Þingveturinn framundan: „Sterk pólitísk forysta nauðsyn í þriðja orkupakkanum“

Nýtt þing hefst þriðju­dag­inn 11. sept­em­ber. Kjarn­inn tók nokkra þing­menn úr mis­mun­andi flokkum tali um þing­vet­ur­inn framundan og áherslu­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Willum Þór Þórsson varaþingflokksformaður Framsóknar.

Willum á alþingi
Auglýsing

Nýtt þing hefst fljót­­­­lega, nánar til­­­­­­­tekið þriðju­dag­inn 11. sept­­­­em­ber. Rík­­­­is­­­­stjórnin mun leggja fram fjár­­­­lög á fyrsta fundi, sem segja má að verði í raun fyrstu fjár­­­­lög þess­­­­arar rík­­­­is­­­­stjórnar þar sem vænt­an­­­­lega má sjá stefn­u­­­­mótun hennar þar sem fjár­­­­lög síð­­­­asta árs voru lögð fram sér­­­­stak­­­­lega seint vegna rík­­­­is­­­­stjórn­­­­­­­ar­slit­anna og kosn­­­­inga.

Kjarn­inn tók nokkra þing­­­­menn úr mis­­­­mun­andi flokkum tali um þing­vet­­­­ur­inn framundan og áherslu­­­­mál flokk­anna þetta árið. Í þetta skiptið var það Willum Þór Þórs­son vara­for­maður þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Stefnan skýrist enn frekar

Eðli máls­ins sam­kvæmt byrjar þingið svo­lítið á fjár­lög­un­um. Það verður stóra málið og í fyrstu umræðu munu þar flétt­ast inn önnur mál í tengslum við fjár­lög­in. Við vitum meira að hverju við göngum núna þar sem við höfum verið að vinna með bæði rík­is­fjár­mála­stefn­una og rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­ina og þessi fjár­lög hvíla á þessum skjöl­um. Stefna rík­is­stjórn­ar­innar mun koma bara sterkar og sterkar fram eftir því sem frá líður og skýrist enn frekar með þessum fjár­lög­um,“ segir Will­um.

Aðgerðir í fjöl­skyldu­málum

Hann seg­ist reikna með að stjórn­ar­and­staðan komi að þeim málum sem fyr­ir­séð er að verði stór í umræð­unni og taki rými í vet­ur. „Það eru auð­vitað kjara­við­ræð­urnar og þær mögu­legu aðgerðir sem að stjórn­völd koma með inn í samn­ing­ana. Við höfum séð eitt­hvað nú þegar af þeim aðgerðum sem fyr­ir­hug­aðar eru og eru þá stað­festar í þessum fjár­lög­um, eins og lækkun á trygg­ing­ar­gjaldi. Svo er spurn­ing hvort við munum stíga lengra og hraðar til jarðar í því, það auð­vitað vitum við ekki. En þetta verða til dæmis ein­hverjar aðgerðir í fjöl­skyldu­mál­um, til dæmis þegar kemur að barna­bót­um, en þetta mun allt koma frekar í ljós.“

Munu verja kaup­mátt­inn

Aðspurður um hvort hann sjái fyrir sér harðan kjara­vetur framundan seg­ist Willum ætla að leyfa sér að vera bjart­sýnn. „Við erum bara sem þjóð búin að ná of miklum árangri og ná langt í að ná niður skuld­um, lækka vaxta­byrði og nú erum við í færum til að setja inn í stóru kerfin okk­ar, heil­brigð­is-, mennta­kerfið og sam­göng­urn­ar. Það hefur náðst hér verð­stöð­ug­leiki og þar af leið­andi kaup­mátt­ar­aukn­ing yfir lín­una síð­ustu miss­eri og það veru­leg. Spár og gagn­rýni í kringum rík­is­fjár­mála­á­ætl­un, var að spár um mjúka lend­ingu myndu ekki halda - þær líta vel út þannig að ég held að þegar að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins ganga að fullri alvöru að borð­inu þá muni þeir horfa til þess­ara þátta og verja kaup­mátt­inn.“

Taka á vanda sauð­fjár­bænda til lengri tíma

Áherslur Fram­sóknar í vetur verða marg­vís­legar segir Will­um. „Við þurfum að taka utan um vanda sauð­fjár­bænda sem brugð­ist var við bara með skamm­tíma inn­leggi. Við höfum farið vel yfir það og viljum styðja við aðgerðir í þeim efn­um. Það þarf að finna lausn til lengri tíma, skoða þessa virð­is­keðju og stöð­una og ég heyri að það er vilji til er vilji til þess og okkur er mjög umhugað um að vinna að því.“

Þá seg­ist Willum ánægður með að sam­göngu­á­ætl­unin muni koma fram á næstu vik­um. „Við erum að setja veru­lega aukna fjár­muni í þennan mála­flokk,“ segir hann og lítur á hana sem svar við ákalli í þessum mála­flokki.

Auglýsing
Þá er Willum einnig ánægður með stöðu mennta­mál­anna. „Mér finnst Lilja standa sig vel hún er dug­leg að koma skila­boðum að um hvað þau eru að gera í ráðu­neyt­inu. Þar er það auð­vitað mennta­stefnan og þá fáum við heild­ræna sýn á mennta­mál­in. Síðan er líka von á úrlausnum á mál­efnum fjöl­miðl­anna á næstu dög­um, sem mér finnst mik­il­vægt. Það hefur mikið verið talað um þennan vanda og búið að gefa út skýrslu og nú er komið að því að gera eitt­hvað.“

Orku­málin of hratt í far­veg til­finn­inga og ESB

Willum nefnir einnig þriðja orku­pakk­ann sem hann segir að rík­is­stjórnin muni þurfa að taka sterka stöðu í og það muni hvíla á öllum flokk­um. Aðspurður um hvort Fram­sókn muni leggj­ast gegn pakk­anum segir hann svo ekki vera en það séu tvær hliðar á þessu máli.

„Hér er búið að inn­leiða fyrsta og annan pakk­ann og það er í raun og veru eðli­legt að sam­eig­in­lega EES nefndin kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að þriðji pakk­inn komi í kjöl­far­ið. Það er ekk­ert þar sem að breytir neinu hér á landi þangað til ef ein­hvern tím­ann yrði sett í sam­band með sæstreng til Bret­lands. Þangað til reynir ekk­ert á það og ég reikna með að, ef það myndi ein­hvern tím­ann reyna á það inn í fram­tíð­ina, þá yrði gengið frá öllum skil­málum og skil­yrðum varð­andi fram­sali á valdi. Við erum ekk­ert að fram­selja meira vald heldur en við höfum gert.“

Willum segir brýna þörf á umræðu um þetta mál, þennan þátt til­skip­un­ar­innar og orku­málin almennt af yfir­veg­un. „Mér finnst málið fara of hratt í far­veg til­finn­inga og ESB. Við stjórn­mála­menn þurfum að fara yfir þetta af yfir­vegum og mér finnst afar mik­il­vægt að það sé sterk póli­tísk for­ysta af hálfu rík­is­stjórn­ar­innar þegar kemur að þessu. Við í Fram­sókn höfum mjög sterka ályktun þegar kemur að fram­sali valds og virðum hana og högum okkur út frá því.“

Grænu málin falli vel að Fram­sókn

Að end­ingu segir Willum afar jákvætt hversu aukið sé fram­lag til grænu mál­anna. „Til umhverfis og lofts­lags­mála og farið í raun­veru­legar aðgerðir til að við getum staðið við okkar skuld­bind­ingar sam­kvæmt Par­ís­ar­sátt­mál­anum og það eru verk­efni sem að falla mjög vel að hug­mynda­fræði okkar Fram­sókn­ar­manna.“

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar