Þyrftum að útskrifa tvöfalt fleiri heimilislækna

Síðustu ár hafa að meðaltali átta heimilislæknar útskrifast á Íslandi. Þeir þyrftu að vera tæplega tvöfalt fleiri. Stjórnvöld þurfa að grípa inn í til að ekki verði skortur á næstu árum. Skortur er í fleiri sérgreinum, til dæmis geðlæknisfræðum.

Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Und­an­farin ár hafa um átta heim­il­is­læknar útskrif­ast á hverju ári hér á landi, en árleg þörf fyrir nýja heim­il­is­lækna er um það bil tvö­falt meiri, eða 15 lækn­ar. Mjög lítil nýliðun hefur átt sér stað í stétt heim­il­is­lækna síð­ustu tíu til fimmtán ár, og mikið þarf að breyt­ast til að ekki verði skortur á heim­il­is­lækn­um. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. 

Aðeins 25 heim­il­is­læknar á Íslandi eru á aldr­inum 35 til 45 ára, sam­an­borið við 64 heim­il­is­lækna á aldr­inum 61 til 70 ára. Þegar farið er í minni ald­urs­bil, til dæmis 35 til 40 ára, eru aðeins átta heim­il­is­læknar á Íslandi á þeim aldri. 30 heim­il­is­læknar eru á aldr­inum 66 til 70 ára. 

Auglýsing

Það er því ljóst að þeir heim­il­is­læknar sem fara á eft­ir­laun á næstu árum og ára­tug munu skilja eftir sig mjög stórt skarð. Það skarð verður ekki fyllt nema að útskrif­uðum heim­il­is­læknum fjölgi veru­lega á allra næstu árum. Í lok síð­asta árs, 2016, voru 24 læknar í sér­námi í heim­il­is­lækn­ing­um. Vantar 7 á ári en áætlun gerir ráð fyrir tveimur

Rík­is­end­ur­skoðun beinir því til stjórn­valda að leita þurfi allra leiða til að fjölga útskrif­uðum heim­il­is­lækn­um. Vand­inn er ekki nýr af nál­inni því í annarri skýrslu um heild­ar­skipu­lag sér­fræði­þjón­ustu lækna árið 2011 kom fram að skortur væri á lækn­um, meðal ann­ars í heim­il­is­lækn­ing­um. Vit­neskja um vand­ann hefur því legið fyrir lengi en ekki nógu mikið verið gert til að bregð­ast við. 

„Því hvetur stofn­unin vel­ferð­ar­ráðu­neyti og Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til að kanna sér­stak­lega til hvaða að- gerða megi grípa til að fjölga heim­il­is­lækn­um. Þá hvetur stofn­unin ráðu­neytið til að tryggja að það fjár­magn sem Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fær vegna kennslu dugi fyrir kostn­aði sem henni teng­ist. Fram kemur í fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2017 að til standi að fjölga náms­stöðum í heim­il­is­lækn­ingum um tvær á því ári. Rík­is­end­ur­skoðun telur flest benda til þess að gera þurfi betur í þeim efnum og hvetur því vel­ferð­ar­ráðu­neyti til að meta þörf á end­ur­nýjun í stétt heim­il­is­lækna fram til árs­ins 2030.“ 

Einnig þyrfti að fjölga nemum í heilsu­gæslu­hjúkrun að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Heim­il­is­læknar eru hlut­falls­lega fæstir á Íslandi af Norð­ur­lönd­un­um, en ein­stak­lingum á hvern heim­il­is­lækni hefur fjölgað hér á landi á und­an­förnum árum á meðan þeim hefur fækkað í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð. 

Líka vöntun á geð­lækn­um 

Það er skortur á nýliðun í fleiri sér­greinum lækn­is­fræði. Frétta­blaðið greindi frá því í gær að aðeins fjórir læknar stundi nú sér­nám í geð­lækn­ing­um, en venju­lega séu það ríf­lega þrefalt fleiri. Alls er vitað um í kringum tíu Íslend­inga sem sækja sér nú áfram­hald­andi menntun í geð­lækn­ing­um. 

Bæði heim­il­is­lækn­ingar og geð­lækn­ingar eru sér­nám sem hægt er að klára alfarið á Íslandi. Þó eru ein­hverjir sem sækja sér mennt­un­ina erlend­is, og í Frétta­blað­inu kemur fram í máli Hall­dóru Jóns­dótt­ur, yfir­læknis á bráða­geð­deild Land­spít­al­ans, að verið sé að hafa sam­band við lækna­nema erlendis og útskrif­aða geð­lækna erlendis og freista þess að fá þá heim og til starfa á Land­spít­al­anum eða á einka­stof­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None