Hakkari og sonur þingmanns gripinn á Indlandshafi

Ævintýraleg saga rússnesk hakkara. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur skoðaði gögn um hakkarann sem flúðu bandarísk yfirvöld til Balí, en var gripinn.

roman
Auglýsing

Í júli árið 2014 var Roman Sel­ez­nev hand­tek­inn á flug­velli í Maldi­ví-eyjum skammt undan ströndum Ind­lands. Hinn þrí­tugi Rússi var í kjöl­farið færður banda­rískum yfir­völdum sem höfðu lengi reynt að hand­sama hann. Roman er einn af mörgum rúss­neskum tölvu­þrjótum sem hafa plagað banda­rísk fyr­ir­tæki, bæði stór og smá, um áraraðir og mál hans á að vera for­dæmi fyrir aðra. Saga Rom­ans er þó ákaf­lega sér­stök og teng­ist m.a. Kreml og mann­skæðri sprengju­árás í Afr­íku.

Undra­barn á brotnu heim­ili

Roman Val­er­evich Sel­ez­nev er fæddur þann 23. júlí árið 1984 í rúss­nesku borg­inni Vla­di­vostok, austan við Síberíu og nálægt landa­mærum Norður Kóreu. For­eldrar Rom­ans skildu þegar hann var aðeins tveggja ára gam­all og átti hann í litlum sam­skiptum við föður sinn eftir það. Hann bjó í litlu her­bergi með móður sinni sem vann við afgreiðslu­störf í versl­un. 

Hún drakk mikið og Roman var því mikið einn og þurfti að sjá um sig sjálfur sem barn. En honum gekk vel í námi og þá sér­stak­lega í stærð­fræði. Hann not­aði tím­ann heima til að kenna sér á tölvur og mætti segja að hann hafi verið undra­barn á því sviði. Þegar Roman var 16 ára útskrif­að­ist hann úr mennta­skóla og inn­rit­aði sig strax í Aust­ræna sam­bands­há­skól­ann (FEFU) í Vla­di­vostok, í bæði tölv­un­ar­fræði og stærð­fræði. En dag einn, þegar Roman var 17 ára, fann hann móður sína látna þegar hann kom heim úr skól­an­um. Hún hafði drukknað í baðkar­inu í áfeng­is­drunga. Móð­ur­bróðir Rom­ans átti íbúð­ina sem þau bjuggu í en hann rak Roman úr henni og lenti hann því á göt­unni um stund. 

Auglýsing

Roman átti erfitt með að fóta sig eftir þetta, hann hrökkl­að­ist úr námi og bjó hjá ömmu sinni um tíma. Hann vann um stund í tölvu­verslun en átti erfitt með að fram­fleita sér með því. Þá fór að að nýta kunn­áttu sína á ann­ar­legan hátt, þ.e. að brjót­ast inn í tölvu­kerfi eða „að hakka”. Hann var ennþá aðeins 17 ára gam­all þegar hann var far­inn að hakka sig inn í tölvu­kerfi versl­ana og stela þar greiðslu­korta­upp­lýs­ingum og núm­er­um. Hann seldi síðan þessar upp­lýs­ingar á þar til gerðum síðum og gat kom­ist af með gróð­an­um. Svona gekk  þetta í sex ár frá 2001 til 2007 en þá fann hann í fyrsta skipti umtals­vert magn af greiðslu­korta­núm­erum sem hann gat selt fyrir for­múgu. Þá sner­ist þetta ekki lengur um að kom­ast af, græðgin var tekin yfir.

Glæpa­líf

Roman var nú orð­inn stór­tækur tölvu­glæpa­maður og gekk undir ýmsum dul­nefn­um, s.s. 2pac, nCuX en oft­ast Track2. Hann braust inn í tölvu­kerfi þús­unda banka, fjár­mála­stofn­ana og fyr­ir­tækja, bæði stórra og smárra. Jafn­vel litlir veit­inga­staðir voru ekki óhultir fyrir hon­um. Hann komst inn í sölu­kerfi fyr­ir­tækj­anna og kom þar fyrir hug­bún­aði sem afrit­aði greiðslu­korta­upp­lýs­ing­arnar og sendi á tölvu­þjóna sem hann átti heima í Rúss­landi, í Úkra­ínu og í Banda­ríkj­un­um. 

Hann seldi svo upp­lýs­ing­arnar á hinu svo­kallað myrkra­neti þar sem alls kyns ólög­leg starf­semi fer fram. Gróði Rom­ans af söl­unni skipti mörgum millj­ónum banda­ríkja­doll­ara en tap fyr­ir­tækj­anna af starf­semi hans var langtum meira. Fjöldi fyr­ir­tækja fóru í gjald­þrota­skipti ein­göngu vegna þessa. Roman pass­aði sig á því að ráð­ast aðeins á erlend fyr­ir­tæki, sér­stak­lega banda­rísk, því að þá gerðu rúss­nesk lög­reglu­yf­ir­völd ekk­ert í því. Óop­in­ber stefna rúss­neskra stjórn­valda er að láta rúss­neska hakk­ara óáreitta, svo lengi sem þeir ráð­ast ekki á rúss­nesk fyr­ir­tæki eða stofn­an­ir, og séu til­búnir endrum og eins að vinna fyrir leyni­þjón­ust­una, FSB. Hann lifði því hátt og án áhyggja en hann varð þó að vara sig á hinum langa armi Banda­ríkj­anna. 

Banda­rísk stjórn­völd vissu af honum og reyndu að hafa hendur í hári hans og því gat hann hvorki ferð­ast til Banda­ríkj­anna né nokk­urra þeirra ríkja sem hafa fram­sals­samn­ing við þau. Árið 2008 gift­ist hann unn­ustu sinni Svet­lönu og þau eign­uð­ust dótt­ur. Ári seinna, þegar Svetl­ana var með dótt­ur­ina í fríi, var brot­ist inn á heim­ili þeirra í Vla­di­vostok. Ræn­ingj­arnir vissu vel hvað þeir voru að gera því þeir tóku bæði pen­inga og upp­lýs­ingar úr tölvum á heim­il­inu. Þeir héldu Roman í marga klukku­tíma prís­und, pynd­uðu hann og hétu því að koma aftur seinna og sækja meira. Þó að Roman vissi að lög­reglan léti starf­semi hans við­gang­ast þá gat hann hins vegar ekki leitað til hennar til að sækja rétt­læti. Roman og Svetl­ana ákváðu því að flytja til eyj­unnar Balí í Indónesíu og snúa baki við hakk­inu. Hið heið­ar­lega líf átti þó ekki við Rom­an. Hann átti mikið fé og eignir bæði í Vla­di­vostok og á Balí en skorti háskóla­gráðu og rétt­indi til að fá góða vinnu í tölvu­geir­an­um. Árið 2010 tók hann því upp fyrri iðju og lífstíl.Sprengju­árás í Afr­íku

Faðir Rom­ans, Val­ery Sel­ez­nev, hafði komið sér vel fyrir og var kjör­inn þing­maður í Dúmunni, neðri deild rúss­neska lög­gjaf­ar­þings­ins. Hann situr nú fyrir Frjáls­lynda lýð­ræð­is­flokk­inn (LD­PR) sem hinn umdeildi þjóð­ern­is­sinni Vla­dimir Zhir­inov­sky leið­ir. Þrátt fyrir nafnið er flokk­ur­inn hvorki frjáls­lyndur né lýð­ræð­is­sinn­aður en er hins vegar mjög hand­geng­inn for­seta lands­ins, Vla­dimir Pútín. Árið 2011 ákváðu feðgarnir að hitt­ast ásamt eig­in­konum sínum í marókkósku borg­inni Marra­kesh og reyna að styrkja fjöl­skyldu­bönd­in. Roman og Svetl­ana snæddu morg­un­verð á kaffi­hús­inu Arg­ana á einu mesta ferða­manna­torgi borg­ar­innar þann 28.apríl þegar stór sprengja sprakk þar inn­i. 

Svetl­ana slapp vel en Roman særð­ist mjög illa og féll í dá. Mik­ill róstur hafði verið í land­inu enda „ar­ab­íska vorið” þá nýhaf­ið. Alls lét­ust 17 manns á Arg­ana kaffi­hús­inu og 25 særð­ust. Flestir sem lét­ust í árásinni voru ferða­menn og um helm­ing­ur­inn Frakk­ar. Roman taldi að þetta væri sjálfs­morð­sprengju­árás en í raun var sprengjan skilin eftir í poka inni á kaffi­hús­inu. Grunur féll á hryðju­verka­sam­tökin Al-Qa­eda og  al­þjóða­sam­fé­lagið for­dæmdi ódæð­ið. Í kjöl­farið var einn maður dæmdur til dauða og nokkrir aðrir til fang­els­is­vist­ar. Roman hlaut alvar­lega áverka á höfði og lá í dái í um tvær vik­ur. Það var flogið með hann til Moskvu þar sem stór aðgerð var fram­kvæmd á heila og lækn­arnir bjugg­ust ekki við því að hann myndi ná sér. Ef hann lifði yrði hann senni­lega ósjálf­bjarga út líf­ið. Roman var á sjúkra­húsum allt fram á árið 2012 en bati hans var vonum fram­ar. Hann gat gengið þremur mánuðum eftir árás­ina og tal­getan batn­aði smám sam­an. Hann hlaut þó tals­verðan heilaskaða og ólík­legt er að hann nái sér nokkurn tím­ann að fullu. Árið 2012 tók Svetl­ana dóttur þeirra og flutti til Banda­ríkj­anna án þess að láta hann vita og þetta sama ár skildu þau. En ári seinna kynnt­ist hann annarri konu, Önnu Otisko, og þá tók hann einnig aftur upp þráð­inn í hakk­inu.

Hand­taka og þungur dómur

Sum­arið 2014 héldu Roman og Anna til Maldi­ví-eyja á Ind­lands­hafi í frí. Þau töldu það óhætt þar sem eyj­arnar eru ekki með fram­sals­samn­ing við Banda­rík­in. En banda­ríska leyni­þjón­ustan komst á snoðir um þau og sömdu við þar­lend yfir­völd um að hand­sama Rom­an. Þann 5. júlí var Roman hand­tek­inn á flug­vell­inum þar sem hann var á heim­leið. Lög­reglan afhenti hann banda­rísku leyni­þjón­ust­unni sem flaug með hann til Kyrra­hafs­eyj­ar­innar Guam, sem er banda­rískt land­svæði. Þaðan var hann fluttur til Was­hington-­fylkis á vest­ur­strönd­inni þar sem hann hafði verið kærður opin­ber­lega. Við hand­tök­una var hald lagt á far­tölvu Rom­ans og við rann­sókn kom í ljós að á henni voru um 1.700.000 greiðslu­korta­núm­er. Enn­fremur afhenti hann banda­rískum yfir­völdum fjórar far­tölvur og sex USB-kubba til við­bót­ar. Þá skrif­aði hann dóm­stólum hjart­næmt bréf þar sem hann við­ur­kenndi brot sín og virt­ist iðr­ast þeirra mik­ið. Hann seg­ir:

„Ég tók margar slæmar ákvarð­anir í lífi mínu og ég tek afleið­ing­unum af þeim ákvörð­un­um. Ég er ekki full­kom­inn og ég gerði rangt. Það er ekki hægt að kenna neinum öðrum en mér um! Ég gerði þetta og nú mun ég svara fyrir glæpi mína eins og mað­ur.“

Jafn­framt þakk­aði hann banda­rískum yfir­völdum fyrir að grípa inn í og stoppa sig því að hann hefði verið á leið til glöt­unnar með glæpum sínum og lífstíl. Rann­sókn máls­ins og rétt­ar­höldin í Was­hington-­fylki tóku rúm­lega tvö ár. Áætlað er að Roman hafi brotið gegn meira en 500 banda­rískum fyr­ir­tækjum og tæp­lega 4000 fjár­mála­stofn­un­um. Að hann sjálfur hafi grætt a.m.k. 17 millj­ónir doll­ara á sölu greiðslu­korta­núm­era en skaði greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­anna sé sú upp­hæð tíföld­uð. 26. ágúst árið 2016 var hann loks fund­inn sekur af kvið­dómi í 38 kæru­liðum af 40 þar á meðal fyrir netsvik, per­sónu­þjófnað og að eyði­leggja tölvu­bún­að.

22. apríl árið 2017 var hann svo dæmdur til 27 ára fang­els­is­vistar en það er þyngsti dómur sem nokkur tölvu­þrjótur hefur fengið í Banda­ríkj­un­um. Vanda­málum Rom­ans er þó ekki lokið því að hans bíða ákærur í fleiri fylkjum Banda­ríkj­anna þar sem fyr­ir­tæki hafa orðið fyrir barð­inu á hon­um, t.d. Nevada og Georg­íu.

Bölvað í Kreml en fagnað í Was­hington

Eftir dóms­upp­kvaðn­ing­una las lög­fræð­ingur Rom­ans upp yfir­lýs­ingu frá honum þar sem annað hljóð var komið í strokk­inn en iðrun og yfir­bót. Hann sagð­ist vera póli­tískur fangi og peð í leik stór­veld­anna á tímum þegar sam­band þeirra er kalt. Enn­fremur að hann hefði verið ákaf­lega lið­legur við rann­sókn­ina og ætti við mik­inn heilsu­brest í kjöl­far spreng­ing­ar­innar 2011, t.d. fengi hann slæm floga­köst. Þessi þungi dómur væri því ekki rétta leiðin til að sýna hvernig rétt­læti virkar í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi.

Faðir hans, Val­ery, brást mjög illa við og full­yrti að banda­rísk yfir­völd væru “mann-æt­ur” sem hefðu rænt syni sín­um. Að hand­takan hefði verið í trássi við alþjóða­lög og að sak­ar­gift­irnar væru hel­ber lygi. Enn­fremur sagði hann sonur sinn væri pynd­aður þar sem það væri pynd­ing í sjálfu sér að vera í fang­elsi erlendis og að dóm­ur­inn væri í raun lífs­tíð­ar­dóm­ur. Roman myndi aldrei lifa af 27 ár í banda­rísku fang­elsi.

Í Banda­ríkj­unum var hins vegar fagn­að. Kenn­eth A Blanco, aðstoðar rík­is­sak­sókn­ari sagði dóm­inn mjög mik­il­væg­an.

„Þessi rann­sókn, sak­fell­ing og dómur sýnir það að Banda­ríkin munu beita dóms­kerfi sínu af fullum þunga gegn tölvu­þrjótum eins og Sel­ez­nev sem hrella banda­ríska rík­is­borg­ara og fyr­ir­tæki úr fjar­lægð. Og við munum ekki lýða til­vist neinna griða­staða fyrir þessa glæpi, við munum finna tölvu­þrjóta sem þríf­ast í skugga­sundum inter­nets­ins og koma lögum yfir þá.

Dóm­ur­inn er því ekki ein­ungis refs­ing fyrir Roman Sel­ez­nev, hann er skila­boð til allra ann­arra tölvu­þrjóta sem brjóta gegn banda­rískum hags­mun­um. Rúss­neskir hakk­arar og tölvu­þrjótar komust mjög í deigl­una í banda­rísku kosn­inga­bar­átt­unni síð­asta haust og þá er talið að um 30-40 reki umsvifa­mikla svika­starf­semi. Einn slík­ur, Peter Levas­hov, sem sak­aður er um umtals­verða fjár­kúgun var hand­tek­inn á El Prat flug­vell­inum í Barcelona þann 7. apríl að beiðni banda­rískra yfir­valda og annar ónefndur rúss­neskur hakk­ari var hand­tek­inn í Prag síð­asta haust. Verði þeir fram­seldir til Banda­ríkj­anna má ætla að þar bíði þeirra þungir dómar líkt og sá sem Roman Sel­ez­nev fékk. Það er því ljóst að banda­rísk stjórn­völd munu taka á þessu vanda­máli af miklum þunga og að rúss­neskum tölvu­þrjótum bíði mikil hætta fari þeir út fyrir land­stein­ana.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sæmundur Sæmundsson hættir sem forstjóri Borgunar
Forstjóri Borgunar hefur ákveðið að láta af störfum.
Kjarninn 15. júlí 2020
Menningarpólítísk nýbreytni
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Endalausa þræði eftir sviðslistahópinn Streng.
Kjarninn 15. júlí 2020
Birgir Birgisson
Á villtum götum
Kjarninn 15. júlí 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun halda fund í Atlanta í kvöld og tilkynna um breytingar sínar á náttúruverndarlögunum.
Trump ætlar að veikja náttúruverndarlögin
Í kvöld mun Donald Trump tilkynna breytingu á náttúruverndarlögum Bandaríkjanna. Lögum sem standa vörð um þátttöku almennings í ákvarðanatöku þegar kemur að framkvæmdum á borð við olíuleiðslur og hraðbrautir.
Kjarninn 15. júlí 2020
Benedikt Jóhannesson
Tengslin milli útgerðarinnar og stjórnmálaflokka verði að rofna
Fyrrverandi formaður Viðreisnar og fjármála- og efnahagsráðherra spyr hversu lengi Íslendingar eigi að láta bjóða sér óbreytt ástand.
Kjarninn 15. júlí 2020
Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey
Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðangur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.
Kjarninn 15. júlí 2020
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None