Ráðherra opinn fyrir sértækum aðgerðum á veikum svæðum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu sé í samræmi við prinsippið um fækkun undanþága í kerfinu. Hún er miklu frekar opin fyrir sértækum aðgerðum ef einhver svæði verða illa úti.

Þróunin í ferðaþjónustunni hefur verið svo hröð að íslenskt samfélag hefur á ýmsum sviðum átt fullt í fangi með að reyna að halda í við þróunina.
Þróunin í ferðaþjónustunni hefur verið svo hröð að íslenskt samfélag hefur á ýmsum sviðum átt fullt í fangi með að reyna að halda í við þróunina.
Auglýsing

Ferða­þjón­ustan er stóra ástæðan fyrir þeim efna­hags­bata sem orðið hefur á Íslandi eftir hrun. Ef spár ganga eftir verða erlendir ferða­menn 2,3 millj­ónir á þessu ári, og fimmta hver mann­eskja á land­inu í sumar verður ferða­mað­ur­. Árið 2016 komu 1,8 millj­­ónir til lands­ins en árið 2010 voru þeir undir 500 þús­und. 

Ferða­þjón­usta er orðin stærsta atvinnu­grein lands­ins á mjög skömmum tíma, og hún hefur haft mikil efna­hags­leg og sam­fé­lags­leg áhrif. 

Þessi ótrú­lega aukn­ing hefur verið gríð­ar­lega hröð, og í raun svo hröð að sam­fé­lagið hefur á ýmsum sviðum átt fullt í fangi með að reyna að halda í við þró­un­ina. Einn stærsti þátt­ur­inn þar er skortur á inn­viða­upp­bygg­ingu, og hvernig hægt er að fá ferða­menn til að greiða stærri skerf fyrir að nýta auð­lindir lands­ins með þessum hætti. Gjald­taka af ferða­mönnum er einnig talin nauð­syn­leg til þess að reyna að stýra álag­inu á ferða­manna­stöðum og dreif­ingu um land­ið. Mál­efni ferða­þjón­ust­unnar voru til umfjöll­unar í þriðja sjón­varps­þætti Kjarn­ans, sem er á dag­skrá Hring­brautar á mið­viku­dags­kvöld­um. Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir og Þórður Snær Júl­í­us­son eru stjórn­endur þátt­ar­ins, og þau ræðu gjör­breyttu stöðu sem er uppi í ferða­þjón­ust­unni, og greinin stendur frammi fyr­ir. Gestur þátt­ar­ins er Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála.

Gríð­ar­leg and­staða við virð­is­auka­skatts­hækk­un 

Stjórn­völd hafa ekki neinar áætl­arnir um að end­ur­vekja nátt­úrupass­ann, sem átti að setja á lagg­irnar á síð­asta kjör­tíma­bili en mikil and­staða var við. Komu­gjöld hafa ekki verið inni í mynd­inni, en eins og fram hefur komið er hækkun á virð­is­auka­skatti í ferða­þjón­ustu í áætl­unum stjórn­valda, og hefur mætt mik­illi gagn­rýn­i. 

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar kalla þetta reið­ar­slag og eru þeirrar skoð­unar að hærri virð­is­auka­skattur muni ganga sér­stak­lega af litlum fyr­ir­tækjum úti á landi dauð­u­m. 

Ferða­þjón­ustan á að fær­ast upp í efra virð­is­auka­skatts­þrep árið 2018 og ári síðar á að lækka það þrep úr 24 pró­sentum í 22,5 pró­sent. Sú lækkun verður mögu­leg vegna þess að ferða­þjón­ustan verður færð upp, sam­kvæmt fjár­mála­á­ætl­un. 

Auglýsing

Þór­dís Kol­brún er meðal ann­ars spurð út í gagn­rýn­ina á virð­is­auka­skatts­hækk­un­ina í þætt­in­um, en gagn­rýnin hefur ekki síst komið úr hennar eigin flokki. Þór­dís seg­ist hafa búist við gagn­rýn­inni og hún komi ekki á óvart. Ef hún hefði haldið að hún gæti farið í póli­tík til að taka bara vin­sælar og skemmti­legar ákvarð­anir hefði hún átt að finna sér eitt­hvað annað að ger­a. 

Fjár­mála­á­ætl­unin geri ráð fyrir hækkun á virð­is­auka­skatti á ferða­þjón­ust­una á næsta ári og ekk­ert hafi komið fram um annað en að það eigi að standa. Þetta sé bara ein af mörgum for­sendum í fjár­mála­á­ætl­un­inni. Svo muni koma fram frum­varp um hækk­un­ina sér­stak­lega seinna á árinu með nán­ari útfærslu á þess­ari breyt­ingu, með gild­is­tíma og ann­að. „Það verður þá auð­vitað bara að koma í ljós hvernig það fer,“ segir Þór­dís. „Ég hef enga trú á öðru en að þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni standa og styðja fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ segir hún engu að síð­ur, og seg­ist ekki vita til ann­ars en að þeir muni styðja áætl­un­ina. Annað væri  „í meira lagi baga­legt finnst mér per­sónu­lega.“  

Hún segir að í grunn­inn snú­ist hækk­unin um það prinsipp að fækka und­an­þágum í virð­is­auka­skatts­kerf­inu. „Ég skil þessa gagn­rýni en í prinsipp­inu er þetta almenn aðgerð og kerf­is­breyt­ing. Ef við sjáum að ein­hver svæði eru veik­ari fyrir þess­ari breyt­ingu en önnur þá finnst mér skyn­sam­legra að fók­usera sér­stak­lega á þau, og það er það sem við höfum verið að gera að und­an­förnu, og er stefna stjórn­valda. Þá er ég að tala um lands­byggð­ina. Að dreifa ferða­mönnum betur um land­ið, og að þar séu segl­ar.“ Mark­miðið sé það almennt að koma fleiri ferða­mönnum út á land. „Við plöntum þeim ekk­ert þar sem okkur sýn­ist en þetta gengur út á að umhverfið sé þannig og mark­aðs­setn­ing­in, að ferða­menn fari víðar en á Suð­vest­ur­horn­ið.“ 

Upp­bygg­ing ekki endi­lega á Suð­vest­ur­horn­inu

Kefla­vík og Hvassa­hraun eru ekki einu mög­u­­leik­­arnir þegar kemur að upp­­­bygg­ingu í flugi á Íslandi, segir ráð­herr­ann einnig. Það er til dæmis hægt að skoða upp­­­bygg­ingu alþjóða­flug­vallar á Egils­­stöð­um, sem gæti orðið flug­­­völlur fyrir vöru­­flutn­inga og þá einnig mið­­stöð fyrir flug yfir Atl­ants­haf­ið. „Mér finnst ekki meit­lað í stein að öll upp­bygg­ing sé á Suð­vest­ur­horn­in­u.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None