Ráðherra opinn fyrir sértækum aðgerðum á veikum svæðum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu sé í samræmi við prinsippið um fækkun undanþága í kerfinu. Hún er miklu frekar opin fyrir sértækum aðgerðum ef einhver svæði verða illa úti.

Þróunin í ferðaþjónustunni hefur verið svo hröð að íslenskt samfélag hefur á ýmsum sviðum átt fullt í fangi með að reyna að halda í við þróunina.
Þróunin í ferðaþjónustunni hefur verið svo hröð að íslenskt samfélag hefur á ýmsum sviðum átt fullt í fangi með að reyna að halda í við þróunina.
Auglýsing

Ferða­þjón­ustan er stóra ástæðan fyrir þeim efna­hags­bata sem orðið hefur á Íslandi eftir hrun. Ef spár ganga eftir verða erlendir ferða­menn 2,3 millj­ónir á þessu ári, og fimmta hver mann­eskja á land­inu í sumar verður ferða­mað­ur­. Árið 2016 komu 1,8 millj­­ónir til lands­ins en árið 2010 voru þeir undir 500 þús­und. 

Ferða­þjón­usta er orðin stærsta atvinnu­grein lands­ins á mjög skömmum tíma, og hún hefur haft mikil efna­hags­leg og sam­fé­lags­leg áhrif. 

Þessi ótrú­lega aukn­ing hefur verið gríð­ar­lega hröð, og í raun svo hröð að sam­fé­lagið hefur á ýmsum sviðum átt fullt í fangi með að reyna að halda í við þró­un­ina. Einn stærsti þátt­ur­inn þar er skortur á inn­viða­upp­bygg­ingu, og hvernig hægt er að fá ferða­menn til að greiða stærri skerf fyrir að nýta auð­lindir lands­ins með þessum hætti. Gjald­taka af ferða­mönnum er einnig talin nauð­syn­leg til þess að reyna að stýra álag­inu á ferða­manna­stöðum og dreif­ingu um land­ið. Mál­efni ferða­þjón­ust­unnar voru til umfjöll­unar í þriðja sjón­varps­þætti Kjarn­ans, sem er á dag­skrá Hring­brautar á mið­viku­dags­kvöld­um. Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir og Þórður Snær Júl­í­us­son eru stjórn­endur þátt­ar­ins, og þau ræðu gjör­breyttu stöðu sem er uppi í ferða­þjón­ust­unni, og greinin stendur frammi fyr­ir. Gestur þátt­ar­ins er Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála.

Gríð­ar­leg and­staða við virð­is­auka­skatts­hækk­un 

Stjórn­völd hafa ekki neinar áætl­arnir um að end­ur­vekja nátt­úrupass­ann, sem átti að setja á lagg­irnar á síð­asta kjör­tíma­bili en mikil and­staða var við. Komu­gjöld hafa ekki verið inni í mynd­inni, en eins og fram hefur komið er hækkun á virð­is­auka­skatti í ferða­þjón­ustu í áætl­unum stjórn­valda, og hefur mætt mik­illi gagn­rýn­i. 

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar kalla þetta reið­ar­slag og eru þeirrar skoð­unar að hærri virð­is­auka­skattur muni ganga sér­stak­lega af litlum fyr­ir­tækjum úti á landi dauð­u­m. 

Ferða­þjón­ustan á að fær­ast upp í efra virð­is­auka­skatts­þrep árið 2018 og ári síðar á að lækka það þrep úr 24 pró­sentum í 22,5 pró­sent. Sú lækkun verður mögu­leg vegna þess að ferða­þjón­ustan verður færð upp, sam­kvæmt fjár­mála­á­ætl­un. 

Auglýsing

Þór­dís Kol­brún er meðal ann­ars spurð út í gagn­rýn­ina á virð­is­auka­skatts­hækk­un­ina í þætt­in­um, en gagn­rýnin hefur ekki síst komið úr hennar eigin flokki. Þór­dís seg­ist hafa búist við gagn­rýn­inni og hún komi ekki á óvart. Ef hún hefði haldið að hún gæti farið í póli­tík til að taka bara vin­sælar og skemmti­legar ákvarð­anir hefði hún átt að finna sér eitt­hvað annað að ger­a. 

Fjár­mála­á­ætl­unin geri ráð fyrir hækkun á virð­is­auka­skatti á ferða­þjón­ust­una á næsta ári og ekk­ert hafi komið fram um annað en að það eigi að standa. Þetta sé bara ein af mörgum for­sendum í fjár­mála­á­ætl­un­inni. Svo muni koma fram frum­varp um hækk­un­ina sér­stak­lega seinna á árinu með nán­ari útfærslu á þess­ari breyt­ingu, með gild­is­tíma og ann­að. „Það verður þá auð­vitað bara að koma í ljós hvernig það fer,“ segir Þór­dís. „Ég hef enga trú á öðru en að þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni standa og styðja fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ segir hún engu að síð­ur, og seg­ist ekki vita til ann­ars en að þeir muni styðja áætl­un­ina. Annað væri  „í meira lagi baga­legt finnst mér per­sónu­lega.“  

Hún segir að í grunn­inn snú­ist hækk­unin um það prinsipp að fækka und­an­þágum í virð­is­auka­skatts­kerf­inu. „Ég skil þessa gagn­rýni en í prinsipp­inu er þetta almenn aðgerð og kerf­is­breyt­ing. Ef við sjáum að ein­hver svæði eru veik­ari fyrir þess­ari breyt­ingu en önnur þá finnst mér skyn­sam­legra að fók­usera sér­stak­lega á þau, og það er það sem við höfum verið að gera að und­an­förnu, og er stefna stjórn­valda. Þá er ég að tala um lands­byggð­ina. Að dreifa ferða­mönnum betur um land­ið, og að þar séu segl­ar.“ Mark­miðið sé það almennt að koma fleiri ferða­mönnum út á land. „Við plöntum þeim ekk­ert þar sem okkur sýn­ist en þetta gengur út á að umhverfið sé þannig og mark­aðs­setn­ing­in, að ferða­menn fari víðar en á Suð­vest­ur­horn­ið.“ 

Upp­bygg­ing ekki endi­lega á Suð­vest­ur­horn­inu

Kefla­vík og Hvassa­hraun eru ekki einu mög­u­­leik­­arnir þegar kemur að upp­­­bygg­ingu í flugi á Íslandi, segir ráð­herr­ann einnig. Það er til dæmis hægt að skoða upp­­­bygg­ingu alþjóða­flug­vallar á Egils­­stöð­um, sem gæti orðið flug­­­völlur fyrir vöru­­flutn­inga og þá einnig mið­­stöð fyrir flug yfir Atl­ants­haf­ið. „Mér finnst ekki meit­lað í stein að öll upp­bygg­ing sé á Suð­vest­ur­horn­in­u.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None