MYND:Aðsend.

Nova og Vodafone bæði orðin stærri en Síminn á farsímamarkaði

Tvö af hverjum þremur símakortum Íslendinga eru nú 4G kort. Notkun Íslendinga á gagnamagni í gegnum farsímakerfið hefur rúmlega 1oofaldast frá árslokum 2009. Þrjú fyrirtæki skipta markaðnum bróðurlega á milli sín.

Áskrif­endum að far­síma­þjón­ustu á Íslandi fjölg­aði um 2,4 pró­sent á síð­asta ári, eða um rúm­lega ell­efu þús­und. Alls eru nú 462.026 virk síma­kort á far­síma­neti hjá íslenskum fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um. Aukn­ing hefur orðið í samn­ings­bundnum áskriftum en fyr­ir­fram­greiddum síma­kort­um, oft kölluð frelsiskort, hefur fækk­að. Þrjú fyr­ir­tæki skipta mark­að­inum nán­ast algjör­lega á milli sín. Nova er stærst með 33,2 pró­sent mark­aðs­hlut­deild, Voda­fone er með 32,8 pró­sent mark­aðs­hlut­deild en Sím­inn er minnstur hinna þriggja stærstu með 32,3 pró­sent mark­aðs­hlut­deild. Sam­tals eru Nova, Voda­fone og Sím­inn því með 98,3 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á far­síma­mark­aði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýj­ustu töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar sem sýnir stöð­una á fjar­skipta­mark­aði í lok síð­asta árs.

Staða Sím­ans á far­síma­mark­aði hefur breyst mjög hratt á skömmum tíma. Fyr­ir­tækið var með mesta mark­aðs­hlut­deild á mark­aðnum frá upp­hafi far­síma­væð­ing­ar. Um mitt ár 2008 var Sím­inn t.d. með 56,6 pró­­sent mark­aðs­hlut­­deild á far­síma­­mark­aði. Í lok árs 2015 gerð­ist það í fyrsta sinn að annað fyr­ir­tæki náði þeim áfanga að vera með flesta við­skipta­vini í far­síma­þjón­ustu, þegar Nova tók fram úr Sím­an­um. Nú hefur Voda­fone líka gert það, og er það í fyrsta sinn sem Voda­fone nær að vera með meiri mark­aðs­hlut­deild en Sím­inn. Þar skiptir auð­vitað mestu sam­runi fyr­ir­tæk­is­ins við 365 sem tók gildi í lok síð­asta árs. Mark­aðs­hlut­deild 365 var 3,2 pró­sent í lok árs 2016.

Tölvur frekar en símar

Hið hefð­bundna far­síma­­­tíma­bil fjar­­­skipta­­­geirans er liðið undir lok og gagna­­­flutn­inga­­­tíma­bilið tekið við. Tíðn­­i­heim­ildir fyrir 3G, ­fyrsta há­hraða­kyn­slóð far­síma­­­nets­­­kerf­ið, voru boðnar út á Íslandi í lok árs 2006. Kerfið er í raun mun frekar net­­­kerfi en far­síma­­­kerfi og gerð­i ­gagna­­­flutn­ing ­mög­u­­­leg­­­an. Far­símar dags­ins í dag eru því fyrst og fremst tölv­ur, ekki sím­ar.

4G-væð­ingin á Ísland­i hófst af alvöru á árinu 2014 þeg­ar ­fjöldi 4G-korta í símum fimm­fald­að­ist. Um mitt það ár voru 17,8 pró­sent allra virkra síma­korta 4G-kort. Í lok árs 2016 var 59,1 pró­sent þeirra 4G-kort. Um síð­ustu ára­mót voru 66,1 pró­sent allra virkra sím­korta 4G. Alls voru þau 305.442 tals­ins. Til sam­an­burðar voru virk 3G kort 122.516, eða rúm­lega fjórð­ungi færri en þau voru tveimur árum áður.

Gagna­magns­notkun rúm­lega 100fald­ast

Íslend­ingar not­uðu 25,4 millj­ónir gíga­bæta í far­síma­neti á árinu 2017. Það er 150 pró­sent meira gagna­magn en þeir not­uðu allt árið 2015 og rúm­lega 50 pró­sent aukn­ing frá því magni sem notað var á árinu 2016. Frá lokum árs 2009 og fram að síð­ustu ára­mótum hefur notkun Íslend­inga á gagna­magni rúm­lega 100faldast, en þá var notk­unin 243 þús­und gíga­bæti á ári.

Við­skipta­vinir Nova nota lang­mest gagna­magn. Hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins á þeim mark­aði er 59,2 pró­sent. Mark­aðs­hlut­deild Nova hefur þó farið lækk­andi á und­an­förnum árum. Hlut­deild sím­ans var 22,9 pró­sent í lok árs 2017 og hækk­aði lít­il­lega. Voda­fone var með 16,7 pró­sent hlut­deild og jók sína mark­aðs­hlut­deild um 50 pró­sent milli ára.

Þrátt fyrir að gagna­magns­notkun okkar hafi marg­fald­ast ár frá ári er við því búist að hún muni áfram vaxa um tugi pró­senta á ári um fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð.

Samruni Vodafone og og fjarskipta- og ljósvakahluta 365 hafði töluverð áhrif á fjarskiptamarkaðinn.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Notkun á gagna­magni í far­síma­neti segir þó ekki alla sög­una um gagna­magns­notkun Íslend­inga í gegnum far­síma eða önnur tæki sem geta tengst slíku neti. Upp­i­­­staðan af gagna­magns­notkun Íslend­inga á sér­ ­stað á fasta­­net­inu. Þ.e. Íslend­ingar reyna frekar að vera með snjall­tækin sín tengd fasta­­neti heima hjá sér, á vinn­u­­stöðum og víðar frekar en að not­­ast við 3G, 4G og nú 4,5G kerfin til að ná sér í gögn. Á fasta­­net­inu er Sím­inn með mjög sterka stöð­u.

Sím­inn sterkastur á inter­net­mark­aði

Alls eru 46,3 pró­­sent allra inter­­netteng­inga á Íslandi hjá Sím­an­­um. Hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins fer þó lækk­andi.  Voda­fone er ­með 37,1 pró­­sent og jók hlut­deild sína um þriðj­ung milli ára. Þar skipt­ir, líkt og á öðrum svið­um, sam­run­inn við 365 miklu máli.  Þessir tveir aðilar með tölu­verða yfir­­­burði á mark­aðn­­­um. Sam­an­lögð mark­aðs­hlut­deild Sím­ans og Voda­fone í inter­net­þjón­ustu er nú 83,4 pró­sent.

Hringdu hefur hins vegar bætt vel við sig á und­an­förnum árum. Á síð­­­ustu tveimur árum hefur ­mark­aðs­hlut­­deild fyr­ir­tæk­is­ins farið úr 5,4 pró­­sent í 7,3 pró­­sent. Við­skipta­vinum Hringdu hefur fjölgað um 3.076 frá lokum árs 2015 og eru nú 9.817 tals­ins.

Nova seldi lengi vel ekki inter­­net­­þjón­­ustu með öðrum hætti en í gegnum far­síma­­kerfi. Á því varð breyt­ing á árinu 2016 þegar að fyr­ir­tæk­ið til­­kynnti að það ætl­­aði að hefja ljós­­leið­­ara­­þjón­ust­u. Nova er í flokknum „Ann­að“ í skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofnun ásamt öðrum minni þátt­tak­endum þegar kemur að inter­netteng­inum en hlut­deild þess flokks hefur farið úr 5,8 pró­sent í lok árs 2016 í 9,2 pró­sent í lok síð­asta árs.

Heild­ar­fjöldi þeirra sem eru með sjón­varp í gegnum netteng­ingar var 107.389 í lok síð­asta árs. Sím­inn hefur verið stærstur á þeim mark­aði og í lok árs 2015 var mark­aðs­hlut­deild hans til að mynda 57,5 pró­sent. Hún hefur lækkað á síð­ustu tveimur árum og er nú 52,6 pró­sent. Hinn leik­and­inn á mark­aðn­um, Voda­fo­ne, er með 47,4 pró­sent hlut­deild eftir sam­run­ann við 365.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar