Þingveturinn framundan: „Hræddur um að það verði ekki farið í stórsókn í neinum málaflokki“

Nýtt þing hefst þriðju­dag­inn 11. sept­em­ber. Kjarn­inn tók nokkra þing­menn úr mis­mun­andi flokkum tali um þing­vet­ur­inn framundan og áherslu­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Bergþór Ólason varaþingflokksformaður Miðflokksins.

Bergþór Ólason Alþingi
Auglýsing

Nýtt þing hefst fljót­­­­lega, nánar til­­­­­­­tekið þriðju­dag­inn 11. sept­­­­em­ber. Rík­­­­is­­­­stjórnin mun leggja fram fjár­­­­lög á fyrsta fundi, sem segja má að verði í raun fyrstu fjár­­­­lög þess­­­­arar rík­­­­is­­­­stjórnar þar sem vænt­an­­­­lega má sjá stefn­u­­­­mótun hennar þar sem fjár­­­­lög síð­­­­asta árs voru lögð fram sér­­­­stak­­­­lega seint vegna rík­­­­is­­­­stjórn­­­­­­­ar­slit­anna og kosn­­­­inga.Kjarn­inn tók nokkra þing­­­­menn úr mis­­­­mun­andi flokkum tali um þing­vet­­­­ur­inn framundan og áherslu­­­­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Berg­þór Óla­son vara­for­maður þing­flokks Mið­flokks­ins.

Hóf­legt svig­rúm til aukn­ingar

„Það verður auð­vitað áhuga­vert að sjá hvernig rík­is­stjórnin leggur fram mál í fjár­lög­un­um. Miðað við fjár­mála­á­ætl­un­ina ætti að vera hóf­legt svig­rúm til aukn­ingar á ýmsum svið­um. En það er hins vegar verið að kalla mjög eftir veru­legri útgjalda­aukn­ingu, til dæmis í sam­göngu­mál­unum og víð­ar. Ég er hræddur um að það verði ekki farið í stór­sókn í neinum mála­flokki. Í því sam­hengi verður áhuga­vert að sjá líka sam­göngu­á­ætl­un­ina sem verður vænt­an­lega lögð fram ein­hverjum dögum síð­ar.“

Auglýsing

Trygg­inga­gjaldið þurfi að lækka

Berg­þór segir Mið­flokk­inn hafa miklar áhyggjur af þróun kjara­við­ræðn­anna sem framundan eru. „Ég held að lausnin í þess­ari þröngu stöðu sem nú er uppi hljóti að vera sú að stjórn­völd og aðilar vinnu­mark­að­ar­ins setj­ist niður og formi lausnir þar sem ríkið leggur sitt af mörk­um, til að mynda með breyt­ingum í skatta­mál­um. Við sjáum til dæmis að trygg­inga­gjaldið hefur ekki verið lækkað sem neinu nemur þrátt fyrir stór­breyttar aðstæður í atvinnu­líf­inu árum sam­an. Mér reikn­ast til að gjald­takan hafi verið 19 millj­arðar árið 2018 umfram það sem hún hefði verið hefði skatt­stofn­inn verið sá sami og fyrir hrun. Ef menn færa slíkt í námunda við það sem það var áður þá skap­ast þar tals­vert svig­rúm fyrir fyr­ir­tækin til að gera betur við starfs­menn sína, hækka laun,“ segir Berg­þór og bætir því við að ýmis­legt annað þurfi auð­vitað líka að koma til. „Að sér­eigna­sparn­að­ur­inn fái að nýt­ast áfram til nið­ur­greiðslu hús­næð­is­lána og margt fleira sem hið opin­bera getur komið að án þess að það kosti rík­is­sjóð endi­lega mik­ið.

Inn­við­irnir í Ísland allt

Mið­flokk­ur­inn mun að sögn Berg­þórs leggja sína aðal­á­herslu á inn­viði sam­fé­lags­ins í vet­ur. „Vega­kerf­ið, inn­an­lands­flug og hafnir lands­ins svo dæmi sé tek­ið. Og svo auð­vitað líka hinu megin frá á heil­brigð­is­þjón­ust­una og lög­gæsl­unnar á for­sendum stefn­unnar okkar Ísland allt.“

1. des­em­ber verði frí­dagur

Berg­þór segir að flokk­ur­inn muni end­ur­flytja mál sitt um full­veld­is­dag­inn sem frí­dag. „Við munum vænt­an­lega leggja fram frum­varp aftur um að 1. des­em­ber verði gerður að frídegi, sem verið teljum loka­hnykk við hæfi á hátíð­ar­höldum vegna 100 ára afmælis full­veld­is­ins.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar