Þyrftum að útskrifa tvöfalt fleiri heimilislækna

Síðustu ár hafa að meðaltali átta heimilislæknar útskrifast á Íslandi. Þeir þyrftu að vera tæplega tvöfalt fleiri. Stjórnvöld þurfa að grípa inn í til að ekki verði skortur á næstu árum. Skortur er í fleiri sérgreinum, til dæmis geðlæknisfræðum.

Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Und­an­farin ár hafa um átta heim­il­is­læknar útskrif­ast á hverju ári hér á landi, en árleg þörf fyrir nýja heim­il­is­lækna er um það bil tvö­falt meiri, eða 15 lækn­ar. Mjög lítil nýliðun hefur átt sér stað í stétt heim­il­is­lækna síð­ustu tíu til fimmtán ár, og mikið þarf að breyt­ast til að ekki verði skortur á heim­il­is­lækn­um. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. 

Aðeins 25 heim­il­is­læknar á Íslandi eru á aldr­inum 35 til 45 ára, sam­an­borið við 64 heim­il­is­lækna á aldr­inum 61 til 70 ára. Þegar farið er í minni ald­urs­bil, til dæmis 35 til 40 ára, eru aðeins átta heim­il­is­læknar á Íslandi á þeim aldri. 30 heim­il­is­læknar eru á aldr­inum 66 til 70 ára. 

Auglýsing

Það er því ljóst að þeir heim­il­is­læknar sem fara á eft­ir­laun á næstu árum og ára­tug munu skilja eftir sig mjög stórt skarð. Það skarð verður ekki fyllt nema að útskrif­uðum heim­il­is­læknum fjölgi veru­lega á allra næstu árum. Í lok síð­asta árs, 2016, voru 24 læknar í sér­námi í heim­il­is­lækn­ing­um. Vantar 7 á ári en áætlun gerir ráð fyrir tveimur

Rík­is­end­ur­skoðun beinir því til stjórn­valda að leita þurfi allra leiða til að fjölga útskrif­uðum heim­il­is­lækn­um. Vand­inn er ekki nýr af nál­inni því í annarri skýrslu um heild­ar­skipu­lag sér­fræði­þjón­ustu lækna árið 2011 kom fram að skortur væri á lækn­um, meðal ann­ars í heim­il­is­lækn­ing­um. Vit­neskja um vand­ann hefur því legið fyrir lengi en ekki nógu mikið verið gert til að bregð­ast við. 

„Því hvetur stofn­unin vel­ferð­ar­ráðu­neyti og Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til að kanna sér­stak­lega til hvaða að- gerða megi grípa til að fjölga heim­il­is­lækn­um. Þá hvetur stofn­unin ráðu­neytið til að tryggja að það fjár­magn sem Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fær vegna kennslu dugi fyrir kostn­aði sem henni teng­ist. Fram kemur í fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2017 að til standi að fjölga náms­stöðum í heim­il­is­lækn­ingum um tvær á því ári. Rík­is­end­ur­skoðun telur flest benda til þess að gera þurfi betur í þeim efnum og hvetur því vel­ferð­ar­ráðu­neyti til að meta þörf á end­ur­nýjun í stétt heim­il­is­lækna fram til árs­ins 2030.“ 

Einnig þyrfti að fjölga nemum í heilsu­gæslu­hjúkrun að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Heim­il­is­læknar eru hlut­falls­lega fæstir á Íslandi af Norð­ur­lönd­un­um, en ein­stak­lingum á hvern heim­il­is­lækni hefur fjölgað hér á landi á und­an­förnum árum á meðan þeim hefur fækkað í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð. 

Líka vöntun á geð­lækn­um 

Það er skortur á nýliðun í fleiri sér­greinum lækn­is­fræði. Frétta­blaðið greindi frá því í gær að aðeins fjórir læknar stundi nú sér­nám í geð­lækn­ing­um, en venju­lega séu það ríf­lega þrefalt fleiri. Alls er vitað um í kringum tíu Íslend­inga sem sækja sér nú áfram­hald­andi menntun í geð­lækn­ing­um. 

Bæði heim­il­is­lækn­ingar og geð­lækn­ingar eru sér­nám sem hægt er að klára alfarið á Íslandi. Þó eru ein­hverjir sem sækja sér mennt­un­ina erlend­is, og í Frétta­blað­inu kemur fram í máli Hall­dóru Jóns­dótt­ur, yfir­læknis á bráða­geð­deild Land­spít­al­ans, að verið sé að hafa sam­band við lækna­nema erlendis og útskrif­aða geð­lækna erlendis og freista þess að fá þá heim og til starfa á Land­spít­al­anum eða á einka­stof­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None