Tíu staðreyndir um ójöfn völd og áhrif kynjanna á Íslandi

Peningar og völd á Ísland tilheyra að mestu körlum. Þeir eru mun fleiri í flestum áhrifastöðum innan stjórnmála, stjórnsýslu og atvinnulífs. Fjallað var ítarlega um málið í nýjasta sjónvarpsþætti Kjarnans. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér.

Kjarninn með Kötu
Auglýsing

1. Karlar stjórna land­inu

Rík­is­stjórn­inni er stýrt af körlum, þrír karlar stjórna þeim þremur stjórn­mála­flokkum sem að henni koma. Karlar eru í meiri­hluta í rík­is­stjórn­inni þrátt fyrir að kynja­hlut­föll á Alþingi hafi aldrei verið eins jöfn. Konur hefðu raunar verið í meiri­hluta á Alþingi í fyrsta sinn ef Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði haft jafn­ari kynja­hlut­föll á sínum fram­boðs­listum en raunin varð.

2. Karlar eru meiri­hluti stjórn­ar­manna

Nýlegar  tölur frá Hag­stof­unni sýna að hlut­­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja á Íslandi stendur í stað milli ára. Konur eru 25,9 pró­­sent stjórn­­­ar­­manna í fyr­ir­tækjum á Íslandi. Frá árinu 1999 hefur hlut­­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja hækkað úr 21,3 pró­­sentum í 25,9 pró­­sent.  Þegar litið er til fyr­ir­tækja með 50 eða fleiri starfs­­menn voru konur 32,3 pró­­sent stjórn­­­ar­­manna í lok síð­­asta árs.

3. Lög um kynja­kvóta ekki að virka almenni­lega

Lög um kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja tóku að fullu gildi hér á landi í sept­­em­ber 2013 og sam­­kvæmt þeim ber fyr­ir­tækjum með 50 eða fleiri starfs­­menn að tryggja að hlut­­fall hvors kyns í stjórn sé ekki undir 40 pró­­sent­­um. Árið eftir það náði hlut­­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja af þess­­ari stærð hámarki, fór upp í 33,2 pró­­sent, en hefur síðan farið lækk­­andi aft­­ur.

Auglýsing

4. Karlar eru meiri­hluti fram­kvæmda­stjóra

Konum fjölg­aði lít­il­­lega í stöðum fram­­kvæmda­­stjóra í fyrra, en hlut­­fall þeirra fór úr 21,9 pró­­senti í 22,1 pró­­sent. Sam­­kvæmt því voru 2.932 konur í stöðu fram­­kvæmda­­stjóra hér á landi í lok árs­ins 2016. Hag­­stofan greinir töl­­urnar einnig eftir grein­um, og í aðeins einni þeirra eru konur í meiri­hluta fram­­kvæmda­­stjóra. Það er í félaga­­sam­tök­unum og annarri þjón­ust­u­­starf­­semi, þar sem konur eru 64 pró­­sent fram­­kvæmda­­stjóra. Í fræðslu­­starf­­semi eru konur 45,6 pró­­sent fram­­kvæmda­­stjóra og 39,6 pró­­sent í heil­brigð­is- og félags­­­þjón­ust­u.



5. Karlar eru meiri­hluti stjórn­ar­for­manna

Í lok síð­­asta árs voru konur 23,9 pró­­sent stjórn­­­ar­­for­­manna lands­ins. Það gera 3.691 konu sem gegndi slíku starfi. Aftur eru konur ein­­göngu í meiri­hluta stjórn­ar­for­mennsku­starfa í félaga­­sam­­tökum og annarri þjón­ust­u­­starf­­semi, þar sem þær eru 58 pró­­sent stjórn­­­ar­­for­­manna. Sömu sögu er svo að segja af stjórn­­­ar­­mennsku kvenna, þær eru í meiri­hluta stjórna félaga­­sam­­taka og ann­­arrar þjón­ust­u­­starf­­semi, en hvergi ann­­ars stað­­ar.

6. Karlar stýra pen­ingum á Íslandi

Kjarn­inn hefur síð­ast­liðin fjögur ár gert úttekt á stöðu kvenna á meðal æðstu stjórn­enda við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, félaga á leið á mark­að, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og –miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða. Úttektin nær til æðsta stjórn­anda hvers fyr­ir­tækis eða sjóðs. Nið­ur­staðan í ár, sam­kvæmt úttekt sem fram­kvæmd var í febr­úar 2017, er sú að æðstu stjórn­endur í ofan­greindum fyr­ir­tækjum séu 88 tals­ins. Af þeim eru 80 karlar en átta kon­ur. Það þýðir að 91 pró­sent þeirra sem stýra pen­ingum á Íslandi eru karlar en níu pró­sent kon­ur.

7. Karlar hafa alltaf stýrt pen­ingum á Íslandi

Þegar Kjarn­inn fram­kvæmdi úttekt­ina fyrst, í febr­úar 2014, voru störfin sem hún náði yfir 88 tals­ins. Þá sátu 82 karlar í þeim störfum en sex kon­ur. Hlut­falls­lega skipt­ingin var því þannig að karlar voru 93 pró­sent stjórn­enda en konur sjö pró­sent. Árið 2015 voru störfin 87, karl­arnir 80 og kon­urnar sjö. Hlut­fallið hafði því „lagast“ en var samt þannig að 92 pró­sent stjórn­enda voru karlar en átta pró­sent kon­ur. Í fyrra var hlut­fallið það sama og árið áður. 92 pró­sent þeirra sem stýrðu pen­ingum hér­lendis voru karl­ar. Hlut­fallið hefur því nán­ast ekk­ert breyst á síð­ustu fjórum árum.

8. Líf­eyr­is­sjóða­kerfið sér­stak­lega kar­lægt

Áhrifa­mestu leik­end­urnir á íslenskum fjár­mála­mark­aði eru líf­eyr­is­sjóð­irnir okk­ar. Sam­kvæmt nýj­ustu hag­tölum Seðla­banka Íslands var hrein eign þeirra 3.637  millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, sem eru nú 25 tals­ins sam­kvæmt yfir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um eft­ir­lits­skyldra aðila, eru allt um lykj­andi í íslensku við­skipta­lífi. Þeir eiga meira en helm­ing skráðra hluta­bréfa annað hvort beint eða óbeint í gegnum sjóði sem þeir hafa fjár­fest í. Sjóð­irnir hafa líka fjár­fest mikið í óskráðum eignum og eru að sækja mikið á í útlánum til fast­eigna­kaupa, þar sem þeir geta boðið betri kjör en við­skipta­bank­arn­ir. Þá eru þeir helstu eig­endur skulda­bréfa á Íslandi.

Úttekt Kjarn­ans í febr­úar náði til 17 stjórn­enda líf­eyr­is­sjóða sem sumir hverjir stýra fleiri en einum sjóði. Af þessum 17 eru 15 karlar en tvær kon­ur. Níu stærstu sjóð­irnir stýra um 80 pró­sent af fjár­magn­inu sem er til staðar í íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu. Þeim er öllum stýrt af körl­um.

9. Karlar stýra skráðum félögum

Öllum skráðum félögum á Íslandi er nú stýrt af körl­um. Auk þess er for­stjóri Kaup­hall­ar­innar karl­inn Páll Harð­ar­son.

10. Fleiri karl­menn for­stöðu­menn en konur

Konur eru 39 pró­­sent for­­stöð­u­­manna hjá stofn­unum rík­­is­ins. Hlut­­fallið hefur hækkað úr 37 pró­­sentum í fyrra og 29 pró­­sentum árið 2009. For­­stöð­u­­menn hjá rík­­inu voru 154 í jan­úar á þessu ári, og hafði fækkað um tvo á einu ári. Konur eru nú sam­tals 60 tals­ins meðal 154 for­­stöð­u­­manna hjá rík­­inu. Allar stofn­­anir rík­­is­ins eru með­­taldar í kynja­­bók­hald­inu, að und­an­­skildum stofn­unum utan fram­­kvæmda­­valds­ins, Alþingi, stofn­unum þess og dóm­stól­u­m.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar