Pexels

Hjálpin í gegnum netið

Sífellt fleiri nýta sér sálfræðiþjónustu í gegnum netið erlendis og hafa sérfræðingar hér á landi verið að prufa slíka þjónustu. Mikil fyrirhöfn getur falist í því að sækja sér aðstoð fyrir fólk á landsbyggðinni en slík þjónusta gæti létt fólki lífið.

Fjar­með­ferðir eru að ryðja sér til rúms á tímum þar sem fólk reiðir sig á tölvur í rík­ara mæli. Með þeim er hægt að sækja sér sál­fræði­þjón­ustu í gegnum netið og eru ein­stak­lingar sem þurfa á slíkri þjón­ustu að halda ekki stað­bundn­ir. Lands­byggðin hefur löngum verðið verr sett sam­an­borið við höf­uð­borg­ar­svæðið þegar kemur að aðgengi að þjón­ustu og þykir sumum fjar­með­ferðir leysa ákveð­inn hluta vand­ans. 

Umræðan komin skammt á veg

Sigurbjörg LudviksdóttirSál­fræð­ing­ur­inn Sig­ur­björg Ludvigs­dóttir hefur sinnt nokkrum skjól­stæð­ingum sínum í gegnum netið í u.þ.b. ár. Hún hefur einnig hand­leitt aðra sál­fræð­inga sem hafa verið að veita með­ferð með þessum hætti á fjar­fund­um. Fólkið hjá Tölum sam­an, sem er fjar­þjón­usta Kvíða­með­ferð­ar­stöðv­ar­inn­ar, fékk styrk frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu í árs­byrjun til að bjóða upp á fjar­með­ferð og halda utan um árang­urs­tölur og fleira. Enn hefur ekki verið farið af stað með verk­efnið því beðið er eftir við­brögðum frá Land­lækn­is­emb­ætt­inu. Sig­ur­björg segir að umræðan sé ekki komin mjög langt á leið hér á landi en að áhug­inn sé alltaf að aukast, sér­stak­lega úti á landi.

Hún segir að reynslan hafi verið mjög góð hingað til. Til að byrja með hafi hún haft áhyggjur af því að ná ekki nægi­lega góðum tengslum við skjól­stæð­inga sína í gegnum net­ið. Svo virð­ist þó ekki vera og segir Sig­ur­björg að hún hafi náð þessum góðu tengslum þrátt fyrir fjar­lægð­ina. Það sýni reynsla hennar en hún bendir einnig á að rann­sóknir sýni fram á að bæði skjól­stæð­ingar og með­ferð­ar­að­ilar hafi góða sögu að segja um fjar­með­ferð­ir.

Hentar fólki með væg­ari vanda 

Sig­ur­björg sinnir fyrst og fremst kvíða­með­ferð og segir hún að hluti af því sé að taka fólki í æfingar og gera til­raunir og fleira. Þannig sé ekki hægt að gera sömu æfingar í fjar­með­ferð og ann­ars væri hægt með sjúk­ling­inn á staðn­um. „Þá reynir á að fólkið sé reiðu­búið að gera það sem gera þarf til að ná bata,“ segir hún. Það virð­ist ekki vera vanda­mál, enn sem komið er.

Hún segir jafn­framt að með­ferð af þessu tagi henti síður fólki með alvar­legan eða mjög flók­inn vanda. Þá sé betra að hafa fólk á staðnum og fag­að­ila í kring. Fólk með væg­ari og afmark­aðri vanda sé mót­tæki­legra fyrir fjar­með­ferð. Hún bendir þó á að frek­ari reynsla eigi eftir að koma á slíkar með­ferðir en til­finn­ing hennar sé þessi.

Ákveðin vand­kvæði fylgja slíkri með­ferð, að mati Sig­ur­bjarg­ar, en það gæti verið snúið að nýta slíka þjón­ustu við til að mynda afmark­aðri fælni. Þá nefnir hún með­ferðir sem fólgnar eru í því að vera með við­kom­andi í aðstæð­um, til dæmis dýra­fælni og inni­lok­un­ar­kennd. Þegar sál­fræð­ing­ur­inn er með skjól­stæð­ingnum í æfingum þá þarf hann að vera á staðn­um, að hennar sögn. En með­ferðir við almennri kvíða­röskun eða félags­fælni myndu henta einkar vel í fjar­með­ferð.

Reglu­verkið á að gera ráð fyrir fjar­með­ferðum

Sig­ur­björg seg­ist ekki vera farin á fullt í slíka starf­semi enda sé enn verið að móta reglu­gerðir hjá Land­lækn­is­emb­ætt­inu og því sé ekki gert ráð fyrir fjar­þjón­ustu í kerf­inu. Þess vegna er þetta enn á til­rauna­stigi og ákveðin óvissa í kringum ferl­ið.

Hún telur að reglu­verkið eigi að gera ráð fyrir fjar­með­ferðum fyrir fólk að nýta ef því hent­ar. „Við búum í landi þar sem lítið aðgengi er að sál­fræði­þjón­ustu fyrir lands­byggð­ina,“ segir hún og bætir við að margir þurfi að ferð­ast langar leiðir til að leita sér aðstoð­ar. Þetta eigi einnig við um fólk sem kemst ekki að heiman af ein­hverjum ástæð­um. Hún telur slíka þjón­ustu einnig henta fólki sem ferð­ast mikið eða starfi erlend­is. Þá sé gott að geta leitað sér sál­fræði­þjón­ustu á móð­ur­mál­inu hvar sem er í heim­in­um. Sig­ur­björg bendir á í þessu sam­hengi að sál­fræð­ing­arnir sér­hæfi sig í ákveðnum teg­undum af sjúk­dómum og að flestir séu þeir í Reykja­vík.

Fólk af erlendum upp­runa með annan menn­ing­ar­legan bak­grunn gæti einnig nýtt slíka þjón­ustu, að mati Sig­ur­bjarg­ar. Það gæti leitað sér aðstoðar í sínu heima­landi í gegnum netið og myndi þetta því opna á fjölda mögu­leika.

Við búum í landi þar sem lítið aðgengi er að sálfræðiþjónustu fyrir landsbyggðina.

Góðir verk­ferlar nauð­syn­leg­ir ­Sig­ur­björg segir að fjar­með­ferðir séu not­aðar erlendis í meira mæli en hér á landi, til að mynda í Sví­þjóð, Nor­egi, Ástr­alíu og Banda­ríkj­un­um. „Það er ekk­ert sem bendir til þess að þetta ætti að vera eitt­hvað síðra en þegar fólk þiggur sína sál­fræði­þjón­ustu á stofu,“ segir hún.

Hún segir að lokum að nauð­syn­legt sé að vera með góða verk­ferla í kringum svona verk­efni til að tryggja öryggi sjúk­lings, net­ör­yggi þurfi að vera til staðar o.s.frv.

Kara Connect

Unnið að leið­bein­ing­um 

Núver­andi ramma­samn­ingur milli sjálf­stætt starf­andi geð­lækna og Sjúkra­trygg­inga Íslands býður ekki upp á þann mögu­leika að geð­læknir veiti skjól­stæð­ingum við­töl í gegnum fjar­þjón­ustu.

Land­lækn­is­emb­ættið hefur aftur á móti reynt að leið­beina þeim aðilum sem eru á bak­við þau verk­efni sem komið hafa fram með fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu. Þetta segir í svari emb­ætt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

„Í ljósi þess fjölda verk­efna sem sprottið hafa upp á síð­ustu mán­uðum telur emb­ættið nauð­syn­legt að setja skýr­ari kröfur varð­andi slíka þjón­ustu og und­ir­býr nú leið­bein­ingar fyrir þá aðila sem hyggj­ast stunda fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu. Emb­ættið hefur safnað slíkum leið­bein­ingum frá sam­starfs­að­ilum á hinum Norð­ur­lönd­unum og er nú að vinna úr þeim og setja upp frum­drög að íslenskum leið­bein­ing­um,“ segir í svar­inu.

Fólk losnar við umstang

Til­raunir hafa verið gerðar með hug­búnað fyrir fjar­með­ferðir en Þor­björg Helga Vig­fús­dóttir stofn­aði fyr­ir­tækið Kara Conn­ect með sam­starfs­fólki sínu á síð­asta ári. Hún segir að Kara sér­hæfi sig í að þjón­usta sér­fræð­inga til að ná tengslum við skjól­stæð­inga sína á ein­faldan og öruggan hátt.

Hún segir að við­brögðin við kerf­inu hafi verið mjög góð en hún telur að kostir fjar­með­ferða séu margir, til að mynda sparist ferða­tími milli staða og kostn­að­ur. Einnig telur hún kost að losna við umstangið við að finna með­ferð­ar­að­ila og kom­ast að því hver borgar og segir hún að fólk losni við langa biðlista. „Það eru margar litlar breytur sem ein­fald­ast mjög mik­ið,“ segir hún.

Bylt­ing í aðgengi að hjálp

Þorbjörg Helga VigfúsdóttirÞor­björg talar um fjar­með­ferð sem mikla bylt­ingu í aðgengi að hjálp og segir að það sé aðal­m­antra þeirra sem vinna að þessum for­rit­um. Hún segir að sér­fræð­ing­arnir geti verið hreyf­an­legir með Köru, þeir fái öll þau for­rit sem þeir þurfi til að nýta í rekst­ur­inn auk öruggrar mynd­fund­ar­gáttar og með­ferð­ar­nótna. Þeir geti með tækn­inni bætt rekst­ur­inn sinn til muna.

„Stóra hug­myndin er að skjól­stæð­ing­arnir geti leitað sjálfir að réttum sér­fræð­ing­um. Við ætlum að byggja þetta þannig upp að nógu margir sér­fræð­ingar verði í gagna­banka,“ segir hún. Þá gæti fólk flett þeim upp sem geta aðstoðað við hvers konar vanda­mál sem upp koma.

Það er ekkert sem bendir til þess að þetta ætti að vera eitthvað síðra en þegar fólk þiggur sína sálfræðiþjónustu á stofu.

Ísland á eftir öðrum löndum

Þau stefna á að færa út kví­arnar erlend­is. Þor­björg segir að Ísland sé eilítið á eftir þegar kemur að þessum málum og að Íslend­ingar eigi eftir að læra margt. Rann­sóknir hafi sýnt að fjar­þjálfun virki vel og að kynna þurfi slíka starf­semi ennþá betur innan heil­brigð­is­kerf­is­ins.

139 sér­fræð­ingar eru nú þegar skráðir í kerfið og hafa lokið 7000 þjálf­un­ar­klukku­stundum á hálfu ári í gegnum mynd­fundi. Vegna góðra við­bragða telur Þor­björg að sér­fræð­ingar hafi verið að bíða eftir ein­hverju sam­bæri­legu en víða erlendis hafi svipuð módel verið sett upp og notuð í sama til­gangi.

Umræðan brýn

Þor­björg segir að nauð­syn­legt sé að fá umræðu í gang um fjar­með­ferð­ir, það sé komin tími til að nýta tækn­ina til að ná til fólks og þjón­usta það.

Hún segir að allir tali fyrir þessum breyt­ingum hér heima en lög og reglur séu ekki að taka mið að þess­ari þróun sem sé synd, sér­stak­lega í svo dreif­býlu landi. Hún segir að erlendis hafi hlut­irnir gengið hrað­ar, til dæmis sé vin­sælt orðið að bjóða þjón­ustu heilsu­gæslu­lækna á net­inu.

Enn fremur segir hún að sam­keppni sé um heilsu­gæslur á net­inu í Sví­þjóð og væri upp­lagt að létta undir með starf­sem­inni hér á landi með því að nýta sömu tækni. „Þá er hægt að ráða til sín verk­taka sem er tengdur til tölvu og komið á sam­skiptum á milli sér­fræð­ings, sál­fræð­ings eða félags­ráð­gjafa og skjól­stæð­ings,“ segir hún. Hún telur jafn­framt að stundum vanti upp á að hugsa út fyrir sveit­ar­mörk og landa­mæri varð­andi þessa hluti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent