Þyrftum að útskrifa tvöfalt fleiri heimilislækna

Síðustu ár hafa að meðaltali átta heimilislæknar útskrifast á Íslandi. Þeir þyrftu að vera tæplega tvöfalt fleiri. Stjórnvöld þurfa að grípa inn í til að ekki verði skortur á næstu árum. Skortur er í fleiri sérgreinum, til dæmis geðlæknisfræðum.

Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Und­an­farin ár hafa um átta heim­il­is­læknar útskrif­ast á hverju ári hér á landi, en árleg þörf fyrir nýja heim­il­is­lækna er um það bil tvö­falt meiri, eða 15 lækn­ar. Mjög lítil nýliðun hefur átt sér stað í stétt heim­il­is­lækna síð­ustu tíu til fimmtán ár, og mikið þarf að breyt­ast til að ekki verði skortur á heim­il­is­lækn­um. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. 

Aðeins 25 heim­il­is­læknar á Íslandi eru á aldr­inum 35 til 45 ára, sam­an­borið við 64 heim­il­is­lækna á aldr­inum 61 til 70 ára. Þegar farið er í minni ald­urs­bil, til dæmis 35 til 40 ára, eru aðeins átta heim­il­is­læknar á Íslandi á þeim aldri. 30 heim­il­is­læknar eru á aldr­inum 66 til 70 ára. 

Auglýsing

Það er því ljóst að þeir heim­il­is­læknar sem fara á eft­ir­laun á næstu árum og ára­tug munu skilja eftir sig mjög stórt skarð. Það skarð verður ekki fyllt nema að útskrif­uðum heim­il­is­læknum fjölgi veru­lega á allra næstu árum. Í lok síð­asta árs, 2016, voru 24 læknar í sér­námi í heim­il­is­lækn­ing­um. Vantar 7 á ári en áætlun gerir ráð fyrir tveimur

Rík­is­end­ur­skoðun beinir því til stjórn­valda að leita þurfi allra leiða til að fjölga útskrif­uðum heim­il­is­lækn­um. Vand­inn er ekki nýr af nál­inni því í annarri skýrslu um heild­ar­skipu­lag sér­fræði­þjón­ustu lækna árið 2011 kom fram að skortur væri á lækn­um, meðal ann­ars í heim­il­is­lækn­ing­um. Vit­neskja um vand­ann hefur því legið fyrir lengi en ekki nógu mikið verið gert til að bregð­ast við. 

„Því hvetur stofn­unin vel­ferð­ar­ráðu­neyti og Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til að kanna sér­stak­lega til hvaða að- gerða megi grípa til að fjölga heim­il­is­lækn­um. Þá hvetur stofn­unin ráðu­neytið til að tryggja að það fjár­magn sem Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fær vegna kennslu dugi fyrir kostn­aði sem henni teng­ist. Fram kemur í fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2017 að til standi að fjölga náms­stöðum í heim­il­is­lækn­ingum um tvær á því ári. Rík­is­end­ur­skoðun telur flest benda til þess að gera þurfi betur í þeim efnum og hvetur því vel­ferð­ar­ráðu­neyti til að meta þörf á end­ur­nýjun í stétt heim­il­is­lækna fram til árs­ins 2030.“ 

Einnig þyrfti að fjölga nemum í heilsu­gæslu­hjúkrun að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Heim­il­is­læknar eru hlut­falls­lega fæstir á Íslandi af Norð­ur­lönd­un­um, en ein­stak­lingum á hvern heim­il­is­lækni hefur fjölgað hér á landi á und­an­förnum árum á meðan þeim hefur fækkað í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð. 

Líka vöntun á geð­lækn­um 

Það er skortur á nýliðun í fleiri sér­greinum lækn­is­fræði. Frétta­blaðið greindi frá því í gær að aðeins fjórir læknar stundi nú sér­nám í geð­lækn­ing­um, en venju­lega séu það ríf­lega þrefalt fleiri. Alls er vitað um í kringum tíu Íslend­inga sem sækja sér nú áfram­hald­andi menntun í geð­lækn­ing­um. 

Bæði heim­il­is­lækn­ingar og geð­lækn­ingar eru sér­nám sem hægt er að klára alfarið á Íslandi. Þó eru ein­hverjir sem sækja sér mennt­un­ina erlend­is, og í Frétta­blað­inu kemur fram í máli Hall­dóru Jóns­dótt­ur, yfir­læknis á bráða­geð­deild Land­spít­al­ans, að verið sé að hafa sam­band við lækna­nema erlendis og útskrif­aða geð­lækna erlendis og freista þess að fá þá heim og til starfa á Land­spít­al­anum eða á einka­stof­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Hage Geingob, forseti Namibíu.
Forsetinn sagður vilja reka ráðherrana úr starfi
Forseti Namibíu er sagður vilja víkja Sacky Shanghala dómsmálaráðherra og Bernhardt Esau sjávarútvegráðherra úr starfi í kjölfar umfjöllunar um samskipti þeirra við forsvarsmenn Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None