Háskólanemar kalla eftir aðstoð

Rúmlega þriðjungur háskólanema á Íslandi mælist með miðlungs eða alvarleg einkenni þunglyndis. Háskóli Íslands bregst við kalli nemenda.

haskoli-islands_14502697164_o.jpg
Auglýsing

Mikið hefur verið rætt um geð­heil­brigð­is­mál á und­an­förnum miss­er­um. Fólk sem glímt hefur við and­leg veik­indi, aðstand­end­ur, félaga­sam­tök og fleiri hafa tekið þátt í þeirri umræðu og hefur ný rík­is­stjórn lofað því að geð­heil­brigð­is­mál muni hafa for­gang. Háskóli Íslands hefur brugð­ist við kalli nem­enda um aukna geð­heil­brigð­is­þjón­ustu. Í febr­úar hófst hóp­nám­skeið í hug­rænni atferl­is­með­ferð sem hefur verið gagn­reynt og á að hjálpa nem­endum sem glíma við kvíða og þung­lyndi.

Sál­fræði­þjón­usta þarf að vera til staðar innan skól­ans

Rúm­lega þriðj­ungur háskóla­nema á Íslandi mælist með miðl­ungs eða alvar­leg ein­kenni þung­lyndis. Um 20% nem­enda mælist einnig með kvíða­ein­kenni en oft er talað um að kvíði og þung­lyndi hald­ist í hend­ur.

Þetta sýnir rann­sókn sem gerð var í Háskóla Íslands, Háskól­anum á Akur­eyri og Háskól­anum í Reykja­vík í lok síð­asta árs. Rann­sókn­ina fram­kvæmdu þau Andri Hauk­steinn Odds­son og Hall­dóra Björg Rafns­dótt­ir, sál­fræð­ing­ar.

Auglýsing

Sam­kvæmt þessu eru rúm­lega 4133 nem­endur Háskóla Íslands þung­lynd­ir. Ýmsar hug­myndir hafa flogið á milli manna um af hverju þetta sé svona en orsak­irnar hafa ekki verið rann­sak­aðar sér­stak­lega. Nið­ur­stöður þess­arar rann­sóknar eru hins vegar svip­aðar erlendum rann­sókn­um, segir Hall­dóra Björg en hún og Andri Hauk­steinn ræddu nið­ur­stöð­urnar í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í jan­ú­ar. Andri Hauk­steinn sagði í því við­tali að oft væri litið til háskóla­nema sem for­rétt­inda­hóps í sam­fé­lag­inu en umhverfi þeirra sé engu að síður mjög krefj­andi. Hall­dóra Björg sagði einnig að margir nem­endur geri sér ekki grein fyrir ein­kennum geð­rask­ana og leiti sér því síður aðstoð­ar. Hún sagði það nauð­syn­legt að sál­fræði­þjón­usta standi nem­endum til boða innan skól­ans.

Nem­endur hafa kallað eftir breyt­ingum

Elísabet Brynjarsdóttir Mynd: www.roskva.hi.isStúd­enta­ráð Háskóla Íslands hefur sett geð­heil­brigð­is­mál í for­gang und­an­farin miss­eri og barist fyrir því að sál­fræði­þjón­usta verði aukin við skól­ann. Elísa­bet Brynjars­dótt­ir, for­maður Stúd­enta­ráðs, skrif­aði pistil, sem birt­ist á Vísi í apríl á síð­asta ári þar sem hún ræddi meðal ann­ars um mik­il­vægi fræðslu á geð­heil­brigði fyrir nem­endur og að fræðsla geti aukið líkur á að fólk leiti sér aðstoð­ar. „En hvað ger­ist svo þegar að unga fólkið leitar sér aðstoð­ar? Aðgengi að sál­fræði­þjón­ustu við Háskóla Íslands er veru­lega skert. Við Háskóla Íslands starfar einn sál­fræð­ingur í hálfu stöðu­gildi. Hálft stöðu­gildi sál­fræð­ings fyrir tæp­lega 12.500 manns. Til sam­an­burðar má nefna að við­mið sam­taka banda­rískra skóla­sál­fræð­inga (NA­SP) gera ráð fyrir heilu stöðu­gildi sál­fræð­ings fyrir hverja 1.000 nem­end­ur,” sagði Elísa­bet.

Staðalí­mynd um hinn fátæka náms­mann skað­leg

Elísa­bet sagði einnig í erindi, sem hún hélt á Háskóla­torgi í mars, að það væri skað­legt að staðalí­myndum um fátæka náms­menn væri ennþá haldið á lofti. Hún sagði það ekki eðli­legt að nem­endur sem séu í krefj­andi námi nái ekki endum sam­an, eigi ekki kost á raun­hæfu hús­næði eða geð­heil­brigð­is­þjón­ustu. „Ný­verið fór ég einmitt sjálf til sál­fræð­ings. Tím­inn kost­aði 14.000 krón­ur. Þannig ef ég ætla að halda áfram að fara til sál­fræð­ings og ljúka þeirri með­ferð, verður það lík­lega í kringum 150.000 krón­ur. Þetta er auð­velt reikn­ings­dæmi. 150.000 krónur fyrir ein­stak­ling á Lín er frekar stór pakki,“ sagði Elísa­bet í erindi sínu.

Þrír af hverjum fjórum finna fyrir streitu

Könnun sem gerð var á meðal nem­enda á Heil­brigð­is­vís­inda­sviði gefur til kynna að þrír af hverjum fjórum nem­endum finni fyrir streitu. Elísa­bet Brynjars­dótt­ir, for­maður Stúd­enta­ráðs er einnig for­maður sviðs­ráðs Heil­brigð­is­vís­inda­sviðs. „Það sem við tökum svona helst út úr þess­ari könnun er að 110 ein­stak­lingar af 809 höfðu þurft að seinka sér eða taka hlé á námi vegna álags og aðeins 85 ein­stak­lingar af 809, sem eru um 10%, vita hvaða úrræði eru í boði við Háskóla Íslands. 22% sem svör­uðu könn­un­inni voru með greinda geð­röskun og sömu­leiðis höfðu um 78% haft ein­beit­ing­ar­leysi eða átt erfitt með minni síð­ustu tvær vik­ur,” sagði Elísa­bet í sam­tali við Stu­dent.is í jan­ú­ar, þegar hún kynnti nið­ur­stöður könn­un­ar­innar fyrir Stúd­enta­ráði.

Breskir háskóla­nemar einnig í vand­ræðum

Geð­heil­brigði háskóla­nema hefur líka verið rann­sakað í Bret­landi. Háskóla­nemar þar hafa einnig fundið fyrir kvíða- og þung­lynd­is­ein­kenn­um. Í grein sem birt­ist á vef­síðu The Guar­dian kemur fram að níu af hverjum tíu háskóla­nemum í Bret­landi eiga erfitt með að aðlag­ast háskólaum­hverf­inu. Flestir segj­ast eiga erfitt með að aðlag­ast auknum kröfum í nám­inu en margir upp­lifa einnig ein­angr­un, fjár­hags­erf­ið­leika og erf­ið­leika við að búa á eigin veg­um. Jon Wakeford, höf­undur grein­ar­inn­ar, segir að nú sé tími til kom­inn að háskólar setji geð­heil­brigð­is­mál nem­enda sinna í for­gang.

And­legri líðan ungs fólks á Íslandi hefur farið hrak­andi

Und­an­farin ár hefur emb­ætti land­læknis rann­sakað and­lega heilsu þjóð­ar­innar og kemur þar í ljós að henni virð­ist fara hrak­andi ár frá ári. Ungt fólk er þar meira áber­andi en aðrir ald­urs­hópar og virð­ist and­legri líðan þeirra hraka mest. Í fréttum Stöðvar 2 þann 15. mars kom fram að sífellt fleira ungt fólk upp­lifi ein­mana­leika og óham­ingju. Sig­rún Dan­í­els­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Land­lækni, sagði þar sam­fé­lags­miðla geta haft eitt­hvað um þetta að segja. Þar sé mikið af efni sem búi til óraun­hæfar vænt­ingar hjá ungu fólki. Með því að bera sig saman við aðra á sam­fé­lags­miðlum sem manni finnst hafa það betra en maður sjálfur þá sé auð­velt að verða meira ein­mana eða ein­angr­að­ur.

Um helm­ingur íslenskra ung­menna hugsað um að enda líf sitt

Á Íslandi taka 11 til 13 af hverjum hund­rað þús­und íbúum líf sitt á hverju ári. Árið 1991 var fyrst farið að skrá tíðni sjálfs­víga hér á landi en hún hefur lítið breyst síðan þá. Í tveimur rann­sóknum sem fram­kvæmdar voru í upp­hafi þess­arar aldar kemur í ljós að um helm­ingur íslenskra ung­menna á aldr­inum 16-25 ára hefur haft sjálfs­vígs­hug­leið­ing­ar. Af þessum hópi hafði einn af hverjum tíu gert eitt­hvað til þess að skaða sig. Þetta sagði Eng­il­bert Sig­urðs­son, yfir­læknir á geðsviði Land­spít­ala, í sam­tali við Arn­hildi Hálf­dán­ar­dóttur á Frétta­stofu RÚV í sept­em­ber.

Tæp 40% nem­enda eru 19-25 ára

Miðað við 20. febr­úar 2018 er heild­ar­fjöldi nem­enda í Háskóla Íslands 12.526. Af þessum fjölda eru tæp 40% á aldr­inum 19-25 ára, eða 4.637 nem­end­ur. 3.074 nem­endur eru á aldr­inum 26-30 eða 25%.

Vilja auka þjón­ust­una

Stjórn­endur Háskóla Íslands hafa heyrt köll nem­enda und­an­farin miss­eri og hafa ákveðið að bregð­ast við. Í febr­úar hófst hóp­nám­skeið í hug­rænni atferl­is­með­ferð við skól­ann, nem­endum að kostn­að­ar­lausu. Um er að ræða sex vikna langt nám­skeið, einu sinni í viku, tvær klukku­stundir í senn

Róbert Haraldsson Mynd: Háskóli Íslands„Við erum að bregð­ast við stúd­entum og Stúd­enta­ráði sem hafa kallað eftir þessu í svo­lít­inn tíma,“ segir Róbert H. Har­alds­son, Svið­stjóri kennslu­mála. Róbert segir Stúd­enta­ráð hafa sett geð­heil­brigð­is­mál á odd­inn und­an­farin miss­eri en einnig sé horft til biðlista sem hafi mynd­ast hjá sál­fræð­ingum á vegum sál­fræði­deild­ar­innar og hjá náms- og starfs­ráð­gjöf.

Aðspurður út í rann­sókn Hall­dóru Bjargar og Andra Hauk­steins, þar sem kom í ljós að um þriðj­ungur háskóla­nema sé þung­lynd­ur, seg­ist Róbert hafa tekið eftir umræð­unni í sam­fé­lag­inu um geð­heil­brigð­is­mál ungs fólks en að háskól­inn sé ekki ein­ungis að bregð­ast við nið­ur­stöðum þeirrar rann­sóknar heldur helst því sem nem­endur hafa verið að kalla eftir und­an­far­ið. „Við vildum sjá hvernig nem­endur myndu bregð­ast við og það virð­ast vera mjög góð við­brögð enn sem komið er og kannski kemur jafn­vel enn þá meira,” segir Róbert. Fyr­ir­myndin að nám­skeið­inu sem boðið verður upp á sé úrræði sem hafi verið þróað og reynt á Land­spít­al­anum og heilsu­gæsl­unni.

Róbert segir mark­miðið að geta séð strax hvernig reyn­ist að bjóða nem­endum upp á nám­skeið af þessu tagi og meta í kjöl­farið hvernig hægt sé að bæta þjón­ust­una enn frekar í haust. „Þetta er sem sagt aðeins stærra en þegar fólk er kannski 8-12 manns saman í hóp. Það er verið að ná til stærri hóps með gagn­reyndri aðferð þar sem fólk fær kennslu­efni og þetta er leitt af mjög færum sál­fræð­ing­um,“ segir Róbert.

Nám­skeiðið fer vel af stað

Fjóla Katrín Steins­dóttir og Eva Rós Gunn­ars­dótt­ir, sál­fræð­ingar á Lands­spít­al­anum hafa umsjón með nám­skeið­inu. Fjóla Katrín segir það byrja vel. „Það eru um 20 nem­endur á nám­skeið­inu hjá okk­ur. Við erum búin með tvö skipti og það eru fjögur eft­ir. En þetta fer vel af stað,“ segir Fjóla.

Aðeins 10% þekkja úrræðin

Róbert segir það von­brigði að svo fáir nem­endur séu með­vit­aðir um þau úrræði sem í boði eru við skól­ann. „Það er óheppi­legt ef svo er. Ég vona að við höfum verið að kynna þetta bet­ur. Því það er rétt, við erum nátt­úru­lega með ýmis­legt í gangi. Við erum með náms­ráð­gjöf þar sem er sál­fræð­ingur í 50% starfi. Við erum með sál­fræði­ráð­gjöf í gegnum sál­fræði­deild­ina. En ég var nú að vona að það væru fleiri sem þekktu úrræðin en 10%,” segir Róbert. Hann segir mik­il­vægt að átta sig á hversu víð­feðmur vand­inn er svo hægt sé að ein­beita sér að því að leysa hann. „Og við gerum það að ein­hverju leyti til dæmis með því að sjá hvort það séu langir biðlistar í úrræðin sem við bjóðum upp á. Ég hef nú séð þetta svo­lítið þannig að þetta sé ekki bara spurn­ing um eitt­hvað eitt útspil. Það sem við byrjum á núna er að fá þessa reyndu sál­fræð­inga til að bjóða upp á þetta úrræði. Það hefur verið reynt annar stað­ar. Það skilar árangri. Það að vísu þarf að skima fyrir það því það gagn­ast ekki öll­um. Það eru vanda­mál sem nem­endur hafa sem þarf að fást við í einka­með­ferð eða í minni hóp­um”.

„Við teljum að það sé líka þörf á að styrkja sál­fræði­ráð­gjöf við skól­ann. Það er í far­vatn­inu. Að styrkja það starf, sem er gott, en það þarf bara að bæta við það.” Róbert segir að það þurfi einnig að skoða námsum­hverfi nem­enda. „Þetta er nátt­úru­lega líka spurn­ing um hús­næði, náms­lán, álag. Það er margt sem kemur inn í þetta.“

Úrræði sem á að hjálpa nem­endum

Róbert bendir einnig á að þetta nýja nám­skeið sé nokkuð stórt verk­efni. „Þetta er hóp­með­ferð­ar­úr­ræði, það er ekki bara eitt­hvað pínu­lítið verið að segja frá heldur er þetta hug­ræn atferl­is­með­ferð, gagn­reynd. Þetta eru 6 vikur þar sem þú færð gögn og náms­efni og ef nem­endur koma þannig út úr skimun­inni að þetta sé úrræði sem geti gagn­ast þeim þá á þetta að hjálpa þeim. Þetta á að vera úrræði sem hjálpar tölu­vert. Þetta er eitt­hvað sem hefur verið próf­að,“ segir Róbert að lok­um.

Höf­undur er nemi í blaða- og frétta­mennsku við Háskóla Íslands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar