Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi heldur áfram að aukast

Útstreymi frá Íslandi jókst um 1,9% 2014-2015. Losunin eykst enn og er nú 28% meiri en árið 1990. Ísland er skuldbundið til að minnka losun um 20%.

Um það bil 45% losunar frá Íslandi kemur frá iðnaði. fjórðungur losunarinnar er tilkomin vegna orkunotkunar og þá helst vegna bruna jarðefnaeldsneytis. Landbúnaður er uppspretta um 13% útstreymisins. Restin fellur undir aðra þætti.
Um það bil 45% losunar frá Íslandi kemur frá iðnaði. fjórðungur losunarinnar er tilkomin vegna orkunotkunar og þá helst vegna bruna jarðefnaeldsneytis. Landbúnaður er uppspretta um 13% útstreymisins. Restin fellur undir aðra þætti.
Auglýsing

Ísland los­aði meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum árið 2015 en árið 2014. Mesta los­unin er frá álf­ram­leiðslu og næst mest frá vega­sam­göng­um. Þetta kemur fram í los­un­ar­bók­haldi Íslands sem skilað hefur verið til Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá Íslandi jókst um 1,9 pró­sent á milli ára 2014 og 2015 og hefur útstreymið ekki verið hærra síðan árið 2010.

Útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá Íslandi hafði auk­ist um 28 pró­sent árið 2015 miðað við við­mið­un­ar­árið 1990. Losun frá Íslandi náði hæstu hæðum árið 2008 vegna stór­auk­inna umsvifa stór­iðju hér á landi. Í kjöl­far efna­hags­þreng­inga sama ár og vegna auk­inna krafa um föngun kolefnis frá stór­iðju dróst losun saman á árunum 2009, 2010 og 2011 en var svo nokkuð svipuð þar eft­ir.

Sé rýnt í þær breyt­ingar sem orðið hafa síðan 1990 má sjá að iðn­að­ar­fram­leiðsla ber ábyrgð á rúm­lega helm­ingi aukn­ing­ar­innar til árs­ins 2015. Far­ar­tæki á landi bera ábyrgð á nærri því fjórð­ungi aukn­ing­ar­inn­ar.

Losun frá Íslandi 1990-2015. Hér má sjá þróun losunarinnar. Landnotkun, landbreytingar og skógrækt er ekki í þeim tölum sem hér birtast.

Umhverf­is­stofnun ber ábyrgð á því að taka saman og halda utan um los­un­ar­bók­haldið sem íslenskum stjórn­völdum er skylt að skila vegna skuld­bind­inga Kýótó-­bók­un­ar­inn­ar. Seinna skuld­bind­ing­ar­tíma­bil Kýótó-­bók­un­ar­innar svoköll­uðu hófst árið 2013 og lýkur árið 2020. Íslensk stjórn­völd hafa skuld­bundið sig til þess að minnka losun um 20 pró­sent á tíma­bil­inu. Ísland tekur þar þátt í sam­eig­in­legum mark­miðum með aðild­ar­ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins.

Í nýj­ustu bók­halds­skýrsl­unni sem skilað var til Ramma­samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­mál 13. apríl síð­ast­lið­inn er fjallað um losun árs­ins 2015.

Auglýsing

Lofts­lags­prófíll Íslands

Íslenskt útstreym­is­lands­lag er nokkuð óvenju­legt því sem þekk­ist ann­ars staðar í heim­inum og í þeim löndum sem Ísland ber sig vana­lega við í efn­hags­legum skiln­ingi. Fjórar meg­in­á­stæður búa þar að baki.

Fyrir það fyrsta þá er losun vegna raf­orku­fram­leiðslu og hús­hit­unar á Íslandi veru­lega lág miðað við löndin á meg­in­landi Evr­ópu. Hér fer raf­orku­fram­leiðsla að mestu fram með vatns­afls- og háhita­virkj­unum og hús eru hituð með jarð­hita.

Nærri því 80 pró­sent útstreymis frá því sem heitir orku­geiri (e. Energy sect­or) í alþjóð­legum sam­an­burði er frá sam­göng­um. Þar ber helst að nefna bíla­um­ferð og fiski­skipa­flot­ann sem gengur meira og minna fyrir jarð­efna­elds­neyti.

Í þriðja lagi er útstreymi vegna land­notk­unar nokkuð mikil hér á landi. Helg­ast það að mestu af fram­ræslu mýra í sveitum sem og í þétt­býli á seinni helm­ingi síð­ustu ald­ar. Nýlegar rann­sóknir sýna að útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna þess­ara land­breyt­inga getur verið tölu­vert og staðið yfir um langt skeið. Skurð­gröftur til þess að þurrka upp land var að mestu hætt um 1990.

Talið er að um helm­ingur alls land­ræns vot­lendis hafi verið raskað með fram­ræslu hér á landi. Um 13 pró­sent þess lands sem hefur verið ræst fram er í notk­un, ýmist sem rækt­ar­land eða skóg­lendi.

Þó ber að hafa í huga að í heild­ar­út­blást­urs­tölum er land­notkun yfir­leitt und­an­skil­in, nema annað sé tekið fram sér­stak­lega. Losun vegna land­notk­unar og land­breyt­inga er ríf­lega tvö­föld losun frá öðrum geirum sem tekið er til­lit til í bók­hald­inu.

Fjórða sér­kenni hins íslenska lofts­lags­prófíls er hversu mikla ábyrgð iðn­að­ar­fram­leiðsla ber í los­un­ar­bók­haldi Íslands. Um 45 pró­sent allrar los­un­ar, sé land­notk­unin und­an­skil­in, má rekja til iðn­að­ar­fram­leiðslu. Það er jafn­framt ein­kenni á losun frá Íslandi að eitt verk­efni getur haft mikil áhrif á heild­ar­losun á árs­grund­velli.

Ástæða þessa er smæð íslenska hag­kerf­is­ins. Eitt meng­andi álver til við­bótar í kerfið getur aukið heild­ar­losun frá Íslandi um meira en 15 pró­sent, að því er kemur fram í los­un­ar­bók­haldi Umhverf­is­stofn­un­ar.

Ísland þarf að minnka losun

Ísland hefur geng­ist við enn frek­ari skuld­bind­ingum eftir árið 2020. Í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu sem sam­þykkt hefur verið á Alþingi tekur Ísland áfram þátt í sam­eig­in­legum mark­miðum ESB-­ríkja. Þar skuld­binda aðild­ar­rík­in, ásamt Íslandi og Nor­egi, til þess að draga úr losun um 40 pró­sent árið 2030 miðað við árið 1990.

Íslensk stjórn­völd lögðu fram mark­mið sín í aðdrag­anda lofts­lags­ráð­stefn­unnar í París árið 2015. Þar er því lýst yfir að Íslend­ingar ætli að taka á sig „sann­gjarnar byrgð­ar“ (e. fair share) í mark­miði ESB. Um þessar sann­gjörnu byrgðar verður á end­anum samið.

Enn er beðið eftir því að reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins um þessi sam­eig­in­legu mark­mið verði sam­þykkt. Þangað til er óvíst hver end­an­leg skuld­bind­ing Íslands í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu verð­ur. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er gert ráð fyrir að Ísland muni þurfa að draga úr losun um 35-40 pró­sent til árs­ins 2030.

Vegna þátt­töku Íslands í sam­eig­in­legum mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins með los­un­ar­heim­ildir fellur um það bil 40 pró­sent af losun Íslands utan skuld­bind­ing­anna. Það þýðir að stjórn­völd hér á landi eru ekki skuld­bundin í alþjóða­samn­ingum til þess að draga úr losun frá álf­ram­leiðslu, járn­blendi, alþjóða­flugi og fleiri geirum sam­fé­lags­ins.

Í skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands um stöðu Íslands í lofts­lags­málum sem kynnt var í febr­úar á þessu ári kemur fram að íslensk stjórn­völd þurfa að grípa til rót­tækra aðgerða ef mark­mið í lofts­lags­málum eiga að nást.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None