Þyrftum að útskrifa tvöfalt fleiri heimilislækna

Síðustu ár hafa að meðaltali átta heimilislæknar útskrifast á Íslandi. Þeir þyrftu að vera tæplega tvöfalt fleiri. Stjórnvöld þurfa að grípa inn í til að ekki verði skortur á næstu árum. Skortur er í fleiri sérgreinum, til dæmis geðlæknisfræðum.

Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé er heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Und­an­farin ár hafa um átta heim­il­is­læknar útskrif­ast á hverju ári hér á landi, en árleg þörf fyrir nýja heim­il­is­lækna er um það bil tvö­falt meiri, eða 15 lækn­ar. Mjög lítil nýliðun hefur átt sér stað í stétt heim­il­is­lækna síð­ustu tíu til fimmtán ár, og mikið þarf að breyt­ast til að ekki verði skortur á heim­il­is­lækn­um. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. 

Aðeins 25 heim­il­is­læknar á Íslandi eru á aldr­inum 35 til 45 ára, sam­an­borið við 64 heim­il­is­lækna á aldr­inum 61 til 70 ára. Þegar farið er í minni ald­urs­bil, til dæmis 35 til 40 ára, eru aðeins átta heim­il­is­læknar á Íslandi á þeim aldri. 30 heim­il­is­læknar eru á aldr­inum 66 til 70 ára. 

Auglýsing

Það er því ljóst að þeir heim­il­is­læknar sem fara á eft­ir­laun á næstu árum og ára­tug munu skilja eftir sig mjög stórt skarð. Það skarð verður ekki fyllt nema að útskrif­uðum heim­il­is­læknum fjölgi veru­lega á allra næstu árum. Í lok síð­asta árs, 2016, voru 24 læknar í sér­námi í heim­il­is­lækn­ing­um. Vantar 7 á ári en áætlun gerir ráð fyrir tveimur

Rík­is­end­ur­skoðun beinir því til stjórn­valda að leita þurfi allra leiða til að fjölga útskrif­uðum heim­il­is­lækn­um. Vand­inn er ekki nýr af nál­inni því í annarri skýrslu um heild­ar­skipu­lag sér­fræði­þjón­ustu lækna árið 2011 kom fram að skortur væri á lækn­um, meðal ann­ars í heim­il­is­lækn­ing­um. Vit­neskja um vand­ann hefur því legið fyrir lengi en ekki nógu mikið verið gert til að bregð­ast við. 

„Því hvetur stofn­unin vel­ferð­ar­ráðu­neyti og Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til að kanna sér­stak­lega til hvaða að- gerða megi grípa til að fjölga heim­il­is­lækn­um. Þá hvetur stofn­unin ráðu­neytið til að tryggja að það fjár­magn sem Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fær vegna kennslu dugi fyrir kostn­aði sem henni teng­ist. Fram kemur í fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2017 að til standi að fjölga náms­stöðum í heim­il­is­lækn­ingum um tvær á því ári. Rík­is­end­ur­skoðun telur flest benda til þess að gera þurfi betur í þeim efnum og hvetur því vel­ferð­ar­ráðu­neyti til að meta þörf á end­ur­nýjun í stétt heim­il­is­lækna fram til árs­ins 2030.“ 

Einnig þyrfti að fjölga nemum í heilsu­gæslu­hjúkrun að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. 

Heim­il­is­læknar eru hlut­falls­lega fæstir á Íslandi af Norð­ur­lönd­un­um, en ein­stak­lingum á hvern heim­il­is­lækni hefur fjölgað hér á landi á und­an­förnum árum á meðan þeim hefur fækkað í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð. 

Líka vöntun á geð­lækn­um 

Það er skortur á nýliðun í fleiri sér­greinum lækn­is­fræði. Frétta­blaðið greindi frá því í gær að aðeins fjórir læknar stundi nú sér­nám í geð­lækn­ing­um, en venju­lega séu það ríf­lega þrefalt fleiri. Alls er vitað um í kringum tíu Íslend­inga sem sækja sér nú áfram­hald­andi menntun í geð­lækn­ing­um. 

Bæði heim­il­is­lækn­ingar og geð­lækn­ingar eru sér­nám sem hægt er að klára alfarið á Íslandi. Þó eru ein­hverjir sem sækja sér mennt­un­ina erlend­is, og í Frétta­blað­inu kemur fram í máli Hall­dóru Jóns­dótt­ur, yfir­læknis á bráða­geð­deild Land­spít­al­ans, að verið sé að hafa sam­band við lækna­nema erlendis og útskrif­aða geð­lækna erlendis og freista þess að fá þá heim og til starfa á Land­spít­al­anum eða á einka­stof­um. 

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None