EPA.

Á að leyfa risunum að verða til?

Alþjóðlegt viðskiptaumhverfi er flókið fyrirbæri, og árekstrar vegna álitamála á sviði samkeppnisréttar hafa verið tíðir, ekki síst á Íslandi, undanfarin misserin. Heilbrigð samkeppni er mikilvægt mál fyrir almenning. En hvernig er hún best tryggð?

Sam­keppni er flókið fyr­ir­bæri. Ef hún er heil­brigð - í þeim skiln­ingi að hún er í takt við lög og reglur og ýtir undir betri þjón­ustu við almenn­ing og hag­ræði - þá er hún hreyfi­afl til góðs í sam­fé­lög­um. Verð á vörum lækkar í virkri sam­keppni, fyr­ir­tæki eru undir meiri pressu að sinna gæða­málum betur og úrvalið sem almenn­ingur getur valið úr verður meira og fjöl­breytt­ara, til ein­föld­unar sag­t. 

Lög og reglur á sviði sam­keppn­is­réttar eru að margra mati frum­skógur sem erfitt er að rata um, og hafa ekki síst stjórn­endur í íslensku atvinnu­lífi kvartað undan Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu íslenska, þegar kemur að rann­sóknum þess og nið­ur­stöð­u­m. 

En það á einnig við um eft­ir­lit í öðrum löndum - og ekki síst þegar er verið að draga lín­urnar í stórum sam­r­unum eða við­skipt­um, þar sem loka­nið­ur­staða fer inn á borð til fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins til höfn­unar eða sam­þykk­is. 

Í vor ákváðu sam­keppn­is­eft­ir­litin á Norð­ur­lönd­unum að kynna sam­eig­in­lega stefnu sína í með­ferð og úrlausn sam­runa­mála. Sú stefna hefur nú verið sett fram í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu for­stjóra sam­keppn­is­eft­ir­lit­anna í Nor­egi, Dan­mörku, Sví­þjóð, Finn­landi og Íslandi. Er yfir­lýs­ingin kynnt á heima­síðum eft­ir­lit­anna í dag, og í við­skipta­tíma­ritum á Norð­ur­lönd­unum og í Evr­ópu.

Með þessu eru nor­rænu sam­keppn­is­eft­ir­litin að leggja sitt af mörkum í umræðu um sam­runa fyr­ir­tækja sem á sér stað víða í Evr­ópu nú um stund­ir. 

Ógild­ing sam­runa leiðir til titr­ings

Til­efnið er einkum ógild­ing fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins á sam­runa fyr­ir­tækj­anna Siem­ens og Alstom, en bæði fyr­ir­tækin eru mik­il­vægir fram­leið­endur járn­braut­ar­lesta og bún­aðar á því svið­i. 

Taldi fram­kvæmda­stjórnin að sam­run­inn hefði skaðað sam­keppni og leitt til hærra verðs, við­skipta­vinum og neyt­endum til tjóns. Óhætt er að segja að þessu hafi verið illa tekið hjá stjórn­völdum heima­landa þess­ara risa á sviði inn­viða, það er í Frakk­landi og Þýska­landi.

Nið­ur­staðan olli miklum alþjóða­póli­tískum titr­ingi og hafa stjórn­völd í lönd­unum tveimur brugð­ist við með því að leggja fram umfangs­miklar breyt­inga­til­lögur á reglum um sam­runa fyr­ir­tækja, en meg­in­rök­semdin er sú að með því að heim­ila stóra sam­runa innan Evr­ópu þá verði fyr­ir­tækin betur í stakk búin til að bregð­ast við vax­andi sam­keppni frá stórum fyr­ir­tækjum í Kína, Banda­ríkj­unum og víð­ar. 

Þessi áhersla á að heim­ila sam­runa hjá fyr­ir­tækj­arisum innan Evr­ópu býður hætt­unni heim, að mati sam­keppn­is­eft­ir­lita á Norð­ur­lönd­un­um. 

Þó um margt ólíkt sé, þá hefur að und­an­förnu sést glitta í svip­aða rök­ræðu á Íslandi þar sem for­svars­menn fyr­ir­tækja, sem jafn­vel eru í mark­aðs­ráð­andi stöðu á Íslandi, tala fyrir því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið taki meira til­lit til alþjóð­legrar sam­keppni í ákvörð­unum sín­um. 

Bæði Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráð hafa látið sig þessi mál varða og hafa talað opin­skátt um mik­il­vægi þess að Sam­keppn­is­eft­ir­litið breyti um stefnu og leyfi sam­r­unum að eiga sér stað. Þar er meg­in­rök­semdin sú að íslensk fyr­ir­tæki séu að keppa við erlenda keppi­nauta, sem njóti stærð­ar­hag­kvæmni og eigi auð­veld­ara með að koma sér inn á ný mark­aðs­svæði, eins og hinn örsmáa íslenska mark­að. 

Hafa Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráð talað fyrir því að Sam­keppn­is­eft­ir­litið leyfi sam­runa og stuðli þannig að hag­ræð­ingu.

Nú er mál að linni

Undanfarin ár hafa deilur um ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins verið nokkuð áberandi í opinberri umræðu, einkum þá þegar hagsmunasamtök atvinnurekenda og forstjórar fyrirtækja hafa opinberlega gagnrýnt Samkeppniseftirlitið fyrir ákvarðanir, ýmist um sektir vegna brota á samkeppnislögum, s.s. samráð eða misnotkun á markaðsráðandi stöðu, eða stöðvun á samruna.

Einn þeirra sem hefur gagnrýnt eftirlitið verulega er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í grein sem hann birti á vef Samtaka atvinnulífsins í fyrra sagði hann, að nú væri hreinlega nóg komið. Ekki væri hægt að búa við samkeppnislöggjöfina eins og hún væri núna, og ræddi þar sérstaklega um að nauðsynlegt væri að færa lögin í það horf í þeim væri tekið tillit til alþjóðlegrar þróunar.

„Nú er mál að linni. Það er orðið nauðsynlegt að bæta fjölmargt í samkeppnislögum og framkvæmd þeirra. Stjórnmálamenn geta ekki forðast það lengur að ræða samkeppnismál efnislega. Það er búið að beina því til ráðamanna í mörg ár að skerpa þurfi á lögum og færa framkvæmdina nær því sem gerist í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæðinu. Búi íslensk fyrirtæki við verra starfsumhverfi að þessu leyti er samkeppnishæfni þeirra lakari. Allir landsmenn tapa á því. Samkeppniseftirlitið á ekki að stýra því hvernig íslenskt viðskiptalíf er uppbyggt. Spurningar hljóta að vakna um það hversu trúverðug ofangreind ummæli forstjórans eru. Að Samkeppnisyfirlitið hafi ekki fundið tíma til að komast að niðurstöðu um að brot hafi verið framin, ef það telur sig hafa fyrir því sannanir. Svari hver fyrir sig en það er ekki laust við að viðtengingarvísan rifjist upp: Efa sé og efa mundi - átján rófur á einum hundi. Efa mundi og efa sé - átján dindlar á einu fé,” sagði Halldór Benjamín meðal annars.

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Kjarninn.

Vilja meiri sam­ræm­ingu

Davíð Þor­láks­son, for­stöðu­maður sam­keppn­is­hæfn­is­sviðs hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins, segir að meg­in­krafa sem SA hafi talað fyrir sé að reglu­verkið sé sam­ræmt við það sem gengur og ger­ist alþjóð­lega. „Að vissu leyti er íslenska lög­gjöfin strang­ari en á alþjóða­mörk­uðum og í Evr­ópu. Það hefur verið mat okkar að það sé afar mik­il­vægt fyrir íslenskt við­skipta­líf, og ekki síst upp­bygg­ingu á sam­keppn­is­hæfni þess til fram­tíðar lit­ið, að lög og reglur á þegar kemur að sam­keppni séu í takt við þróun í við­skipta­líf­inu og taki til­lit til þeirra breyt­inga sem hafa orðið á sam­keppn­isum­hverf­inu, meðal ann­ars vegna tækni­breyt­inga.”

Davíð seg­ist binda miklar vonir við að end­ur­skðun sam­keppn­islaga, sem Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir er með á sinni könnu, muni skila betra reglu­verki sem styðji við heil­brigða sam­keppni en gefi um leið mögu­leika á eðli­legri hag­ræð­ingu og þróun til að takast á við alþjóð­lega sam­keppni. „Nú er tæki­færi til að auð­velda sam­runa og hag­ræð­ing­u,” segir Dav­íð. 

Aðspurð­ur, hvort ekki geti falist hættur í því að leyfa fáum risum að verða til, á svona litlum mark­aði eins og sá Íslandi er - með aðeins 209 þús­und ein­stak­linga vinnu­markað - segir hann að vissu­lega þurfi að passa upp á það. 

Hins vegar verði að taka til­lit til alþjóð­legs sam­keppn­isum­hverf­is. Nefnir hann sem dæmi flug­iðn­að, en Davíð starf­aði áður hjá Icelanda­ir, sem aðal­lög­fræð­ing­ur. „Þar er stundum talað eins og það sé ekki alþjóð­legt umhverfi, þegar kemur að sam­keppni. Sam­keppnin er um flug til margra áfanga­staða, frá mörgum alþjóða­legum flug­völl­um, og mörg alþjóð­leg flug­fé­lög eru marg­falt stærri en íslensk flug­fé­lög, og geta leyft sér að berj­ast á þeim for­sendum á sam­keppn­is­mörk­uðum - með mik­illi verð­lækkun jafn­vel, til að verja sína hags­muni. Þetta er umhverfið sem fyr­ir­tæki á Íslandi eru að keppa í. Það má líka taka dæmi af smá­sölu og hvernig hún er í alþjóð­legu sam­keppn­isum­hverfi, í vax­andi mæli, vegna vax­andi net­versl­unar og almennt alþjóð­legrar sam­keppn­i.”

Davíð bendir enn fremur á að sam­keppn­is­lög­gjöfin sé um margt flók­in, þar sem hún skarist ekki síst inn á svið lög­fræði og hag­fræði, þegar kemur að því að meta for­sendur fyrir ákvörð­unum á hverjum tíma.

Reynir á skil­virkt eft­ir­lit

For­stjórar sam­keppn­is­eft­ir­lita á Norð­ur­lönd­un­um, Jakob Hald, í Dan­mörku, Leivo Kirsi, í Finn­landi, Rik­ard Jermsten, í Sví­þjóð, Páll Gunnar Páls­son, hér á landi, og Lars Sørg­ard í Nor­egi, hafa nú sam­eig­in­lega talað um mik­il­vægi þess, að draga skýrar línur í því hvernig eigi að örva sam­keppni á heima­mörk­uð­um 

En eins og oft þegar kemur að sam­keppni þá eru við­fangs­efnin flók­in, og hvert til­vik sem eft­ir­lits­stofn­anir láta sig varða, hefur sitt sér­kenni. Þrátt fyrir að hags­muna­sam­tök fyr­ir­tæki meti það sem svo, að eft­ir­lits­stofn­anir séu að hamla eðli­legri þróun - til dæmis með því að hamla sam­r­unum fyr­ir­tækja - þá er það skýr afstaða eft­ir­lits­stofn­anna á Norð­ur­lönd­unum að sam­keppni verði helst varin með því að tryggja að hún sé virk, neyt­endum til heilla. 

Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, segir að það geti leitt til mik­illar óheilla­þró­un­ar, ef of mik­ill slaki er gef­inn við sam­keppn­is­eft­ir­liti. Mik­il­vægt sé að horfa til þess hvaða atriði það séu, sem í raun myndi grunn­inn að EES-­svæð­inu sem sam­eig­in­legu mark­aðs­svæði aðild­ar­ríkj­anna og hvernig það geti virkað sem best. 

Þá segir hann að nú á 25 ára afmæli EES-­samn­ing­ins sé mik­il­vægt að muna, að það sé mik­il­vægt að halda í ávinn­ing­inn af EES-­sam­starf­inu, með því að halda við sam­keppni. Það sé ekki eft­ir­sókn­ar­vert að búa til fákeppn­isum­hverfi, jafn­vel inn á EES-­svæð­inu sjálfu, og eft­ir­litin í hverju landi hafi mik­il­vægu hlut­verki að gegna við að við­halda sam­keppni og fylgj­ast grannt með þróun mála.  „Það er einnig mat nor­rænu sam­keppn­is­eft­ir­lit­anna að til­slökun í sam­runa­reglum á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu myndi koma verst við smærri löndin í Evr­ópu, enda myndu stærri fyr­ir­tæki stærstu land­anna einkum njóta ábatans. Það er því ekki að undra að ráð­herrar rík­is­stjórna Norð­ur­land­anna sem eru aðilar að Evr­ópu­sam­bands­ins, eru á meðal þeirra sem hafa talað gegn hug­myndum franskra og þýskra stjórn­valda um til­slökun í sam­runa­eft­ir­liti. Um þessar mundir er haldið upp á ald­ar­fjórð­ungs afmæli EES-­samn­ings­ins. Íslend­ingar hafa notið þess að með EES-­samn­ingnum voru teknar upp sam­bæri­legar sam­keppn­is­reglur og gilda ann­ars staðar á Evr­ópska efna­hag­svæð­inu. Þetta felur m.a. í sér að Sam­keppn­is­eft­ir­litið beitir sam­bæri­legum aðferðum og leggur sam­bæri­legt mat á sam­runa fyr­ir­tækja og evr­ópsk sam­keppn­is­eft­ir­lit gera. Þá nýtur Sam­keppn­is­eft­ir­litið þess að taka þátt í öfl­ugu sam­starfi nor­rænna sam­keppn­is­yf­ir­valda. Allt þetta stuðlar að aukn­inni sam­keppn­is­hæfni íslensks atvinnu­lífs.”

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, er með endurskoðun samkeppnislaga á sínu borði, eins og margt annað.
Bára.

Meiri sam­keppni, ekki minni

Fjöru­tíu hag­fræð­ingar innan háskóla í Evr­ópu, þar á meðal Chri­stos Gena­kos við Cambridge háskóla, skrif­uðu á dög­unum sam­eig­in­lega grein þar sem minnt var á mik­il­vægi sam­keppn­inn­ar, ekki síst á tímum hins alþjóða­vædda heims þar sem landamæra­leysi ein­kennir við­skipt­i. 

Í grein­inni eru færð rök fyrir því, að nú sé mik­il­vægt að stíga skref til að efla sam­keppni en ekki draga úr henni, t.d. með því að sam­þykkja sam­runa og sífellt færri risa á ákveðnum svið­u­m. 

Er sú rök­semd sögð veik­burða, í grein­inni, og er frekar litið til þess að þau fyr­ir­tæki sem nái fót­festu í oft harðri sam­keppni, séu lík­legri til að vaxa og dafna á heil­brigðan hátt - almenn­ingi til heilla. Er sam­runi Siem­ens og Alstom nefndur sem dæmi um sam­runa sem mögu­lega geti leitt til meiri hagn­aðar fyrir hlut­hafa, en hann geti líka leitt til hærra verðs fyrir neyt­endur og einnig erf­ið­ari inn­göngu fyrir ný fyr­ir­tæki, þar sem þau ná ekki að þróa sínar vörur og efla þær, vegna yfir­burða­stöðu ris­ans sem hefði orðið til. 

Er meðal ann­ars sagt að það sé ekki æski­legt að búa til fá evr­ópska risa, á ákveðnum svið­um. Frekar sé æski­legt að standa vörð um sam­keppn­ina, og hugsa um mik­il­vægi minni fyr­ir­tækja líka, sem séu oftar en ekki að vinna í vöru­þróun og nýsköpun sem stærri fyr­ir­tækin þurfi að keppa við. Með því að búa til evr­ópska risa þá sé hættan á því að það dragi tenn­urnar úr nýsköp­un, og þar geta þau ríki sem hafa átt erf­ið­ast upp­dráttar af ýmsum ástæðum - meðal ann­ars þau sem eru ein­angr­uð, t.d. Ísland - lent í því að upp­lifa fábrotn­ari tæki­færi til vaxtar og vöru­þró­un­ar, fyrir inn­lend fyr­ir­tæki. 

„Evr­ópa þarf fleiri skil­virk, sam­keppn­is­hæf og nýsköp­un­ar­drifin fyr­ir­tæki. Með því að heim­ila sam­runa og búa til fáa evr­ópska risa, þá yrði unnið gegn því og farið í öfuga átt,” segir í loka­orðum hag­fræð­ing­anna. 





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar