Mynd: EPA Arion banki
Mynd: EPA

Telja svigrúm til að taka yfir 80 milljarða út úr Arion banka

Ráðgjafar Kaupþings við sölu Arion banka telja að eigið fé bankans sé svo mikið að svigrúm sé til að greiða út yfir 80 milljarða til hluthafa hans í arð, ef ráðist verður í útgáfu víkjandi skuldabréfa. Án þess sé svigrúmið 50 milljarðar. Arðgreiðslurnar lækka hið eiginlega verð sem nýir hluthafar hafa verið að greiða fyrir hlut í bankanum.

Ráð­gjafar frá Kviku, sem ráðnir voru af Kaup­þingi til að aðstoða við söl­una á Arion banka í des­em­ber síð­ast­liðn­um, telja að allt of mikið af pen­ingum sé inni í bank­an­um. Í kynn­ingu sem þeir héldu fyrir nokkra íslenska líf­eyr­is­sjóði í jan­ú­ar, þegar þeir reyndu að sann­færa sjóð­ina um að kaupa um fimm pró­sent hlut í Arion banka, kemur fram að eigið fé bank­ans sé svo mikið að svig­rúm sé til greiðslu á yfir 80 millj­örðum króna út úr bank­anum ef ráð­ist verður í útgáfu víkj­andi skulda­bréfa. Án þess sé svig­rúmið samt 50 millj­arðar króna.

Til sam­an­burðar má nefna að eigið fé Arion banka um síð­ustu ára­mót var 225,7 millj­arðar króna. Því er það mat ráð­gjaf­anna að hægt sé að greiða rúm­lega þriðj­ung alls eigin fjár Arion banka út, ef ráð­ist yrði í að gefa út víkj­andi skulda­bréf sem myndu í kjöl­farið mynda hluta af eig­in­fjár­grunni bank­ans.

Kjarn­inn er með kynn­ing­una, sem er kyrfi­lega merkt trún­að­ar­mál, undir hönd­um.

Því hærra sem verðið er, því meira fær ríkið

Mik­ill styr hefur staðið um eign­ar­haldið á Arion banka und­an­farin miss­eri. Þegar svo­kall­aðir stöð­ug­leika­samn­ingar voru gerð­ir, en þeir tóku gildi þegar Kaup­þing fékk und­an­þágu frá fjár­magns­höftum snemma árs 2016, var eign­ar­haldi bank­ans þannig háttað að íslenska ríkið átti 13 pró­sent hlut en Kaup­þing, félag utan um eft­ir­stand­andi eignir kröfu­hafa þess banka, áttu 87 pró­sent. Í samn­ing­unum sem und­ir­rit­aðir voru 13. jan­úar 2016 var meðal ann­ars sagt til um að Kaup­þing ætti að gefa út skulda­bréf upp á 84 millj­arða króna sem væri tryggt með veði í öllum hlut félags­ins í Arion banka. Skulda­bréfið bar vexti og ein­ungis mátti greiða inn á það með því að selja hluta í Arion banka á gengi sem væri yfir 0,8 krónur fyrir hverja bók­færða krónu af eigin fé bank­ans. Ef við­skipti færu fram undir því gengi myndi virkj­ast for­kaups­réttur sem ríkið samdi um að fá. Kaup­þing þurfti að greiða upp skulda­bréf­ið, og þar með selja Arion banka, fyrir árs­lok 2018.

Auk þess var gerður sér­stakur afkomu­skipta­samn­ingur milli Kaup­þings og Seðla­banka Íslands, fyrir hönd íslenska rík­is­ins, ef Arion banki yrði seld­ur. Í honum felst að að ef sölu­and­virði Arion banka verður á bil­inu 100 til 140 millj­arðar króna mun sú upp­hæð sem til fellur umfram millj­arð­anna 84 sem fara í að borga skulda­bréfið upp skipt­ast þannig að Seðla­banki Íslands fær ⅓ en Kaup­þing ⅔. Sölu­and­virði á bil­inu 140 til 160 millj­arðar króna myndi skipt­ast þannig að Seðla­bank­inn fengi helm­ing en Kaup­þing helm­ing og sölu­and­virði umfram 160 millj­arða myndi skipt­ast þannig að Seðla­bank­inn fengi ¾ af því en Kaup­þing ¼. Þetta var opin­berað síð­ast­lið­inn föstu­dag þegar stöð­ug­leika­samn­ing­arnir svoköll­uðu voru birt­ir.

Ein stærsta eign­ar­sala rík­is­ins frá upp­hafi

Tölu­verð við­skipti hafa átt sér stað með hluti í Arion banka síðan að samn­ing­ur­inn var gerð­ur. Í fyrra keyptu fjórir af stærstu eig­endum Kaup­þings, Taconic Capi­tal, Och-Ziff Capi­tal Mana­gement Group, sjóðir í stýr­ingu Attestor Capi­tal og Gold­man Sachs, sam­tals 29,6 pró­sent hlut í Arion banka af sjálfum sér í fyrra. Tveir þeirra, Attestor og Gold­man Sachs, bættu við sig 2,8 pró­sent hlut 13. febr­úar síð­ast­lið­inn. Þá keyptu rúm­lega 20 sjóðir í stýr­ingu fjög­urra af stærstu sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tækjum Íslands: Stefn­is, Íslands­sjóða, Lands­bréfa og Júpít­er, sam­tals 2,54 pró­sent hlut. Sam­an­lagt kaup­verð var um 9,5 millj­arðar króna. Og sama dag var kaup­réttur Kaup­þings á 13 pró­sent hlut rík­is­ins í Arion banka virkj­að­ur. Sá kaup­réttur var form­gerður í samn­ingi frá árinu 2009, var for­taks­laus og ein­hliða. Ríkið mátti því ekki hafna til­boð­inu án þess að ger­ast brot­legt við gerða samn­inga.

Gengið var form­lega frá sölu hlut­ar­ins 26. febr­úar síð­ast­lið­inn. Kaup­verðið var 23,4 millj­arðar króna og ekk­ert opið né gagn­sætt sölu­ferli fór fram. Um eina stærstu eigna­sölu rík­is­ins frá upp­hafi er að ræða.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skrifaði undir uppgjörssamninginn á hlut íslenska ríkisins í Arion banka.
Mynd: Skjáskot

Hver dagur skipti máli

Þessi flétta var þó ekki plan A hjá Kaup­þingi. Upp­runa­lega ætl­uðu þeir að selja íslenskum líf­eyr­is­sjóðum hlut­inn sem Attestor, Gold­man og íslensku fjár­fest­ing­ar­sjóð­irnir keyptu á 9,5 millj­arða króna þann 13. febr­ú­ar.

Líf­eyr­is­sjóð­unum bauðst að kaupa hlut í Arion banka á verði sem var um 0,8 krónur fyrir hverja krónu af bók­færðu eigin fé. Á verði sem var rétt frá því að virkja for­kaups­rétt rík­is­ins.. Það verð mið­aði við eig­in­fjár­stöðu Arion banka í lok sept­em­ber 2017.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir höfn­uðu til­boð­inu. Þess í stað keyptu áður­nefndir tveir af erlendu hlut­höfum bæði Kaup­þings og Arion banka, og íslensku fjár­fest­inga­sjóð­irnir hlut­inn á sama gengi. Plani B var hrint í gang. Mjög mik­il­vægt var fyrir Kaup­þing að hlut­ur­inn myndi selj­ast þennan dag. Með því voru nefni­lega upp­fyllt skil­yrði fyrir 25 millj­arða króna útgreiðslu á eigin fé Arion banka til hlut­hafa hans, annað hvort í formi arð­greiðslu eða með upp­kaupum á eigin bréf­um.

Dag­inn eftir að við­skiptin voru til­kynnt, 14. febr­úar síð­ast­lið­inn, birti Arion banki árs­upp­gjör sitt fyrir árið 2017. Ef hlut­ur­inn hefði verið seldur í sam­ræmi við eig­in­fjár­stöðu bank­ans þann dag hefði kaup­verðið farið í tæp­lega 0,79 krónur á hlut og for­kaups­réttur íslenska rík­is­ins virkj­ast.

Fyr­ir­hug­aðar arð­greiðslur lækka eig­in­legt verð umtals­vert

Ofan­greind arð­greiðsla er þó ein­ungis sú fyrsta af nokkrum sem til stendur að ráð­ast í til að lækka eigið fé Arion banka umtals­vert.

Í kynn­ing­unni sem Kjarn­inn hefur undir höndum segir að Arion banki gæti greitt allt að  80 millj­arða króna út til hlut­hafa sinna. Hluti þeirrar útgreiðslu yrði þó að fara fram sam­hliða útgáfu víkj­andi skulda­bréfa. Þar stendur enn fremur að hægt sé að greiða 50 millj­arða króna út í arð á næstu árum án þess að fara í útgáfu víkj­andi bréfa. Í sér­stöku arð­greiðslu­lík­ani, sem kynnt var fyrir líf­eyr­is­sjóð­un­um, var síðan farið í gegnum það hvernig væri hægt að greiða út við­bót­ar­eigið fé í arð­greiðslum á næstu árum, og lækka eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans um leið niður í 21,6 pró­sent.

Í kynn­ing­unni er einnig sér­stak­lega tekið fram að ef miðað sé við sama verð og for­kaups­réttur rík­is­ins virkj­ast við, og tekið sé til­lit til 50 millj­arða króna arð­greiðslu sem nýir eig­endur fá hlut­deild í ákveði þeir að kaupa, sé verðið sem verið sé að selja á 0,74 krónur fyrir hverja krónu af bók­færðu eigin fé Arion banka. Til­boðið hljóð­aði því upp á að líf­eyr­is­sjóð­irnir gætu greitt verð sem myndi ekki virkja for­kaups­rétt­inn en að það væri í raun lægra vegna þess að arð­greiðslur sem þeim yrðu tryggðar á móti myndu í raun lækka verð­mið­ann.

Þessu til­boði tóku Attestor, Gold­man Sachs og íslensku fjár­fest­ing­ar­sjóð­irn­ir.

Áfram verður fjallað um kynn­ing­una á Kjarn­anum síðar í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar