Mynd: Kjarninn.

Rússíbanareið Guðmundar

Útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson er sá einstaklingur sem er með mest undir, þegar kemur að skuldum við íslensku ríkisbankana, Landsbankann og Íslandsbanka. Óhætt er að segja að undanfarinn áratugur hafi verið rússíbanareið hjá Guðmundi.

Á þessum degi fyrir ára­tug, 7. sept­em­ber 2008. Raf­magnað and­rúms­loft á fjár­mála­mörk­uðum víða um heim. Augun voru ekki bara á töl­unum sem bár­ust frá Wall Street - þar sem verð­hrun ein­kenndi mark­aði og lána­línur banka lok­uð­ust - heldur voru stjórn­völd í hverju rík­inu á fætur öðru að boða til neyð­ar­funda með for­svars­mönnum banka, seðla­banka og stærstu fyr­ir­tækja. Stormur var í aðsigi. Viku síð­ar, þegar Lehman Brothers bank­inn féll, sköp­uð­ust aðstæður sem Ben Bern­anke, þáver­andi banka­stjóri Seðla­banka Banda­ríkj­anna, hefur lýst sem tæp­asta vaði í nútíma efna­hags­sögu heims­ins.

Spyrnt frá botni

Ekki þarf að fjöl­yrða um þetta tíma­bil sem tók við, en á litla Íslandi urðu dramat­ískir atburðir þegar fjár­mála­kerfið hrundi á þremur dög­um, 7. til 9. októ­ber, og neyð­ar­lögum og fjár­magns­höftum var beitt til að marka upp­hafið af end­ur­reisn hag­kerf­is­ins. Það þurfti að finna botn­inn til að spyrna sér upp að nýju.

Í þessum aðstæðum hófst ekki aðeins end­ur­reisn hag­kerf­is­ins heldur líka end­ur­reisn á fjár­hag heim­ila, fyr­ir­tækja og í sumum til­vikum við­skipta­velda á íslenskan mæli­kvarða.

Við­skipta­veldi Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, sem oft­ast er kenndur við Brim, er eitt þeirra sem stóð höllum fæti eftir hrun­ið, svo ekki sé meira sagt. Skuldir langt umfram eign­ir.

Óhætt er að segja til­tektin á fjár­hag þeirra félaga hafa dregið dilk á eftir sér, þar sem hlut­hafa­fundur Vinnslu­stöðv­ar­innar sam­þykkti 25. júní síð­ast­lið­inn að leggja fram rann­sókn­ar­beiðni á næsta hlut­hafa­fundi Lands­bank­ans, sem bein­ist að því hvernig á því stendur að Guð­mundur og félög hans hafi fengið millj­arða afskrif­aða hjá bank­anum - og fengið að kaupa útgerð­ar­fé­lagið Brim á 205 millj­ónir króna út úr gjald­þrota móð­ur­fé­lagi sínu.

Á sama tíma hafa lán­veit­ingar til hans auk­ist um tugi millj­arða og umsvifin sömu­leið­is. Guð­mundur stendur nú eftir með fulla vasa fjár - og miklar skuldir - og við stýrið hjá HB Granda, en í til­kynn­ingu til kaup­hallar hefur verið boð­aður frek­ari vöxtur félags­ins. 

Guð­mundur sagði tap­rekstur á fyrri hluta árs­ins óvið­un­andi, í til­kynn­ingu til kaup­hallar 29. ágúst. „Veiðar má auka með auknum veiði­heim­ildum og arð­sem­ina má bæta með breyt­ingum á skipum og flota. Verið er að skoða fjár­fest­ingar í vinnslu og tækni­bún­aði sem ættu að hafa jákvæð áhrif á rekst­ur­inn þegar fram í sæk­ir. Einnig er í athugun að auka sam­starf á sviði mark­aðs- og sölu­mála og jafn­vel fjár­festa í erlendum sölu­fé­lög­um,“ sagði Guð­mundur meðal ann­ars í til­kynn­ing­u. 

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og aðaleigandi HB Granda.
Brim Seafood

Eigið fé HB Granda nemur um 250 millj­ónum evra, eða sem nemur um 31 millj­arði króna en mark­aðsvirði félags­ins nemur nú 56,5 millj­örðum króna.

Guð­mundur og Sig­ur­geir B. Krist­geirs­son (oft­ast nefndur Binn­i), for­stjóri Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, hafa lengi deilt, og hafa þær deilur síst verið á und­an­haldi. Beiðn­in, sem fjallað er um í hlið­ar­dálki þessar grein­ar, teng­ist þessum deilum beint en þau atriði sem gerð er krafa um að verði skoðuð og krufin til mergja hafa þó einnig verið til umræðu innan Lands­bank­ans að und­an­förnu, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. 

Náið er fylgst með hverju skrefi þegar kemur að skuldum Guð­mundar við bank­ann og passað upp á veð­staða sé trygg svo að áhætta auk­ist ekki óhóf­lega.

Helga Björk Eiríks­dótt­ir, for­maður banka­ráðs Lands­bank­ans, vildi ekki tjá sig um mál­efni ein­stakra við­skipta­vina bank­ans en sagði næsta hlut­hafa­fund bank­ans fyr­ir­hug­aðan næsta vor, í mars mán­uði. Engir aðrir hlut­hafa­fundir hefðu verið boð­að­ir. Gera má ráð fyrir að þá verði rann­sókn­ar­beiðnin lögð fram og um hana fjall­að.  

Sögu­legt yfir­tökutil­boð

Nú, tæpum ára­tug eftir hrun­ið, sem gjör­breytti for­sendum við­skipta­veldis Guð­mundar eins og margra ann­arra, er hann einn umsvifa­mesti fjár­festir lands­ins og gerði í júní sögu­legt yfir­tökutil­boð í næst stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins á eftir Sam­herja, HB Granda, sem jafn­framt er eina útgerð­ar­fyr­ir­tækið sem skráð er á aðal­l­ista kaup­hall­ar­inn­ar.

Hinn 18. apríl var til­kynnt um það að Brim hefði keypt rúm­lega þriðj­ungs­hlut í HB Granda af félög­unum Vogun hf. og Fisk­veiði­fé­lag­inu Venusi fyrir 21,7 millj­arða króna, en við­skiptin voru form­lega frá­gengin í byrjun maí. Hvalur hf. er eig­andi Vog­unar en Venus á 43 pró­sent hlut í Hval hf. Eig­endur Venusar eru Krist­ján Lofts­son og Birna Lofts­dótt­ir.

Umfang við­skipt­anna var yfir lög­bundnu marki um yfir­töku­skyldu, sem mið­ast við 30 pró­sent hlut í félagi, og því virkj­að­ist hún í kjöl­far þess að til­kynnt hafði verið um við­skipti.

Til­boðið kom flestum stærstu fjár­festum á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði í opna skjöldu, þar á meðal nokkrum íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um. Meðal íslenskra líf­eyr­is­sjóða hefur lengi verið það sjón­ar­mið uppi, að æski­leg­ast væri fyrir sjóð­ina að dreifa eignum sjóð­anna meira meðal fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, en íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga lítið sem ekk­ert í íslenskum útgerð­ar­fyr­ir­tækjum en þau eru flest með þröngt eign­ar­hald, oft innan fjöl­skyldna. Þar er HB Grandi hins vegar und­an­tekn­ing, enda er félagið eina sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið sem skráð er á mark­að.

Einn við­mæl­enda Kjarn­ans, sem starfar hjá íslenskum líf­eyr­is­sjóði, sagð­ist hafa furðað sig á því hvernig þetta hefði borið að og svo hefði virst sem lítið hefði verið hugsað um það, að yfir­töku­skylda hefði mynd­ast. Hafði þetta ekki verið hugsað til enda? Voru pen­ingar til fyrir þessu?

Í sam­tölum við bæði eft­ir­lits­að­ila og banka hefur Guð­mundur sagt, að vita­skuld hafi það legið fyr­ir, að yfir­töku­skyldan myndi virkj­ast við kaupin á hlut Hvals. Fyrir liggur þó, að yfir­tökutil­boðið var ekki fjár­magnað þegar yfir­töku­skyldan varð virk og hófust mikil fund­ar­höld hjá bönk­um, lög­mann­stofum sem komu að mál­inu og mörgum stærstu hlut­höfum HB Granda um leið og þetta varð ljóst, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Afskriftir og lánafyrirgreiðsla

Beiðnin sem samþykkt var á hluthafafundi Vinnslustöðvarinnar í júní á sér ekki mörg fordæmi í íslensku viðskiptalíf, ef þá einhver. Hluthafafundurinn samþykkti að Vinnslustöðin og félagið Seil ehf. muni saman á næsta hluthafafundi Landsbankans hf. bera fram kröfu um rannsókn á fyrirgreiðslu Landsbankans sem snýr að Guðmundi. Vinnslustöðin og Seil eru hluthafar Landsbankans og má rekja þá eignaraðild til yfirtöku Landsbankans á Sparisjóði Vestmannaeyinga. Orðrétt segir í rannsóknarbeiðninni, eins og hún var borin fram á fundinum: „Seil og Vinnslustöðin hf., sem eru hluthafar í Landsbankanum hf., leggja til við hluthafafund Landsbankans hf. með vísan tl 1. mgr. 97. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög að fram fari rannsókn á skuldaafskriftum bankans gagnvart félögum, tengdum Guðmundi Kristjánssyni. Rannsakað verði hvort um óeðlilega undirverðlagningu hafi verið að ræða þegar félagi tengt Guðmundi var veitt heimild til að kaupa Brim hf. út úr gjaldþrota móðurfélagi sínu, Línuskipum ehf., kt. 411104-2710, og skilja Línuskip ehf. (nú XX26 ehf) eftir sem eignalaust félag með milljarðaskuld við bankann, sem að stærstum hluta er í eigu íslensku þjóðarinnar. Núverandi móðurfélag Brims hf. er í dag í eigu félags sem einnig heitir Línuskip ehf., með kennitölu 500797-2669, og hét áður Útgerðarfélag Akureyinga. Þá lýtur rannsóknarbeiðnin einnig að því hvernig hagsmunir bankans eru tryggðir þegar fyrir liggur að eignarhlutur Brims hf. í Vinnslustöðinni er skráður á umtalsverðu yfirverði miðað við fyrirliggjandi verðmöt á VSV. Beiðnin nær einnig til fleiri atriða sem þykir rétt og eðlilegt að kanna í tengslum við þessi viðskipti, bæði í nútíð og fortíð.“

Á hluthafafundinum, í tengslum við það þegar rannsóknarbeiðnin var til umræðu, var því haldið fram að Landsbankinn hefði afskrifað um 16 milljarða króna vegna Guðmundar Kristjánssonar og félaga hans, skömmu eftir hrunið, en að Brim hafi verið keypt á 205 milljónir út úr móðurfélagi sínu, sem síðan hafi farið í þrot.

Brim hf. á 32,88 pró­senta hlut í Vinnslu­stöðinni. Eig­end­ur Brims sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyr­ir 2016 eru Línu­skip með 46,9 pró­senta hlut, Stilla út­gerð með 36,89 pró­sent og Fiskines með 14,63 pró­senta hlut.

Seil ehf. og Brim eiga alls sam­tals nærri 74 pró­sent alls hluta­fjárs Vinnslu­stöðvar­inn­ar, en Seil er stærsti hlut­haf­inn með 40,89 pró­senta eign­ar­hlut í VSV. Líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja á 5,64 pró­sent og sjö ein­stak­ling­ar bú­sett­ir í Vest­manna­eyj­um eiga á milli 1,54 til 3,33 pró­senta hlut. Aðrir minna.

Að lokum fór það svo, að eig­endur ríf­lega 90 pró­sent hluta­fjár ákváðu að selja ekki hlut­inn og gerðu um það sam­komu­lag við Brim. Þetta gerði það að verk­um, að auð­veld­ara var um vik að klára afgreiðslu við­skipt­anna gagn­vart bönk­um, enda ekki hrist fram úr erminni að leggja fram trygg veð og eignir fyrir lána­fyr­ir­greiðslu í bönkum upp á 65 millj­arða króna. 

Sam­kvæmt lögum um verð­bréfa­við­skipti ber lána­stofn­unum að ábyrgj­ast til­boð til hlut­hafa, og því er aðkoma þeirra nauð­syn­leg. Íslands­banki, sem ríkið á að öllu leyti, kom til skjal­anna með Lands­bank­anum og voru við­skiptin þannig afgreidd með afger­andi aðkomu rík­is­bank­anna beggja.

Breyt­ingar á stjórn­enda­teymi

Fljót­lega eftir að Brim hafði orðið kjöl­festu­hlut­hafi í HB Granda var Vil­hjálmur Vil­hjálms­son, sem hafði verið far­sæll for­stjóri félags­ins um ára­bil, rek­inn úr starfi og tók Guð­mundur við stjórn­ar­taumunum sem for­stjóri.

Þetta olli deilum í stjórn félags­ins og töldu tveir stjórn­ar­menn félags­ins, Rann­veig Rist, for­stjóri álvers Rio Tinto Alcan í Straums­vík, og Anna G. Sverr­is­dótt­ir, ekki rétt að fara út í þessar aðgerð­ir, á meðan ekki var kom­inn botn í yfir­tökutil­boð Brims í hlutafé HB Granda.

Rann­veig var sér­stak­lega ósátt við hvernig að þessu var stað­ið, og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans taldi hún þetta ekki sam­ræm­ast góðum stjórn­ar­háttum eða lögum sem stjórnir ættu að starfa eft­ir. Hún brást fljótt við og sagði sig úr stjórn með form­legri til­kynn­ingu þar um. Fyrir utan óánægju með afgreiðslu máls­ins þá hafði Vil­hjálmur átt gott sam­starf við stjórn og stjórn­endur félags­ins, og var brott­hvarf hans ekki vel séð af þeim ástæð­um.

Deildar mein­ingar hafa verið um það meðal lög­manna, hvort það hafi verið laga­legur réttur fyrir hendi, til að reka Vil­hjálm, en ákvörð­unin hefur þó ekki haft neina eft­ir­mála að hálfu eft­ir­lits­að­ila. Guð­mundur leit sjálfur svo á að betra væri fyrir hlut­hafa, sem ættu eftir að taka afstöðu til yfir­tökutil­boðs­ins, að vita hver yrði við stýrið í fyr­ir­tæk­inu í fram­tíð­inni. Það er hann sjálf­ur.

Rannveig Rist sagði sig úr stjórn HB Granda.

Mark­aðsvirði félags­ins er nú 56,5 millj­arðar króna, tæp­lega tíu millj­örðum minna en yfir­tökutil­boðið hljóð­aði upp á, og er Brim hf. stærsti eig­andi félags­ins með rúm­lega 35 pró­sent hlut. 

Frek­ari breyt­ingar á for­ystu fyr­ir­tæk­is­ins hafa haldið áfram. Brynjólfur Eyj­ólfs­son, fram­kvæmda­stjóri mark­aðs­sviðs HB Granda, var lát­inn fara á dög­un­um, og tók Guð­mundur við störfum hans tíma­bund­ið, sam­hliða for­stjóra­starf­inu, á meðan end­ur­skoðun á sölu- og marks­starfi stendur yfir.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið er enn með það til skoð­un­ar, hvort mynd­ast hafi yfir­ráð með kaupum Brims á kjöl­festu­hlut í félag­inu. HB Granda barst erindi frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu í júlí þar sem óskað var eftir sjón­ar­miðum félags­ins vegna skoð­unar á því hvort mynd­ast yfir­ráð í skiln­ingi  sam­keppn­islaga.

Eng­inn sem er stærri áhætta

Í við­skiptum snú­ast hlut­irnir fyrst og síð­ast um pen­inga. Ljóst var strax frá upp­hafi, þegar yfir­töku­skyldan hafði verið virkj­uð, að Lands­bank­inn, sem hefur lengi verið helsti við­skipta­banki Guð­mundar og við­skipta­veldis hans, gæti ekki full­fjár­magnað yfir­tökutil­boð­ið.

Ástæðan var sú að áhætta bank­ans gagn­vart Guð­mundi var þá komin upp í þak þess sem hún mátti vera.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru ekki fleiri dæmi eins og þetta, það er um svo mikla áhættu gagn­vart einum ein­stak­lingi og félögum hans - þar sem hann er langstærsti eig­andi - hjá rík­is­bönk­unum eftir hrun. Eng­inn ein­stak­lingur hefur jafn mikla áhættu í bókum stærstu bank­anna, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Greint var frá því í Mark­aðn­um, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins, að skuldir Guð­mundar væru komnar upp í þakið hjá Lands­bank­anum en reglur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) gera ráð fyrir að áhættu­skuld­bind­ing gagn­vart einum við­skipta­vini geti ekki farið yfir 25 pró­sent af eig­in­fjár­grunni bank­ans.

Lands­bank­inn, sem íslenska ríkið á ríf­lega 98 pró­sent hlut í, á mikið undir því að rekst­ur­inn gangi vel hjá Guð­mundi og að hann geti borgað tug­millj­arða skuldir til baka, en áhætta Lands­bank­ans gagn­vart Guð­mundi var komin í 45 millj­arða króna um mitt þetta ár.

Eitt af því sem hefur komið til greina er að Brim selji eign­ir, til að létta á skuldum og losi um fé. Það eru helst tæp­lega þriðj­ungs­hlutur í Vinnslu­stöð­inni, en hann hefur verið til sölu lengi. Ekki hefur þó fund­ist kaup­andi sem til­bú­inn er að borga það fyrir hlut­inn sem Guð­mundur hefur viljað fá fyrir hann. Einnig hefur Ögur­vík, fyr­ir­tækið sem Brim keypti í júlí 2016, verið til sölu. Innan íslensks sjáv­ar­út­vegs hefur það verið nefnt, að HB Grandi gæti keypti það félag og styrkt sinn rekstur í leið­inni, með auk­inni stærð­ar­hag­kvæmni. Það myndi mögu­lega einnig styrkja stöðu Guð­mundar í leið­inni, og þannig væri mögu­legt að slá tvær flugur í einu höggi í fjár­hags­legu til­liti.

Má ekki mikið útaf bregða

Sé horft til skulda­stöðu Brims, miðað við árs­reikn­ing félags­ins árið 2016, þá námu þær tæp­lega 31 millj­arði króna og eru þær að mestu við Lands­bank­ann. Lang­tíma­skuldir voru 27 millj­arð­ar. Sam­kvæmt árs­reikn­ingnum var EBITDA – rekstr­ar­hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magnsliði og skatta – um 1,7 millj­arð­ar. Skuldir námu því átján­faldri EBITDU sem ekki telst sér­lega góð rekstr­ar­af­koma.

Eignir félags­ins, þar af afla­heim­ildir upp á 25,5 millj­arða, námu tæp­lega 60 millj­örðum í árs­lok 2016 og var eigið fé þess tæp­lega 23 millj­arðar á sama tíma.

Eins og í öðrum útflutn­ings­greinum er gengi íslensku krón­unnar gagn­vart helstu við­skipta­myntum stór og mikil breyta í rekstr­in­um. Sterkt gengi krón­unn­ar, ofan í hækk­andi launa- og olíu­kostn­að, hefur gert rekstur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja meira krefj­andi und­an­farin miss­eri. Komi til þess að gengi krón­unnar veik­ist á næst­unni - sem margir telja lík­legt í ljósi þess hve raun­gengið er og hefur verið sögu­lega sterkt í langan tíma - þá mun það geta haft mikil áhrif á helstu stærðir í við­skipta­veldi Guð­mund­ar. 

Lík­lega yrði það þá til hins betra, þó koll­steypur á gengi geti sett allt á annan end­ann eins og gerð­ist fyrir tæpum ára­tug, með hruni fjár­mála­kerf­is­ins og krón­unn­ar, á sama tíma og alþjóða­mark­aðir féllu sam­an, og skópu far­veg­inn fyrir þá rús­sí­ban­areið sem segja má að við­skipta­veldi Guð­mundar hafi farið í gegn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar