Þingveturinn framundan: „Stjórnvöld flækjast frekar fyrir“

Nýtt þing hefst þriðju­dag­inn 11. sept­em­ber. Kjarn­inn tók nokkra þing­menn úr mis­mun­andi flokkum tali um þing­vet­ur­inn framundan og áherslu­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.

Hanna Katrín Friðriksson Alþingi
Auglýsing

Nýtt þing hefst fljót­­­lega, nánar til­­­­­tekið þriðju­dag­inn 11. sept­­­em­ber. Rík­­­is­­­stjórnin mun leggja fram fjár­­­lög á fyrsta fundi, sem segja má að verði í raun fyrstu fjár­­­lög þess­­­arar rík­­­is­­­stjórnar þar sem vænt­an­­­lega má sjá stefn­u­­­mótun hennar þar sem fjár­­­lög síð­­­asta árs voru lögð fram sér­­­stak­­­lega seint vegna rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­slit­anna og kosn­­­inga.

Kjarn­inn tók nokkra þing­­­menn úr mis­­­mun­andi flokkum tali um þing­vet­­­ur­inn framundan og áherslu­­­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Hanna Katrín Frið­riks­son þing­­flokks­­for­­maður Við­reisn­ar.

Óbæri­leg vaxta­kjör

„Ég held að við munum fara bratt af stað. Efna­hags­málin og þær blikur sem eru á lofti þar verða í brennid­epli í allan vetur og munu strax mark sitt á fjár­lagaum­ræð­una. Sér­fræð­ingar eru að vara við að kuln­unin geti orðið jafn­vel harð­ari og sneggri en við bjugg­umst við,“ segir Hanna Katrín. Hún segir að þau í Við­reisn hafi talið fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar bjart­sýna. „Kjara­málin eru síðan líka nátengd þess­ari umræðu allri. Við í Við­reisn munum halda áfram okkar orð­ræðu um vaxta­kjörin sem fólk og fyr­ir­tæki hér þurfa að búa við og íslenska krónan leiðir af sér. Þessi óbæri­legu vaxta­kjör sem stjórn­völd þurfa að taka ábyrgð á.“

Auglýsing

Vantar stefnu

Hanna Katrín seg­ist eiga von á því í fjár­laga­frum­varp­inu að sjá áfram áherslu rík­is­stjórn­ar­innar á að leggja meiri pen­inga í ákveðna mála­flokka án þess að því fylgi skýr aðgerð­ar­á­ætlun eða stefna. „Ég tel til dæmis ástæðu til að hafa tölu­verðar áhyggjur af þeirri veg­ferð sem stjórn­völd eru á með heil­brigð­is­kerf­ið. Það verður mikil áhersla á þennan mála­flolkk í vet­ur. Við í Við­reisn höfum lagt áherslu á jafnan aðgang fólks að góðri þjón­ustu sama hvaðan hún kem­ur. Við teljum að þessu mark­miði verði ekki náð nema með skyn­sam­legri nýt­ingu þess fjár­magns sem fer í gegnum kerfið og ég ótt­ast að frum­varpið muni ekki end­ur­spegla þetta,“ segir Hanna Katrín og bætir því við að sama eigi við um mennta­mál­in. „Við erum með fullt af frá­bæru fag­fólki sem kann til verka í þessum risa mála­flokki en ein­hvern veg­inn er til­finn­ingin sú að stjórn­völd flæk­ist frekar fyrir þegar kemur að því að marka skýra fram­tíð­ar­sýn og aðgerð­ar­á­ætlun til lengri tíma. Áherslan virð­ist bara vera á hversu miklir pen­ingar fara í gengum kerfið í stað þess hvernig þeir eru best nýtt­ir.“

Vernd­ar­tollar skað­legir fyrir bændur og neyt­endur

Hún segir land­bún­að­ar­málin líka munu taka pláss. „Það liggur fyrir að það þarf að fara í mark­vissan stuðn­ing við bænd­ur. En jafn­framt er ég og við í Við­reisn ennþá meira sann­færð um að gam­al­dags vernd­ar­tollar séu bara skað­legir fyrir bæði bændur og neyt­endur og þetta verður mál sem verður mikið í umræð­unn­i.“

Hanna Katrín segir að ferða­þjón­ustan þurfi athygli. „Ég hljóma eins og biluð plata þegar ég tala um þetta stefnu­leysi enda­laust, en stefnu­leysi í ferða­þjón­ust­unni verður sífellt meira áber­andi. Allir aðil­ar, þeir sem starfa í ferða­þjón­ust­unni, nátt­úran, almenn­ing­ur, fjár­fest­ar, það þurfa allir á því að halda að það séu settar skýrar leik­regl­ur.“

Full harka gegn lækkun álagna á stór­út­gerðir

Fyrstu dagar þings­ins munu fara í hefð­bundar umræður um stefnu­ræðu for­sæt­is­ráð­herra og fjár­lög­in. „En það er full ástæða til að ótt­ast að stjórn­völd mæti aftur til leiks á fyrstu dögum þings­ins með til­raunir til að lækka álögur á stór­út­gerð­ina og við munum mæta því a af fullri hörku í þing­in­u,“ segir Hanna.

Eiga að tryggja við­un­andi lífs­jör

Kjara­málin munu verða fyr­ir­ferð­ar­mikil á þessum þing­vetri og segir Hanna Katrín að það séu nátt­úru­lega aðilar vinnu­mark­að­ar­ins sem séu með bolt­ann hjá sér. „Að­koma stjórn­valda á nátt­úru­lega fyrst og fremst að vera sú að hafa rammann í lagi. Þar er fullt óunn­ið. Ekki síst í sam­bandi við óstöð­ug­leika geng­is­ins og vaxta­kjör­in. Mér fynd­ist miklu eðli­legra að stjórn­völd ein­beittu sér að þeim verk­efnum og leystu þau með hags­muni almenn­ings í huga. Jákvæðastsa skerfið sem stjón­völd gætu komið með inn í kjara­við­ræð­urnar er að tryggja hérna við­un­andi lífs­kjör fyrir almenn­ing sem er á pari við það sem ger­ist í nágranna­lönd­unum okk­ar.“

Ábyrgð í með­ferð opin­berra fjár­muna

Um þau mál sem Við­reisn hyggst leggja áherslu á í vetur vill Hanna Katrín lítið segja, það verði kynnt sér­stak­lega síð­ar. „Við erum að leggja loka­hönd á þau mál núna. Við munum leggja áherslu á frelsi, jafn­rétti, skyn­semi og viljum að gegn­sæi og ábyrgð í með­ferð opin­berra fjár­muna end­ur­speglist í öllum þeim málum sem við munum leggja fram.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar