu á við gögn – bæði samn­inga og tölvu­pósta – sem nefndin hefur undir höndum og sýnir bæði beina aðkomu þeirra og fulla vit­­neskju um þá bak­­samn­inga sem gerðir voru þegar látið var líta út fyrir að Hauck & Auf­häuser hefði keypt stóran hlut í Bún­­að­­ar­­banka Íslands í jan­úar 2003.

Ólafur og Guð­­mundur sögðu að þær upp­­lýs­ingar sem stjórn­­völd, almenn­ingur og fjöl­miðlar hefðu fengið um kaupin hafi verið réttar og nákvæm­­ar. Bæði Hreiðar Már og Sig­­urður könn­uð­ust ekk­ert við að Kaup­­þing, sem þeir stýrðu, hefði komið að eða fjár­­­magnað kaup Hauck & Auf­häuser í Bún­­að­­ar­­bank­an­­um. Þá höfn­uðu þeir því báðir að hafa ein­hver annar en Hauck & Auf­häuser hefði verið raun­veru­­legur eig­andi að hlutnum sem keyptur var í Bún­­að­­ar­­bank­an­­um.

Gögn máls­ins sýna, líkt og áður sagði, að allir fjórir menn­irnir höfðu fulla vit­­neskju um, og tóku fullan þátt í, þeirri fléttu sem opin­beruð er í skýrslu rann­­sókn­­ar­­nefndar Alþing­­is. Þess utan liggur fyrir að Ólafur hagn­að­ist með beinum hætti um marga millj­­arða króna af flétt­unni og að rann­­sókn­­ar­­nefndin dregur þá ályktun að aðilar tengdir Kaup­­þingi hafi gert slíkt hið sama.

Kjartan Bjarni Björgvinsson var formaður rannsóknarnefndarinnar sem kynnti skýrsluna. Niðurstaða hennar var afdráttarlaus: stjórnvöld, fjölmiðlar og almenningur voru blekkt.
Mynd: Birgir Þór

Rann­­sókn­­ar­­nefndin tók líka skýrslur af Ármanni Þor­­valds­­syni, fyrr­ver­andi for­­stöð­u­­manni fyr­ir­tækja­ráð­gjafar Kaup­­þings, Bjarka Diego, þá starfs­­manni fyr­ir­tækja­ráð­gjaf­­ar­inn­­ar, Krist­ínu Pét­­ur­s­dótt­­ur, þá for­­stöð­u­­manni fjár­stýr­ingar Kaup­­þings, og Stein­grími Kára­­syni, þá yfir­­­manni áhætt­u­­stýr­ing­­ar. Auk þess tók nefndin skýrslu af Magn­úsi Guð­­munds­­syni, sem stýrði Kaup­­þingi í Lúx­em­borg.

Eng­inn þess­­ara aðila „kann­að­ist við eða rak minni til þess að Kaup­­þing eða dótt­­ur­­fé­lag þess í Lúx­em­borg hefðu komið að við­­skiptum Hauck & Auf­häuser með hluti í Eglu hf. [fé­lag­inu sem keypti hlut­inn í Bún­­að­­ar­­bank­an­um]“.

Gögn máls­ins, sem rakin eru í skýrsl­unni, sýna þó ótví­­rætt að allir ofan­­greind­ir, utan Ármanns, tóku beinan þátt í þeirri fléttu sem fram­­kvæmd var í kringum kaupin á Bún­­að­­ar­­bank­an­­um. Það sýna skjöl og tölvu­póstar ótví­­rætt.

Þau sögðu því einnig ósatt við skýrslu­­töku.

Sig­urður veitti annarri nefnd rangar og vill­andi upp­lýs­ingar

Þetta er ekki eina rann­sókn­ar­nefndin sem einn mann­anna hefur veitt rangar eða vill­andi upp­lýs­ingar um kaupin á ráð­andi hlut í Bún­að­ar­bank­an­um. Einka­væð­ing bank­anna var líka á meðal þeirra atburða sem fjallað var um í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um aðdrag­anda og orsök banka­hruns­ins, sem kom út í apríl 2010.

Rann­sókn­ar­nefndin tók meðal ann­ars skýrslu af Sig­urði Ein­ars­syni. Þar sagði Sig­urður m.a.: „Það er nefni­lega þannig að þegar þetta einka­væð­ing­ar­ferli fer í gang þá komum við þar hvergi nálægt. Það er hins vegar þannig að bæði þeir sem keyptu Lands­bank­ann og þeir sem keyptu Bún­að­ar­bank­ann komu að máli við okkur – báðir þessir aðilar komu að máli við okkur áður en þeir keyptu – og spurðu hvort við, þegar þeir væru búnir að kaupa, ef þeir fengju að kaupa, ég man nú ekki nákvæm­lega hvernig það var orð­að, værum til­búnir til að sam­ein­ast þeirra fyr­ir­tæki. Ég man ég átti ítrekað fundi bæði með Björgólfi Thor og Björgólfi Guð­munds­syni um þetta og þeir voru mjög áfram um það að Kaup­þing og Lands­banki sam­ein­uð­ust. Síðan koma Ólafur Ólafs­son og Hjör­leifur Jak­obs­son að máli við mig með nákvæm­lega sama erindi. Við hins vegar komum hvergi nálægt kaup­un­um.“

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefndar um aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á Bún­­að­­ar­­bank­an­um er það ósatt að Kaup­þing – og Sig­urður – hafi hvergi komið nálægt kaup­un­um. Því er ljóst að Sig­urður sagði einnig ósatt við skýrslu­töku hjá rann­sókn­ar­nefnd­inni um banka­hrun­ið, þegar hann gaf skýrslu fyrir henni 14. júlí 2009.

Allt að tveggja ára fang­elsi

Í 10. grein laga um rann­sókn­ar­nefndir Alþingis seg­ir: „Ef maður lætur af ásetn­ingi rann­sókn­ar­nefnd í té rangar eða vill­andi upp­lýs­ingar sam­kvæmt fyr­ir­mælum laga þess­ara fer um refs­ingu fyrir slík brot skv. 145. og 146. gr. almennra hegn­ing­ar­laga[...]Um slík mál skal fara sam­kvæmt lögum um með­ferð saka­mála.“

Það þýðir að ákæru­vald getur ákært þá sem segja nefnd­inni ósatt. Sam­kvæmt almennum hegn­ing­ar­lögum varðar það allt að tveggja ára fang­elsi að gefa opin­beru stjórn­valdi „ranga yfir­lýs­ingu að við­lögðum dreng­skap eða á annan sam­svar­andi hátt, þar sem slík aðferð er boðin eða heim­il­uð“ ef sök er stór­felld.

Þögn um það sem fer fram á lok­uðum fundum

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd er nú með málið til með­ferðar og hún gæti mælst til þess að við­eig­andi ákæru­vald myndi rann­saka hvort að vitn­is­burður þeirra sem sögðu ósatt fyrir rann­sókn­ar­nefnd­inni hafi gerst brot­legir við lög um rann­sókn­ar­nefndir með því athæfi sínu.

Ólafur Ólafsson var höfuðpaurinn í „Lundafléttunni“ samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Hann hefur beðið um að koma fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að skýra mál sitt. Ekki liggur fyrir hvort sá fundur verði lokaður eða opinn.

Með­ferð nefnd­ar­innar á mál­inu vekur reyndar nokkra furðu. Brynjar Níels­son, for­maður nefnd­ar­inn­ar, var um tíma verj­andi Bjarka Diego, sem gegndi lyk­il­hlut­verki í „Lunda­flétt­unn­i“, vegna hrun­máls. Brynjar taldi fyrst ekk­ert athuga­vert við að hann myndi stýra umfjöllun nefnd­ar­innar um skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar en sner­ist svo hugur þegar tölu­verð and­staða kom fram gegn því innan nefnd­ar­inn­ar. Í fjöl­miðlum var greint frá því að Jón Stein­dór Valdi­mars­son, vara­for­maður nefnd­ar­inn­ar, yrði fram­sögu­maður hennar í mál­inu og myndi stýra umfjöllun hennar um skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans.

Þrátt fyrir þetta hefur Brynjar verið sá full­trúi nefnd­ar­innar sem hefur verið í sam­bandi við Ólaf Ólafs­son vegna áhuga hans á að koma fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd vegna máls­ins. Í Frétta­blað­inu í síð­ustu viku greindi Brynjar frá því að hann hefði rætt við Ólaf síð­ast­lið­inn mið­viku­dag um komu hans fyrir nefnd­ina. Í þeirri frétt sagði Brynjar einnig að hann teldi ekki að fundur nefnd­ar­innar með Ólafi ætti að vera opinn fjöl­miðlum og almenn­ingi. Það væri óskyn­sam­legt og óþægi­legt fyrir nefnd­ar­menn. Brynjar reikn­aði þó með að Ólafur myndi koma fyrir nefnd­ina í maí­mán­uði.

Verði það nið­ur­staðan munu hvorki almenn­ingur né fjöl­miðlar fá neinar upp­lýs­ingar um það sem Ólafur hefur að segja fyrir nefnd­inni. Í 19. grein þing­skap­ar­laga segir nefni­lega að óheim­ilt sé fyrir nefnd­ar­menn að vitna til orða gesta sem falli á lok­uðum nefnd­ar­fundi nema með leyfi við­kom­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar