Núllið er framtíðin

Framtíðin er til sýnis á bílasýningunni í Frankfurt.

Spilar blak við bílinn.
Spilar blak við bílinn.
Auglýsing

Bíla­sýn­ingin í Frank­furt er í fullum gangi núna, í 67. sinn sem hún er hald­in. Þjóð­verjar hafa lengi tekið bíla­iðn­að­inn alvar­lega enda ein af und­ir­stöðu­greinum þjóð­ar­innar og það er kannski til marks um stöðu grein­ar­innar að bæði Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, og Sheryl Sand­berg, fram­kvæmda­stjóri hjá Face­book, fluttu ræður við opn­un­ina. Sagði Sand­berg stolt frá því að Face­book væri eina fyr­ir­tækið í Sil­icon Valley sem væri ekki að þróa bíla.

Bíla­iðn­að­ur­inn hefur lík­leg­ast aldrei staðið frammi fyrir jafn­mik­illi óvissu og jafn­stórum spurn­ingum um fram­tíð­ina og akkúrat núna. Yfir­skrift sýn­ing­ar­innar er „Fram­tíðin er núna“ sem und­ir­strikar hversu mik­ill þrýst­ingur er á fram­leið­endur til þess að koma með lausnir á göt­urnar strax til að bregð­ast við lofts­lags­vand­anum og ekki síður tryggja að bíla­iðn­að­ur­inn í Þýska­landi verði áfram sam­keppn­is­hæfur og skapi störf í land­inu.

Spenn­andi nýj­ungar

Að vanda voru sýnd vænt­an­leg módel sem mörg hver eiga eftir að fylla þjóð­vegi lands­ins þegar á næsta ári eins og nýr Dacia Duster jeppi og smá­jepp­inn Kona frá Hyundai sem á eflaust eftir að veita honum harða sam­keppni. Kona mun í lok næsta árs koma á mark­að­inn sem raf­bíll með 500 km drægni sem verður áhuga­verður kostur fyrir íslenskar bíla­leigur sem vilja bjóða upp á umhverf­is­væna bíla á hag­kvæmu verði. Einnig voru kynntir nýir smá­jeppar frá Skoda, VW, Kia, Opel og Renault sem flestir eru vænt­an­legir sem tvinn­bíl­ar.

Nýr Dacia Duster-jepplingur er til sýnis á bílasýningunni í Frankfurt.

Áber­andi var fjöldi raf­magns­bíla sem sýndur var, ekki bara sem hug­mynda­bílar heldur sem bílar sem eru komnir eða alveg að koma á mark­að­inn. Sér­stak­lega athygli vöktu raf­bíl­arnir Urban frá Honda sem minnir á fyrsta Civic bíl­inn fyrir 40 árum síðan og BMW i5 sem er engum lík­ur. Sér­stak­lega vin­sælt var líka Buzz raf­brauðið frá VW sem skart­aði að sjálf­sögðu tveimur brim­brettum á toppnum en enn munu líða 5 ár þar til það kemur á mark­að­inn.

Kín­verjar setja tón­inn

Áber­andi er hvernig Kín­verjar eru að setja auk­inn þrýst­ing á bíla­iðn­að­inn. Árum saman hefur fjöld­inn allur af íhlutum verið fram­leiddur í Kína en nú voru þrír kín­verskir fram­leið­endur að kynna bíla undir eigin merkj­um. Wey sem er með lúxusjeppa af ýmsum stærðum með tvinn­vél­um, Chery sem er með breiða línu af ódýrum hefð­bundnum bílum og síðan Thund­er­storm sem er að koma með stóran raf­knú­inn fólks­bíl á mark­að­inn sem kemst 650 km á raf­hleðsl­unni.

Auglýsing

Kín­verjar hafa líka keypt gam­alt þýskt merki sem hefur legið í dvala í 50 ár og eru að koma með bíla sem líkj­ast Audi jepp­unum á markað auk þess að eiga Volvo bíla­fram­leið­and­ann sem til­kynnti þegar í síð­asta mán­uði að frá og með 2019 munu allir bílar vera með tvinn­vélum eða raf­mót­or­um. Þýsku bíla­merkin hafa öll komið með yfir­lýs­ingar und­an­farna daga um að þau muni einnig bjóða alla bíla sína sem tvinn- eða raf­bíla þó þau fari mun hægar í sak­irn­ar.

Truflun á bíla­mark­aðnum

Heil sýn­ing­ar­höll var tekin undir sam­göngur fram­tíð­ar­inn­ar, „New Mobility World“, þar sem fyr­ir­les­arar ræddu hvernig fólk mun ferð­ast um borgir fram­tíð­ar­innar og tækni­fyr­ir­tæki sýndu hvernig bílar aka sjálfir, eiga sam­skipti við mann­virki og sín á milli.

Bíla­iðn­að­ur­inn stendur á kross­göt­um. Bret­land, Frakk­land og nú síð­ast Kína hafa ákveðið að banna dísil­bíla ýmist frá árunum 2030 eða 2040 og í raun er orðið ljóst að tími bens­ín- og dísil­véla er lið­inn. Raf­knún­ir, sjálf­keyr­andi bílar eru orðin raun­veru­leiki og næsta áskorun er ein­fald­lega hvernig mark­að­ur­inn og iðn­að­ur­inn nær að aðlag­ast þessum breyt­ing­um. Eða eins og skipu­leggj­endur sýn­ing­ar­innar orða það sjálfir, fram­tíðin er núna.

Meira að segja fljúg­andi bílar eru orðnir stað­reynd en hol­lenskur fram­leið­andi sýndi flug­bíl sinn á sýn­ing­unni sem er að fara í fram­leiðslu og er þegar búið að selja fyrstu 90 bíl­ana.

Tækninni við bíla fleytir sífellt hraðar fram.

Fram­tíð­ar­sýn núll

Mér hafa þótt sjálf­keyr­andi bílar leið­in­legir alveg síðan ég fór í gömlu bíl­ana í Tívolí í Kaup­manna­höfn í fyrsta skipti 5 ára gam­all og átt­aði mig á því að ég væri í raun­inni ekki að stýra sjálfur þó ég fengi að halda í stýr­ið. Hinir sjálf­keyr­andi bílar fram­tíð­ar­innar eru þó mun meira spenn­andi og akst­ur­sunn­endum til hugg­unar get ég sagt að vænt­an­lega er enn langt þangað til að bílar á einka­mark­aðnum verða ein­göngu sjálf­keyr­andi. Í stað þess verður stýrið eitt­hvað sem þú getur kallað fram með takka þegar þú þarft á því að halda og tekið yfir stjórn­ina, en notið þess ann­ars að spjalla, horfa á kvik­myndir eða vinna á meðan bíll­inn ekur inn­an­bæjar eða á þjóð­vegum við réttar aðstæð­ur.

Sjálf­keyr­andi bílar eru samt sem áður mun nær en margur heldur enda fyrstu prufu­bíl­arnir komnir á göt­urnar og Mercedes Benz kynnti á sýn­ing­unni strætó í fullri stærð sem er sjálf­keyr­andi.

Mikið af þeim bún­aði sem þarf fyrir sjálf­keyr­andi bíla er þegar kom­inn inn í nýj­ustu mód­elin sem „akst­urs­að­stoð“ og má þar nefna Kia með sjálf­virka hraða­stýr­ingu og árekstr­ar­vörn sem hægir á bílnum ef umferð er hæg­ara á móti, sjálf­virkan umferð­ar­teppu­akstur (sem við Íslend­ingar þekkjum best frá rúnt­inum niður Laug­ar­veg­inn) og bíla sem leggja sjálfir í stæði eins og Ford hefur sett á mark­að­inn.

Gervi­greindin mun hámarka afköst og lág­marka áhættu í sam­göngum fram­tíð­ar­inn­ar. Tæknin er til­búin þó reglu­verkið og mark­að­ur­inn séu kannski ekki and­lega búin undir þessa breyt­ingu enn. Mark­miðin eru ein­föld, og kannski í fyrsta sinn sem þau hljóma raun­hæf. Fram­tíð­ar­sýn núll. Núll slys. Núll meng­un. Núll umferð­ar­teppa.

Hvað ætlar Ísland að gera?

Ísland hefur á und­an­förnum árum dreg­ist langt aftur úr öðrum þjóðum þegar kemur að raf­bíla­væð­ingu en hefur þó verið að taka við sér á und­an­förnum mán­uð­um. Með alla þá ódýru inn­lendu orku sem Ísland býr yfir myndi maður ætla að stjórn­völdum væri mjög í mun að auka hlut­fall raf­bíla en drægni bíl­anna hefur gert þá óhent­uga nema fyrir borg­arakst­ur. Aukið fram­boð af lang­drægum raf­bíl­um, hrað­virk­ari hleðslu­stöðvar og snerti­laus hleðsla gera það hins vegar að verkum að raf­bílar eru nú orðnir raun­hæfur kost­ur, líka fyrir íslenskar aðstæð­ur. Það verður því spenn­andi að sjá hvernig bæði mark­að­ur­inn, bíla­leig­urnar og stjórn­völd munu taka undir þær breyt­ingar sem nú þegar eru að umbylta bíla­iðn­að­in­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar