Birgir Þór Harðarson

Nýskráning dísil- og bensínbíla verði ólögmæt eftir 2030 á Íslandi

Ríkisstjórnin kynnti metnaðarfulla áætlun í loftlagsmálum í dag sem gerir ráð fyrir að Ísland geti staðið við markmið Parísarsamkomulagsins og orðið kolefnishlutlaust. Því verður náð með orkuskiptum í samgöngum og kolefnisbindingu.

Sam­kvæmt aðgerð­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar í loft­lags­málum til árs­ins 2030 á ráð­ast í orku­skipti í sam­göng­um, með sér­stakri áherslu á raf­væð­ingu í vega­kerf­inu. Þá verður ráð­ist í átak í kolefn­is­bind­ingu þar sem skóg­rækt og land­græðsla verða í lyk­il­hlut­verki og mark­visst dregið úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda með end­ur­heimt vot­lend­is. Áætl­unin sam­anstendur af alls 34 aðgerðum á sviðum sem snerta mála­flokka alls sjö ráðu­neyta, en verk­efna­stjórnin sem vann aðgerð­ar­á­ætl­un­ina var með full­trúa úr hverju þeirra inn­an­borðs. Aðgerð­irnar eru stjórn­valds­að­gerð­ir, svo sem reglu­setn­ing, hag­rænar aðgerð­ir, fjár­mögnuð verk­efni eða styrkir af hálfu rík­is­valds­ins.

Mark­miðið með áætl­un­inni, sem var kynnt í Aust­ur­bæj­ar­skóla í dag, er að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og stuðla að auk­inni kolefn­is­bind­ingu þannig að Ísland geti staðið við mark­mið Par­ís­ar­samn­ings­ins til 2030 og náð mark­miðum rík­is­stjórn­ar­innar um kolefn­is­hlut­leysi árið 2040.

Áætl­unin sem kynnt var í dag er fyrsta útgáfa aðgerð­ar­á­ætl­un­ar­inn­ar. Sú næsta mun líta dags­ins ljós strax á næsta ári.

6,8 millj­arða kostn­aður á næstu fimm árum

Til þess að ná skamm­tíma­mark­miðum áætl­un­ar­innar verður 6,8 millj­örðum króna varið í valdar aðgerðir á næstu fimm árum. Sam­kvæmt áætl­un­inni eru stærstu tæki­færi Íslend­inga til að ná skuld­bind­ing­unum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins bundin í því að skipta olíu út fyrir umhverf­is­vænni orku­gjafa.

Sjö ráðherrar kynntu aðgerðaráætlunina í Austurbæjarskóla í dag.
Mynd: Bára Huld Beck

Í sam­an­tekt á nið­ur­stöðum verk­efna­stjórn­ar­innar segir að til að nýta þetta tæki­færi verði meðal ann­ars veru­lega „aukið við fjár­fest­ingar og inn­viði vegna raf­væð­ingar í sam­göngum en áætlað er að verja 1,5 millj­arði króna á næstu fimm árum til upp­bygg­ingar inn­viða fyrir raf­bíla, raf­væð­ingu hafna og fleiri nauð­syn­legra aðgerða í orku­skiptum hér á landi. Íviln­unum fyrir raf­bíla og aðra vist­hæfa bíla verður við­haldið og nýjum íviln­unum komið á vegna almenn­ings­vagna, drátt­ar­véla og fleiri þyngri öku­tækja. Hvatar til að fjár­festa í öku­tækjum sem losa lít­inn koltví­sýr­ing verða efldir. Kolefn­is­gjald verður áfram hækkað og almenn­ings­sam­göngur styrktar í sam­ræmi við sam­göngu­á­ætl­un.“

Alls er um 34 skilgreindar aðgerðir að ræða.
Mynd: Stjórnarráð Íslands

Auk þess stendur til, í fyrsta sinn, að inn­leiða þá stefnu að bílar sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti verði ólög­legir frá og með árinu 2030, eða eftir rúm ell­efu ár. Þar sé verið að fylgja for­dæmi nágranna­ríkja á borð við Nor­eg, Frakk­land og Bret­land. Tekið er fram að gætt verði sér­stak­lega að hugs­an­legum und­an­þág­um, til dæmis á stöðum þar sem erfitt kann að vera að nota aðra bíla en þá sem ganga fyrir bens­íni og dísil.

Raf­bílum og tengit­vinn­bílum hefur fjölgað mjög hratt á Íslandi á síð­ustu árum. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Orku nátt­úr­unnar voru 94 raf­bílar og þrír tengit­vinn­bílar skráðir á Íslandi í apríl 2014. Þeir eru nú sam­tals 7.687. Uppi­staðan í þeim fjölda eru þó tengit­vinn­bílar (5.326), sem hafa bæði raf­hreyfil og bens­ín- eða dísil­vél sem aflgjafa. Nýir slíkir bílar verða vænt­an­lega einnig ólög­legir hér­lendis eftir 2030. Skráðir raf­bílar á Íslandi eru í dag 2.361.

End­ur­heimt vot­lendis

Til stendur að nota um fjóra millj­arða króna á næstu fimm árum í að end­ur­heimta vot­lendi, birki­skóga, kjarr­lendi, stöðva jarð­vegseyð­ingu og stuðla að frek­ari land­græðslu og nýskóg­rækt til að vinna sér­stak­lega að því mark­miði að gera Ísland kolefn­is­hlut­laust árið 2040.

Þá verður um 500 millj­ónum króna varið til nýsköp­unar vegna lofts­lags­mála og verður sér­stakur Lofts­lags­sjóður stofn­aður til að halda utan um þau verk­efni. Um 800 millj­ónum króna verður varið í marg­vís­legar aðgerð­ir, svo sem rann­sóknir á súrnun sjávar og aðlögun að lofts­lags­breyt­ing­um, bætt kolefn­is­bók­hald, alþjóð­legt starf og fræðslu.

Í nið­ur­stöðu­sam­an­tekt­inni segir að hluti aðgerð­anna séu þegar komnar í vinnslu og að aðrar séu nán­ast full­mót­að­ar. Sumar þeirra þurfi þó á sam­ráði að halda við aðila utan stjórn­kerfis og á eftir að útfæra nán­ar. „Áætl­unin verður sett í sam­ráðs­gátt Stjórn­ar­ráðs­ins til umsagnar og upp­færð í ljósi ábend­inga, auk þess sem boðið verður til sam­ráðs um mótun ein­stakra aðgerða með full­trúum atvinnu­lífs, félaga­sam­taka, sveit­ar­fé­laga og ann­arra. Þetta er því fyrsta útgáfa áætl­un­ar­inn­ar. Strax á næsta ári lítur önnur útgáfa dags­ins ljós. Fram­lögin eru tryggð í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar 2019-2023, en verða nánar útfærð í frek­ari mótun aðgerða. “

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar