Þingveturinn framundan: „Hræddur um að það verði ekki farið í stórsókn í neinum málaflokki“

Nýtt þing hefst þriðju­dag­inn 11. sept­em­ber. Kjarn­inn tók nokkra þing­menn úr mis­mun­andi flokkum tali um þing­vet­ur­inn framundan og áherslu­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Bergþór Ólason varaþingflokksformaður Miðflokksins.

Bergþór Ólason Alþingi
Auglýsing

Nýtt þing hefst fljót­­­­lega, nánar til­­­­­­­tekið þriðju­dag­inn 11. sept­­­­em­ber. Rík­­­­is­­­­stjórnin mun leggja fram fjár­­­­lög á fyrsta fundi, sem segja má að verði í raun fyrstu fjár­­­­lög þess­­­­arar rík­­­­is­­­­stjórnar þar sem vænt­an­­­­lega má sjá stefn­u­­­­mótun hennar þar sem fjár­­­­lög síð­­­­asta árs voru lögð fram sér­­­­stak­­­­lega seint vegna rík­­­­is­­­­stjórn­­­­­­­ar­slit­anna og kosn­­­­inga.Kjarn­inn tók nokkra þing­­­­menn úr mis­­­­mun­andi flokkum tali um þing­vet­­­­ur­inn framundan og áherslu­­­­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Berg­þór Óla­son vara­for­maður þing­flokks Mið­flokks­ins.

Hóf­legt svig­rúm til aukn­ingar

„Það verður auð­vitað áhuga­vert að sjá hvernig rík­is­stjórnin leggur fram mál í fjár­lög­un­um. Miðað við fjár­mála­á­ætl­un­ina ætti að vera hóf­legt svig­rúm til aukn­ingar á ýmsum svið­um. En það er hins vegar verið að kalla mjög eftir veru­legri útgjalda­aukn­ingu, til dæmis í sam­göngu­mál­unum og víð­ar. Ég er hræddur um að það verði ekki farið í stór­sókn í neinum mála­flokki. Í því sam­hengi verður áhuga­vert að sjá líka sam­göngu­á­ætl­un­ina sem verður vænt­an­lega lögð fram ein­hverjum dögum síð­ar.“

Auglýsing

Trygg­inga­gjaldið þurfi að lækka

Berg­þór segir Mið­flokk­inn hafa miklar áhyggjur af þróun kjara­við­ræðn­anna sem framundan eru. „Ég held að lausnin í þess­ari þröngu stöðu sem nú er uppi hljóti að vera sú að stjórn­völd og aðilar vinnu­mark­að­ar­ins setj­ist niður og formi lausnir þar sem ríkið leggur sitt af mörk­um, til að mynda með breyt­ingum í skatta­mál­um. Við sjáum til dæmis að trygg­inga­gjaldið hefur ekki verið lækkað sem neinu nemur þrátt fyrir stór­breyttar aðstæður í atvinnu­líf­inu árum sam­an. Mér reikn­ast til að gjald­takan hafi verið 19 millj­arðar árið 2018 umfram það sem hún hefði verið hefði skatt­stofn­inn verið sá sami og fyrir hrun. Ef menn færa slíkt í námunda við það sem það var áður þá skap­ast þar tals­vert svig­rúm fyrir fyr­ir­tækin til að gera betur við starfs­menn sína, hækka laun,“ segir Berg­þór og bætir því við að ýmis­legt annað þurfi auð­vitað líka að koma til. „Að sér­eigna­sparn­að­ur­inn fái að nýt­ast áfram til nið­ur­greiðslu hús­næð­is­lána og margt fleira sem hið opin­bera getur komið að án þess að það kosti rík­is­sjóð endi­lega mik­ið.

Inn­við­irnir í Ísland allt

Mið­flokk­ur­inn mun að sögn Berg­þórs leggja sína aðal­á­herslu á inn­viði sam­fé­lags­ins í vet­ur. „Vega­kerf­ið, inn­an­lands­flug og hafnir lands­ins svo dæmi sé tek­ið. Og svo auð­vitað líka hinu megin frá á heil­brigð­is­þjón­ust­una og lög­gæsl­unnar á for­sendum stefn­unnar okkar Ísland allt.“

1. des­em­ber verði frí­dagur

Berg­þór segir að flokk­ur­inn muni end­ur­flytja mál sitt um full­veld­is­dag­inn sem frí­dag. „Við munum vænt­an­lega leggja fram frum­varp aftur um að 1. des­em­ber verði gerður að frídegi, sem verið teljum loka­hnykk við hæfi á hátíð­ar­höldum vegna 100 ára afmælis full­veld­is­ins.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar