Lækkun bankaskatts rýrir tekjur ríkissjóðs um tæpa sex milljarða

Þegar bankaskattur verður lækkaður munu tekjur ríkissjóðs af honum dragast saman um 5,7 milljarða. Þar sem ríkið á tvo banka fær það líka óbeint hluta af þeim ávinningi í sinn hlut. Arion banki ætti að hagnast um tvo milljarða á breytingunni. Áhugavert verður að sjá hvort að skattalækkuninni verði skilað til almennings.

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur ætlar að lækka sér­stakan banka­skatt sem leggst á hluta inn­láns­stofn­ana á Íslandi á næstu árum. Skatt­ur­inn verður lækk­aður úr 0,376 pró­sent af öllum skuldum fjár­mála­fyr­ir­tækja umfram 50 millj­arða króna í 0,145 pró­sent.

Sem stendur leggst banka­skatt­ur­inn aðal­lega á þrjá banka: Lands­bank­ann, Íslands­banka og Arion banka. Alls er áætlað að hann skili rík­inu 9,2 millj­örðum króna í tekjur á árinu 2018.

Miðað við áætl­aðar tekjur rík­is­ins af skatt­inum í ár mun breyt­ingin gera það að verkum að skatt­ur­inn mun árlega verða rúm­lega 3,5 millj­arðar króna eftir breyt­ingu. Því mun ríkið verða af um 5,7 millj­örðum króna í tekjum vegna breyt­ing­ar­inn­ar, miðað við óbreytta skulda­stöðu bank­anna. Auki þeir skuldir sínar myndi upp­hæðin hækka.

Í til­felli Lands­bank­ans og Íslands­banka skiptir þessi breyt­ing í raun litlu. Íslenska ríkið á þá banka nán­ast að öllu leyti og ávinn­ingur þeirra af lækkun banka­skatts leggst ein­fald­lega við eigið fé þeirra kjósi bank­arnir ekki að skila ávinn­ingnum til við­skipta­vina sinna. Ríkið fær því á end­anum alltaf þann ávinn­ing.

Arion banki er hins vegar að öllu leyti í einka­eigu. Hann greiddi um 3,2 millj­arða króna í banka­skatt í fyrra. Ef búið væri að lækka skatt­inn þá hefði sú greiðsla verið um tveimur millj­örðum krónum lægri.

Tekju­öflun og til að draga úr áhættu­sækni

Banka­skatt­­ur­inn var fyrst lagður á af rík­­is­­stjórn­ ­Sam­­fylk­ingar og Vinstri grænna í árs­­lok 2010. Í frum­varp­inu stóð að mark­mið lag­anna væri tví­­þætt: „ann­­ars vega að afla rík­­inu tekna til að mæta þeim mikla ­kostn­aði sem fallið hefur á rík­­is­­sjóðs vegna hruns íslenska fjár­­­mála­­kerf­is­ins, hins vegar að draga úr áhætt­u­­sækni fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja með því að leggja sér­­stakan skatt á skuld­ir þeirra vegna þeirrar kerf­is­á­hættu með til­­heyr­andi kostn­aði sem áhætt­u­­söm ­starf­­semi þeirra getur haft í för með sér fyrir þjóð­­ar­­bú­ið.“ Skatt­­pró­­sentan var ákveðin 0,041 pró­­sent. Þegar þessi skattur var lagður á vor­u slitabú föllnu bank­anna und­an­skilin greiðslu hans.

Þegar rík­­is­­stjórn­ Fram­­sókn­­ar­­flokks og Sjálf­­stæð­is­­flokks kynnti áform sín um skulda­­leið­rétt­ingu á völdum verð­­tryggðum hús­næð­is­lánum í nóv­­em­ber 2013 kom í ljós að rík­­is­­sjóður myndi fjár­­­magna þær.

Til að auka tekjur sínar svo hægt yrði að standa undir þessum aukna kostn­aði átti að hækka hinn sér­­staka banka­skatt enn meira og láta hann auk þess ná til fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja í slita­­ferli. Á end­­anum var hann hækk­­aður úr 0,041 pró­­sent skulda fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja í 0,376 ­pró­­sent.

Þessi hækk­­un, sem var afgreidd á Alþingi í des­em­ber 2013, skil­aði því að skatt­­ur­inn skil­aði 36,5 millj­­arðar króna á árinu 2014. Ári síðar skil­aði hann 31,9 millj­örðum króna.

Samið við kröfu­hafa en samt rukkað áfram

Á því ári, 2015, var samið við kröfu­hafa föllnu bank­anna um upp­gjör á slita­búum þeirra. Nið­ur­staðan var að mestu sú að þeir gáfu eftir eignir sínar í íslenskum krónum til íslenska rík­is­ins en fengu í stað­inn að klára nauða­samn­inga sína og greiða út erlendar eign­ir. Um leið hættu slita­búin að greiða banka­skatt­inn og hann lækk­aði því umtals­vert.

Þessi leið hafði raunar blasað við lengi sem eina lausnin enda myndi allt útflæði á íslenskum krónum út úr hag­kerf­inu ógna greiðslu­stöð­ug­leika. Því má segja að banka­skatt­ur­inn hafi í raun verið lítið annað en fyr­ir­fram­greiðsla á pen­ingum út úr bönk­unum og slita­bú­unum sem myndu hvort eð er enda í rík­is­sjóði með einum eða öðrum hætti. Í dag er gert ráð fyrir því að virði þeirra stöð­ug­leika­fram­laga sem verða inn­heimt utan þeirrar fyr­ir­fram­greiðslu verði um 458 millj­arðar króna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson leiddu ríkisstjórnina sem samdi við kröfuhafa föllnu bankanna um stöðugleikaframlögin. Þeir samningar gerðu kleift að klára nauðasamninga slitabúanna.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þrátt fyrir að búið væri að semja við kröfu­hafanna, og að tveir bankar af þremur væru komnir nær alveg í eigu rík­is­ins, hélt það áfram að rukka inn banka­skatt.  Árið 2016 var hann tæp­lega níu millj­arðar króna og 8,8 millj­örðum króna árið 2017. Í ár er áætlað að hann skili 9,2 millj­örðum króna í rík­is­kass­ann. Gangi það eftir hefur ríkið haft rúm­lega 95 millj­arða króna í tekjur af skatt­inum frá því að hann var hækk­aður árið 2013.

Mun lækkun banka­skatts skila betri kjörum?

Banka­skatt­ur­inn hefur líka verið risa­stórt neyt­enda­mál, að minnsta kosti ef útskýr­ingar við­skipta­bank­anna sem greiða hann eru teknar trú­an­leg­ar. Þegar Líf­eyr­is­­sjóð­ir lands­ins hófu að bjóða miklu betri kjör á íbúða­lánum en við­­skipta­­bank­­arnir haustið 2015 bentu þeir m.a. á að líf­eyr­is­­sjóðir þyrftu ekki að borga ­banka­skatt.

Í einka­­sam­­tölum hafa stjórn­­endur bank­anna sagt að þeir geti boðið almenn­ingi betri kjör ef þeir væru ekki að borga bankakatt­inn. Hann sé bein­línis álag ofan á útlán.

Með­ öðrum orðum sé almenn­ingur að borga banka­skatt­inn, að minnsta kosti að hluta. Katrín Júl­í­us­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­­maður og ráð­herra og núver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja, sagði í sjón­varps­þætti Kjarn­ans fyrir tæpu ári síðan að bank­arnir stæðu ekki jafn­fætis líf­eyr­is­sjóðum þar sem banka­skatt­­ur­inn sé bara lagður á banka.

Það sama eigi við gagn­vart erlendum lán­veit­end­um, sem séu aftur orðnir mjög sterkir hjá stóru fyr­ir­tækj­unum á Íslandi. „Þannig að sam­keppn­is­­staða bank­anna hefur skekkst mjög mikið og þetta getur til lengri tíma haft mjög alvar­­leg áhrif á eigna­­söfn þess­­ara banka og við skulum þá ekki gleyma því að bank­­arnir eru í eigu rík­­is­ins og skatt­­borg­ar­anna að tveimur þriðju hluta til. Þannig að virði eigna skatt­­borg­ar­anna í þessu til­­viki eru og geta rýrnað þegar til lengri tíma lætur ef þessi skattur heldur áfram vegna þess að sam­keppn­is­­staðan er ekki sú sama,“ sagði Katrín.

Það verður því áhuga­vert að fylgj­ast með hvort að lækkun á banka­skatti muni skila íslenskum heim­ilum og fyr­ir­tækjum betri kjörum hjá bönk­un­um, líkt og þeir hafa sagt að aðgerðin muni gera.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar