Þegar kæliskápurinn bilar

Hvað gerist þegar kæliskápurinn bilar? Þá er voðinn vís. Ný skýrsla staðfesta alvarlega þróun vegna hlýnunar jarðar.

hlýnun
Auglýsing

Allir vita hvað ger­ist þegar kæli­skáp­ur­inn bil­ar: það sem í honum er eyði­leggst. Fyrst mjólkin og svo allt hitt smátt og smátt. Eig­andi skáps­ins hefur tvo kosti: láta gera við eða kaupa nýj­an. Nú er stærsti kæli­skápur ver­aldar far­inn að hökta og honum er ekki hægt að skipta út. Sjálft Norð­ur­skaut­ið.

Fyrir nokkrum dögum var birt ný skýrsla, unnin af níu­tíu vís­inda­mönn­um, í sam­vinnu við Norð­ur­skauts­ráð­ið. Nið­ur­stöður skýrsl­unnar eru, að mati margra sér­fræð­inga, ugg­væn­leg­ar. Kalla hana svarta. Skýrslan stað­festir þær miklu breyt­ingar sem í dag­legu tali  eru kenndar við hlýnun jarð­ar. Allir þekkja umræð­una um síaukna losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda af manna­völd­um. Íbúum jarð­ar­innar fjölgar stöðugt, bílum fjölgar, flug­um­ferð eykst ár frá ári, jarð­ar­búar borða sífellt meira  nauta­kjöt (melt­ing jórt­ur­dýra leysir út mikið magn met­ans), hægt gengur að draga úr notkun jarð­efna­elds­neytis en ófull­kom­inn bruni þess veldur mik­illi losun met­ans. Margt fleira mætti nefna sem ýtir undir hlýn­un­ina.

Sér­fræð­ing­arnir vör­uðu við

Mörg ár eru síðan sér­fræð­ingar vöktu athygli á að ef mann­skepnan brygð­ist ekki við „gerði ekki eitt­hvað í mál­inu“ myndi allt enda með ósköp­um. Mörgum fannst sér­fræð­ing­arnir draga upp dökka og kannski óraun­sæja mynd af fram­tíð­inni og sumir köll­uðu jafn­vel við­var­an­irnar hræðslu­á­róð­ur. Nú eru flest­ir, ekki þó all­ir, á einu máli um að mik­ill vandi blasi við og hann sé af manna­völd­um. Danskur sér­fræð­ingur um lofts­lags­mál sagði í við­tali, eftir að skýrslan var birt, að við­vör­un­ar­ljósin væru hætt að blikka, nú logi þau stöðugt.

Auglýsing

Par­ís­ar­ráð­stefnan

Á und­an­förnum árum hafa verið haldnar fjöl­margar ráð­stefnur um lofts­lags­mál og leiðir til að bregð­ast við hlýnun jarð­ar. Ráð­stefn­urnar hafa ekki allar skilað miklum árangri. Í stuttu máli má segja að oft­ast hafi verið sam­komu­lag um að aðgerða væri þörf en hins­vegar ekki í hverju þær aðgerðir skyldu fel­ast. Allir vildu fá að halda sínu óbreyttu en æski­legt væri að „hin­ir“ gerðu eitt­hvað.

Í des­em­ber 2015 var haldin fjöl­menn ráð­stefna í Par­ís, um lofts­lags­mál. Oft­ast kölluð Par­ís­ar­ráð­stefn­an. Þegar hún var hald­in, eftir marg­hátt­aðan og vand­aðan und­ir­bún­ing, var það ein­róma (eða nær ein­róma) álit sér­fræð­inga að komið væri að ögur­stund. Það sýnir kannski alvöru máls­ins að margir sögðu þetta mik­il­væg­ustu ráð­stefnu í sögu mann­kyns. Þarna voru sett mark­mið sem full­trúar 196 ríkja skrif­uðu undir og skuld­bundu sig til að hlíta. Mark­mið­in, og aðferðir og aðgerðir til að ná þeim, eru bæði mörg og flókin en það sem mestu skiptir er mark­miðið um að halda hlýnun loft­hjúps­ins innan við 2 gráður fram til árs­ins 2100 en reynt skuli að halda hlýnun innan við 1,5 gráðu. Íslend­ingar þekkja vel afleið­ingar hækk­andi hita­stigs, jökl­arnir minnka með ógn­ar­hraða og Ok, sem var talið minnsti jök­ull lands­ins er orðið að skafli.

Skýrslan

Í áður­nefndri skýrslu um breyt­ing­arnar á Norð­ur­skauts­svæð­inu kemur fram að haf­ís­inn á svæð­inu er nú aðeins 35% þess sem hann var árið 1975. Og ef svo fer fram sem horfir verður hann nær algjör­lega horf­inn eftir 13 ár. Fast­landsís­inn á Græn­landi og ísbreiðan á Norð­ur­skaut­inu minnkar og þynn­ist ár frá ári og vís­inda­menn telja að yfir­borð sjávar muni hækka um að minnsta kosti fimm­tíu senti­metra, jafn­vel allt að einum metra, fram til árs­ins 2100. Það hefði gríð­ar­legar breyt­ingar í för með sér. Með­al­hita­stig á Norð­ur­skaut­inu hefur hækkað um 3,5 gráður á fimmtán árum. Afleið­ingar þess­ara breyt­inga eru þegar farnar að koma í ljós, dýra­líf á Norð­ur­slóðum er í hættu, fisk­göngur verða með öðrum hætti en áður og fleira mætti nefna.

Miklar sveiflur í veðr­inu

Stormar og úrhellis­rign­ingar eru mun algeng­ari en áður var og þegar hærra sjáv­ar­yf­ir­borð bæt­ist ger­ist það að stór land­svæði, ekki síst í borg­um, fara undir vatn. Veðr­áttan er „ofsa­fengn­ari“ eins og danskur vís­inda­maður komst að orði. Í Dan­mörku, þar sem pistla­höf­undur er búsett­ur, hefur nokkrum sinnum á und­an­förnum árum orðið mikið tjón af völdum veð­urs. Í júlí­byrjun árið 2011 opn­uð­ust himn­arn­ir, ef svo má segja, og úrkoman mæld­ist 150 milli­metrar á tveimur klukku­stund­um. Tjónið af völdum úrhell­is­ins varð mest í Kaup­manna­höfn, þar sem margir kjall­arar í mið­borg­inni fyllt­ust af vatni og í öðrum hverfum borg­ar­innar varð víða umtals­vert tjón. Sagan end­ur­tók sig árið 2014 og sömu­leiðis 2016 þótt það jafn­að­ist ekki á við júlíúr­kom­una 2011. Í byrjun þessa árs gekk mikið óveður yfir landið og þá hækk­aði yfir­borð sjávar á Suð­ur­-Jót­landi um 1,77 metra. 

Danir köll­uðu þetta 100 ára flóð, með vísan í að slíkt sem þetta ger­ist einu sinni á hverri öld. Danskir sér­fræð­ingar segja að þetta heiti, 100 ára flóð, verði brátt úrelt því búast megi við að atburðir sem þessir verði nú mun tíð­ari. Fyrir tveimur árum þrýsti mikið hvass­viðri sjó úr Eyr­ar­sundi inn í sundið sem skilur eyj­una Ama­ger frá Kaup­manna­höfn (Ama­ger til­heyrir Kaup­manna­höfn) og Sjá­landi. Þá flæddi um hluta Nýhafn­ar­innar og ef „venju­legt“ sjáv­ar­borð hefði verið hálfum metra hærra (eins og spáð er að ger­ist) hefði tjónið orðið gríð­ar­legt. Svipað hefur gerst við Hró­arskeldu­fjörð­inn, Danska vík­inga­safnið sem stendur fyrir botni fjarð­ar­ins, og geymir þjóð­ar­ger­semar, hefur hvað eftir annað verið í stór­hættu og nú er talað um að flytja það á annað svæði. Þetta eru aðeins örfá dæmi um afleið­ingar breytts veð­ur­fars og þótt hér sé sagt frá Dan­mörku er svip­aða sögu að segja frá fjöl­mörgum lönd­um.

Rástaf­anir kosta pen­inga

Mik­il­vægt er að þjóðum heims auðn­ist að standa við sam­komu­lag Par­ís­ar­ráð­stefn­unnar um að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og sjá til þess að hita­stig hækki ekki umfram mark­miðin sem að er stefnt. Um þetta eru flestir sam­mála. En hlut­irnir breyt­ast ekki á einum degi og þótt yfir­borð sjávar hækki kannski ekki jafn mikið og spár gera ráð fyrir er nauð­syn­legt að gera ráð­staf­anir til að vernda land­svæði, borgir og bæi. 

Slíkar ráð­staf­anir kosta pen­inga, mikla pen­inga. Mörg lönd hafa sett í gang (sum fyrir all­mörgum árum) áætl­anir til að koma í veg fyrir að sjór geti óhindrað flætt yfir stór svæði og úrhelli valdið stór­tjóni eins og mörg dæmi eru um á síð­ustu árum. Þekk­ingu á ofurafli nátt­úr­unnar hefur fleygt mjög fram á und­an­förnum ára­tugum og tækn­inni til að bregð­ast við sömu­leið­is.

Máls­hátt­inn „orð eru til alls fyrst“ þekkja flest­ir, en vita líka að þau duga sjaldn­ast ein og sér. Það má með sanni segja um Par­ís­ar­ráð­stefn­una marg­nefndu, þar hafa orðin verið sögð og sett á blað en von­andi verður ekki látið þar við sitja. Til þess er of mikið í húfi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None