Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þetta gerðist árið 2017: Ráðherra brýtur lög við skipun dómara

Á lokametrum vorþings áttu sér stað átök um skipun 15 nýrra dómara við Landsrétt. Dómsmálaráðherra hafði þá vikið frá hæfnismati dómnefndar og tilnefnt fjóra dómara sem nefndin hafði ekki talið hæfasta, en fjarlægt aðra fjóra af listanum. Málið varð síðustu ríkisstjórn mjög erfitt og er þegar farið að þvælast fyrir þeirri nýju, sérstaklega eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði brotið lög.

Hvað gerð­ist?

Þann 10. febr­­úar 2017 voru emb­ætti 15 dóm­­ara við Lands­rétt, nýtt milli­dóms­stig, aug­lýst til umsókn­­ar, en rétt­­ur­inn mun hefja starf­­semi sína í byrjun árs 2018. Alls sóttu 37 um stöð­­urn­­ar, fjórtán konur og 23 karl­­ar. Fjórir drógu síðar umsóknir sínar til baka.

Árið 2010 var lögum um skipan dóm­­ara breytt þannig að fimm manna dóm­­nefnd var sett á lagg­­irnar til að velja dóm­­ara og vægi ákvörð­unar nefnd­­ar­innar aukið þannig að ráð­herra yrði bund­inn við nið­­ur­­stöðu henn­­ar. Þessar breyt­ingar voru m.a. gerðar til að auka til­­­trú á dóm­stóla og þrí­­­skipt­ingu valds á Íslandi í kjöl­far afar umdeildra skip­ana dóm­­ara þar sem rök­studdur grunur var um að annað ef hæfni hefði ráðið för við skip­un. Laga­breyt­ingin gerði þó ráð fyrir að dóms­­mála­ráð­herra geti vikið frá nið­­ur­­stöðu dóm­­nefndar og lagt nýja til­­lögu fyrir Alþingi til sam­­þykkt­­ar, sam­­kvæmt lög­­un­­um.

Í ljósi þess að skipan í Lands­rétt var umfangs­­mesta nýskipun dóm­­ara í Íslands­­­sög­unni var ákveðið að list­inn yfir þá sem til­­­nefndir yrðu til verks­ins yrði lagður fyrir Alþingi óháð því hvort dóms­­mála­ráð­herra legði til breyt­ingar eða ekki. Um yrði að ræða fyrsta skipti sem Alþingi kæmi að skipun dóm­­ara.

12. maí birti Kjarn­inn lista yfir þá 15 sem dóm­­nefndin hafði metið hæf­asta til að sitja í Lands­rétti. Um er að ræða þann lista sem sendur hafði verið út til umsækj­enda um emb­ætt­in. Það vakti athygli að dóm­­nefndin hefði talið nákvæm­­lega 15 umsækj­endur hæfa til að gegn nákvæm­­lega 15 emb­ætt­­um. Á list­anum voru tíu karla og fimm kon­­ur.

29. maí afhenti Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­­mála­ráð­herra for­­seta Alþingis til­­lögu sín að skipun í emb­ætti 15 dóm­­ara við Lands­rétt. Til­­laga Sig­ríðar var önnur en sú sem dóm­­nefnd hafði lagt til. Fjórir umsækj­endur sem dóm­­nefnd hafði talið á meðal þeirra 15 sem hæf­­astir voru í emb­ættin hlutu ekki náð fyrir augum ráð­herra og í þeirra stað voru fjórir aðrir settir inn á list­ann. Kynja­hlut­­föll voru nú þannig að átta karlar og sjö konur yrðu dóm­­arar við rétt­inn. Í ljós kom að Sig­ríður taldi 24 umsækj­endur hæf­asta, en ekki 15, og hún valdi þá sem hún gerði til­­lögu um úr þeim hópi.

Dóms­­mála­ráð­herra rök­studdi þó ekki breytta röðun sína með kynja­­sjón­­ar­miðum heldur sagð­ist hún hafa aukið vægi dóm­­ara­­reynslu. Hún lagði ekki fram nein gögn sem sýndu fram á hvernig það hafi verið gert.

Ást­ráður Har­alds­­son, einn þeirra sem dóm­­nefnd hafði mælt með en Sig­ríður fjar­lægði af list­an­um, sendi sam­­dæg­­urs bréf til for­­seta Alþingis þar sem hann sagði að þau frá­­vik sem ráð­herra geri á til­­­lögu dóm­­­nefnd­­­ar­inn­ar upp­­­­­fylli á eng­an hátt kröf­ur sem gera verði varð­andi skip­an dóm­­­ara og sem umboðs­­maður Alþing­is og dóm­stól­ar hafi lagt til grund­vall­­­ar. Um sé að ræða ólög­­mæta emb­ætt­is­­færslu. Sig­ríður hafn­aði því algjör­­lega.



Dag­inn eft­ir, 30. maí, birti Kjarn­inn lista dóm­­nefnd­­ar­innar yfir hæfi umsækj­enda. Þar kom í ljós að einn þeirra sem Sig­ríður fjar­lægði af list­an­um, Eiríkur Jóns­­son, hafði verið með sjö­undu hæstu ein­kunn­ina sam­­kvæmt nefnd­inni. Þar kom enn fremur fram að einn þeirra sem Sig­ríður ákvað að skipa, Jón Finn­­björns­­son, hafði verið met­inn á meðal þeirra minnst hæfu af nefnd­inni. Hann sat í 30. sæti á list­­anum af 33 umsækj­end­­um.

Auk þess var ljóst að rök­­stuðn­­ingur dóms­­mála­ráð­herra, um að auka vægi dóm­­ara­­reynslu, rím­aði ekki við einu fyr­ir­liggj­andi úttekt­ina á dóm­­ara­­reynslu.  Í 117 blað­­­síðna ítar­­­legri umsögn dóm­­­nefndar um umsækj­endur er reynsla umsækj­enda af dóms­­­störfum meðal ann­­­ars borin sam­­­an. Þar kom í ljós að þrír umsækj­endur sem lentu neðar en Eiríkur í heild­­­ar­hæfn­is­mati dóm­­­nefndar voru með minni dóm­­­ara­­­reynslu en hann, en röt­uðu samt sem áður inn á lista Sig­ríðar yfir þá sem hún vill skipa í dóm­­­ara­­­sætin 15.

Jón Hösk­­­ulds­­­son, sem dóm­­­nefndin setti í 11. sæti, hlaut heldur ekki náð fyrir augum ráð­herra. Jón er þaul­­­­­reyndur dóm­­­ari og hefði átt að fær­­­ast upp list­ann frekar en niður hann ef slík reynsla væri metin umfram aðra. Í hans stað ákvað Sig­ríður m.a. að skipa Ásmund Helga­­­son, sem hafði verið settur í 17. sæti af dóm­­­nefnd. Í umsögn Jóns til stjórn­­­­­skip­un­­­ar- og eft­ir­lits­­­nefndar kom fram að hann og Ásmundur hafi verið skip­aðir hér­­­aðs­­­dóm­­­arar sama dag, 15. maí 2010. Ásmundur þótti þó hafa eilítið meiri reynslu vegna þess að hann hefur auk þess setið í félags­­­­­dómi og verið ad hoc-­­­dóm­­­ari í Hæsta­rétti í einu máli.

Þá er ótalið að Ólafur Ólafs­­­son, sem dóm­­­nefnd mat einn þeirra fjög­­­urra sem hafi næst mesta dóm­­­ara­­­reynslu, hlaut ekki náð fyrir augum Sig­ríðar þrátt fyrir að hafa lent í 27. sæti á upp­­­haf­­­legum lista dóm­­­nefnd­­­ar, eða þremur sætum ofar en Jón Finn­­­björns­­­son, sem Sig­ríður ákvað að til­­­­­nefna.

Lög­­­manna­­fé­lag Íslands gagn­rýndi ákvörðun dóms­­mála­ráð­herra um að breyta röðun á list­ann og í umsögnum sem hæsta­rétt­­ar­lög­­mað­­ur­inn Jóhannes Karl Sveins­­son sendi inn til stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar sagð­ist hann hafa verið í áfalli þegar hann las rök­­­stuðn­­­ing dóms­­­mála­ráð­herra. Þau upp­­­­­fylli engar lág­­­marks­­­kröfur stjórn­­­­­sýslu um rök­­­stuðn­­­ing og stand­ist auk þess „enga efn­is­­­lega skoð­un“.

Tek­ist var harka­­lega á um málið á Alþingi í kjöl­far­ið. Stjórn­­­ar­and­­staðan sagði til­­lögu dóms­­mála­ráð­herra vera alveg órök­studda og kall­aði eftir lengri tíma til að fara yfir mál­ið. Til stóð að afgreiða málið mið­viku­dag­inn 31. maí, og ljúka þing­­störfum þann sama dag. Það náð­ist ekki og þetta eina mál varð til þess að þing þurfti að koma saman 1. júní.

Þar var hnakkrif­ist um málið og þáver­andi stjórn­­­ar­liðar kynntu ýmis sjón­­­ar­mið sín fyrir því að styðja til­­lögur ráð­herra. Þau voru t.d. að Alþingi ætti ekki að hafa vald til að taka ákvörðun í svona máli þar sem það bæri ekki ábyrgð, heldur ráð­herr­ann. Aðrir sögðu kynja­­sjón­­ar­mið hafa ráðið úrslitum og enn aðrir sögð­ust telja að ráð­herr­ann hefði rök­­stutt mál sitt nægj­an­­lega vel, en hún bar við auknu vægi dóm­­ara­­reynslu í rök­­stuðn­­ingi sín­­um.

Stjórn­­­ar­and­­staðan lagði fram frá­­vís­un­­ar­til­lögu sem var felld 31-30. Hún gerði ráð fyrir meiri máls­með­­­ferð­­ar­­tíma fyrir til­­lögu ráð­herra. Í kjöl­farið var til­­laga ráð­herra sam­­þykkt með 31 atkvæða þing­­manna Sjálf­­stæð­is­­flokks, Bjartrar fram­­tíðar og Við­reisnar gegn atkvæðum Sam­­fylk­ing­­ar, Pírata og Vinstri grænna. Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn sat hjá.

Hvaða afleið­ingar hafði það?

Ást­ráður stefndi íslenska rík­­inu vegna skip­un­­ar­inn­­ar. Það gerði Jóhannes Rúnar Jóhanns­son líka.

Hér­aðs­dómur komst að þeirri nið­ur­stöðu 15. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, sama dag og rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar sprakk, að Sig­ríður And­er­sen hafi brotið lög við skipun Land­rétt­­ar­­dóm­­ara. Dóm­­ur­inn komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að dóms­­mála­ráð­herra hefði átt að óska eftir nýju áliti dóm­­nefndar um hæfi umsækj­enda um dóm­­ara­­stöðu, ef hún taldi ann­­marka á áliti dóm­­nefnd­­ar­inn­­ar. Í nið­­ur­­stöðukafla dóms­ins var tekið fram að „stjórn­­­sýslu­­með­­­ferð ráð­herra hafi ekki verið í sam­ræmi við ákvæði laga nr. 50/2016 sem og skráðar og óskráðar reglur stjórn­­­sýslu­rétt­­ar­ins um rann­­sókn máls, mat á hæfni umsækj­enda og inn­­­byrðis sam­an­­burð þeirra.“

19. des­em­ber komst Hæsti­réttur síðan líka að því að Sig­ríður hafi brotið gegn ákvæði stjórn­sýslu­laga. Dóm­stóll­inn tók afdrátt­ar­lausa efn­is­lega afstöðu til máls­ins. Ef dóms­mála­ráð­herra ætlar að víkja frá áliti dóm­nefndar um veit­ingu dóm­ara­emb­ættis verður slík ákvörðun að vera reist á frek­ari rann­sókn ráð­herra, líkt og kveðið er á um í stjórn­sýslu­lögum. Í dómi Hæsta­réttar segir að það liggi ekki fyrir að Sig­ríður hafi ráð­ist í frek­ari rann­sókn á þeim atriðum sem vörð­uðu veit­ingu þeirra fjög­urra dóm­ara­emb­ætta sem málið snérist um og rök­stuðn­ingur hennar til for­seta Alþing­is, sem settur var fram í bréfi dag­sett 28. maí 2017, um að víkja frá nið­ur­stöðu dóm­nefndar full­nægði ekki lág­marks­kröf­um.

Jóhannes Rúnar Jóhannsson er annar þeirra sem stefndi íslenskra ríkinu upphaflega eftir að hann var ekki skipaður dómari við Landsrétt.

Þar segir einnig að án til­lits til þess hvort dóms­mála­ráð­herra hafi getað með minn­is­blaði sínu til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþing­is, sem sent var 30. maí 2017, bætt úr þeim ann­mörk­um, sem voru á rann­sókn henn­ar, rök­stuðn­ingi og til­lögu­gerð, hafði það minn­is­blað ekk­ert nýtt að geyma umfram það sem fram hafði komið í áliti dóm­nefnd­ar. Sjón­ar­mið um jafna stöðu karla og kvenna gátu ekki komið til álita við veit­ingu ráð­herra á dóm­ara­emb­ætt­unum nema tveir eða fleiri umsækj­endur hefðu áður verið metnir jafn­hæfir til að gegna því. Ekki hafi verið um það að ræða í mál­inu.

„Að gættum þeim kröfum sem gera bar sam­kvæmt fram­an­sögðu var rann­sókn ráð­herra ófull­nægj­andi til að upp­lýsa málið nægi­lega, svo ráð­herra væri fært að taka aðra ákvörðun um hæfni umsækj­enda en dóm­nefnd hafði áður tek­ið. Var máls­með­ferð ráð­herra að þessu leyti því and­stæð 10. gr. stjórn­sýslu­laga. Leiðir þá af sjálfu sér að ann­marki var á með­ferð Alþingis á til­lögu dóms­mála­ráð­herra þar sem ekki var bætt úr ann­mörkum á máls­með­ferð ráð­herra þegar málið kom til atkvæða­greiðslu á Alþing­i.“

Í dómnum var fall­ist á miska­bóta­kröfur Ást­ráðs og Jóhann­esar Rún­ars. Þeir fá 700 þús­und krónur hvor vegna skip­unar dóm­ara við Lands­rétt. Hæsti­réttur sýkn­aði hins vegar ríkið af skaða­bóta­kröfu og hafði áður vísað frá ógild­ing­ar­kröfur Ást­ráðs og Jóhann­esar Rún­ars, sem laut að ógild­ingu þeirrar ákvörð­unar dóms­mála­ráð­herra að leggja ekki til við Alþingi að þeir yrðu skip­aðir í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt.

Ástæða þess að Hæsti­réttur féllst ekki á skaða­bóta­kröfu þeirra var sú að þeir gátu ekki sýnt fram á fjár­hags­legt tjón, enda báðir vel laun­aðir lög­menn. Það geta hins vegar hinir tveir sem ekki hlutu náð fyrir augum Sig­ríðar gert. Jón Hösk­ulds­son hefur þegar stefnt íslenska rík­inu og krefst þess að fá bætt mis­­mun launa, líf­eyr­is­rétt­inda og ann­­arra launa­tengdra rétt­inda dóm­­ara við Lands­rétt ann­­ars vegar og hér­­aðs­­dóm­­ara hins veg­­ar. Jón krefst þess að fá þennan mun greiddan út starfsævi sína, eða í níu ár. Ljóst er að krafa Jóns hleypur á tugum millj­­óna króna. Lands­rétt­­ar­­dóm­­arar fá 1,7 millj­­ónir króna í laun á mán­uði en hér­­aðs­­dóm­­arar 1,3 millj­­ónir króna. Bara launa­mun­­ur­inn er því um 280 þús­und á mán­uði, eða yfir 30 millj­­ónir króna á níu árum.

Eiríkur hefur ekki tjáð sig um hvort hann ætli að stefna rík­inu eða ekki. Hann á mun hærri kröfu en Jón, enda pró­fessor við Háskóla Íslands með í mesta lagi rúm­lega 700 þús­und krónur á mán­uði í fastar grunn­tekj­ur.  Það er um einni milljón króna frá þeim mán­að­­ar­­launum sem hann hefði haft sem dóm­­ari við Lands­rétt. Bara launin sem Eiríkur verður af vegna ólög­­mætrar ákvörð­unar dóms­­mála­ráð­herra eru því um tólf millj­­ónir á ári. Eiríkur er þess utan ein­ungis 40 ára gam­all, og á því ansi mörg ár eftir á vinnu­mark­aði. Fjár­hags­legt tjón hans gæti því orðið veru­legt.

Leið­togar rík­is­stjórn­ar­innar hafa staðið fast við bakið á Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra eftir nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur gefið það út að hún muni ekki gera kröfu um að Sig­ríður víki úr rík­is­stjórn vegna máls­ins og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ist bera „fullt traust“ til dóms­mála­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar